Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 15 Hákon Bjarnason: Prýóum lancflö-plöntum tij&m! fylgjast með vexti þess frá ári til árs og klippa þær hliðargreinar af eða stytta, sem leita mjög útávið. Ef þetta er gert reglulega og án hiks geta flest birki orðið að fallegum einstæðum trjám. Brýn nauðsyn er fyrir alla garðeigendur að skoða vel trén á meðan þau eru í uppvexti og fylgjast með þeim. Þá gæti komið í ljós, að birki sýndi merki þess að það væri ekki nógu vel kynjað þótt það hefði verið gallalaust í æsku, t.d. að blöðin væru minni og stinnari en þau eiga að vera á fallegu garðtré. Hér gæti t.d. verið um afbrigði að ræða, sem best væri að fella og fá annað í staðinn. Birki er ekki kvillasamt að öðru en því, að birkimaðkar og fiðrildalirfur geta verið hvim- leiðar en áraskipti eru að því, hve ásókn þeirra er mikil. Þá sækja blaðlýs á það, en þær valda sjaldan miklum skaða. Halda má hvorutveggja í skefj- um með úðun, og skyldi hún ekki dregin á langinn eftir að ófagn- aðarins verður vart. Sjúkdóma verður lítið vart á birki. Helst er það ryðsveppur, sem litar blöðin gul á miðju sumri. Hans verður lítið vart ef trén hafa nóga næringu og vaxa eðlilega. Hann veldur aldrei skaða svo nokkru nemi. Á göml- um trjám má stundum sjá greinaflækjur í krónunum þar sem margar greinar koma út úr einum hnykli. Slíkar flækjur kallast kerlingavendir og er meinlaus sveppur orsök þeirra. Auðvelt er að skera þær af og nægir það eitt að öllu jöfnu til að losna við þær. Birki er ekki langlíft á mæli- kvarða trjáa. Er það venjulega komið á fallanda fót þegar það hefur lifað sjö til átta áratugi. Ennfremur vex það fremur hægt og verður aldrei mjög hátt. Hér á landi hafa mælst 13 metra há tré og um 30 sm í þvermál í 1.3. m hæð frá jörðu, en slík tré eru enn undantekning. Þó er ekki ólíklegt að það geti náð meiri hæð síðar þar eð svo skammt er síðan skóglendi var friðað hér á landi. það er ekki ýkja langt síðan hæstu birkitré landsins voru um og innan vð 10 m, en nú má finna mörg milli 10 og 12 m. Plöntufræðingar eru margir á þeirri skoðun, að birkið hafi lifað ísaldirnar af hér á landi á jökullausum svæðum, sem munu hafa verið allvíða. En skilyrðin til að komast af kunna að hafa verið æði misjöfn, og sé svo er ekki að undra þótt íslenska birkið sé ærið misjafnt í eðli sínu eftir svo hörð ævikjör, sem það hefur orðið að þola á fimbul- árum ísaldanna. Þó hafa kjör þess orðið enn ömurlegri eftir búsetu landsins og meðferðin á eina skjólgróðri landsins hefur aldrei verið verri en á síðustu öldum og fram á þennan dag, að undanteknum þeim fáu stöðum, sem friðaðir hafa verið. Að endingu skal aðeins á það minnst, að á Mógilsá hefur nokkrum stofnúm af fallegu birki verið safnað saman og verið er að fjölga þeim með græðlingum. Von er til þess, að upp af þeim geti vaxið einstakl- ingar með fallegt vaxtarlag, þannig að eftir hæfilegan tíma geti garðeigendur fengið kyngóð- ar plöntur. En þetta starf mun enn taka nokkur ár áður en árangur kemur í ljós. Bændur bjart- sýnir á vorið Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi Mjög miklir umhleypingar hafa verið hér síðan á öskudag og hefur góa verið mjög þeysin, en hún er nú að kveðja. Segja má að tíðin hafi verið mild miðað við árstíma, lítill snjór og væg frost þó frosið hafi. Klaki er sáralítill í jörðu. Bændur eru fremur bjartsýnir á vorið enda útlitið allt annað en var á þessum tíma í fyrra. Búfé Heilsufar búpenings er mjög gott og má tvímælalaust þakka það mjög góðum heyjum. Bænd- ur hér hafa sjaldan eða aldrei átt eins vel verkuð hey og nú. Byggingar Eins og ég gat um í fréttabréfi í vetur eru nokkur hús í bygg- ingu hér í sveitinni. Á Hellnum eru tvö íbúðarhús í smíðum, og er annað þeirra orðið íbúðar- hæft og fjölskyldan flutt í það, en hitt er fokhelt. Þá er búið að reisa verkstæðisgeymslu þar. Fiskverkunarhús er í byggingu á Arnarstapa og verkfæra- geymsla, og eru bæði þessi hús langt komin. Félagslíf Konur hér í sveitinni hafa sameinast með saumaklúbb og hefur verið mikið líf í honum. Þær hafa komið saman einu sinni í viku hverri á fimmtudög- um. Er þetta mjög upplífgandi félagsskapur fyrir konurnar. Laugardaginn 23. febrúar var haldið þorrablót, sem Breiðvík- ingar stóðu að, en Breiðvíkingar og Staðsveitungar hafa þorra- blótin sitt árið hvorir fyrir báðar sveitirnar, og er það mjög vinsælt. Þorrablótið var mjög vel sótt, um 170 til 180 manns. Það var haldið í Félagsheimilinu að Lýsuhóli í Staðarsveit. Lán- uðu Staðsveitingar okkur Breið- víkingum húsið og gerðu það með ljúfu geði og af mikilli rausn. Þeir tóku svo að segja enga leigu fyrir húsið annað en að við skiluðum því hreinu. Ég vil nota tækifærið og þakka Staðsveitingum fyrir þá velvild, sem þeir sýndu okkur. Félags- heimilið á Arnarstapa er í svo slæmu ástandi að ekki var hægt að nota það að þessu sinni. Konur úr Breiðuvík fram- reiddu matinn og var hann bæði mikill og góður. Skemmtiatriði voru öll heimatilbúin, og má þar nefna leikþátt, sem tvær konur fluttu, og Sjónvarp Breiðuvíkur, sem sagði fréttir. Á undan skemmtiatriðum spilaði maður nýkomin frá Ameríku á nýtt hljóðfæri nokkur lög, og hlaut það mjög góðar undirtektir. Hljóðfærið er flygill, sem Kristján Guðbjartsson og fjöl- skylda hans gáfu félagsheimil- inu í Staðarsveit, ef ég man rétt, og var því þarna verið að vígja þetta nýja hljóðfæri. Eftir skemmtiatriðin var stiginn dans fram eftir nóttu af miklu fjöri. Þorrablótið fór í alla staði mjög vel fram og var öllum til sóma Útgerð Ekki hefur ennþá verð farið á sjó frá Hellnum eða Stapa, en væntanlega verður ekki langt að bíða þess. Þó má gera ráð fyrir að lítið verði um róðra fyrir páska. Aðkomubátar eru farnir að sjást hér á miðunum. Ekki er enn ljóst hvort fiskurinn verður seldur uppúr sjó eða verkaður í salt. Fjöldi heimabáta verður að öllum líkindum svipaður og í fyrra. Finnbogi G. Lárusson. Norræni bygginga- dagurinn í Stokk- hólmi 7.-9. maí FJÓRTÁNDI norræni bygginga- dagurinn verður haldinn í Stokkhólmi dagana 7.-9. maí n.k. Samhliða ráðstefnunni verð- ur haldin alþjóðleg byggingar- vöru— og tækjasýning. Samstarf Norðurlanda á sviði byggingarmála hófst árið 1928 með stofnun samtakanna „Nor- rænn byggingadagur" og hefur ísland verið aðili að samtökunum frá upphafi. Byggist samstarfið m.a. á því að á þriggja ára fresti eru haldnar ráðstefnur um hina ýmsu mikilvægu þætti húsnæðis— <>g byggingarmála þar sem menn frá öllum Norðurlöndunum bera saman bækur sínar og fjalla um i'ramtíðarverkefni. Efni ráðstefn- unnar í Stokkhólmi verður Ný tækni — betra umhverfi. Fyrirles- í.rar frá íslandi verða Geirharður Þorsteinsson arkitekt, Sveinn K. Sveinsson verkfræðingur, Óttar P. Halldórsson prófessor og Þor- steinn Helgason dósent. Norræni byggingardagurinn verður haldinn hér á landi árið 1983, en hann hefur einu sinni verið haldinn hér áður, árið 1968. ASIMINN ER: 22480 JHorgunblatiib PHILIPS _ Þú velur Philips ÞVOTTAVÉL MERKISEM ÞÚ CETUR TREYST Philips framleiðir þvottavélar, sem henta þér og þínu heimili. Hægt er aö fá vélar, sem bæöi eru hlaðnar ofan frá, og aö framan. Philips þvottavélar taka 5 kg af þvotti. Philips þvottavélar hafa stillanlega vindu, allt að 750 snún/mín. Philips þvottavélar taka inn á sig heitt og kalt vatn, eöa eingöngu kalt ef óskað er. Philips þvottavélar hafa stóra þvottabelgi — þvo betur. Philips þvottavélar hafa 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. Philips þvottavélar hafa 10—15 þvottakerfi. Philips þvottavélar hafa viðurkennt ullarþvottakerfi. Philips viöhaldsþjónusta, sem þú getur treyst. Þú kaupir Phiiips fyrir framtíðina. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTLIN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.