Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 3 Ljósm. Emilía. óttarr Möller í ræðustóli, en vióstaddir athöfnina voru starfsfólk spítalans og Oddfellowsystur. Gáf u augndeild Landakots augn lækningatæki ODDFELLOWSYSTUR í Re- bekkustúkunni nr. 1, Bergþóru afhentu í gær Landakotsspítala að gjöf augnlækningatæki i til- efni 50 ára afmælis stúkunnar er var í maí á sl. ári. Hér er um að ræða leysilækningatæki og augn- botnamyndavél og sagði prófessor Guðmundur Björnsson yfirlæknir augndeildar Landakots að með þessum tækjum yrðu þáttaskil i augnlækningum hérlendis þar sem ekki þyrfti lengur að senda sjúklinga með ákveðna augnsjúk- dóma til útianda. Óttarr Möller stjórnarformaður Landakotsspítala sagði m.a. er hann veitti gjöfinni viðtöku að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Oddfellowsystur og Oddfellow- reglan sýndu í verki skilning á starfsemi spítalans, um það vitn- uðu margar gjafir á liðnum árum. Próf. Guðmundur Björnsson lýsti tækjunum, en þau eru augnbotna- myndavél frá Zeiss í Þýzkalandi og leysilækningatæki frá Lasertek í Finnlandi: Myndataka af augn- botnum auðveldar greiningu ýmissa augnsjúkdóma og er for- senda þess að hægt sé að beita leysigeislameðferð. Áður varð að senda þá sem þurftu á leysigeisla- meðferð að halda, til útlanda. Blinda af völdum sykursýki er orðin ein algengasta blinduorsök meðal nágrannaþjóða og virðist vera á hraðri uppsiglingu hérlend- is og má búast við sjónskerðingu af hennar völdum á komandi árum. Munu nýju tækin koma í góðar þarfir og eru viðbót við þá göngu- deildarstarfsemi augndeildarinnar sem fyrir hendi er, en hún býr nú við þröngt húsnæði. Hefur tækjun- um verið komið fyrir til bráða- birgða, en fara síðar í framtíðar- húsnæði. Tveir læknar augndeildar þeir Guðmundur Viggósson og Guðmundur S. Jónsson dósent út- skýrðu síðan fyrir viðstöddum notkun tækjanna. #|® Guðmundur S. Jónsson sýnir notkun augnbotnamyndavélarinnar. Páskatónleikar Pólýfónkórsins: Helgimessa Rossims frumflutt hérlendis PÓLÝFÓNKÓRINN æfir um þessar mundir fyrir páskatón- leika sína, en þeir verða á föstudaginn langa og laugar- dag fyrir páska kl. 14 báða dagana í Háskólabíói. Verður þar flutt verk Rossinis, Helgi- messa, en það hefur ekki verið flutt hérlendis áður. Pólýfónkórinn hefur unnið að æfingum messunnar i rúma tvo mánuði, en hann er nú skipaður 130 manns og er Ingólfur Guðbrandsson stjórn- andi, en hann hefur á æfingum notið aðstoðar þeirra Elísabet- ar Erlingsdóttur og Ástu Thorstensen söngkvenna og tónlistarkennarans Herdísar Oddsdóttur. Svo sem margir vita samdi Rossini aðallega óperur, flestar í léttum dúr og vinsælar, en mess- an er síðasta stórverk hans, frumflutt árið 1869 ári eftir lát hans. I umsögn um höfundinn og flutning verksins segir Pólý- fónkórinn m.a.: Ef til vill er það vegna þess hve höfundurinn var veraldlega sinnaður og gáskafullar óperur hans nutu mikilla vinsælda, að fáum datt í hug að Rossini gæti gert tónlist um kirkjulegt efni og messan vakti ekki verulega at- hygli í fyrstu. En verkið býr yfir einstæðum töfrum bæði í lag- Ingólfur Guðbrandsson stjórn- andi Pólýfónkórsins. rænni byggingu og litauðgi, snilldarlegri hljómsetningu, þótt óperustíll hans gægist alls stað- ar fram. Nú er svo komið, að Messa Rossinis er í tölu vinsælustu kórverka heimsins, og flutningur hennar telst hvarvetna til tón- listarviðburða, enda víða flutt á tónlistarhátíðum á seinni árum. I verki Rossinis 'skiptast á unaðslegir kórkaflar og aríur, dúettar, terzettar og kvartett sólista í óperustíl. Og einsöngv- ararnir eru ekki af verri éndan- um. JANET PRICE, ein dáðasta sópransöngkona Bretlands flyt- ur sópranhlutverkið, en hún hef- ur einu sinni sungið hér áður, þegar Pólýfónkórinn flutti Messías Hándels hér í fyrsta sinn fyrir 5 árum, en þá vakti söngur hennar óvenjulega hrifn- ingu. Með bassahlutverkið fer ungur söngvari, DAVID WILSON-JOHNSON, sem unnið hefur til margs konar verðlauna að undanförnu fyrir söng sinn og kemur víða fram á listahátíðum nú t.d. í Edinborg og Berlín. JÓN ÞORSTEINSSON, sem nú er við söngnám á Ítalíu, kemur einnig heim til þátttöku í flutningnum, en vafalaust fýsir marga að fylgjast með stórstígum fram- förum hans. Með alto-hlutverkið fer hin kunna og þrautreynda söngkona RUTH MAGNUSSON, en þetta mun hafa verið eitt af fyrstu stórhlutverkum hennar á glæsilegum söngferli hennar er- lendis. Undirleikarar kórs og einsöngvara verða AGNES LÖVE og ANNA MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR píanó og HÖRÐUR ÁSKELSSON, organ- leikari, sem leikur á harmoníum, en þetta er frumgerð verksins frá höfundarins hendi. Hyggst reisa skála fyrir búnað og til kvikmyndunar ÍSFILM hefur á prjónunum að reisa um 1000 fermetra skála í Reykjavík, þar sem eignir félags- ins verða geymdar. Gólf skálans verður þannig úr garði gert, að þar geti farið fram kvikmynda- tökur. — Það er of mikið að kalla þetta kvikmyndaver, sagði Indriði G. Þorsteinsson, einn eigenda ísfilms í spjalli við Mbl. í gær. — Við höfum eignast nokkuð af tækjum og öðrum búnaði, m.a. þrjá bíla. Það er mikil nauðsyn fyrir okkur að koma upp geymslu fyrir búnað- inn. Við höfum einnig hugsað okkur að skálinn verði þannig úr garði gerður að þar verði hægt að taka upp kvikmyndir, en til þess að svo verði þarf að ganga frá gólfinu á sérstakan hátt, bætti Indriði við. Indriði sagði að fjármögnun virt- ist ætla að ganga vel og hann tók sérstaklega fram að byggingin myndi í engu raska áformum um frekari kvikmyndaframleiðslu, en það var sem kunnugt er Isfilm sem framleiddi myndina Land og synir. Félagsráðgjafar áfram í BSRB ATKVÆÐAGREIÐSLA meðal fé- laga í Stéttarfélagi islenzkra félags- ráðgjafa um það, hvort félagið ætti að vera áfram innan vébanda BSRB eða sækja um aðild að BHM fór þannig, að félagið verður áfram aðili að Bandalagi starfsmanna rikis og bæja. Þetta kom fram á nýafstöðum aðalfundi, en þar kom jafnframt fram að veitt voru á síðasta starfsári 12 ný starfsieyfi fyrir félagsráðgjafa og er félaga- talan nú komin yfir 50. Á fundinum voru samþykktar ályktanir um kjaramál, þar sem brýnt var fyrir BSRB, að standa við kröfugerðina og jafnframt var sam- þykkt stuðningsyfirlýsing við bar- áttu farandverkafólks. Stjórn Stétt- arfélags íslenzkra félagsráðgjafa skipa nú: Þórunn Óskarsdóttir for- maður; Helga Jóhannesdóttir vara- formaður; Helga Ágústsdóttir ritari; Guðlaug Magnúsdóttir gjaldkeri og Sólveig Reynisdóttir varamaður. Thorvaldsen Kjarvalsstöðum „VIÐ STEFNUM að því að hafa hér Thorvaldsen-sýningu í sept- ember 1981,“ sagði Dyveke Helvsted, forstjóri Thorvald- sens-safnsins i Kaupmannahöfn í samtali við Morgunblaðið á Kjarvalsstöðum í gær, en þar var nýlokið fundi stjórnar Kjarvalsstaða um málið. „Okk- ur langar til að sýningin verði ekki um of bundin við persónu Thorvaldsens, heldur er ætlun- in að reyna að varpa ljósi á það umhverfi, sem hann lifði i — þann jarðveg, sem hann er sprottinn úr“. Þóra Kristjánsdóttir listráðu- nautur Kjarvalsstaða sagði að af hálfu forráðamanna Kjarvals- staða væri mikill áhugi á því að koma þessari sýningu upp, en hér væri um að ræða frábært tækifæri til að kynna klassíska list. „Þessi sýning mun hafa mikið menningarsögulegt gildi, um leið og margir munu eflaust fagna því að fá sílkt tækifæri til að kynna sér klassíska höggmynda- list," sagði Þóra. Þegar spurt var að því hverjir stæðu straum af kostanði við sýninguna kváðu þær það mál enn á algjöru byrjunarstigi, en ætla mætti að slíkur stuðningur kæmi frá bæði Danmörku og Islandi, auk þess sem vonir stæðu til að Norræni menning- armálasjóðurinn legði til nokk- urt fé. Kostnaðarsamt væri að flytja listaverk á milli landa, ekki sízt svo verðmætar högg- myndir, sem hér um ræddi, en mikill liður í þeim flutnings- kostnaði væru tryggingargjöld, sem væru mjög há. Þóra Kristjánsdóttir og Dyveke Helsted í anddyri Kjarvalsstaða í gær, en þar var þá verið að koma fyrir heilum skógi vegna ráðstefnu á vegum samtakanna „Lif og land“ um trjárækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.