Morgunblaðið - 29.03.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.03.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 19 að kenna. Það vantar hérna t.d. alveg handbolta fyrir stelpur, handboltavöll, körfuboltavöll. Og ef hægt er á að hafa þessa velli annars staðar en hjá skólanum, því maður getur orðið leiður á að vera alltaf á sama staðnum. Ef við viljum getum við gert Breiðholtið að skemmtilegasta hverfi í Reykjavík. Kristín Gunnarsdóttir: Tökum til hendi og hreinsum Það sem ég á að fjalla um er skólinn og umhverfi hans. Það fyrsta sem ég ætla að tala um er rúðubrotin hér í skólanum. Ef ég nefni dæmi, þá voru brotnar rúður fyrir tæplega 6 milljónir króna á árinu 1978—1979, og nú þegar á þessum vetri eru að minnsta kosti 10 milljónir farnar í að endurnýja rúður. Og fyrir utan kostnaðinn þá skapar það sóðaskap og leiðindi fyrir alla aðila. Svo eru það skemmdir á hús- munum skólans, og eru þær mjög miklar. Bökin brotin af stólunum, áklæði rifið og svampurinn tætt- ur. Pinnarnir, sem halda hurðun- um á hjörunum, teknir, svo að næsti maður, sem tekur í hurðina, fær hana yfir sig. Slökkvitæki eru tæmd ef ekki er kassi utan um þau, kranarnir skrúfaðir af vösk- unum, varaljósin, sem eiga að vera á göngum skólans, tekin eða stolið, skiltin, sem eiga að merkja stof- urnar, brotin eða jafnvel kveikt í þeim, og þannig mætti lengi telja. Hvað græðið þið á þessu? Líður ykkur eitthvað betur ef þið eyði- leggið eitthvað? Þið fáið ekkert út úr þessu nema eintómt rifrildi og þras, óþrifnað og óþarfa kostnað. Svo langar mig að minnast á umgengni fyrir utan skólann. Hún er vægast sagt mjög léleg. Mörkin á skólalóðinni eru oftast í algjörri niðurníðslu, rifin og beygluð, krot á veggjum og flöskum stútað á lóðinni. Að lokum langar mig að koma með tillögu um að nemendur Fellaskóla taki sig til kl. 9 í fyrramálið og hreinsi lóð skólans af steinum, glerbrotum og öðru drasli. Fá fjölmiðla til að taka málið til meðferðar og þá um leið er hafin aðgerð í þá átt að breyta viðhorfi fólksins í Reykjavík til Breiðholtsins. Það er að segja okkar. Hvað eru margir hér sem vilja mæta í fyrramálið og taka ærlega til hendinni? Þá treystum við því að þið mætið kl. 9 í fyrramálið og hefjist handa við að betrumbæta um- hverfi skólans. Og hvetjið þið nú alla til að leggja sitt af mörkum. Vegna þrengsla í blaðinu verður niðurlag frásagnar af fundinum birt í þriðjudagsblaðinu undir íyrirsögninni „Ósamræmi í fréttaflutningi“ Skúli Björnsson i ræðustól, Inga Birna fundarstjóri og Hjalti fundarritari. Þóra Magnea Magnúsdóttir: Hvers vegna að eyðileggja? Það sem ég ætla að ræða um er Breiðholtið í heild. Af hverju heldur fólk að Breiðholtið sé verra en önnur hverfi? Er það af því að það eru fleiri unglingar hérna. Jú, kannski líka. En er það ekki aðallega af því, að fólk neðan úr bæ kemur hingað uppeftir á sunnudagskeyrslu eða eitthvað þvíum líkt, og sér svo ekkert nema krakka að krassa á veggi, brjóta rúður, slökkva á ljósaperum og þannig mætti lengi telja. Finnst ykkur gaman að því? Tökum t.d. Fellahelli, finnst ykkur gaman í Fellahelli? Ef svo Fundargestir i Fellahelli. Þóra M. Magnúsdóttir. Kristin Gunnarsdóttir. HVAÐ gerðist í Breiðholti í nótt? Ekki neitt. Það er nú eitthvað nýtt. Hvað segirðu, voru einhver læti í vesturbænum. Já svoleiðis, eða þannig sko. Já, það er jafnvel stórfrétt ef ekkert gerist í Breið- holti sem telst miður fara. Fjöl- miðlar virðast ekki hafa áhuga á því sem vel er gert í heilbrigðu og þægilegu félagslífi, eðlilegri starfsemi barna og unglinga i starfi og leik í því ágæta hverfi Breiðholti. Bragð er að þá barnið finnur, segir gamalt máltæki. Félagar ii nokkrum klúbbum er starfa i Fellahelli þótti ástæða til þess að boða til fundar um málefni Breið- holts, þ.e.a.s. vegna neikvæðra skrifa i blöðum um unglinga i hverfinu. Fundurinn var haldinn 25. mars sl. og var mjög fjölsótt- ur. Skúli Björnsson starfsmaður Fellahellis greindi í örfáum orðum frá því hvers vegna þessi fundur Ragnar Magnússon segir frá fundi, sem nokkrir klúbbar héldu í Fellahelli væri haldinn, en tilnefndi síðan sem fundarstjóra Ingu Birnu Úlf- arsdóttur. Fundarstjóri sagði frekar frá því hvert væri markmið fundarins. Inga Birna sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því, að Breiðholtið væri yngsta og fjölmennasta hverfið í Reykjavík með lægstan meðalaldur og sam- anstæði nánast af börnum og unglingum með slatta af foreldr- um og forráðamönnum á milli og nú spyrjum við okkur: Sættum við okkur við, að aðrir ákveði að við séum annars flokks fólk? Sættum við okkur við, að fólk úr öðrum hverfum ákveði, að Breiðholtið sé verra hverfi en önnur hverfi Reykjavíkur? Sætt- um við okkur við það, að örfáir einstaklingar skemmi fyrir heild- inni? Sættum við okkur við það, að fólk líti okkur öðrum augum um leið og það veit að við erum úr Breiðholti? Viljum við ekki ráða okkur málum sjálf og stuðla að betri umgengni í hverfinu okkar? Viljum við ekki, að stærsta ungl- ingahverfi Reykjavíkur sé besta, mest lifandi og mest spennandi hverfi Reykjavíkur? Það þarf ekki að taka það fram, að fundarmenn svöruðu þessu með viðeigandi hrópum og klappi. Fluttar voru þrjár framsögur- æður og fyrsti ræðumaður var Þóra M. Magnúsdóttir. Síðan tal- aði Kristín Gunnarsdóttir. Og þriðju framsöguræðuna flutti Kristinn Sæmundsson. er, hvers vegna eruð þið að eyðileggja allt, t.d. stólana, læs- ingar á skápum, brjóta tennis- borð, rífa niður myndir, sem hengdar eru upp á vegg, krassa á myndir hérna frammi, stela plöt- um og kassettum og úr annarra manna vösum. Hugsið ykkur hvað hægt er að kaupa fyrir peningana, sem fara í að lagfæra hlutina, litasjónvarp, nýjar plötur og end- urnýja diskótekið, sem þarf nú nauðsynlega. Tökum svo í öðru lagi strætis- vagnana og það sem því fylgir. Hvað er svona gaman að krota á strætóskýlin, svo varla sést litur- inn á sjálfu skýlinu? En í strætis- vögnum er allt í lagi að eyðileggja sætin og hugsa sem svo, að við þurfum ekkert að borga, kallinn á þetta! Kostnaður vegna skemmda á strætisvögnum á árinu 1979 er 11 milljónir. Svo eru líka ýmsir gallar á Breiðholtinu, sem eru ekki okkur Hvað geröist í Breiðholti í nótt ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.