Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
17
Mcðfylgjandi linurit sýnir þróun iðnaðarframleiðslunnar ug vergrar
þjóðarframleiðslu frá árinu 1970—1979. Athygli vekur ör vöxtur
iðnaðarframleiðslunnar á árunum 1970—1973, sem reyndar hófst 1969, en
þá jókst framleiðslan um nálægt 15% að meðaltali, sem sjá má að var langt
umfram vöxt þjóðarframleiðslunnar á sama tímabili. Frá 1973 hefur
iðnaðarframleiðslan þróast nokkuð i átt við þróun þjóðarframleiðslunnar,
en ætla má að bilið hafi aftur aukist á árinu 1979, m.a. vegna framleiðslu
járnblendis, sem hófst á árinu.
Hagsveifluvog iðnaðarins:
4,5—5% framleiðslu-
aukning iðnaðarins
á síðasta ári
Niðurstöður Hagsveifluvogar
iðnaðarins benda til þess, að
talsverð aukning hafi orðið á
iðnaðarframleiðslu árið
1979,samanborið við árið 1978.
Ef reynt er að meta framleiðslu-
breytinguna, má ætla að hún
nemi 4,5—5%. Er þetta meiri
aukning en samsvarandi aukn-
ing fyrir árið 1978, sem sam-
kvæmt Hagsveifluvoginni var þá
3—4%, en ámóta þróun og varð á
árunum 1976 og 1977. A árinu
1979 hafa fyrirtæki með um 58%
af heildarmannafla úrtaksins
aukið framleiðslu sína, en sam-
svarandi tala fyrir 1977 er 74%.
Skýringar á þessum mismun eru
annars vegar talsvert meiri fram-
ieiðsluaukning nokkurra iðn-
greina árið 1979 en 1977 og hins
vegar að minnkun álframleiðsl-
unnar hefur veruleg áhrif á
mannaflahlutfallið.
Yfirlit það sem hér fer á eftir er
byggt á úrtaksathugun, sem F.Í.I.
og Landssamband iðnaðarmanna
hafa framkvæmt og nær til 22
iðngreina. Athugunin byggist eink-
um á öflun „kvalitativra" upplýs-
inga frá fyrirtækjum, þ.e. spurt er
um breytingar í orðum en ekki
tölum. Abendingar um átt breyt-
inga í stað magns eru í flestum
tilfellum látnar nægja þar sem'
nákvæmt talnalegt efni er ekki
fyrirliggjandi á þeim tíma, sem
nauðsynlegt er að fá upplýsingar til
að Hagsveifluvogin þjóni þeim til-
gangi að varpa nokkru ljósi á þróun
iðnaðar á líðandi stundu.
Hlutdeild úrtaksins miðað við
fjölda vinnuvikna í viðkomandi
iðngrein er mjög mismunandi eða
frá 4% upp í 100%. Niðurstöður
fyrir þær greinar, sem hafa lágt
svarhlutfall, ber að taka með mik-
illi varúð. Hér á eftir fer upptalning
þeirra iðngreina, sem í úrtakinu
eru, og einnig er gefin upp stærð
úrtaksins í % miðað við heildar-
fjölda vinnuvikna í viðkomandi
iðngrein.
Brauð- og kökugerð 27%
Sælgætisgerð 64%
Matvælaiðnaður 9%
Öl- og gosdrykkjagerð 93%
Ullariðnaður 95%
Prjónavöruframleiðsla 31%
Veiðarfæraiðnaður 69%
Fatagerð 24%
Húsgagna- og innréttingasm. 22%
Pappírsvöruiðnaður 90%
Prentiðnaður 21%
Sútun 87%
Kemiskur undirstöðuiðnaður 88%
Málningargerð 79%
Sápu-og þvottaefnagerð 57%
Gleriðnaður 26%
Steinefnagerð 31%
Álframleiðsla 100%
Málmsmíði 21%
Skipasmíðar og-viðgerðir 48%
Bifreiðaviðgerðir 4%
Plastvöruiðnaður 28%
Meðaltal 37%
Eftirfarandi dæmi eru um nokkrar
iðngreinar:
Brauð- og kökugerð
Talsverð aukning framleiðslu-
magns og sölu virðist hafa átt sér
stað í brauð- og kökugerð á árinu
1979, samanborið við 1978. Má ætla
að framleiðslumagnsaukningin hafi
numið um 10% milli ára.
Sælgætisgerð
Ef árið 1979 er borið saman við 1978
virðist nokkur aukning hafa átt sér
stað í framleiðslumagni í sælgætis-
iðnaði.Má ætla að magnaukningin
hafi numið í heild 3—5% milli ára.
Ullariðnaður.
Talsverðar árstíðasveiflur eru í
ullariðnaðinum og má lesa þær út
úr niðurstöðum fyrri Hagsveiflu-
boga. Veruleg framleiðslu- og sölu-
aukning varð á 4. ársfj. 1979 miðað
við 3. ársfj. sama ár. Nam fram-
leiðslumagnsaukningin tæpum
50%. Hins vegar var framleiðslu-
magnsaukningin mun minni milli
áranna 1978 og 1979 í heild eða
rúmlega 7%. Þrátt fyrir hina miklu
framleiðsluaukningu á 4. ársfj.
hélst fjöldi starfsmanna, venju-
legur vinnutími óbreyttur borið
saman við 3. ársfj. og einnig nýting
afkastagetunnar óbreytt. Horfur á
1. ársfj. 1980 benda til einhverrar
framleiðsluaukningar, en einnig
samdráttar í sölu. Gert er ráð fyrir
að fjöldi starfsmanna verði óbreytt-
ur.
Húsgagna- og innrétt-
ingasmíði
Lítilsháttar samdráttur virðist
hafa orðið í þessari grein á árinu
1979 ef borið er saman við árið 1978.
í magni má ætla að framleiðslu-
minnkun nemi um 4%. Ef 4. ársfj.
1979 er borinn saman við 3. ársfj.,
benda niðurstöðurnar til um 6%
framleiðslumagnsaukningar og
jafnframt söluaukningar í ámóta
magni. Er þetta hagstæðari þróun
en gert var ráð fyrir í spá síðustu
Hagsveifluvogar fyrir 4. ársfj..
Minnkun varð í birgðum hráefna og
fullunninna vara. Starfsmönnum
fækkaði á 4. ársfj., en lítil breyting
virðist hafa orðið á nýtingu af-
kastagetu, venjulegum vinnutíma
eða innheimtu söluandvirðis. Horf-
ur um þróun á 1. ársfj. 1980 benda
til einhvers samdráttar í þessum
greinum.
Páskaskreyting
ÞAÐ ER fallegt að sjá gular páskaliljur og gul fljótandi kerti í
grænni skál. En ef ekki er til lituð skál, er hægt að setja grænan
ávaxtalit i vatnið, til að mynda andstæðu við gula litinn á blómum
og kertum.
Gular og grænar serviettur saman í pakka eru nú fáanlegar í
verslunum, greinilega ætlaðar til notkunar á páskum, og við önnur
tækifæri á þessum árstíma.
Nú er einnig orðið algengt að sjá allskonar tilbúið paskaskraut í
búðum, gleðileg nýjung fyrir þá, sem gaman hafa af að gera
dagamun með borðskrauti.
Sætt og
gott til
páksa
Það tilheyrir á stórhátíðum að
borða vel, og þá oft meira en
hollt er. En hvað um það, það er
ekki hægt að vera skynsamur í
mataræði allt árið, og stundum
verða menn bókstaflega að fá að
falla í freistni, borða smávegis 1
sætindi til hátíðabrigða. Á pásk-
um er alveg tilvalið að leyfa sér
dálítið sætt í eftirrétt, og því
ekki að velja þá eitthvað úr
súkkulaði, það virðist vel við
hæfi.
Súkkulaðiábætir „með hraði“.
1 egg,
5 matsk. flórsykur,
4 matsk. kakó,
1 tsk. kaffi,
1 peli rjómi.
Eggið þeytt með flórsykri,
kakói bætt í, ásamt kaffinu,
stífþeyttur rjóminn settur sam-
an við. Sett í lítil glös og skreytt
með rjóma.
Súkkulaðibananar.
6—8 bananar,
100 gr. suðusúkkulaði,
50 gr. möndlur,
1 peli rjómi,
1 tsk. vanillusykur,
(1 bl. matarlím),
dál. sherry eða líkjör.
Bananarnir skornir i bita.
Súkkulaðið brætt og kælt, ban-
anabitarnir látnir í súkkulaði,
settir á smjörpappír og söxuðum
möndlum stráð yfir. Borið fram
með þeyttum rjóma bragðbætt-
um með vanillusykri og sherry
eða líkjör. Setja má matarlím í
súkkulaðið ef vill. Ætlað fyrir
5—6 manns.
Súkkulaðifromage
3 egg,
2 matsk. sykur,
1 'á matsk. kakó,
25 gr. suðusúkkulaði,
1 matsk. kaffi,
3 blöð matarlím,
llA dl. rjómi.
Eggjahvíturnar eru stífþeytt-
ar með hálfri matsk. af sykri.
Kakó og rifið rúkkulaði sett út í
volgt kaffið og hrært vel saman.
(Jafnvel látið yfir heitt vatn svo
þetta samlagist vel.) Matarlímið
lagt í bleyti, síðan brætt í
vatnsbaði.
Eggjarauður og það sem eftir
er af sykrinum þeytt vel saman,
út í er bætt köldu matarlíminu
og kaldri blöndunni, kakó,
súkkulaði, kaffi. Síðan er
stífþeyttur rjóminn settur í og
síðast hvíturnar. Sett í
skammtaskálar, eða stóra skál
og skreytt.
Súkkulaðimousse.
200 gr. suðusúkkulaði,
hálf vanillustöng,
3 dl. rjómi
ein eggjahvíta.
Súkkulaði brætt í vatnsbaði,
örlítið vatn sett út í, saman við
er hrært vel vanillu — (má
auðvitað nota dropa í staðinn)
kornunum og látin bráðna með.
Þegar þetta er orðið kalt er
stífþeyttum rjómanum og eggja-
hvítunni blandað saman við.
Sett í skammtaskálar, skreytt
með rjóma. Ætlað fyrir fjóra.
Súkkulaðimarengs.
4 eggjahvítur,
300 gr. flórsykur,
50 gr. rifið súkkulaði.
Eggjahvíturnar stífþeyttar,
flórsykrinum bætt út í smám
saman, byrjað með einni teskeið
en magnið svo smáaukið, að
síðustu er súkkulaðinu hrært
saman við. Marengsinu spraut-
að, eða sett með skeið á smurða
plötu, gert eins og bolli eða
hreiður, dæld í, ef það er sett
með skeið, en sprautuð smá brún
annars. Bakað við mjög lágan
straum þar til marengsið er oðið
þurrt. Fyllt með þeyttum rjóma
eða ís, skreytt með mislitum
sykurkúlum eða súkkulaði og
lítill páskaungi settur hjá, ef
þetta er ætlað börnum.
Súkkulaðísósa á isinn
150 gr. suðusúkkulaði,
2—3 matsk. sykur,
2 dl. vatn,
(örlítið kartöflumjöl).
Súkkulaðið brotið í bita, sett í
pott ásamt sykri og vatni. Hitað
mjög hægt og brætt og má jafna
með dál. kartöflumjöli, ef vill.
Norsk súkkidaðiterta
4 egg,
250 gr. sykur,
150 gr. hveiti,
Vz tsk. lyftiduft,
100 gr. hnetur,
100 gr. suðusúkkulaði,
1 dl. sterkt kaffi.
Egg og sykur þeytt vel saman,
hveiti og lyftiduft sigtað saman
og bætt út í. Súkkulaðið er brætt
í kaffinu og bætt út í deigið
ásamt gróft möluðum eða söxuð-
um hnetunum.
Bakað í einu „springformi" eða
tveim tertumótum við meðal-
hita.
Lögin eiga að vera tvö og lögð
saman með þeyttum rjóma, sem
í er blandað tveim tesk. af
neskaffi og örlitlu koníaki.
Brætt súkkulaði sett ofan á,
skreytt að vild.
SUkkulaðiterta Anitu
2 egg,
3 dl. sykur,
2 matsk. kakó,
2 tsk. vanillusykur,
’A dl. fínt saxaðar eða malaðar
möndlur,
150 gr. brætt, kælt smjörlíki,
% dl. mjólk,
3 dl. hveiti,
2 tsk. lyftiduft.
Venjulegt hrært deig, egg og
sykur þeytt vel saman, hinu bætt
í og endað í þurrefnum og mjólk
til skiptis. Bakað í hringformi í
ca. 50 mín. við meðalhita.
Formkaka með
súkkulaði og ávöxtum
3 egg,
150 gr. hveiti,
Vz tsk. lyftiduft,
l/z tsk. vanillusykur,
ca. 100 gr. suðusúkkulaði,
Vz dl. rúsínur,
‘/2 dl. smátt skornar aprikósur,
gráfíkjur eða döðlur.
Egg og sykur hrært vel, þurr-
efnum blandað saman við ásamt
smátt skornu súkkulaði og
ávöxtum. Bakað í aflöngu formi í
30—45 mín. Við meðalhita.
Súkkulaöi-
smákökur
2‘á dl. hveiti,
1 % dl. sykur,
2 matsk. kakó,
'Á matsk. vanillusykur,
'h tsk. lyftiduft,
125 gr. smjörlíki,
‘A egg.
Þurrefnunum blandað saman,
eggi og smjörlíki hrært saman
við og deigið hnoðað vel saman.
Deiginu skipt í þrennt, hver
hluti flattur út á smjörpappír á
bökunarplötunni. Penslað með
eggi, söxuðum hnetum eða perlu-
sykri stráð yfir, bakað í ca. 12
mín. og skorið í smástykki.