Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 21
HVAÐ ER AD GERAST I RÆNUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 21 MÁLÞING Sálfræöi sem tilraunavísindi í TILEFNI af því að 101 ár er síðan Wundt setti á fót tilrauna- stofu sína í sálfræði heldur Félag sálfræðinema við Háskóla íslands málþing um sálfræði. Verður það haldið n.k. sunnudag, pálma- sunnudag, 30. mars, kl. 13.30 í Kristalsal Hótel Loftleiða. Við- fangsefni þingsins verður: Sál- fræði sem tilraunavísindi. Frum- mælendur verða Arnór Hanni- balsson lektor, Jóhann Axelsson prófessor, Jón Torfi Jónasson sál- fræðingur og Þorsteinn Gylfason lektor. Að loknum erindaflutningi verða frjálsar umræður. MYNDLIST Kjarvalssýn- ingu að Ijuka UM helgina lýkur Kjarvalssýningunni á Kjarvalsstöðum, en hún hefur staðið yfir þar undanfarna mánuði. Verður sýningin opin kl. 14 til 22 í dag og á morgun, en það er síðasti sýningardagur. SKEMMTANIR Fjölbreytt dag- skrá Klúbbs 25 TUTTUGU og fimm ára afmæl- ishóf Utsýnar, sem haldið verður annað kvöld á Hótel Sögu verður helgað ferðasamtökum ungs fólks, sem nýlega voru stofnuð, Klúbbi 25. Húsið verður opnað kl. 19 og hálftíma síðar hefst fyrsta veizla klúbbsins með veizluréttum og síðan verða skemmtiatriði, „Laumuspil", ungt tónlistarfólk, Kvartett M.H. syngur, tízkusýn- ing, forkeppni um Ungfrú Útsýn 1980 og ferðabingó, vinningar Ut- sýnarferðir að verðmæti 1 m. kr. Að lokum verður dansað til kl. 1 við undirleik hljómsveitar Ragn- ars Bjarnasonar. ÚTIVERA: j Skíði, fjall- eða fjörugöngur ÝMIS tækifæri eru til þátttöku i skipulögðum gönguferðum ferða- félaganna um helgina og þeir sem vilja fara á eigin vegum geta t.d. skellt sér upp í Bláfjöll, Hveradali eða Skálafeil og stund- að þar irþótt sína þar sem lyftur verða þarna opnar. Ferðafélag Islands fer á sunnu- dag kl. 10 í gönguferð á Hengil og verður gengið á Skeggja sem er 815 m hár. Minnt er á að göngu- menn hafi með sér brodda þar sem búast má við harðfenni. Klukkan 10 verður einnig lagt af stað í skíðagöngu á Hellisheiði og kl. 13 er síðan á dagskrá létt ganga um Krísuvík og nágrenni. Á vegum Útivistar verður kl. 13 á sunnudag boðið upp á tvo möguleika, þ.e. fjörugöngu á Kjal- arnes og Esjugöngu. Á mánudags- kvöld kl. 20 verður síðasta tunglskinsganga félagsins í vetur, en þá er fullt tungl. Verður ekið frá Reykjavík, gegnum Hafnar- fjörð og síðan valið göngusvæði fyrir ofan Hafnarfjörð. Lagt. er af stað í þessar ferðir frá Umferðarmiðstöðinni. Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur afmælistónleika í dag kl. 14 i íþróttahúsinu i Hafnarfirði. LÚÐRABLÁSTUR: SHfHHHHH Lúðrasveit Hafnarfjarðar 30 dra LÚÐRASVEIT HAFNARFJARÐ- AR átti 30 ára afmæli 30. janúar sl. og í tilefni þess efnir hún til afmælistónleika í íþróttahúsi Hafnarfjarðar í dag, laugardag, kl. 15. Starfandi hljóðfæraleikarar í Lúðrasveit Hafnarfjarðar eru nú 43 og stjórnandi er Hans Ploder Franzson. Á fjölbreyttri dagskrá tónleikanna í dag eru bæði inn- lend og erlend lög. KIRKJUTÓNLIST: Kór Langholtskirkju og hljóðfæraleikarar á æfingu undir stjórn Jóns Stefánssonar. Ljósm. Emilía. Flytur tvœr af kantötum Bachs ÁRLEGIR vortónleikar kórs Langholtskirkju verða i dag, laugardag, kl. 17 og mánudag 31. marz kl. 21 og fara þeir báðir fram i Háteigskirkju. Jón Stef- ánsson stjórnar, einsöngvarar eru Signý Sæmundsdóttir, Anna Júliana Sveinsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson og hljómsveit skipuð hljóðfæraleik- urum úr Sinfóniuhljómsveit íslands leikur undir. Á efnisskrá eru tvær kantötur eftir Johann Sebastian Bach, nr. 8 „Liebster Gott, wann werde ich sterben" og nr. 39 „Brich dem Hungrigen dein Brot“. Fyrri kant- atan er flutt í íslenzkri textaþýð- ingu sr. Kristjáns Vals Ingólfsson- ar og er hún tileinkuð stjórnand- anum, Jóni Stefánssyni. Aðgöngumiðar að báðum tón- leikunum verða seldir við inn- ganginn. MATARGERÐ: Esjuberg býður í fjölskyldumatinn Á Hótel Esju, Esjubergi, er jafnan um helgar boðið upp á ýmsa rétti og fjölskyldufólki sérstaklega gert kleift að koma með börn sín, börn undir 10 ára aldri fá frítt fæði og sérstakt barnahorn er í veitingas- alnum þar sem Esjuberg býður ókeypis upp á ýmsa rétti, sem börnum þykja góðir. Að sögn Einars Árnasonar yfir- matreiðslumanns verður matseð- illinn að þessu sinni ekki helgaður neinni ákveðinni þjóð, eins og verið hefur undanfarnar helgar, en í hádeginu á sunnudag er réttur dagsins kjúklingur, „Southern fri- ed chicken", borinn fram í körfu með frönskum kartöflum og minnti Einar á salatbarinn, sem jafnan er til reiðu í hádeginu og kvöldmat. Á sunnudagskvöld verð- ur sítrónusteiktur lambahryggur, en á laugardagskvöld lamba- hryggur Bernaise með ristuðum sveppum og bökuðum kartöflum. í hádeginu og á kvöldmatartíma leikur Jónas Þór á orgel. Einar Árnason sagði yfirleitt mjög fjöl- mennt í Esjubergi um helgar og það væri greinilegt að fjölskyldur kynnu að meta það að geta komið og fengið máltíð fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi á viðráðanlegu verði og um leið losnað við mats- eld heima fyrir og væri það ekki sízt fyrir það hversu auðvelt væri fyrir fólk að koma með börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.