Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 13 hún er ríkisstjórninni til ráðu- neytis um allt er varðar oliumálin og stundar frumrannsóknir á landgrunninu. Starfsmenn stofn- unarinnar eru um 270 og kom fram, að skortur væri á mannafla til að sinna þeim rannsóknaverk- efnum sem biðu og norskir háskól- ar hefðu alls ekki undan að mennta menn til starfa í olíuiðn- aðinum. í fréttum norska útvarps- ins var skýrt frá nýju lagafrum- varpi, sem miðar að því að tak- marka innflutning á erlendu vinnuafli til Noregs í allar at- vinnugreinar nema olíuiðnaðinn. Stavanger og olían Statoil getur í veltu orðið stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum eftir 10 ár. Borgarstjórinn í Stav- anger Arne Rettedal, sem er vel kunnugur hér á landi ekki síst fyrir samskipti sín við vinabæ Stavangers, Neskaupstað, sagði,að borgin myndi ekki eiga í neinum erifðleikum með að taka við aukn- um íbúafjölda, en íbúar hennar nú eru um 90 þúsund. Hann sagði, að í Stavanger skyldi rísa háskóli, þar sem menntun í öllum þeim fræðigreinum, sem tengjast olíu- vinnslunni yrðu þungamiðjan. Ákvörðun um þetta hefur ekki verið tekin af ríkisstjórninni en borgarstjórinn sagði, að hún væri óhjákvæmileg. Arne Rettedal sagði það vera auðvelt að sameina innan bæjar- félagsins stóran hóp útlendinga og Norðmenn. Hefði sú stefna verið mörkuð, útlendingarnir skyldu dreifast um bæinn en ekki búa saman í eigin hverfum. Vegna ólíkra krafna á æðri skólastigum hefði reynst nauðsynlegt að koma á fót sérstökum skóla fyrir útlend- inga einkum Bandaríkjamenn, og eru nemendur þar 600. Olían hefur haft góð áhrif á fjárhagslega afkomu Stavangers, þar sem menn höfðu áður fyrr einkum atvinnu af niðurlagningu sjávarafurða, sem hefur dregist mjög saman. 1965 var Stavanger í 22 sæti, þegar bæjum var raðað upp eftir meðaltekjum íbúa. Nú er hann i 2—3 sæti með Björgvin á eftir Osló. Samkeppnin við Björg- vin hefur vaxið undanfarin ár og nú eru ýms teikn á lofti, því að frá Statfjord svæðinu til Björgvinar er mun styttra en til Stavangers. En greinilegt er, að Stavanger ætlar að halda sess sínum sem olíubær Noregs og tryggja með tilkomu háskólans, að þangað þurfi allir þeir að sækja visku sína, sem að olíu starfa, þótt þeir séu að olíuvinnslu fyrir norðan heimskautsbaug. Olíuvinnsla fyrir norðan 62° Tilviljun réð þvi, að ákveðið var á sínum tíma að setja norðurmörk olíuvinnslusvæðisins við 62° á norska landgrunninu. En nú hefur í tiu ár verið um það rætt, að þetta Teikningin sýnir Statfjord B borpallinn. Olíunni verður dalt í botntankana og geta þeir rúmað fjögurra daga fram- leiöslu, þaðan verður henni síðan dœlt í olíuskip á hafi úti. bann skyldi afnutnið og fyrir nokkrum vikum samþykkti Stór- þingið, að á sumri komanda færu fram tilraunaboranir út af Tromsö annars vegar og Mæri hins vegar. Síðan 1969 hefur ríkið látið framkvæma jarðfræðilegar rannsóknir á öllu landgrunninu og þykja þessi svæði áhugaverðust. Eins óg Norðmanna er siður liggja fyrir ítarlegar skýrslur um áhrifin, sem olíuvinnsla á norður- slóðum kann að hafa. Reiknað hefur verið út, hvert tjón sjó- manna verður af því, að settir verða upp borpalíar og 500 metra svæði umhverfis þá gert að örygg- issvæði. Hefur verið ákveðið að vegna tilraunaboranna í sumar verði greiddar 35 milljónir norskra króna í skaðabætur til sjómanna auk þess sem allt beint veiðafæratjón verður bætt og ann- að sannanlegt tjón. En íbúar Norður-Noregs og samtök sjómanna og útgerðar- manna eru ekki hlynntir olíubor- unum á norðurslóðum. Mikil hræðsla er við mengun og olíuslys. Bravo-slysið í Norðursjó og olíu- lekinn í Mexíkó-flóa undanfarna mánuði, sem nú hefur verið stöðv- aður, hafa orðið til þess að stöðva og tefja fyrir ákvörðunum um boranir á norðurslóðum, þar sem eru bestu fiskimið Norðmanna. 70% af íbúunum í og umhverfis Tromsö hafa lýst sig andvíga borununum. Og Hallstein Rasm- ussen fiskimálastjóri Noregs sagði, að stofnun sín hefði varað eindregið við þeim alvarlegu af- leiðingum, sem olíuboranir gætu haft á fiskveiðarnar. Sagði fiski- málastjórinn, að svo einkennilega vildi til, að jarðfræðilegar aðstæð- ur fyrir olíu væru bestar á þeim svæðum, þar sem fiskimiðin væru fengsælust. Olíuboranir þýddu því lokun fiskimiðanna. Þá sagði hann það sannað, að fiskar forðuðust olíu og nefndi dæmi af sjómanni f Lofoten, sem hafði ekki fengið bein úr sjó, þar sem olía seytlaði í Kortiö sýnir þau svæði á norska landgrunninu í noröur — þar sem olía og gas hefur fundist til þessa og vinnsla er annað hvort hafin eöa í undirbúningi. Olíu- og gasvinnslan hófst syðst á svæöinu á svonefndu Ekofisk-svæöi. Fram- kvæmdir eru hins vegar mestar nú vegna vinnslu á Statfjord-svæöinu fyrir noröan Bergen. Punktalínurnar sýna mörkin milli landa í Norö- ursjó og eru sumar olíu- lindirnar sameiginleg eign Breta og Noró- manna. Langmest af norsku olí- unni er flutt meö leiöslum til Teeside í Bretlandi og gasiö er flutt meö leiösl- um annars vegar til Emden í Hollandi og hins vegar til St. Fergus í Skot- landi. lensvatnið og smurðist á veiðar- færin. Þótt útgerðarmenn og sjómenn séu áhrifamiklir í norskum stjórn- málum hafa þeir ekki getað stöðv- að áformin fyrir norðan 62° enda gífurlega mikið í húfi 1/7 hluti norska landgrunnsins er sunnan 62° og talið er, að þar sé að finna 4000—5000 milljónir tonna af olíu- einingum. Giskað er á, að á landgrunninu öllu sé að finna 9000 milljónir tonna. Stórþingið hefur samþykkt, að ársframleiðslan haldist í 8K) milljón tonnum frá og með 1990 og ættu olíulindirnar þannig að duga í 100 ár. Sala olíunnar í norska olíumálaráðuneytinu var þeirri spurningu beint til Egil Helle upplýsingastjóra, hvers vegna Norðmenn gætu ekki selt olíu til íslands fyrr en á næsta ári. Hann vísaði til samninga íslands og Sovétríkjanna, sem gilda út þetta ár og sagði, að þeir skiptu verulegu máli í þessu sambandi en rakti síðan hvernig háttað er sölu norsku olíunnar. Hún hefur að mestu verið flutt beint frá olíu- vinnslusvæðinu með leiðslum til Teeside í Bretlandi. Það var ekki fyrr en í nóvember 1979, sem Statoil hóf vinnslu sína á Stat- fjord-svæðinu, þess vegna hefur norska ríkið sjálft ekki haft eigin olíu til ráðstöfunar nema það sem innheimt hefur verið sem fram- leiðslugjald af erlendum aðilum, er olíuvinnsluna stunda. Sú olía, sem fengist hefur fyrir framleiðslugjaldið hefur verið notuð til viðskipta á alþjóðaolíu- mörkuðum. Norðursjávarolían er í háum gæðaflokki og það er hag- kvæmt fyrir Norðmenn að selja hana erlendum olíuhreinsunar- stöðvum og flytja sjálfir inn hreinsaða olíu. I Noregi eru ekki mjög öflugar olíuhreinsunarstöðv- ar. Stærst er Mongstad-olíu- hreinsunarstöðin fyrir norðan Björgvin, sem starfrækt hefur verið síðan 1975 og getur framleitt 4 milljónir tonna á ári. Stöðin er eign Statoil, Norol (ríkisolíusölu- fyrirtæki) og Norsk-Hydro. Þá á Esso olíuhreinsunarstöð við Oslo- fjörð og Shell fyrir utan Stavang- er. Með framleiðslunni á Stat- fjord-8væðinu aukast umráð norska ríkisins yfir olíu og þess vegna er við það miðað, að það verði aflögufært sem beinn sölu- aðili til Islands á árinu 1981. Islendingar hafa einnig rætt við Norsk Hydro og hefur það ekki haft magn aflögu til þessa. Norðmenn eru að sjálfsögðu þátttakendur í þeim flókna leik, sem á sér stað á alþjóðaolíumörk- uðunum. Þeir eru ekki aðilar að OPEC, samtökum olíuframleiðslu- ríkja, en eiga margvíslega sam- vinnu við þessi ríki, einkum Ar- abaríkin við Persaflóa. Verðlagið á norsku olíunni fylgir að sjálf- sögðu heimsmarkaðsverði og vegna mikilla gæða olíunnar fæst mjög gott verð fyrir hana. Ævintýrið að byrja Norska olíuævintýrið er rétt að byrja. Gífurlegt starf er framund- an. Stórhugur, hugkvæmni og framúrskarandi tækniþekking eru þeir þættir, sem olíuvinnslan krefst. Á 15 árum hafa Norðmenn tileinkað sér þau vinnubrögð, sem duga í þeim átökum við höfuð- skepnurnar, er fylgir olíufram- leiðslu á hafi úti. Ávinningurinn er einnig mikill og hann er ekki einungis mælanlegur í fjármun- um. Þekkingaröflunin, tæknifram- farirnar og verkmenntunin er ekki síður mikils virði. En þó eru það peningarnir, sem eru hvatinn, og því fer vel á því að ljúka þessu stutta yfirliti með litlu reiknings- dæmi: Reiknað er með að brúttótekj- urnar af olíu frá Statfjord-svæð- inu — gas ekki meðtalið — muni nema um 580 milljörðum norskra króna framreiknað til ársins 2015. Þegar fjárfestingar- og rekstrar- kostnaður hefur verið dreginn frá verða nettótekjurnar um 450 milljarðar norskra króna. 290 milljarðar verða skattar og gjöld til norska ríkisins. Fyrir þá, sem áhuga hafa á þvi að reyna að umreikna þessar fjárfúlgur yfir í íslenskar krónur skal þess getið að 1 norsk króna er nú 80 íslenskar krónur — tæpar 90 á ferðamannagengi. Skatttekjur norska ríkisips af Statfjord- svæðinu einu munu því nema um 23200 milljörðum íslenskra króna. Lesendum er látið eftir að aðlaga þá tölu að íslenskum aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.