Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö minningarat- höfn VALOIMARS Þ. ÖSSURARSONAR, frá ísafiröi. Ásdís Guömundsdóttir, Össur Pétur, Guömundur, Jón Smári, Auöunn Bragi. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö minningarat- höfn ÓLAFS S. ÖSSURARSONAR, frá ísafirði. Hjördís Óskarsdóttir, Jón Rósman, Magnea, Hafsteinn Ómar, Anna, Margrét og barnabörn. + Viö þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns og fööur, DANÍELS STEFÁNS JÓHANNSSONAR, ísafiröi. Lára M. Lárusdöttir, synir og vandamenn. + Viö þökkum ykkur öllum hjartanlega sem heiöruöuö minningu ÓLAFS ÖSSURARSONAR og VALDIMARS ÖSSURARSONAR, veittu okkur samúö og veittu okkur styrk. Guöbjörg Hermannsdóttir og systkini hinna látnu. + Innilegar þakkir færum viö þeim sem vottuöu okkur samúö viö andlát og útför GUNNARS ÞORBJÖRNSSONAR, Birkihvammi 21. Sigríöur Þóröardóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, STEFÁNS EINARSSONAR, Samtúni 2. Kristín Asgeirsdóttir, Einar Stefánsson, Soffía Stefánsdóttir Carlander, Ólafur Stefánsson og barnabörn. + Dóttir okkar, móðir, systir og mágkona. SIGRÍOUR ERLA JENSDOTTIR, Sogavegi 94, lést 22 b.m. Jarðsett veröur frá Fossvogskirkju manudaginn 31. marz kl. 10.30. Jens R. Pálsson, Kristín Eiríksdóttir, Jens R. Kane, Orri F. Indriöason, Péll R. Jensson, Eiríkur B. Jensson, Friögeróur Jensdóttir, Böövar Baldursson, Anna B. Jensdóttir, + Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir, SVAVAR HERMANNSSON, efnaverkfræöingur, lést þ. 28. þ.m. Ursula Hermannsson, Robert A. Foster, Sólveig Svavarsdóttir Foster, Bernhard Svavarsson. Hafliði Guðmunds- son í Búð — Minning Fæddur 30. september 1886. Dáinn 18. mars 1980. Hafliði í Búð. Maður sá sem bar þetta nafn og kenndur var við þennan stað var mörgum kunnur, en þó auðvitað mest Sunnlending- um. Hann lifði langa ævi og merka. Er því að vonum sjónar- sviptir að honum, þegar hann hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Hann var orðinn elsti íbúi Djúpár- hrepps og hafði séð á bak öllum jafnöldrum sínum. Þannig er ellin: hún einangrar menn. Þeir standa að lokum eftir sem einstæð tré. Að vísu var Hafliði furðu samstiga samtíð sinni allt til hins síðasta. Hann eltist vel, alveg óvenju vel. Hann varð að vísu tiltölulega snemma fullorðinslegur í útliti, en hélt því síðan til æviloka svo að eftirtalanlegt var. Hafliði í Búð var fæddur þar hinn 30. september 1886. Voru foreldrar hans Sigríður Ólafsdótt- ir og Guðmundur Runólfsson. Hafliði gekk í barnaskóla í Þykkvabæ nokkra vetur, en þar var skóli snemma settur á fót — eða þegar árið 1892. Er það merk saga, að þyrfti að gera betri skil en gerð hafa verið. Að vísu birti ég smáþátt um skólann í Þykkvabæ í blaði fyrir nokkrum árum. Hafliði naut ekki annarrar skólagöngu undir lífið en hér hefur verið á minnst. En vitanlega veittist hon- um mikil þjálfun bóklega séð í margháttuðum störfum fyrir sveit sína og sýslu. Hér verður ekki mikil grein gerð fyrir tiltölulega skömmum tíma — í íslendingaþætti Tímans, sem ég ætla þessa grein, og í Heima er bezt. Þar segir hann frá mörgu sem á dagana dreif — og hann sagði vel frá. Ég þurfti lítið annað að gera en að hlusta á hann og skrifa, enda heitir viðtalið: Hlust- að á Hafliða í Búð. Ég minntist áðan á íslendingaþætti, fylgirit Tímans. Hafliði hélt riti þessu saman frá upphafi og lét binda inn. Hann var fróðleiksunnandi frá fyrstu tíð, las mikið og fylgdist vel með þjóðmálum. Ég hef oft gripið bók til lestrar úr bókaskáp Hafliða, er ég leit inn í Búð. Og nokkrar hef ég bundið fyrir hann, nú síðast ritið Goðastein frá upphafi. Þá bað Hafliði mig að raða bókunum í skáp sinn, er hann fluttist í nýja íbúðarhúsið úr því gamla fyrir fáum árum. Mér þótti vænt um að vera beðinn um þetta lítilræði. Nú við leiðarlok er það fyrst og fremst þökkin sem mér er efst í huga. Öll þau ár, sem ég stundaði kennslu í Þykkvabæ var Hafliði mér innan handar á margan hátt. Hann fól mér á hendur nokkur störf, er hann hafði sjálfur sinnt um árabil. Hafliði vissi að kennarastarfið er vandasamt og oft vanþakklátt, hann hafði um skeið gengt því á heimaslóðum. Hann var lengi í skólanefnd og átti góðan hlut að því að skólastjórabústaður var reistur, sem ég sat fyrstur manna, og fullgerður var 1964. Hafliði var áhrifamaður hinn mesti í Þykkva- bæ um sína daga og trúnaðar- maður íbúa staðarins inn á við og út á við. Hann var lengi í hreppsnefnd. Og í sýslunefnd Rangárvallasýslu sat hann í þrjá áratugi, og var áttræður er eftir- maður hans og frændi. Sigurbjart- ur í Hávarðarkoti, tók við starf- inu. Hafliði hverfur síðastur þeirra sýslunefndarmanna, er hann hóf störf með árið 1936, þegar Djúpárhreppur varð til við klofning úr Asahreppi. Ein er sú framkvæmd tengd framtíð Þykkvabæjar, er Hafliði stóð að og gerð verða hér lítillega skil, en hefur víða verið getið á prenti að vonum. Þetta er þegar gerð var fyrirhleðslan í Djúpós sumarið 1923. Segja má að verk þetta hafi bjargað Þykkvabænum frá algjörri eyðingu af völdum + Útför bróöur okkar, ERLINGS KRISTJÁNSSONAR, sem andaöist 16. marz, fór fram aö Lágafelli Mosfellssveit 25. marz síðastliðinn. Innilegt þakklæti sendum viö hjúkrunar- og starfsfólki Reykjalund- ar, fyrir hina miklu hjúkrun í veikindum hans. Systkini hins látna. Hjartkær sonur okkar, BALDUR BALDURSSON, Torfufelli 24, er látinn. Magnea Jónsdóttír, Baldur Guðmundsson. + Maöurinn minn, SIGURJÓN SIGURÐSSON, Bólstaöarhlíö 40, andaöist miövikudaginn 26. marz að Hátúni 10B. María Pétursdóttir. + Innilegar þakkir færum viö þeim sem vottuöu okkur samúö við andlát og útför, GUNNARS ÞORBJÖRNSSONAR, Bírkíhvammi 21. Sigríöur Þóröardóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. vatnagangs. Var svo komið áður að ekki var fært milli bæja nema eftir svokölluðum göngugörðum, er enn sér aðeins merki eftir, og hlaðnir voru af miklum dugnaði. Kýr varð að sundleggja þegar þær voru reknar í haga. Hey varð ekki þurrkað nema á hæstu hávöðum. En fáttt er svo með öllu illt: Silungur veiddist í álum skammt frá túnjaðri. Þetta er hér sett til að greinilegt megi verða þeim er lesa þessa grein, hversu vatna- gangurinn var ætilegur. Auðvitað var ekki Hafliði einn um þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd. Hlutverk hans var að fá styrk stjórnvalda til verksins og safna saman kröftum manna heima fyrir. Hann var foringinn. Þetta gerðist ekki átakalaust, því að Hafliði átti sér andróðursmenn og öfundar, eins og reyndar flestir þeir er framfarasporin stíga. Það efldi hann hins vegar aðeins til átaka. Kirkjan átti sér hauk í horni þar sem Hafliði var. Hann stóð fyrir því að kirkja var reist í Þykkvabæ árið 1914. Það kirkju- hús er að vísu horfið, vék fyrir kirkjunni sem nú er komin í staðinn. Frá alda öðli höfðu Þykk- bæingar þurft að sækja kirkju í Háfi, alllanga og örðuga leið, einkum að vetrarlagi. Kunnu margir aldnir Þykkbæingar hrakningasögur frá kirkjuferðum að Háfi. Hafliði varð meðhjálpari í kirkjunni nýju í Þykkvabænum, og hann gerði það ekki endasleppt þar. Hann mun hafa klætt sjö presta þar í skrúða, lengst sr. Svein Ögmundsson er þjónaði kallinu í tæplega hálfa öld og lést sl. haust. Minntist ég hans þá í riti þessu. Síðast kom Hafliði fram sem meðhjálpari í Hábæjarkirkju hinn 24. febrúar sl. og las út- og inngöngubæn. Var þessari guðs- þjónustu útvarpað. Þá heyrði ég rödd hans í hinsta sinn, að vísu nokkuð veika orðna, en vel skiljan- lega. Þrem vikum síðar er hann liðið lík í sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann hafði fullnað skeiðið. Hugmynd þeirri skaut upp í huga mínum fyrir ári, en þá átti ég heima í Þykkvabæ, að fá Hafliða til viðræðu í sjónvarps- þáttinn alkunna Maður er nefnd- ur. Virtist sjónvarpið fyrir sitt leyti hafa áhuga á þessu, en Hafliði tregur til. Þó er ég ekki viss um, að hann hefði neitað mér, ef á hefði þurft að herða. En þá kom það til að mér var ekki ætluð lengri dvöl á staðnum að því sinni, og ekkert varð úr þessu. Hefði verið gaman að eiga á filmu um alla framtíð lýsingar Hafliða á ýmsu er Þykkvabæinn varðar. Ætlunin var að koma víða við, skyggnast um af ýmsum sjónar- hólum í þorpinu og utan þess. Þá hefði Djúpós ekki orðið útundan á yfirferð okkar. En til hvers að þylja þetta, sem aldrei varð úr? Hér við leiðarlok Hafliða get ég ekki látið hjá líða að geta þeirrar konu, er fylgdi honum lífsveginn í meira en hálfa öld. Hún hét Guðrún Daníelsdóttir og var frá Guttormshaga í Holtum, föður- systir Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Hún lést skömmu fyrir jólin 1971, á öðru árinu yfir áttrætt. Öndvegiskona. Hennar minntist ég í íslendinga. Þáttum, bæði er hún varð áttræð og við útför hennar. Þar sagði ég m.a.:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.