Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 20
20 FJÁRÖFLUN: Hlutaveltur, mini- flóamarkaður, bingó MÝMÖRG fclög, scm starfa að marKvíslcjfum þjóðþrifamálum, byKKja verulcKan hluta starfscmi sinnar á fjármajfni, scm unnið cr til mcð hlutavcltum og fleiri fjáröflunartiltækjum. sem mcnn finna upp á. Ilér fara á eftir upplýsinxar um nokkra slíka viðburði er fram fara í Rcykjavík í d;uí og á morj'un: FclaK cinstæðra íorcldra: Klukkan 14 hefst í Skeljanesi 6, til starfsemi félaganna þar efra og mun ýmislegt góðgæti verða þar í boði. Sjónvarpskynning Risör-fara Annað tiltæki verður í Breið- holtinu og nú á sunnudag kl. 14. Eru þar 50 ungmenni að verki, Risör-farar úr Hólabrekkuskóla, en þau hyggjast afla fjár til ferðar á mót Risör í Noregi í ágúst. Hefst hjá þeim bingó og kökusala kl. 14 í Hólabrekkuskóla og kl. 15:30 verð- Ilús Fólags cinstæðra forcldra í Skcljanesi, cn nú er viðgerð þess næstum fulllokið, húið að taka niður vinnupalla og verður brátt flutt inn í það, en i dag heldur fólagið miniflóamarkað og hlutaveltu til fjáröflunar. hinu nýja húsi félagsins, sem senn á að taka í notkun, hlutavelta, kökubasar og mini-flóamarkaður og verður þarna að finna fjöl- marga gripi og má vekja athygli á þeirri nýjung kökubasarsins að þar verða einnig í bóði pizzur. KFUM og K í Breiðholtí í félagsheimili sínu við Maríu- bakka efna félögin til basars kl. 14 í dag. Er honum ætlað að afla fjár ur kveikt á nokkrum sjónvarps- tækjum frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Bazar þroskaþjáifaskólans Þriðja árs nemendur Þroska- þjálfaskóla íslands efna í dag og á morgun til kökubazars í Blómavali í Sigtúni. Hefst hann kl. 14 báða daga og verða heimabakaðar kök- ur á boðstólum, en ágóðanum skal verja til styrktar námsferð nem- enda í vor. TÓNLIST: Ernst Kovacic Tónleikar í Norrœna húsinu Georg Iladjinikos AUSTURRÍSKI fiðluleikarinn Ernst Kovacic heldur á morgun kl. 17 tónleika í Norræna húsinu og verða flutt verk fyrir sólófiðlu eftir Telcmann, Ysaye, Bach og fleiri. Ernst Kovacic lék á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands á fimmtudagskvöld, en hann hefur leikið í flestum löndum Evrópu og Mið Austurlöndum og hefur unnið til margra verðlauna í alþjóðleg- um tónlistarkeppnum. Þá verða aðrir tónleikar í Nor- ræna húsinu á morgun og hefjast þeir kl. 20:30. Þar kemur fram grískur píanóleikari og hljóm- sveitarstjóri, Georg Hadjinikos. Á efnisskrá eru verk eftir Schubert, Brahms, Nikos Skalkottas og Beethoven. Georg Hadjinikos hef- ur ferðast víða um heim og komið fram með mörgum þekktustu hljómsveitum Evrópu, en hingað til lands kemur hann á vegum Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og heldur námskeið á vegum skólans. Gylfi Ægisson verður með málverkasýningu um helgina og fram í næstu viku í Nautinu í Keflavík og opnar eftir páska sýningu i Grindavik, en þess á milli semur hann lög af miklu kappi eins og landsmcnn þekkja margir. Ljósm. Rax. KELFAVÍK: Gylfi Ægisson sýnir í Nautinu GYLFI Ægisson opnar í dag málverkasýningu í veitingahús- inu Nautinu í Keflavík og verður hún opin fram í næstu viku. Gylfi sýnir þan.a myndir málaðar á járnlok og nokkrar i hefðbundum stíl, en þetta eru allt akrylmyndir. Eftir páskana mun Gylfi síðan sýna í Sjó- mannahcimilinu i Grindavik. —Þessar myndir eru allar málaðar á síðustu vikum og hef ég unnið fram á nætur nú síðustu dagana til að ljúka undirbúningi sýningarinnar, sagði Gylfi í spjalli við Mbl. —Ég hóf fyrst að mála fyrir nokkrum mánuðum eftir að ég var laus við vínið, en ég fer ekki ofan af því að þar var um kraftaverk að ræða. Það hittist svo á að ég ræddi við gamlan prest, Sigurjón Þ. Árnason, sem reyndar var þá helsjúkur og dó nokkru seinna, og hann bað fyrir mér og veit ég að það varð til þess að mér tókst að snúa mér frá víninu. Hef ég ekki smakkað það síðan og aðallega fengist við að mála og semja lög. Eg hef alltaf átt mína trú og er ég viss um að þarna var um kraftaverk að ræða, en ég hef ekki starfað í neinum söfnuðum heldur hef mína trú fyrir mig. Gylfi nefndi að í Nautinu verða leikin lög hans dagana sem sýningin stendur yfir, en um miðjan apríl kemur út ný plata. Kvaðst hann þá eiga kringum 70 lög á plötu og í fórum sínum á hann nú efni á plötu sem hann hyggst koma á markað í haust, barnasöngleiki. Gylfi kvaðst ætla að halda áfram að mála, ekki sízt ef sýningar þessar ganga vel, en myndirnar eru allar til sölu. KÓPAVOGUR: Frásögur og ferðakynning VORVAKA Norræna félagsins í Kópavogi verður að þessu sinni á morgun, sunnudag 30. marz kl. 20:30 I Þinghóli. Samkór Kópa- vogs æfir nú fyrir vinabæjarferð til Norðurlanda í júní og syngur hann á morgun undir stjórn Kristinar Jóhannesdóttur. Þá sýnir Sigurður Blöndal skógræktarstjóri litskvggnur úr Færeyjaferð og Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður fjallar um fyrirhugaða ferð til Norður— Skotlands, Hjaltlands, Orkneyja og Færeyja um miðjan júní í sumar. Auk þess verða kynntar Færeyjaferðir Norræna félagsins. Áður en vorvakan hefst verður haldinn aðalfundur Norræna fé- lagsins í Kópavogi og hefst hann kl. 20. Finnbogi Guðmundsson Sigurður Blöndal KVIKMYNDIR: Sýningar Germaníu og kvikmyndahátíðar FÉLAGIÐ Germanía efnir til kvikmyndasýningar i dag, laug- ardag, í Nýja bíói. Verður þá sýnd mynd með lögregluforingj- anum Trimmel úr myndaflokkn- um „Der Tatort“, sem er svipaður myndaflokknum „Der Kommiss- ar“, sem þekktur er úr sjónvarp- inu hér. Myndin heitir „Platzver- weis fur Trimmel“. Þá má minna á íslenzku kvik- myndahátíðina, sem nú fer fram í Regnboganum, en í dag verða sýndar eftirtaldar myndir: Klukk- an 15:10 Bakkabræður eftir Óskar Gíslason, kl. 17:10 Gilitrutt eftir Ásgeir Long, kl. 19:10 Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason og kl. 21:10 verða Bakka- bræður endurteknir, en kl. 23:10 er síðasta sýning dagsins: Ágirnd, eftir Óskar Gíslason og Olafur liljurós eftir Rósku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.