Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 37 Hans Sætran: Þorra blótað á skipsfjöl Félag íslendinga í Hamborg, ásamt Gesellschaft der Freunde Islands, blótaði þorra þ. 1. marz sl. Þar sem bæði félögin eiga merkisafmæli á árinu, FÍH verð- ur 10 ára og GdFI fagnar 30 ára afmæli, var ákveðið að slá sam- an og skip var leigt til athafnar- innar. Gamanið hófst kl. 18.00, en þá var lagt úr vör í ládauðum sjó og voru um 160 manns mættir um borð, í bland íslendingar og Þjóðverjar. Blótsstjóri kvöldsins var Franz Siemsen, ræðismaður íslands í Liibeck. Bauð hann gesti velkomna um borð, kvaðst vona að brjóstbirtan við borð- gönguna hefði yljað um hjarta- ræturnar (það er siður FIH að bjóða þorrablótsgestum ramm- íslenzkan brennivínssnafs við inngöngu til blóts) og óskaði viðstöddum góðrar matarlystar. Fyrir útlendingana um borð útskýrði Franz einnig ýmis hugtök og svo siði og venjur þorrablótsfagnaðar — en að auki höfðu „Hamborgararnir" dreift rituðum þorrablótsupplýsingum til gesta hófsins. Þorraborðið hafði verið smekklega tilreitt — matreiðslu- maðurinn Jost Borack hafði, ásamt aðstoðarmönnum sínum, sýnilega unnið með faglegri handleikni — en allur þorramat- ur hafði áður verið fenginn sendur frá íslandi. íslenzka ríkisútvarpið hafði verið svo vingjarnlegt að lána snældur með íslenzkri tónlist til flutnings við borðhaldið svo það sveif því íslenzkur andi yfir sölum skipsins á meðan snætt var, enda tóku menn hraustlega til matar síns. Borðtölur héldu þeir Sverrir Schopka, formaður FÍH, og svo Oswald Dreyer-Eimbcke, for- maður GdFI. Skýrðu þeir frá því fréttnæm- asta frá hvoru félagi og svo bárust kveðjur frá íslenzka sendiráðinu í Bonn. Að loknu borðhaldi lásu þau Katrín Hilmarsdóttir og Börge Kourist kafla úr ísl. bókmennt- um. Fyrst fór upplesturinn fram á íslenzku en síðan var sama ritverkið lesið í þýskri þýðingu. Þá var boðið í dans, en dans- tónlistarflutningur kvöldsins hafði verið eftirlátinn þýzkum hljómlistarmönnum. Þegar hlé var gert á dansiðk- ununum birtist sýningarflokkur frá ísl. verzluninni ísland Bout- ique, undir stjórn verzlunareig- andans, Sigrúnar Sigurjónsdótt- ur Borack, og sýndi íslenzkan fatnað, hvorttveggja prjónaðan og ofinn. Var góður rómur gerður að tízkusýningunni, margir óskuðu frekari upplýsinga og þorra- blótsgestir sumir hverjir hreint hlessa hversu fjölbreytilegt úr- val íslenzku ullarvaranna væri. Hlutavelta kvöldsins naut óskiptra vinsælda viðstaddra og runnu miðarnir út eins og heitur blóðmör, enda varð uppselt á svipstundu. Vinningarnir voru um 100 talsins og flestir tengdir íslandi. Ýmsir þýzkir aðilar, og svo íslenzku fyrirtækin Flugleiðir og ísland Boutique höfðu lagt sitt af mörkum svo vinningar kvöldsins yrðu sem veglegastir. Núll voru engin og allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð, því þeir miðar, sem enginn vinningur féll á, voru allir áritaðir íslenzkum eða þýzkum málsháttum. Dansinn dunaði svo fram til kl. 23.00, en þá var lagst að bryggju. Sverrir Schopka þakk- aði gestum komuna, bað menn vel að lifa og sagði þorrablóti FÍH 1980 lokið. Halldór Gunnarsson, Holti: HaHaði hausn- um á Sighvati Um reikning rausar sá orðhvati þótt reikningslaus séu álögin, hallaði hausnum á Sighvati hallalausu fjárlaugin. Nú um sinn hefur Sighvatur Björgvinsson alþm. skrifað í Morgunblaðið um hin ólíkustu málefni, t.d. innanflokksmálefni Sjálfstæðisflokksins, birt spá- dóma í véfréttarstíl og nú síðast þriðjudaginn 11. marz s.l. kom „Reikningur" hans. Mér varð fyrst hugsað við yfir- lestur þeirrar greinar: Góði Sig- hvatur, mætti ég biðja þig að halda þér við þitt málgagn, Al- þýðublaðið, því þú ert að koma óorði á Morgunblaðið. Við nánari yfirlestur fannst mér eins og.verið gæti að Sighvat- ur hefði misskilið forystuhlutverk sitt, sem hann svo óvænt fékk fyrir tæpu ári síðan, þegar hann leiddi út með sér mikinn meiri- hluta sjálfstæðismanna úr neðri deild Alþingis, þegar málefni landbúnaðarins voru þar til um- ræðu. Ekki vil ég trúa að laust sé sæti fyrir Sighvat í „Valhöll" sjálfstæðismanna, þótt þar sé nú leitað formannsefnis. Hinu gæti ég betur trúað að útganga fyrr- nefndra manna allra sé fyrirboði um endanlega fjarveru þeirra frá Alþingi íslendinga. Alveg finnst mér makalaust, að Sighvatur skuli vera svo skamm- laus að birta umræddan „Reikn- ing“ í Morgunblaðinu. Þessi maður, sem er búinn að verða að athlægi fyrir reikningsfærslur sínar sem fjármálaráðherra um áramót, og því næst barnalegar útskýringar um þá „jákvæðu" reikningsstöðu, og síðan með fjár- lögum, sem hann flutti fyrir hönd flokks síns sem bráðabirgðaráð- herra á þeim degi sem núverandi stjórn var mynduð. Rétt væri að Stéttarsamband bænda léti birta raunverulegan reikning Sighvats, sem hann eftirlét bændum og öllu dreifbýlisfólki í umræddum fjár- lögum, — hvernig hann hafði af öllum fjárliðum til málefna bænda, jafnt lögbundnum og samningsbundnum greiðslum sem öðrum, eins og óheiðarlegur rukk- ari gæti einn gert. Myndin með umræddri grein minnir á slíkan rukkara, sem gengur svo langt að hann undirskrifar reikning með annarra manna nöfnum, ásamt með nöfnum annarra til staðfest- ingar. Um vanda landbúnaðarins má árétta það sem margoft hefur áður komið fram, að hann er fyrst og fremst tilkominn vegna ríkj- andi verðbólgu, sem gerir afurðir okkar æ verðminni á erlendum mörkuðum. I mörg ár hafa forystumenn bændasamtaka ósk- að eftir lagabreytingum, sem gæfu Framleiðsluráði möguleika á að mæta vandanum með framleiðslu- minnkun. Þær lagabreytingar fengust ekki fyrr en í fyrra, en þá var í algjörar ógöngur komið. Lagaheimild sem Framleiðsluráð hafði áður til að mæta vöntun á afurðaverði til bænda, var aðeins hið flata verðjöfnunargjald, sem í raun jók vandann, því bændur mættu því gjaldi með framleiðslu- aukningu. í meira en tíu ár hafa alþing- ismenn eins og Sighvatur Björg- vinsson brugðist skyldu sinni, en út yfir allt annað tekur þegar þessi sami alþingismaður skrifar grein eins og hann skrifaði í Morgunblaðið 11. marz s.l. Annað- hvort virðist mér að þessi grein hafi verið skrifuð af rætni eða skilningsleysi á málefnum land- búnaðarins. I von um það síðar- nefnda, vil ég minna Sighvat á eftirfarandi staðreyndir um þenn- an tilbúna reikning hans: 1. Niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum eru ákvörðun ríkisstjórn- ar og Alþingis og hefur til þessa verið talin hagkvæm ráðstöfun til að greiða niður kaupgjaldsvísitölu til sparnaðar fyrir ríki og aðra atvinnurekendur. 2. Útflutningsuppbætur voru fyrst greiddar 1960, að undan- gengnum málaferlum um hvort bændur mættu hækka verð á innanlandsmarkaði til að mæta vöntun á útflutningsverði. Þau mál unnust bændum í hag, bæði fyrir undirrétti og hæstarétti. Hins vegar vildu stjórnvöld þá ekki una að verðjöfnunargjald yrði bætt á innlenda verðið og sömdu við bændasamtökin um að greiða þess í stað 10% í útflutn- ingsuppbætur af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar ár- lega. 3. Vegna hinnar miklu verð- bólgu hér umfram önnur viðskiptalönd kom fram um ára- mótin 1976/1977 vöntun umfram útflutningsbætur um 500 milljón- ir, ári síðar um 1,8 milljarðar, áramótin 1978/1979 um 3,5 millj- arðar og um síðustu áramót um 6,7 milljarðar. Á þessu sama árabili eða frá 1976 hefur fram- leiðsluaukningin aðeins numið kr. 428 milljónum í afurðum á núver- andi verðlagi. Verðbólgan og þjóð- félagið eiga því um 94% þessa vanda en bændur um 6%. í nær fjögur ár fékk vandinn að stóraukast, án þess að alþingis- menn gæfu bændum tækifæri með umbeðnum lagabreytingum til að takast á við umframframleiðsl- una. Það var fyrst fyrir tæpu ári eins og áður segir að bændur fengu þá breytingu á framleiðslu- ráðslögunum, sem gerir þeim mögulegt að minnka við sig fram- leiðsluna. Ég hygg að flestir bændur séu nú reiðubúnir að taka á sig þá framleiðsluskerðingu, sem óumflýjanlega verður tekju- skerðing fyrir þá. í staðinn gera bændur þá kröfu til alþing- ismanna og ríkisstjórnar að þessi málefni fái sanngjarna meðhöndl- un, og þeir fái vissan aðlögunar- tíma til að breyta búskaparhátt- um sínum. Ég trúi, að bændur um allt land hafi nú fengið þá ríkisstjórn, sem skilji vandann og vilji gefa bænd- um tækifæri til að leysa hann eins og mögulegt er, til farsældar fyrir land og þjóð. Brauð-og kökuuppskriftir Setberg hefur sent frá sér bókina „NÚ BÖKUM VIГ. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari þýddi, stað- færði og prófaði uppskriftirn- ar, en hún segir meðal annars í formála: „Á undanförnum árum hefur áhuga fólks sem betur fer orðið meiri á grófu matbrauði. Heimabakað brauð, bollur eða horn eru alltaf vel þegin og jafnmikil tilbreyting og þó bök- uð sé íburðarmikil kaka. Ég hef hér í þessari nýju bók „nú bökum við“, eins og í fyrri bókinni, „Áttu von á gestum“, prófað allar uppskriftirnar og breytt þeim eftir okkar stað- háttum". í bókinni „Nú bökum við er margs konar bakstur: Hrökk- brauð, matbrauð, hveitibrauðs- krans, kryddað rúgbrauð, toska- kaka, möndlusnúðar, tvíbökur, ávaxtakaka, tjuttarar, ananas- kaka, fyllt smjördeigslengja, kransakökur, hunangskökur, appelsínuhorn, franskar súkku- laðikökur, austurrísk plómu- Hilnuir\<ioitir. husnut'drakennari. þvrfdi. stadfœrdi og prófadi upi'skrifiirnar. SETRERXi kaka, terta frá Svartaskógi, sænskar möndlukökur, Napól- eonskökur, blúnduterta með jarðaberjum, — svo eitthvað sé nefnt. Vinstra megin í hverri opnu bókarinnar er stór rriynd af bakstrinum tilbúnum, en á hægri blaðsíðu eru uppskrift- irnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og bakstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.