Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Hótel Loftleiðir: Brejtlands- og Ítalíu- kynning HÓTEL Loftleiðir munu í apríl og maí í vor gangast fyrir kynningum á Bretlandi og Ítalíu í samvinnu við Flugleiðir, Ferða- málaráð Bretlands og Ferða- skrifstofuna Útsýn. Matreiðslumenn munu koma frá viðkomandi löndum og hafa þeir yfirumsjón með matseldinni. Þá verða fengnir skemmtikraftar að utan og fleira verður gert sem minnir á viðkomandi lönd. Bretlandskynningin verður í heila viku, frá 25. apríl til 2. maí, en ítalska kynningin frá 8. til 11. maí. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið hjá Hótel Loftleiðum verður Vínlandsbar innréttaður í stíl breskrar vínkrár, og þar mun breskur listamaður leika „cockneytónlist“ á píanó. Mat- reiðslumaðurinn verður frá May- fair í London. Þá verða breskar ferðamyndir sýndar í ráðstefnusal og ferðamálasýning verður f Kristalsal. Ennfremur er væntan- legur hingað til lands svonefndur „city crier“, eða kallari, og mun hann ganga um helstu götur borgarinnar og minna á kynning- una á Hótel Loftleiðum. í haust verða síðan aftur teknar upp landakynningar af þessu tagi og verður byrjað á „Tékkneskri viku“ í lok október, og síðan er „Ungversk vika“ í nóvember. Lyf við magasári ALLMARGIR læknar hafa haft samband við Morgun- blaðið vegna fréttar á for- síðu hlaðsins í fyrradag, sem sagði frá því að nýtt lyf geri það nú að verkum að ekki þurfi lengur að skera maga- sárssjúklinga upp við maga- sári. I fréttinni, sem var frá AP-fréttastofunni, segir að lyfið heiti „cimetidine". Hér á landi hefur þetta sama lyf hins vegar verið notað í fjögur til fimm ár, undir nafninu „tagamet", og hefur það gefið allgóða raun í baráttu við magasár. Ekki er þó um það að ræða að það hafi leyst uppskurði af hólmi í viðureigninni við sjúkdóm- inn, og einnig hefur þótt bera á því að magasárið taki sig upp aftur þegar er notkun lyfsins er hætt. FIB um bensín- hækkunina: „Látum heyra frá okkur fljótlega“ „VIÐ munum láta heyra frá okkur mjög fljótlega vegna bensínhækkunarinnar,“ sagði Sveinn Oddgeirsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, í samtali við Mbl. „Við höfum skipað sérstaka nefnd sem mun fjalla um málið á næstu dögum. Varðandi aðgerðir er einkum um tvennt að velja, annars vegar mótmælaaðgerðir og hins vegar þungan áróður," sagði Sveinn ennfremur. Hamrahtíðarkórinn ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur stjórnanda. Ljósmyndir Mbi. Kristján Einarsson. Marzvítamín í Hamrahlíðarskólanum Þessar brosmildu stúlkur úr MH munu selja kvartett MH mun syngja í Marzvítamíninu. Þorgerður stjórnar. i „Margt er sér til gamans gert geði þungu að kasta. Það er ekki einskisvert að eyða tíð án lasta. Beri maður létta lund linast raunatetur. Eigi hann bágt um eina stund aðra gengur betur,“ söng Hamrahlíðarkrórinn úr Tímarímu Jóns Dalakolls á blaðamannafundi þar sem kynnt var skemmtiskrá sem kórinn stendur fyrir í Hamra- hlíðarskólanum á laugardag, en þar sýndi kórinn það andlit sem hann er löngu landskunnur f fyrir, skemmtilegan söng og lífsglatt fólk. Opið hús verður í skólanum fyrir borgarbúa þar sem boðið verður upp á fjöl- breytt skemmtiatriði og veit- ingar gegn vægu verði. 1 Fer þar fram fjölþætt dagskrá J með söng, veitingum, skemmti- atriðum í ýmsum dúrum, blóma- sala og sitthvað fleira við hæfi fólks á öllum aldri. Laugar- dagsskemmtun þessi er eins kon- ar marzvítamín sem félagar í Laugardags- skemmtun fyrir gesti og gangandi Hamrahlíðarkórnum, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, bjóða upp á. Fer hún fram með þeim hætti að dagskráin stendur yfir allan laugardaginn, en ekk- ert atriði verður endurflutt. Vill kórinn með þessum hætti bjóða borgarbúum, gestum og gang- andi, upp á tilbreytingu með lífi og fjöri jafnhliða því að dagar I lengjast nú óðum. Skólinn verð- ur sem sagt opinn og hvetur kórinn fólk til þess að líta inn J sér til gagns og gamans. Marzvítamínið fer fram með þeim hætti að Hamrahlíðarkór- J inn syngur mismunandi efnis- | skrá kl. 2, 4 og 6. Sungnir verða § madrígalar, íslenzk lög, þjóðlög, | tónsmíðar eftir kunnustu meist- | arana, negrasálmar og sitthvað | fleira. Hver konsert tekur innan J við klukkutíma í Hátíðarsal | Hamrahlíðarskólans. Þá verða ýmis létt atriði í | tilefni dagsins. í matgarði skól- | ans selja kórfélagar veitingar og j á milli konserta skólans verða J þar skemmtiatriði eins og kvart- J ettsöngur, þjóðlagatónlist, | hlutavelta, einn handlaginn kór- j félagi mun klippa gesti, unnt j verður að fá teikningar í léttum j dúr af þeim sem vilja, töfra- j brögð verða framin, spilabrögð J og blómasölustúlkur fara um. Það verður sem sagt sitt lítið af | hverju til þess að lífga upp á j mannlífið og tilveruna. Þjódlagasöngur veröur í trallinu á laugardaginn og stiginn verö- ur írskur dans af miklum móð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.