Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 11 I.jósm: Ólafur K. MaKnússon. Vósteinn ásamt leikstjóra, leikmyndahöfundi og leik- hljóða fyrir utan lönó, taliö frá vinstri: María Kristjánsdótt- ir, Vésteinn, Siguröur Rún- ar Jónsson og Magnús Pálsson. steinn geta verið hvaöa íslenskt sjávarþorp sem er. Inn í þessa harmsögu fjöl- skyldu Hermanns sagöi höfund- urinn blandast þjóöfélagsleg átök, „þar sem verkalýðshreyf- ingin fær á kjaftinn ekki síöur en atvinnurekendur". Faöir Hemma, Sverrir, haföi verið verkalýösleiö- togi í Skipavík, en stjúpi hans, Bragi, er hins vegar einn helsti atvinnurekandinn á staönum. Þaö er einnig Egill, og er hann aö auki faöir æskuástar Hemma, Hjördísar. Vésteinn sagöi, aö ekki bæri að líta á leikritiö sem sögu íslenskrar verkalýöshreyfingar, miklu frekar mætti segja aö þarna væri aö finna nokkra þætti hennar, sem og raunar alþjóö- legrar verkalýðsbaráttusögu. Ef einhverjir þættust hins vegar þekkja þarna einhverja atburöi eöa persónur, þá væri það alfar- iö þeirra mál. Þegar Vésteinn var inntur nán- ar eftir efni leiksins, sagöi hann Hemma komast aö því, aö svo virtist sem faöir hans heföi hengt sig, framið sjálfsmorö, en á einhvern hátt fyrir tilverknaö Braga eiginmanns móöur hans. Þessa atburöi heföi Hemmi hins Harald G. Haralds sem Hemmi og Kristín Bjarnadóttir í hlutverki sfnu sem Hjördís. „Bæði verkalýðs- hreyfingu og atvinnurekendum gefið á kjaftinn“ Vesteinn sagði i samtali viö blaöamann Morgunblaösins, aö leikritiö geröist í einhverjum óákveönum nútíma, eins og hann oröaöi það. Ungur maður, Her- mann Sverrisson aö nafni, eöa Hemmi, er viö nám erlendis og kemur heim í plássiö sitt í sumarleyfi. Fljótlega eftir aö hann er kominn heim, uppgötvar hann aö á bak viö fágaö yfirborð fjöl- skyldu hans eru fólgnir heldur hrikalegir atburöir. Svo hrika- legir, að Hemmi veröur aldrei samur maöur aftur. Þaö kemur sumsé í Ijós, aö móðir hans hefur gifst þeim manni sem Hemmi telur nú aö hafi orðið valdur aö dauða fööur hans. Leikritiö fjallar síöan um þaö, á hvern hátt Hemmi reynir aö sanna þessa vitneskju sína, og á hvern hátt hann reynir aö notfæra sér þekkingu sína á umræddura atburöum til aö breyta valdahlutföllunum í þorp- inu. Inn í þetta blandast svo ástamál Hemma, í nútíö og ekki síöur í fortíðinni. „Endalok leik- ritsins veröa hins vegar ekki látin uppi af skiljanlegum ástæöum,“ sagöi Vésteinn. Vésteinn sagöi leikritiö aö ýmsu leyti vera byggt upp á sama hátt og Hamlet, sami kjarninn væri í sögunni, og væri hér því ef til vill á ferðinni leikrit eitthvaö í áttina aö íslenskum Hamlet. Aöeins væri þó um þaö aö ræöa, aö „temaö“ úr Hamlet væri notaö, annaö ekki. En leikritiö á sem fyrr segir aö gerast í litlu plássi, íslensku sjávarþorpi. Plássið nefnir höf- undur Skipavík, og er þaö rétt hjá Fiskifiröi. Þorpið kvaö Vé- — segir Vé- steinn Lúðviks- son um leikrit sitt, „Hemma“, sem L.R. frum- sýnir i kvöld Vésteinn Lúövíksson. í kvöld veröur frumsýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó nýtt íslenskt leikrit. Leikurinn nefnist „Hemmi“ og er eftir Véstein Lúövíksson rithöf- und. í dag kemur verkiö svo einnig út í bókarformi og er útgefandi Bókaút- gáfan Iðunn. vegar ekki sett i þetta samhengi fyrr en hann kom heim á ný, er hann heföi þroskast og náö aö sjá hlutina í ööru Ijósi en hann heföi gert er hann var drengur. Vésteinn sagöi verk vera aö mörgu leyti frábrugöið öörum verkum sínum, til dæmis „Stal- ín“. Þaö verk heföi einkum fjallaö um vandamál, tiltekiö vandamál, en ekki væri hægt aö segja aö þetta nýja verk væri dæmigert „vandamálaleikrit". „og,“ bætti Vésteinn viö, „þá finnst mér raunar hæpiö af höfundi aö fara aö segja í fáum orðum hvaö hann er að fara í einhverju tilteknu verki. Ég trúi því ekki aö leikhús eigi eöa geti lamið skoöanir sínar inn í fólk. Miklu fremur eigi þaö aö vekja fólk til umhugsunar um þann þjóðfélagslega veruleika sem það býr við.“ Sagöi Vésteinn aö ef til vill mætti líkja þessu viö fiölu: „Fiölan er frábært hljóöfæri til að ná fram fallegri tónlist, ein hins vegar afleitt verkfæri til að reka nagla í vegg.“ Alls koma nítján leikarar viö sögu í þessu nýjasta verki Vé- steins, en meö hlutverk Hemma fara þeir Harald G. Haraldsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. Sverri, fööur Hemma, leikur Kjartan Ragnarsson og stjúpa hans leikur Pétur Einarsson. Aörir leikarar eru Sigríður Hagalín, Margrét Helga Jóhann- esdóttir, Aöalsteinn Bergdal, Guðrún Ásmundsdóttir, Ólöf María Jóhannsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Elísabet Þórisdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Hanna María Karlsdóttir, Soffía Jakobs- dóttir, Aðalheiður Jóhannesdótt- ir, Siguröur Karlsson, Jón Hjart- arson og Karl Guðmundsson. — AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.