Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Ráðherrar flýja frá E1 Salvador San Salvador. 28. marz — AP. VÍÐA kom til vopnaðra átaka vinstri sinnaðra hryðjuverkamanna og stjórnarhermanna í E1 Salvador í dag og nótt, og féllu þá a.m.k. 23 menn. Kyrrt var þó að mestu í höfuðborginni, og komu þúsundir að viðhafnarbör- um Oscars Arnulof Rom- ero erkibiskups, sem hryðjuverkamenn myrtu um helgina. Þrír ráðherrar úr stjórn landsins sögðu sig í gær úr stjórninni og flúðu úr landi. Voru það efnahags- málaráðherran Oscar Menjivar og menntamála- ráðherrann Eduardo Col- indre, sem eru úr röðum kristilegra demókrata og landbúnaðarráðherrann Jorge Villacorta úr röðum sjálfstæðra þingmanna. Menjivar og Villacorta héldu til Costa Rica og Colindre til Mexíkó. Gripu ráðherrarnir til þessara að- gerða til að mótmæla ár- angursleysi stjórnarinnar í að hefta aðgerðir hryðju- verkamanna í landinu að undanförnu. Handtökur vegna silfurránsins mikla Lundúnum. 28. marz — AP. SCOTLAND Yard tilkynnti í dag, að nokkrir menn, grunaðir um aðild að silfurráninu mikla, hefðu í dag verið handteknir. Ekki var skýrt frá því hve margir þeir voru. Alls var stolið silfri fyrir 4 milljónir punda. Lögreglan sagðist ekki hafa komist að því, hvar silfrið væri niðurkomið. Fjórir féllu í skotbardaga Genúa, 28. marz. AP. ÍTALSKA lögreglan gerði áhlaup á felustað hryðjuverkamanna í borginni Genúa á Ítalíu í morgun og felldi fjóra félaga í Rauðu herdeild- unum í miklum skotbar- daga. Lögreglumaður hlaut skotsár í bardagan- um og var honum vart hugað líf. í felustaðnum fannst mikið magn vopna og einnig listi með nöfnum 3.000 manna, sem hryðjuverkasamtökin höfðu í hyggju að klekkja á. Var þar í að finna ýmsar persónulegar upp- lýsingar um hvern þann sem á listanum var, útlitsyfirlýsing, fjölskyldulýsing og helztu ein- kenni hátternis. Meðal vopnabirgðanna, sem á felustaðnum fundust, voru vél- byssur, skammbyssur og hand- sprengjur. Þar fundust einnig bæklingar og áróðursrit Rauðu herdeildanna. I aðgerðum lögreglu annars staðar í landinu voru átta ung- menni, sem grunuð eru um að eiga aðild að hryðjuverkasam- tökum, handtekin. Utanríkisráðherrar Norðurlanda: Rússar hypji sig á brott frá Afganistan Helsinki, 28. marz. Frá Harry Granberg, fréttaritara Mbl. U tanríkisráðher rar Norðurlandanna fóru þess á leit í sameiginlegri yfir- lýsingu að loknum fundun- um í dag, að Sovétmenn hyrfu hið snarasta með herlið sitt frá Afganistan. Lýstu ráðherrarnir áhyggjum sínum varðandi þróun mála á alþjóðavett- vangi og að nauðsyn bæri til að sem fyrst næðist alþjóðlegt samkomulag um lausn deilunnar um Afganistan. Sagði í yfir- lýsingu ráðherranna, að treysta yrði frið og öryggi í heiminum á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Einnig lýstu ráðherrarnir áhyggjum sínum með að enn skuli gíslum haldið í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran, þrátt fyrir að flestöll ríki heims hafi krafist þess að þeir yrðu látnir lausir og að taka sendiráðsins og gíslanna hefði verið í blóra við alþjóðaregl- ur. Sagði í tilkynningu ráðherr- anna að í viðræðum þeirra hefði verið víða komið við. Byndu þeir vonir við að sættir næðust um varanlegan frið í Miðausturlönd- um. Tóku ráðherrarnir fram að nauðsynlegt væri að veita Pal- estínumönnum rétt til sjálfs- ákvörðunar, og að þeir hefðu rétt til að taka þátt í viðræðum um eigin framtíð. Næsti fundur ráð- herranna verður í Osló í septem- berbyrjun. Átök í Kóreu Seoul, 28. marz. AP. ÞRÍR Norður-Kóreumenn, sem klæddir voru í einkennisbúninga hermanna S-Kóreu, skutu í dag á landamæraverði og felldu einn þeirra. Svöruðu landamæraverð- irnir skothríðinni og felldu einn árásarmannanna. Voru þetta þriðju vopnuðu átökin á landa- mærum S-Kóreu og N-Kóreu á fimm dögum. Andófsmaður handtekinn Varsjá, 28. marz. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu í dag að einn fremsti andófsmaður Pólverja, Miroslaw Chojecki, hefði verið tekinn fast- ur og honum gefið að sök að hafa stolið frá hinu opinbera fjölrit- unartæki, sem hann hefur notað í sambandi við útgáfustarfsemi andófsmanna. Kína í IMF? Peking, 28. marz. AP. VIÐRÆÐUR standa yfir í Kína um hugsanlega aðild alþýðulýð- veldisins að Alþjóðagjaldeyris- varasjóðnum (IMF). Formósa á aðild að sjóðnum í nafni Kína, en aðild að honum eiga 140 ríki. Vikurgos í Washington Cougar. 28. marz. AP. Eldfjallið St. Helens í Wash- ingtonfylki spjó í dag vikri og ösku í sjö kílómetra hæð, en í gær hófst í eldfjallinu hraungos, 120 árum frá því að síðast gaus í fjallinu. Vegna hita í fjallinu bráðnaði snjór á því og olli það miklum aur- og snjóskriðum. íbúar á svæði í innan við 25 km frá fjallinu hafa verið fluttir á brott, og búist er við löngu gosi. Grunur um samsæri Manila, 28. marz. AP. MARCOS forseti Filipseyja sagði í dag að nokkrir lífvarða hans hefðu verið handteknir þar sem þeir væru grunaðir um samsæri við útlenda hryðju- verkamenn um að ráða af dögum hann sjálfan og Pinochet forseta Chile í opinberri heimsókn Pin- ochets til Filipseyja í vikunni, en heimsókninni var á síðustu stundu aflýst. Rússar banna málverk Moskvu, 28. marz. AP* SOVÉZK yfirvöld bönnuðu í dag að sýnt yrði á málverkasýningu í vináttuhöllinni í Moskvu verk eftir vestur-þýzka málarann Peter Sorge þar sem á myndinni sést í nakinn líkama tveggja elskenda. Á sýningunni eru 130 verk margra af þekktustu lista- manna V-Þýzkalands, en það er flugfélagið Lufthansa sem að sýningunni stendur. Svartsýni Thatcher minnkar MARGRÉT Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands sagðist í dag ekki vera eins svartsýn og áður á að breytingar yrðu gerðar á lögum og reglum Efnahags- bandalagsins (EBE), í þá veru að verulega dragi úr framlögum Breta til bandalagsins. Thatcher átti í gær og dag reglulegan fund með Helmut Schimdt kanslara V-Þýzkalands, og eftir fundina lýst hann einnig ánægju sinni með að líklega væri samkomulag er allir aðilar gætu sætt sig við í augsýn. Frá salarkynnum Nýju postulakirkjunnar Nýja postulakirkjan: Fyrsta ferming- in á sunnudag Á MORGUN, sunnudag, verður Kanada flytur messu og prédikar sérstök hátíð í Nýju postulakirkj- 0g verður sr. Lennart Hedin prest- unni að Háaleitisbraut 58, en þá ur kirkjunnar hérlendis honum til fer fram fyrsta ferming á vegum aðstoðar. Fermd verður Monica kirkjunnar hér á landi. Kupper og hefst athöfnin kl. 11. Séra Albert Löschning frá f.h. Kirkjukór Akraness: Tónleikar í Krists- kirkju á þriðjudag KIRKJUKÓR Akraness heldur föstutónleika þriðjudaginn 1. apríl n.k. í Kristskirkju i Landa- koti. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Brahms, Leif Þór- arinsson og Þórarinn Guð- mundsson. Einsöngvarar eru Ágústa Ág- ústsdóttir sópran og Halldór Vil- helmsson barytón, undirleik ann- ast Antonío D. Corveiras og Hauk- ur Guðlaugsson er söngstjóri. Frumflutt verður kantata fyrir kór, einsöngvara og orgel eftir Leif Þórarinsson, en verkið er samið eftir sálmum Biblíunnar og nefnist Rís upp ó, Guð. í Kirkjukór Ákraness eru 45 söngfélagar. Tónleikarnir hefjast kl. 21 á þriðjudagskvöld. Halldóra liðadóttir Hinn 24. mars átti tengdamóðir mín Halldóra Veturliðadóttir, Vesturgötu 154, Akranesi, 70 ára afmæli. Hún var alin upp í stórum systkinahópi. Ekki voru húsa- kynnin stór og kannski ekki alltaf úr miklu að spila. En til gamans vil ég geta þess að á Halldóru sannast það að ekki þarf vissan fermetrafjölda á barn í húsnæði til þess að þau nái eðlilegri lífsgleði og hamingju, í þessu sem öðru er það samspil foreldra og þau lífsviðhorf sem einstaklingur- inn tileinkar sér þegar hann kemst til vits og ára. Það finnst kannski mörgum skrýtið að segja það um tengdamóður sína að hún hafi gefið mér meiri trú en nokkur anhar, að hægt er að njóta gleði lífsins þrátt fyrir ýmislegt and- streymi og erfiðleika sem allir verða að takast á við. Hún missti í blóma lífsins þann förunaut sem henni var kærastur, og aldrei hef ég séð sannari ást og kærleika en ást hennar á manni sínum. Mörg manneskjan hefði fallið saman við minna. En einmitt í þessari miklu sorg sinni sýndi hún sína stærstu og bestu eiginleika, í stað þess sem of mörgum er tamt að sökkva sér niður í sorgir sínar, þá þakkaði hún guði sínum fyrir þær ham- ingjustundir sem hún hafði fengið að njóta með manni sínum. Enda uppskar hún þakklæti sitt þó á Vetur- — 70 ára annan hátt væri. Hún er enn fui. af lífsgleði og lífslöngun og ferð- ast mikið bæði utanlands og innan. Þó er það sennilega hennar mestu gleðistundir er hún hittir systur sínar því í þeim hóp er ekki setið og rætt um ófarir náungans heldur skín gleðin af hverri brá og hlátur og glens glymja í eyrum. Að lokum vil ég óska minni elskulegu tengdamóður til ham- ingju með afmælið og segja um leið: aldurinn fer eftir hugarfar- inu en ekki árunum; þau eru aðeins tímatal. Tengdasonur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.