Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá bo Umræður um aðalskipulagið — fyrri hluti Meirihlutinn lætur ofstæki sitt og per- sónuleg tilfinningamál hamla fram- gangi byggðaþróunar i Reykiavík — segir Markús Örn Antonsson Skipulagsmálin voru i brennidepli á síðasta fundi borgarstjórnar. Var á fundinum mikið rætt um bókun sem gerð var í skipulagsnefnd, en í þeirri bókun kemur fram að óhjákvæmilegt sé, að mati skipulagsnefndar, að endurskoða hluta aðalskipulags Reykjavíkur. Bókunin er svohljóðandi: „Við athugun Borgarskipulags Reykjavíkur hefur komið í ljós, að veigamiklar breytingar hafa orðið á ýmsum forsendum hins endur- skoðaða aðalskipulags, sem sam- þykkt var í borgarstjórn 25.4. 1977. I því sambandi vekur nefnd- in sérstaklega athygli á eftirfar- • andi: Ibúaspáin frá 1976, sem áætl- anagerðin byggir á, er skv. nýrri spá Borgarskipulags of há, og var 1977 3.000 íbúum yfir þáverandi íbúafjölda og yrði í lok skipu- lagstímabilsins um 15.000 íbúum of há. Skv. nýjustu spám má búast við, að íbúafjöldi 1995 verði svip- aður og hann er í dag. Áætlana- gerð um landþörf helstu landnotk- unarþátta, umferðarálag og at- vinnuþróun verður því að teljast hvíla á ótraustum forsendum ef ekki yrði tekið tillit til áður- greindrar þróunar í fólksfjölda borgarinnar. Varðandi ný byggingarsvæði, þá hefur komið í ljós við athugun Borgarskipulags, að þau muni ekki rúma þann íbúafjölda, sem ráð hefur verið fyrir gert og miðað við þá stefnumörkun um tegund byggðar sem lögð hefur verið til grundvallar skipulaginu, þ.e. þétt lág byggð. Ein orsök þess er sú að margt bendir til þess að tvö 5.000 íbúa-hverfi geti fallið brott, þar sem samningar hafa ekki náðst um landssvæði í eigu Keldna. Þetta þýðir verulega breytingu á fjárhagsgrundvelli allra stofnfjár- festinga frá því sem fram til þessa hefur verið reiknað með. Þá vekur nefndin athygli á breyttum viðhorfum, sem skapast hafa til vatnsverndunarmarka vegna nýrrar vatnsöflunar með borunum á Heiðmerkursvæðinu. Með breytingum á vatnsverndun- armörkum geta opnast nýir mögu- leikar til þróunar byggðar í aust- ur. Þá má til nefna nýleg kaup borgarinnar á hluta af landi jarðarinnar Reynisvatn, sem eðli- legt má teljast að komi til álita varðandi framtíðarbýggð. Skipulagsnefnd telur óhjá- kvæmilegt að tillit sé tekið til ofangreindra ,atriða og felur því Borgarskipulagi að endurskoða þann þátt aðalskipul. Reykjav., er fjallar um ný byggingarsvæði og verði því lokið í maí n.k. Jafn- framt og í framhaldi þar af verði könnuð þau áhrif, sem þetta kann að hafa á aðra þætti aðalskipu- lagsins." Veigamiklar forsendur brostnar í umræðum sem fram fóru um tta mál, tók fyrstur til máls mrður Harðarson (Abl), for- 'ur skipulagsnefndar. pphafi máls síns ræddi Sig- ,uur aðdraganda málsins og gerði grein fyrir rökstuðningi þeim sem áðurgreind bókun byggðist á. Sigurður sagði að meirihluti skipulagsnefndar hefði verið sammála meginniðurstöðum borgarskipulagsins, þ.e.a.s. þeim sem í bókuninni kæmu fram. Síðan sagði Sigurður: „Telur meirihlutinn, að svo veigamiklar forsendur séu þegar brostnar, að ekki sé ástæða til þess að eyða dýrmætum tíma og starfskrafti í þá vinnu, sem til þyrfti að koma ef af staðfestingu ætti að verða — auk þess sem ekki verður séð hvað staðfesting sem slík færi okkur nær því að komast að endanlegri niðurstöðu í þeim skipulagsmál- um, sem nú eru til umfjöllunar. Þvert á móti telur meirihlutinn, að tímanum sé betur varið með því að byrja þegar að vinna út frá breyttum aðstæðum og stefna að staðfestingu þegar ljóst er hvaða áhrif þær muni hafa á aðalskipu- lagið." Síðan rakti Sigurður hvað unnið hefði verið í aðalskipulags- málum á síðastliðnu ári. Nefndi hann þar nýja mannfjöldaspá, rannsóknir á búferlaflutningum Reykvíkinga, spá um íbúðaþörf á komandi árum, atvinnuspá o.fl. „Það verður því ekki sagt,“ sagði Sigurður, „að ekkert hafi verið gert í aðalskipulagsmálum — þvert á móti hefur verið unnin ýmis grundvallarvinna, sem ásamt þeim gögnum, er þegar liggja fyrir, mun flýta allri frekari umfjöllun um aðalskipulagið. Ein- mitt með því að fylgjast stöðugt með breytingum á forsendum og hafa sem gleggstar upplýsingar um ástand mála á hverjum tíma, er hægt að hafa aðalskipulagið í stöðugri endurskoðun." Síðan vék Sigurður máli sínu að umsögn Borgarskipulags Reykja- víkur um umsögn á staðfestingu endurskoðaðs aðalskipulags Reykjavíkur og ræddi hann um meginatriði þeirrar umsagnar. „I II. kafla umsagnarinnar er vakin athygli á því, að staðfesting sé ekki nauðsynleg forsenda eign- arnáms á landi, heldur þurfi aðeins samþykki Skipulagsstjórn- ar ríkisins og Félagsmálaráðu- neytisins," sagði Sigurður. „Um þetta atriði stendur svo í VII kafla, 27. gr. skipulagslaga: „Heimilt er sveitarstjórn að fengnu samþykki ráðherra að taka eignarnámi landssvæði (fasteign- ir) innan sveitarfélagsins, ef skipulagsstjórn telur það nauð- synlegt vegna fyrirsjáanlegrar og eðlilegrar þróunar sveitarfélags- ins.“ Skv. þessu eru ákvæði lag- anna skýr. Um þetta segir borgar- verkfræðingur hins vegar í um- sögn sinni: „Um þessa fullyrðingu er það að segja að hún er vægast sagt hæpin. í fyrsta lagi er eignarrétturinn friðhelgur og í öðru lagi þarf sveitarstjórn að gera svo mikla grein fyrir málstað sínum, þegar hún fer fram á eignarnám á landi, þegar ekki liggur fyrir staðfest aðalskipulag, að jafna má við gerð og staðfest- ingu aðalskipulags." Um þessa prívattúlkun borgarverkfræðings á skýrum lagaákvæðum þarf varla að hafa mörg orð. En hvaða fordæmi skyldi borgarverkfræð- ingur hafa þessu til stuðnings? Ekki úr Reykjavík svo vitað sé — en hins vegar vill svo til að nýlega sótti Hafnarfjarðarbær um eign- arnámsheimild til skipulags- stjórnar: Hafnarfjarðarbær gerði grein fyrir málstað sínum á tæp- lega einni vélritaðri síðu, og hafði þó ekki staðfest aðalskipulag fyrir viðkomandi svæði. Leyfið fékkst að sjálfsögðu. Eignarnám tækt? Rauði þráðurinn í málflutningi minnihlutans, þ.e.a.s. að leita þurfi staðfestingar til þess að geta tekið land Keldna eignarnámi er nú ekki sterkari en þetta. En því er verið að tala um eignarnám á landi Keldna? Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að næsta bygg- ingarland borgarinnar skv. aðal- Sigurður Harðarson skipulagi, liggur að % hlutum innan eignarmarka tilraunastöðv- arinnar á Keldum og á þetta jafnt við um íbúabyggð sem atvinnu- svæði. Reykjavíkurborg hefur m.ö.o. skipulagt 10.000 manna hverfi á landssvæði, sem hún á ekki og gegn vilja og jafnvel vitund eigandans. Forsvarsmenn tilraunastöðvarinnar hafa fært ýmis rök fyrir því, að ekki megi þrengja um of að starfseminni ef hún eigi yfirleitt að geta haldið áfram á þessum stað, en á þau rök hafa forsvarsmenn borgarinnar á þeim tíma ekki fallist á og talið sig betur geta metið þarfir stöðv- arinnar. Þannig hefur málið verið keyrt í hnút og var þannig þégar aðalskipulagið var afgreitt 1977. Það er ljóst, að Keldnamenn munu ekki fallast á skerðingu lands Keldna, nema að því marki að það hindri ekki starfsemi og vöxt stöðvarinnar. Til þess að geta fallist á frekari skerðingu munu þeir þurfa tryggingu fyrir því, að stöðin verði flutt, sem kosta mundi gífurlegt fé. Hins vegar er ljóst, að mikil andstaða er gegn því, að flytja stöðina. Láti Reykja- víkurborg sér því ekki nægja það land, sem Keldnamenn gætu hugs- anlega séð af, þarf hún að leita heimildar hjá ríkinu til þess að taka land ríkisins eignarnámi. En fengist það leyfi — hversu líklegt eða ólíklegt sem mönnum kann að finnast það — þá verður borgin að greiða feiknalegar bætur skv. mati. Og þá er eins gott að menn gleymi því ekki, að ekki mundi staðfest aðalskipulag með ákveðna notkun verða til þess að lækka matið. Það er því ljóst, að hér hefur verið farið öfugt að öllu — auðvitað hefði borgin átt að tryggja sér umrætt land, með samningum eða eignarnámi, áður en til skipulagningar væri komið," sagði Sigurður Harðarson. „Meirihluti skipulagsnefndar telur sig hafa sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að svo mjög hafi ýmsar forsendur breyst, að ekki sé tímabært að leita staðfestingar, auk þess sem slíkt mundi taka lengri tíma en nemur því að endurskoða aðalskipulagið. Hitt er jafn ljóst, að það er fyrrverandi meirihluti, sem ber ábyrgð á þeim vandamálum á skipulagssviðinu, sem nú eru uppi, því slíkur var viðskilnaður þeirra að með ein- dæmum má kalla — hvort sem um er að ræða aðalskipulagsmál eða deiliskipulagsmál. Þegar minni- hlutinn svo talar um aðgerðarleysi í skipulagsmálum, er hollt að rifja upp ýmsar dagsetningar varðandi þetta mál. Það liðu 10 ár frá því aðalskipulagið 83 var samþykkt, þar til lokið var endurskoðun þess, það leið hálft ár frá því að skipulagsnefnd gekk frá málinu þar til borgarstjórn afgreiddi það, það heil heilt ár frá því, að Markús Örn Antonsson aðalskipulagið var sent til stað- festingar og þar til formleg grein- argerð barst, og tæp tvö ár þar til skýrsla með umferðarforsögninni var tilbúin — og þrátt fyrir allan þennan tíma voru gögn ekki talin fullnægjandi þegar nýr meirihluti tók við. Og flest önnur meiriháttar skipulagsmál voru í hnút, sem núverandi meirihluti hefur orðið að taka að sér að leysa — ég ætla ekki í þetta sinn að þreyta borgar stjórn með upptalningu á þeim, það er öllum kunnugt um þau. Og svo sitja þeir hér kokhraustir og segja, að nú verði að taka rösklega til við að endurskoða skipulagið og ljúka því fyrir 1982. Þó hafa þeir ekki getað tekið undir neitt af þeim atriðum, sem meirihlutinn hefur talið að þyrfti endurskoðun- ar við — hvað er það þá sem meirihlutinn vill endurskoða?" sagði Sigurður að lokum. Niðurrifs- starfsemi er verksvið skýrslunnar Er Sigurður hafði lokið máli sínu tók til máls Birgir ísl. Gunnarsson (S). I upphafi máls síns gat hann þess að umræðurnar um þetta mál hefðu tekið tíu klukkustundir í skipulagsnefnd og því væri hér aðeins hægt að stikla á stærstu atriðunum. Birgir sagði að upphaf þessarar umræðu hefði verið það, að í janúar hefði Borgarskipulag Reykjavíkur lagt fram greinargerðina „Umsögn um staðfestingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1975—’95“. Greinar- gerð þessi var samin í október, en samt sem áður var hún ekki lögð fram fyrr en í janúar, fjórum mánuðum eftir samningu hennar, að sögn Birgis. „Skýrslunni var leynt fyrir okkur," sagði hann, „og skýrslan er einhliða og niðurrifs- starfsemi er verksvið hennar. Ég man ekki eftir því síðan 1962, að borgarverkfræðingur hafi fundið sig knúinn til að mótmæla þessu. Og það ber að hafa í huga að borgarverkfræðingur hefur hvað lengsta reynslu af skipulagsmál- um af embættismönnum borgar- innar og mótmæli sem þessi eru algert einsdæmi". Síðan sagði Birgir að þeir full- trúar Sjálfstæðisflokksins í skipu- lagsnefnd hefðu séð ástæðu til að skrifa greinargerð til að mótmæla umsögn borgarskipulagsins, sem væri óverjanleg. Birgir sagðist í ræðu sinni mundu styðjast við þá greinargerð sem hann og Hilmar Olafsson hefðu samið og dreift hefði verið. Síðan sagði Birgir: „Á fundi borgarstjórnar þ. 25. apríl 1977 voru samþykktar í borgarstjórn tillögur um endurskoðun aðal- skipulags Reykjavíkur frá 1965. Að lokinni afgreiðslu þeirra til- lagna var samþykkt með 12 sam- hljóða atkvæðum að „vísa álykt- unum borgarstjórnar varðandi endurskoðun aðalskipulagsins til skipulagsstjórnar ríkisins með staðfestingu fyrir augum." „Þróunarstofnun Reykjavíkur var falið að senda skipulagsstjórn uppdrætti og greinargerðir varð- andi endurskoðunina og af því tilefni voru teknar í eina heild tvær greinargerðir, en efni þeirra hafði í aðalatriðum legið fyrir skipulagsnefnd og borgarfulltrú- um við meðferð málsins. Greinar- gerðir þessar voru „Aðalskipulag Reykjavíkur 1975—95“ og „Um- ferðarforsögn Aðalskipulags Reykjavíkur". Eftir borgarstjórnarkosningar í maí 1978 var kosin ný skipulags- nefnd og hélt hún fyrsta fund sinn þ. 10. júlí 1978. Þá var „Aðalskipu- lag Reykjavíkur" rætt og gerð svofelld bókun: „Kynnt og rædd staða endur- skoðunarinnar, greinargerð með endurskoðuðu aðalskipulagi, aug- lýsing þess lögum samkvæmt og staðfesting. — Frestað". Næst var mál þetta tekið fyrir á 9. fundi nefndarinnar þ. 11. sept- ember og þar gerð svofelld bókun: „Kort aðalskipulagsins varðandi landnotkun. Bréf Þróunarstofnun- ar dags. 07.09. 1978 varðandi skilgreiningu á Iandnotkun og merkingu lita í landnotkunarkorti í nr. 1:15000 annarsvegar og ein- stakar breytingar hinsvegar. Kynning Þórður Þ. Þorbjarnar- son. Umræður. Tillögur þær er fram koma í bréfinu voru sam- þykktar með breytingum nefndar- innar“. Skipulagsstjóri ríkisins hafði óskað eftir að landnotkunarkort yrði prentað, þar sem hann taldi eðlilegt að hægt yrði að dreifa því um leið og skipulagið yrði aug- lýst,“ sagði Birgir. Síðan sagði Birgir að mál þetta hefði verið rætt á fundi Skipulagsnefndar nokkru síðar, en á þeim fundi hefði komið fram það álit meiri- hlutans að ekki væri tímabært að hefja prentun landnotkunarkorta, m.a. vegna þess að þá hafði enn ekki verið ráðinn nýr forstöðu- maður Þróunarstofnunar (Borg- arskipulags Reykjavikur). Á þess- um fundi lét Birgir bóka eftirfar- andi: „Skipulagsstjóri ríkisins hefur upplýst, að prentun korta um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.