Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 PIERPOflT OUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. Rikisstjórnin telur tekjuskattinn of lágan: Eim vofir yíir hækk- un á skattstiganum Einstök veðurblíða hefur ver- ið á Suðurlandi undanfarna daga, logn og hiti. Menn hafa að vonum kunnað að meta veðrið og notað hvert tæki- færi sem gefst til útiveru. í gær var kennt úti í Verzlun- arskólanum og var þessi mynd tekin í einni kennslu- stundinni. Ljósm. Valgeir Guðbjartsson. Fjórir kostir í athugun KOMIÐ hefur í Ijús, að reiknað hefur verið með of háu hlutfalli hjóna með 10% frádrátt frá skatti, scm hefur það í för með sér að heildartekjur ríkissjóðs af trkjuskatti einstaklinga er 2 milljörðum króna lægri, en ríkisstjórnin hafði ráð fyrir gert. Gert hafði verið ráð fyrir að ríkisvaldið fengi 45 milljarða króna. en vegna þcssarar skekkju í forriti skýrsluvéla, skilar tekjuskatturinn ekki nema 43 milljörðum króna. Fjárlagafrumvarp- ið gcrir ráð fyrir 43'/j milljarði, cn mæta hugsanlegri skekkju. Á fundi fjárhags- og viðskipta- nefnda Alþingis i fyrradag, kynnti ríkisstjórnin fjórar nýjar hugmynd- ir að skattstigum, en sá skattstigi, sem lagður hafði verið fram í þinginu var 20% af fyrstu 3 milljón- unum, 35% af næstu þremur og 50% af skattgjaldstekjum umfram 6 milljónir. Persónuafsláttur var 440 þúsund krónur. Hinar nýju tillögur eru fjórar allar með mismunandi persónuaf- slætti, eftir því, hvort lægsta skatt- þrep er 20% eða 25%. Þessar tillögur eru svohljóðandi: • Af fyrstu 3 milljónunum 20%; af tekjum milli 3ja og 4ra milljóna 30%; af tekjum milli 4ra og 6,5 milljóna 40% og af tekjum umfram 6,5 milljónir 50%. í þessu dæmi er gert ráð fyrir 425 þúsund króna persónuafslætti á einstakling. • Af fyrstu 3 milljónunum 20%; af tekjum á bilinu 3 til 5,5 milljónir 35%; af tekjum á bilinu 5,5 til 7 V/z milljarður átti að vcra til þess að milljónir 45% og af tekum umfram 7 milljónir 50%. I þessu dæmi er gert ráð fyrir 430 þúsund króna persónu- afslætti einstaklings. • Af fyrstu 3 milljónunum 25%; af næstu 3 milljónunum 35% og af tekjum umfram 6 milljónir 50%. I þessu dæmi er persónuafsláttur ein- staklings 545 þúsund krónur. • Af fyrstu 3 milljónunum 25%; af tekjum á bilinu 3 til 5,5 milljónir 35%; af tekjum á bilinu 5,5 til 7 milljóna króna 45%' og af tekjum umfram 7 milljónir 50%. I þessu dæmi er persónuafsláttur einstakl- ings 545 þúsund krónur. Ofangreind skekkja, að skattstig- arnir, sem lagðir hafa verið fram á Aiþingi gefi ekki nema 43 milljarða, en nauðsynlegt sé að ná 45 milljörð- um, nemur því 2 milljörðum króna. Breytingarnar frá framlögðum skattstiga þýða því um 5% skatta- hækkun. Pétur Ottesen og Björn Aðalsteinsson, sem báðir starfa á olíusvæðinu i Norðursjónum. Pétur átti i gær að halda út á Ekofisk-svæðið, þar sem íbúðarpallurinn Henrik Ibsen átti að leysa Alexander Kielland af, en vegna óhapps var Ibsen snúið við. (Ljósm. Vikan). Þarna áttu mörg fyrirtæki starfsmenn og það er fyrst núna síðdegis að einhver mynd er að koma á hversu margir voru um borð og hverjir. Samkvæmt mínum útreikningum og alman- akinu áttu að vera þarna þrír Islendingar, en það getur hafa breytzt og svo sannarlega vona ég það. Nú hugsa ég um það eitt að komast sem fyrst héðan frá Stafangri og helzt út á pall eða að minnsta kosti eitthvað til að vinna. Ég má ekki hugsa til þess að vera hérna í Stafangri þegar komið verður með lík allra mann- anna, sem þarna hafa trúlega farist, því ég hef ekki trú á að fleiri finnist á lífi. Það eru margar sögur, sem ganga um það hvað þarna hafi gerzt, en ég hef litla trú á að þær séu réttar þessar opinberu skýr- ingar, sem komið hafa fram í útvarpi og sjónvarpi í dag. Þessir „Get ekki hugsað um alla vinina, sem pama voru“ — segir Björn Aðalsteinsson, sem starfað hefur á borpöllum í tvö ár „ÞAð FYRSTA, sem ég hugsaði þegar þessi frétt um að íbúðarpalli hefði hvolft, var, að þetta væri nú einhver meiri háttar vitleysa,“ sagði Björn Aðalsteinsson í Stafangri í samtali við Morgunblaðið í gær, en Björn hefur starfað við borpallana í Norðursjónum í um tvö ár. „Við gerum okkur grein fyrir því, við sem störfum við þetta, að í starfinu eru margar hættur, en þetta er nokkuð, sem hreinlega getur ekki gerzt. Ég trúi þessu ekki ennþá.“ „Ég get ekki hugsað um alla vinina og kunningjana, sem þarna voru, og kannski voru þarna fleiri Islendingar en Herbert vinur minn. Það veit enginn á þessari stundu. Allar skrár um þá, sem voru um borð í þessu fljótandi hóteli, fóru niður þegar pallurinn snerist. pallar eiga að vera þeir öruggustu sem til eru og þó ein flotsúlan gefi sig á pallurinn að vera jafn stöðugur eftir. Okkur hafði aldrei dottið í hug að nokkuð svona gæti gerzt, þetta var kannski eitt af því fáa, sem var alveg útilokað að gæti gerzt. Það eina sem mér kemur í hug, að hafi gerzt er að sprenging hafi orðið í lager, þar sem m.a. voru geymd gashylki. við það hafi súlan gefið sig, en bágt á ég með að trúa að þessi skýring dugi ein sér. Ég neita því ekki að mér hefur dottið í hug að þarna hafi skemmdarverk verið unnið og það er sama við hvern er talað af þeim, sem þarna hafa unnið, við skiljum þetta ekki,“ sagði Björn Áðalsteinsson að lokum. Hækkar fisk- verð um 4% ? STÖÐUGIR fundir hafa verið í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins og mun nú styttast i að fiskverðsákvörðun sjái dagsins ljós. Líkur bentu til þess i gær að fiskverð yrði ákveðið með atkvæð- um fiskvinnslunnar og odda- manns og að hækkunin yrði 4%. Þessari ákvörðun fylgja stjórn- valdsákvarðanir til þess að fisk- verðið geti tekið gildi, þar á meðal gengisbreyting. Vegna þessara mála mun ríkis- stjórnin koma saman til fundar í dag, en vandamál fiskvinnslunnar og fiskverðsákvörðun voru til um- ræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkisstjórn- in yrði jafnvel að koma saman til fundar á morgun, sunnudag, vegna þessara mála. 8 ára fangelsi fyrir manndráp HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo menn, Guðmund Antonsson og Grétar Þórarin Vilhjálmsson, í 8 ára fangelsi hvorn en þeir urðu Hrafni Jónssyni að bana i fanga- geymslum Lögreglustöðvarinnar i Reykjavik að kvöldi 19. júlí 1977. Sakadómur Reykjavíkur dæmdi mennina ekki til fangelsisvistar heldur til þess að sæta öryggisgæzlu á viðeigandi stofnun sbr. 16. grein hegningarlaganna. Hæstiréttur taldi mennina sakhæfa en dæmdi þá ekki með tilliti til 211. greinar hegn- ingarlaganna, sem fjallar um manndráp af ásetningi heldur með tilliti til 215. greinar, sem fjallar um manndráp af gáleysi og 218. greinar, sem fjallar um vísvitandi árás. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Þór Vilhjálmsson skilaði sératkvæði og taldi að dæma bæri Guðmund Antonsson til þess að sæta öryggisgæzlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.