Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Vanþróuð vegamál Við erum fámenn þjóð í stóru, strjálbýlu landi. Auðlindir þær, sem gera landið byggilegt eru fyrst og fremst þrjár, auk menntunar, þekkingar og framtaks fólksins sjálfs: 1) fiskimið, sem umlykja landið allt, 2) gróðurlendi, sem fylgir strandlengjunni allri umhverfis hálendið og 3) orkan í fallvötnum og jarðvarma, sem mjög víða er að finna. Ef nýta á þessar auðlindir að hámarki þess, sem höfuðstóll þeirrá þolir, þarf að halda landinu öllu í byggð. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja nauðsynlegar og viðunandi samgöngur: á landi, í lofti og á legi. Samgöngukerfið er ekki einungis æðanet þjóðarbúskaparins. Það gegnir grundvall- arhlutverki í félagslegum og menningarlegum samskiptum þjóðarinnar, ekki síður en efnahags- og atvinnulegum. Með og ásamt verðbólgunni höfum við annað einkenni, sem flokkar okkur með vanþróuðum þjóðum, þrátt fyrir margvíslegar framfarir á liðnum áratugum. Hvarvetna um hinn siðmenntaða heim eru varanlegir vegir lagðir slitlagi úr olíumöl, malbiki eða steinsteypu, eftir umferðarþunga. Þetta gildir um smæstu ríki, eins og Færeyjar, ekki síður en hin fjölmennari og ríkari. Við sitjum hins vegar uppi með moldar- og malarvegi ásamt Evrópumeti í verðbólgu. Við verjum árlega himinháum fjárhæðum í ofaníburð í vegakerfið, sem vatn og vindar bera svo jafnharðan brott, m.a. yfir nærliggjandi gróðurlendi. En varanleg vegagerð er svo til engin. í því efni ríkir kyrrstaða, ef ekki afturför. Og raungildi fjárlagaframlaga til vegamála er verulega skert 1980. Arðsemisútreikningar sýna, að varanleg vegagerð skilar sér á ótrúlega skömmum tíma, kostnaðarlega, aftur til samfélagsins. Sá sparnaður kemur fram í mun minna vegaviðhaldi, lengri endingu ökutækja, minni varahluta- kostnaði og minni benzíneyðslu sem skiptir miklu máli eins og verðþróun olíuvara hefur verið. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til 2!/2 milljarðs króna hækkun á ríkissjóðsframlagi til nýframkvæmda í vegum 1980, og samsvarandi sparnað á öðrum sviðum. Stjórnarliðar allir felldu þessa tillögu. Þeir kusu að bera áfram mold í mold fyrir vatn og vind að flytja. Við eigum enn sem áður að lúta að malarvegum í bland við verðbólguna; — sú er fjárlagastefna nýrrar ríkisstjórnar. Maður og tré Samtökin Líf og land gangast fyrir borgarafundi á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun um umræðuefnið: Maður og tré. Fundir þessir eru haldnir í tilefni af ári trésins til að hvetja fólk til trjáræktar. Ætlunin er að fjalla um nánast allt sem viðkemur trjám og skógrækt með hliðsjón af íslenzkum aðstæðum. Hér er um lofsvert og áhugavert framtak að ræða, sem Morgunblaðið vill vekja athygli á. Alþingi samþykkti gróðurverndaráætlun á hátíðarfundi á Þingvöllum á sinni tíð: varnir gegn uppblæstri gróðurlendis og endurræktun örfoka lands. Þetta er verkefni, sem þjóðin þarf að setja metnað sinn og samtakamátt í. Þessu verkefni tengist varnaráætlun gegn landbroti af völdum vatnagangs, sem Steinþór Gestsson mælti nýverið fyrir á Alþingi, en sumar ár hafa valdið stórsköðum á gróðurlendi. Kórónan á skuldagreiðslu þjóðar til lands er svo að klæða það skógi á ný, bæði til nytja og til að auka fegurð og fjölbreytni umhverfisins. I því efni hafa margir unnið fórnfúst og farsælt starf, sem vísar veginn. Ef við íslendingar eigum að tryggja sambærileg lífskjör hér og í nágrannalöndum þurfum við að nýta þær auðlindir sem í umhverfi okkar felast, ekki sízt orkuna til iðju og iðnaðar. En við þurfum jafnframt að lifa í sátt við umhverfi okkar; skila því aftur, sem við höfum frá umhverfinu tekið; varðveita sérkenni þess og ávaxta kosti þess. Megi ár trésins og borgarafundur Lífs og lands blása þrótti í þetta áhugaverða viðfangsefni einstaklinga, félagssamtaka og þjóðarheildar. Fyrir skömmu drap ég niður penna um notkun íslenzkra per- sónufornafna, sem ég taldi vera að breytast til einföldunar, svo að tjón væri að og veruleg lýti á máli. Eg lét svo heita, að beint tilefni væri klausa nokkur all- þjösnaleg, sem birzt hafði í blaði, nafnlaus og í sjálfu sér alls ekki svara verð, en þó til marks um býsna algengan misskilning, þar sem ruglað er saman réttri og rangri notkun fleirtölumyndanna „vér“ og „þér“, og sú rétta fordæmd fyrir sakir hinnar röngu. En það eru fleiri fornöfn en persónufornöfn, sem hafa lent á glapstigu að udanförnu. For- nöfnin hvor, annar, sinn, báðir og hvortveggi eru tekin til að hegða sér æði kynlega og virðast stundum ekki vita sitt rjúkandi ráð. Einatt fylgja þeim út á galeiðuna orð eins og allur, margur, fár, tvennur, þrennur og önnur slík. Nú er mjög farið að segja „Þeir sáu hvorn annan", þar sem að réttu lagi hefur sagt verið „Þeir sáu hvor annan“ eða „Þeir fóru í föt hvors annars" í stað „Þeir fóru hvor í annars föt“; eða „Þeir eiga sinn hvorn hestinn" í stað „Þeir eiga sinn hestinn hvor“; eða „Þeir fóru sína hvora leið“ eða „sitthvora leið“ í stað „Þeir fóru sína leiðina hvor“; ellegar „Báðir málstaðirnir eru slæmir" í stað „Hvortveggi mál- staður er slæmur"; eða „Frakkar og Þjóðverjar eru báðir í Nató“ í stað „Frakkar og Þjóðverjar eru hvorirtveggju í Nató“; ellegar „Þeir leiddu hvor(n) annan" í stað „Þeir leiddust“, o.s.frv. Ekki leyna sér áhrifin. For- nöfnin hvor og annar, eða sinn og hvor, eru að erlendri fyrir- mynd látin standa saman, hvað sem tautar, og alltaf í sama aukafallinu bæði, og er þá rökvísi málsins einatt látin sigla sinn sjó. Sá sem vandar mál sitt, gæti sagt „Þeir Sveinn og Bjarni réðust hvor á annan“. Þetta væri rökrétt mál; orðin „hvor á annan" merkja hér „Sveinn á Bjarna og Bjarni á Svein"; svo að „hvor“ stendur eðlilega í nefnif- alli en „annar" í þolfalli („annan"). Nú heyrist æ oftar sagt „Þeir réðust á hvorn ann- an“. En það er líkast því að sagt væri „Bjarna réðst á Svein“, og er orðaröðin þó enn verri en svo. Að vísu er gott mál ekki ævinlega rökvíst, en það réttlæt- ir ekki að rökvísi í máli sé fyrir Helgi Hálfdanarson: Ef þú ert fyrir- sæta Aðstandendur ráðstefnunnar „Maður og tré“ á fundi með blaðamönnum. Liú«m. Emiiia. land: Hver er staða og gildi trjáræktar? SAMTÖKIN Líf og land halda ráðstefnu á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun, laugardag og sunnudag 29. og 30. mars. Ber ráðstefnan yfirskriftina „Maður og tré“. Fyrri dag ráðstefnunnar verða fluttir stuttir fyrirlestr- ar um ytri aðstæður og skipu- lag skógræktar og verður fund- arstjóri fyrir hádegið Guðlaug- ur Gauti Jónsson en Hulda Valtýsdóttir eftir hádegið. Á morgun, sunnudag, verða fyrir hádegi fyrirlestrar um fram- kvæmd skógræktar en eftir hádegi verða pallborðsumræð- ur. Fundarstjóri verður Bjarni K. Bjarnason. Milli fyrirlestr- anna fer fram ýmis listaflutn- ingur. Aðstandendur ráðstefnunn- ar sögðu á blaðamannafundi að tilgangur hennar væri fyrst og fremst sá að fjalla um stöðu skógræktar og gildi hennar fyrir manninn og umhverfið. Meðan á ráðstefnunni stend- ur verða Kjarvalsstaðir skreyttir með lifandi trjá- gróðri. Einnig verða sýndar kvikmyndir um trjárækt. Hér á eftir fer dagskrá ráðstefnunnar í heild. Fyrri dagur Ytri aðstæður Fundarstjóri: Guðlaugur Gauti Jónsson 10:00 Jón Óttar Ragnarss. Ávarp 10:15 Hákon Bjarnason Ágrip af sögu góðurs og trjáræktar 10:30 Haukur Ragnarsson Veður og tré 10:45 Bjarni Helgason Hugleiðingar um jarðveg og skógrækt á íslandi 11:00 Hlé 11:15 Snorri Sigurðsson Innflutningur trjátegunda 11:30 Óli Valur Hansson Runnaræktun 11:45 Jón H. Björnsson Tré sem lífvera Skipulag Fundarstjóri: Ilulda Valtýsdóttir 13:45 Jóhann Pálsson Tré í vistkerfinu 14:00 Gestur Ólafsson Trjárækt í skipulagi 14:15 Tómas Ingi Olrich Skógrækt, gaman eða alvara? 14:30 Auður Sveinsdóttir Notagildi trjáa 14:45 Reynir Helgason Stór trjágróðursvæði í þéttbýli 15:00 Ljóðalestur Helga Bachmann 15:15 Einar Sæmundsen Trjágróður í þéttbýli 15:30 Reynir Vilhjálmsson Trjágróður sem byggingarefni 15:45 Gylfi Gíslason Tré og umhverfi 16:00 16:15- Hlé 17:00 Opnar umræður Siðari dagur Framkvæmd Fundarstjóri: Bjarni K. Bjarnason 10:00 Pétur Njörður ÓlasonSala og framleiðsla á trjám og runnum 10:15 Vilhjálmur Sigtr.ss. Að gróðúrsetja tré og runna 10:30 Guðm. T. Gíslas. Að hirða tré og runna 10:45 Hlé 11:00 Geir V. Vilhjálmsson Maður sem tré 11:15 Sigurður Blöndal Maður og tré 11:30 Einsöngur Garðar Cortes, undirleikari Krystyne Cortes Umræður 13:30 Pallborðsumræður 15:00 Píanóleikur Halldór Haraldsson 15:15 Pallborðsumræður 17:00 Hljóðfæraleikur íslenski blásarakvintettinn Kristján Stephensen, Stefán Stephensen, Hafsteinn Guðmundsson, Manuela Wiesler, Sigurður Snorrason. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 25 borð borin að ófyrirsynju og hefðbundin málvenja um leið sprengd í loft upp. í notkun fornafna er fjölmargt að verða líkt þeim dæmum, sem hér voru gripin af handahófi. Eg nefni þó aðeins til viðbótar þann nýsprottna lauk í garði íslenzkr- ar tungu, sem er fornafn annarr- ar persónu, „þú“, í hlutverki óákveðins fornafns að enskum hætti. Fyrir fáum áratugum hefði slíkt fyrirbæri þótt með ólíkindum, þó að nú virðist ýmsir líta á það sem eðlilegt mál. Oftast nær er þessi orðbeit- ing mjög afkáraleg, og má þó stundum hafa af henni nokkurt gaman. Fyrir fáeinum árum var feg- urðardís tekin tali í útvarpi. Hún hafði verið erlendis um skeið og haft ofan af fyrir sér með því að sýna tízkufatnað og láta mynda sig. Maður sá, sem við hana ræddi, spurði hvort sú starfsemi gæfi mikið í aðra hönd; og stúlkan svaraði: „Ef þú ert bara fyrirsæta, þá færðu ekki mikið; en ef þú ert sýningardama líka, þá gengur það betur.“ Mér var sem ég sæi framan I veslings manninn, sem þarna var settur í þessi embætti. Ekki er mér grunlaust um að sumir réttlæti á þann veg þessa ensku notkun á „þú“, að þá verði „maður“ óþarft sem óákveðið fornafn í hlutverki danska for- nafnsins „man“ (sem að vísu þýðir ekki „maður"). Hins vegar er þarna farið úr ösku í eld, eins og dæmi sanna. Og auðvitað er slíkt örþrifaráð með öllu þarf- laust, því að íslenzk tunga kann þar hvert ráðið öðru betra. Stúlkan sem minnzt var á, gat t.d. sagt „Sú sem er aðeins fyrirsæta, fær ekki mikið; en ef hún væri líka sýningardama, þá gengi betur." Og vitaskuld má orða þetta á fleiri vegu. í slíkum dæmum hygg ég að oft fari bezt á því að láta sögn standa óper- sónulega. Nýlega heyrði ég sagt „þú klífur tindinn að norðan, og þegar þú ert kominn upp, þá geturðu séð um þrjár sýslur." Sá sem við var rætt, var fótfúið gamalmenni; og ef til vill hefði farið skár að segja eins og hugsað var: „Tindurinn er klif- inn að norðan, og þaðan sér um þrjár sýslur." Ég hef gripið á örfáum atrið- um, sem sýna erlend áhrif á aðeins einn íslenzkan orðflokk, fornöfn. Þau áhrif mun ég ekki ræða frekar að sinni. „Fiskur und- an steini...“ BOÐUÐ hefur verið „Menningarvika Suðurncsja 1980“, sem hlotið hefur yfirskriftina „Fiskur undan steini“ og mun vikan standa frá því í dag, 29. mars til föstudagsins 11. apríl. Fjölmargt verður á dagskrá menningarvik- unnar, svo sem leiksýningar, myndlistasýningar, tónleikar og margt fleira. Mcð nafni menningarvikunnar er vísað til frægs sjónvarpsþáttar sem gerður ver fyrir nokkrum árum um Grindavik, og nefnist „Fiskur undir steini“. Dagskrá menningarvikunnar á Suð- urnesjum er annars þessi: Laugardagur 29. marz: Hátíðin sett í Festi, Grindavík. Blandaðir tónleik- ar með þremur barnalúðrasveitum frá Grindavík, Keflavík og Njarðvik, og tveimur barnakórum, frá Njarðvík og Grindavík. Byggðasafn Suðurnesja opnað og verður opið frá kl. 13—16. Einnig getur fólk fengið að skoða safnið utan þess tíma með því að hafa samband við Skafta Friðfinnsson í síma 1164. Sunnudagur 30. marz: Myndlistar- sýning opnuð í Fjölbrautaskólanum, en þar sýnir Eiríkur Smith listmálari, olíumálverk, og Baðstofufélagar sýna olíu- og vatnslitamyndir ásamt teikn- ingum. Einnig sýnir Árný Herberts- dóttir ljósmyndir ásamt fleirum. Þá verða Kaldalónstónleikar við opnun- ina, þar sem Gróa Hreinsdóttir, Guð- mundur Sigurðsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir flytja verk eftir Sig- valda Kaldalóns. Barnaleikritið Speg- ilmaðurinn verður sýnt kl. 14 í Samkomuhúsinu í Garðinum, og kl. 21 verður kvikmyndin „Veiðiferðin“ frumsýnd á Suðurnesjum i Nýja Bíói í Keflavík. Höfundur myndarinnar og fleiri verða viðstaddir. Flutt verður ávarp og myndin rædd. Mánudagur 31. marz: Myndlistar- sýningin opin frá kl. 16—22. Spegil- maðurinn sýndur í Samkomuhúsinu i Sandgerði kl. 18 og Þursaflokkurinn leikur í Félagsbíói í Keflavík. Þriðjudagur 1. apríl: Myndlistar- sýningin opin frá kl. 16—22. Spegil- maðurinn í Glaðheimum Vogum kl. 18. Miðvikudagur 2. apríl: Myndlistar- sýningin opin kl. 16—22. Spegilmaður- inn í Festi kl. 17. Fimmtudagur 3. apríl: Myndlistar- sýningin opin kl. 13—22. Byggðasafnið opið frá kl. 13—16. Spegilmaðurinn í Stapa kl. 14. íþróttir, hraðmót kvenna meistaraflokkur, ÍBK, UMFN og Grindavík. Laugardagur 5. apríl: Myndlistar- sýningin opin kl. 13—22. Byggðasafnið opið kl. 13—16. Spegilmaðurinn í Gamla skólanum í Höfnum kl. 14. Söng- og píanótónleikar kl. 17 í Ytri-Njarðvíkurkirkju, Gróa Hreins- dóttir og Guðmundur Sigurðsson. Popptónleikar í Stapa kl. 14. „Hljóm- ar“ endurvaktir, Óðmenn, Júdas, Astral, Maggi og Jói, Rut Reginalds, Geimsteinn og fleiri koma fram. Sunnudagur 6. apríl — Páskadagur: Myndlistarsýningin opin kl. 13—22. Byggðasafnið opið kl. 13—16. Bók- menntakynning í Bergási kl. 15. Mánudagur 7. apríl — Annar páska- dagur: Byggðasafnið opið kl. 13—16, seinasti dagur. Myndlistarsýningin opin kl. 13—22, seinasti dagur. Spegil- maðurinn sýndur í Tónlistarskólanum í Keflavík kl. 14. Þriðjudagur 8. apríl: „Sjóleiðin til Bagdad“, frumsýning í Stapa kl. 21. Spegilmaðurinn í Safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík kl. 18. Miðvikudagur 9. apríl: Samsöngur í Félagsbíói kl. 21. Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja. Fimmtudagur 10. apríl: Leiklist. Auglýst síðar. Föstudagur 11. apríl: Sinfóníu- hljómsveit Islands í Félagsbíói kl. 20.30, einleikari með hljómsveitinni er Unnur Pálsdóttir fiðluleikari, og einn- ig syngur Ragnheiður Guðmundsdótt- ir. Vökunni slitið. I ótímasettri dagskrá verða sýndar í Félagsbíói íslenskar kvikmyndir, m.a. myndin „Lilja“ eftir Hrafn Gunn- laugsson, byggða á sögu Halldórs Laxness, „Lítil þúfa“, verðlaunamynd eftir Ágúst Guðmundsson (sem tók „Land og syni“), og einnig verður Keflavíkurmyndin sýnd. M • « .. ^ f Sviðsmynd úr leikritinu Sjóleiðin til Bagdad. sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á menningarvikunni i Stapa þriðjudaginn 8. april. Leikstjórinn, Þórir Stcingrimsson, er fremst til vinstri. Ljósm: Slgvaldl Biðrgvlnsson. Jón A. Gissurarson: Forsetakjör Innan tíðar ganga íslendingar að kjörborði og kjósa forseta. Þegar eru fimm í boði og þeir kynntir allnokkuð svo og konur þeirra kvæntu. Tveir eru einhleyp- ingar. Auðvitað er það þeirra einkamál, því að ekki er verið að kjósa maka væntanlegs forseta. Væntanleg forsetafrú kynni og að sinna einhverju því starfi sem hún vildi halda áfram í stað þess að vera innanstokks hjá bónda sínum. Að sjálfsögðu væri henni það heimilt. Menn hafa haft áhyggjur nokkrar um borðsiði væntanlegs forseta. Það virðist með öllu ástæðulaust. Allir munu þeir skammlaust geta setið til borðs með tignarmönnum, enda til ágæt bók íslensk um þá hluti, Manna- siðir Jóns Jakobsonar. Mætti því glugga í hana ef þurfa þætti. Fyrir svo sem fjórum áratugum voru íslenskir framámenn ekki eins kunnir siðum erlendra fyrir- manna og nú. Þá var kreppa í landi og ný manngerð að ryðja sér til rúms í skjóli Framsóknar- flokks. Þetta voru hugsjónamenn, aldir upp í ungmennafélögum og Samvinnuskóla. Þeir voru gjarnan sendir utan í „markaðsleit", því að illa gekk að selja íslenskar afurðir og enn ekki lenska að láta ríkis- sjóð greiða þær niður í útlendinga. Þessir legátar höfðu hvorki átt þess kost að kynnast siðum er- lendra fyrirmanna né gluggað nægilega í Mannasiði Jóns Jak- obsonar. Fór því verr en skyldi stundum. Einn þeirra var boðinn sem heiðursgestur til erlends auð- jöfurs. Að máltíð lokinni var honum fyrstum borin mundlaug í silfurfati. Slíkt og þvílíkt hafði hann aldrei augum litið. Nú var úr vöndu að ráða. Ekki dugði að deyja ráðalaus. Hann hóf skálina að grönum sér og svalg stórum líkt og Egill forðum. Þótt flestir þessara sendimanna væru hugsjónamenn sem elskuðu Jón Á. Gissurarson land sitt og flokk (flokkinn þó heitar), þá er misjafn sauður í mörgu fé. Einn hafði fengið lof um tólf hundruð króna fareyri. Þegar hann kom upp í Stjórnarráð að sækja skotsilfrið, hafði fyrir- greiðslumaður komist á snoðir um að hann skuldaði ríkinu áttatíu króna brennivínssekt. Keisarans sem keisarans er. Út voru greidd- ar aðeins ellefu hundruð og tutt- ugu krónur. í Hamborg gekk hinn skerti fareyrir fljótt tjl þurrðar í bjór, grogg og ljúflyndar meyjar. Innan tíðar lá hann fötum rúinn í hótelherbergi sínu en diplómata- passi, úr og farseðill að veði á hinum ýmsu gleðistöðum. íslenska ríkið fékk í þjónustu sína íslensk- an námsmann að smala þessu saman og koma því í hraðlestina til Kaupmannahafnar, en þar yrði annar stúdent á brautarstöðinni til að lóðsa sendimann þennan um borð í gamla Gullfoss. Það er ástæðulaust með öllu að bera kvíðboga fyrir því að vænt- anlegur forseti verði þjóð sinni til hneisu í veislusölum hérlendis eða erlendis og samskiptum við háa og lága. Þeir vita betur skil á slíku en trúnaðarmenn íslenska ríkisins ýmsir fyrir svo sem aldarþriðj- ungi. Enginn mun ruglast á hand- laug og drykkjarhorni. Engum mun verða fótaskortur á gljálífis- brautum erlendra gleðiborga, enda utanríkisráðherra þá með- reiðarsveinn. Forseta íslands ber að sjá land- inu fyrir ríkisstjórn, þá stendur hann einn og óstuddur. Takist það ekki innan alþingis, er utanþings- stjórn þrautalending. Mörgum þótti forseti vor sýna þingmönn- um óþarflega mikið umburðar- lyndi og langlundargeð um síðustu áramót, landið sem næst stjórn- laust liðlega tvo mánuði þegar verst gegndi. Reynsla sýnir að þetta lang- dregna þóf hefur óæskilegar af- leiðingar. Framagjörnum þing- mönnum gafst tóm að dorga í gruggugu vatni bak við eigin þingflokk. Þótt þetta bitni í bili á Sjálfstæðisflokki einum má gera því skóna að sama kynni að verða upp á teningnum í öðrum flokkum, því að sjálfsagt eru þingmenn innan vébanda þeirra sem fúsir yrðu að leggjast undir áraburð andstæðra flokka, gætu þeir krækt sér í vegtyllur þótt í berhöggi væri við grundvallar- stefnumið flokka þeirra og nýgef- in kosningaloforð. Það væri því ekki að ófyrirsynju að beina þessari spurningu til forsetaframbjóðenda: Hvernig hyggjast þeir leysa stjórnarkreppu áþekka þeirri sem við blasti á aðventu síðustu, ef upp kæmi? Þorri kjósenda mun enn óráðinn hvaða forsetaefni þeir veita braut- argengi. Skýlaus svör við spurn- ingu þessari kynnu að ráða miklu um kjörfylgi. Jón Á. Gissurarson. Umferðarvikan 1980: Með áfengi í blóði við akst- ur - og án þess að vita það Jón Jónsson er mesti sóma- maður, löghlýðinn og traustur borgari. Hann rækir vinnu sína vel og er í metum hjá vinnufélög- um. Og þá er ekki út á hann að setja sem eiginmann og föður. Jón Jónsson hefur ekki í hinu minnsta komist í kast við lögin. Hann hefur aldrei fengið svo mikið sem eina stöðumælasekt og hefur þó ekið bifreið i 30 ár. í umferðinni er Jón alveg til fyrirmyndar; kurteis og tillitsam- ur í hvívetna og virðir sérhvert ákvæði umferðarlaga. Þá trú hafa að minnsta kosti allir. En hann Jón okkar ekur með áfengi í blóði öðru hverju án þess að gera sér grein fyrir því. í gærkveldi var veisla heima hjá Jóni. Menn fengu sér einn kokkteil eða tvo byrjun, létt vín með matnum og nokkur staup af sterkari á eftir. Það er komið vel yfir miðnætti er fagnaði lauk. Síðustu gestirnir héldu heim um hálftvö. Jón ekur til vinnu kl. 08.30 um morguninn eins og venjulega. Hann er að vísu dálítið þreyttur en finnst hann að öðru leyti vel á sig kominn. Lítinn svefn hefur hann bætt upp með tveim bollum af lútsterku kaffi. Já, Jón hyggur hlutina vera í himnalagi í dag. Um kvöldið og nóttina drakk Jón áfengi sem svaraði til 2.80% alkóhóls í blóði. Hann hóf áfeng- isneyslu kl. 20.30. Áfengið eyðist úr líkamanum með ákveðnum hraða, nálægt 0,15% á klukkustund. Það er því enn um það bil 1,0% í blóði Jóns er hann sest undir stýri. Þar við bætist að hann er örlítið eftir sig. Þennan morgun stafar hætta af Jóni í umferðinni. Ef hann verður stöðvaður af lögleglunni endar því svo að hinn „löghlýðni" Jón missir ökuréttindi og verður að greiða háa sekt. Áfengisvarnaráð. (Þýtt úr norsku.) ökumenn! Þið takið áhættu — skapið hættu — með áfengi í blóði við akstur. Munið að ölvunarakstur kann að kosta — og margt verður aldrei bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.