Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Guðmundur Guðjónsson blm. Mbl. íMunchen skrifar Stori leikurinn i dag Hlakka til leiksins GG blm. Mbl í Munchen símar: —Það er mikill hugur í Valsliðinu hér í Munchen. í dag kl. 18.10 gengur liðið til leiks við Evrópu- og Þýskalandsmeistarana og barist verður um meistaratitil Evrópu. Það er mikið afrek sem Valsmenn hafa unnið með því að vera komnir i úrslitin og óliklegt að nokkurt islenzkt lið nái nokkrun tima að leika það eftir. Leikurinn íer fram i olympiuhöllinni hér í Munchen og rúmar hðllin niu þúsund manns i sæti. Nú þegar eru sex þúsund miðar seldir á leikinn. Leiknum verður sjónvarpað beint um V-Þýska- land. Valsliðið tók létta æfingu í gærdag og mun svo æfa í sjálfri höllinni fyrir hádegi í dag. Stefán Gunnarsson sagði í viðtali við blm. að það yrði barist til þrautar í leiknum og að engin beygur eða minnimáttarkennd væri í Valsmönnum. — Við höfum grandskoðað myndsegulband með leikjum Grosswallstadt og þetta eru langt frá því að vera einhver ofurmenni þó svo að þeir séu sterkir handknattleiksmenn. Við munum að öllum líkindum leika vörn okkar mjög framarlega og freista þess að stöðva skyttur liðsins. Við höfum fengið ómetanlega hjálp frá Jóni Pétri Jónssyni. Hann hefur kortlagt alia leikmenn liðsins og við erum margs vísari um leikaðferðir þeirra, sagði Stefán. Þorbjörn Jensson, sá mikil baráttujaxl, sagðist hlakka til leiksins. Þetta þýska Iið leikur svo til alveg eins og V-þýska landsliðið, ávallt á sama hraða og þeir eru greinilega geysisterkir. En vonandi gengur okkur vel. Það var ekki gott hljóðið í Ólafi Benediktssyni markverði þegar blm. spjailaði við hann í gærkvöldi. — Eg er dauðsvekktur, sagðiÓli. Nú er á morgun stærsti leikurinn á ferli mínum og þá geng ég ekki heill til skógar. Ég er með slitnar vöðvatrefjar í lærinu, og þrátt fyrir að ég sé búinn að vera í meðferð hjá þremur læknum og nuddurum í dag þá er ég iítið betri. Ég verð þó vafinn og reyni að gera mitt besta, en ég er langt frá því að vera nægilega góður. Gat til dæmis lítið beitt mér á æfingunni í dag. Brynjar Kvaran er orðinn góður af sínum meiðslum og allt bendir til þess að hann byrji inn á í leiknum. Grosswallstadt lék til úrslita í Evrópubikarnum, keppni meistara- liða, í fyrra við Rostock frá Austur-Þýzkaiandi. Leiknir voru tveir leikir. Austur-Þjóðverjarnir sigruðu með 18—16 á heimavelli en Grosswallstadt, sem er frá smábæ, 3000 íbúar, rétt sunnan Frankfurt, sigraði í heimaleiknum með 14—10 eða 30—28 samanlagt. Á leið sinni í úrslitaleikinn sigraði Grosswallstadt fyrst Treist frá Ítalíu með 30—14 og 18—16. í átta liða úrslitum lék liðið við Partizan Beljovar frá Júgóslavíu. Sigraði heima 21—17, en tapaði útileiknum 12—14. í undanúrslitum lék Grosswallstadt svo við Dukla Prag. Tapaði útileiknum 17—18 en sigraði heima með 17—14. Gefið hefur verið upp hvernig lið Grosswallstadt verður skipað í leiknum. Þessir menn leika. Hofman og Dieraus, Hor'mel, Dunig, Klenk, Sinsel, Lang, Fischer, Freisier, Messinger, Gnau og Kluespiess. • Meistaraliðið Grosswaldstadt, v-þýskir meistarar síðustu þrjú ár og líka Evrópumeistarar í handknattleik. Liðið getur státað aí ótrúlegri sigurgöngu á síðustu fjórum árum. Ljósm. Klaus Weingartner. Mótherjar Vals í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða: Fengið 100 stig af 100 mögulegum heima — Skotþungi Freisler mældur 117 km á klst. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um árangur Valsmanna í keppninni til þessa, enda verið hreint út sagt frábær. Mótherjar Valsmanna verða þýsku meistararnir Grosswaldstadt. Grosswaldstadt hefur nýlega lokið við að innbyrða sinn þriðja Þýskalandstitil á jafn mörgum keppnistímabilum. Og liðið varð Evrópumeistari á síðasta keppnistimabili og hefur því titil að verja. Meðalaldur leikmanna liðsins er þó aðeins 24,4 ár. Meðalhæð leikmanna er 186 sentimetrar. Það er einkum á heimavelli sem að Grosswaldstadt er sérstaklega sterkt lið. Síðustu 4 árin hefur liðið leikið þar 50 deildarieiki og unnið hvern einasta, 100 stig. Frábær árangur. í síðustu umferð sigraði Grosswaldstadt lið Birke- nau með 31 marki gegn 15. Tvö þessara marka voru merkileg. Þegar Kluspiess sendi knöttinn í netið, áttunda mark GWS, var það 3500. mark GWS í deildarkeppn- inni. Og þegar sami leikmaður skoraði sautjánda mark GWS úr vítakasti var það 850. mark sem Kluspiess skorar frá því að hann gekk til liðs við GWS árið 1970. Síðast tapaði GWS á heimavelli fyrir Göppingen 13—16 24. janúar 1976. Síðan ekki söguna meir. Með sigri sínum gegn Birkenau var ljóst, að ekkert lið ætti lengur möguleika á því að ná GWS að stigum, liðið var endanlega orðið meistari. Mikil hátíðahöld urðu í þorpinu, sem aðeins hefur 3000 íbúa. Helmingur þeirra var mætt- ur í höllinni og allir fengu ókeypis bjór á meðan leikmenn GWS rökuðu skeggið af þjálfara sínum. Hann var með myndarlegt skegg og hafði strengt þess heit að raka sig ef liðið yrði meistari. Það eru ekki aðeins 3000 íbúar Grosswaldstadt sem eru í sjöunda himni yfir frammistöðu liðsins, ailir Þjóðverjar eru stoltir. Blöðin hæla leikmönnum í hástert og gefa þeim viðurnefni. T.d Klenk, nautið með hamarinn(i), Kluh- spiess, örvhenti fallhamarinn, Hörmel, fuglinn á línunni. Þá halda þeir þýsku vart vatni yfir Manfred Hoffmann, markverðinu snjalla, sem að öllum líkindum á ekki sinn líka. Segja Þjóðverjar sérgrein hans vera vítaköst, hann verji þau með höndum og fótum og ekki síst með höfðinu. Þá gerðu menn að gamni sínu að mæla skotþunga Manfred Freislers. í ljós kom að hann getur þrumað knettinum með 117 km hraða á klukkustund. Af öilum þessum lofsöng má öllum ljóst vera hvílíkt áfall það yrði fyrir Þjóðverja ef Valsmenn gerðust svo djarfir að vinna, því Þjóðverjar segja: „Hvaða lið á möguleika gegn Grosswaldstadt? Ekkert!" Mikið um íþróttir um helgina • Hinn frábæri markvörður Valsmanna Olafur Benediktsson gengur ekki heill til skógar i leiknum i dag á móti Grosswallstad og óvíst er ívort hann getur hafið leikinn. Ljósm. Klaus Weingartner. ÞAÐ verður mikið um að vera hjá íþróttaáhugafólki um helg- ina. íslandsmótið i badminton fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10 í dag. Mótinu verður síðan fram haldið á morgun. Mikil þátttaka er í mótinu og búast má við skemmtilegri og spennandi keppni. Fimleikar: Meistaramót íslands í fimleik- um fer fram í íþróttahúsi kenn- araháskólans í dag og á morgun. Keppnin hefst kl. 14.00 í dag og á sama tíma á morgun. Erlendir keppendur keppa á mótinu sem gestir. Skíðaganga: Almenningsskíðaganga verður í Bláfjöllum í dag. Gengið verður frá Bláfjöllum yfir í Hveradali. Skíðagangan er öllum opin og er ekki keppnisganga. Göngumenn þurfa að mæta til skráningar kl. 12.00 í Bláfjöllum. Knattspyrna: Kl. 14.00 í dag leika á Kaplakr- ikavelli Fram og lið UBK, og ætti það að geta orðið skemmtileg viðureign. Handknattleikur: Þór og Fylkir leika í 2. deiid íslandsmótsins á Akureyri í dag kl. 14.00. Tveir síðustu leikirnir í 1. deild karla fara fram um helgina. Á sunnudag kl. 14.00 leika að Varmá í Mosfellssveit HK og Fram. Kl. 19.00 leika svo í Laugar- dalshöll KR og Háukar. Strax á eftir fara fram tveir leikir í 1. deild kvenna. Víkingur-FH og Valur-UMFG. Staðan í 1. deild karla í íslandsmótinu þegar tveir leikir eru eftir er þessi: Víkingur 14 14 0 0 323—254 28 7 4 3 315-301 18 FH Valur KR Fram Haukar ÍR HK 14 14 13 13 14 13 5 298-278 17 1 272-269 11 267-276 10 262-288 9 289-309 9 212-263 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.