Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Emilía Biering: Bíddu ekki eftir hentugu augna- bliki — búðu það til sjálfur Ég beini þeim orðum og efni þessarar smágreinar til allra sem vilja leggja góðu málefni lið og ekki eru blindir á það böl sem margir aldraðir eiga við að búa í dag hér í bænum. Þetta er mál, sem nær til allra sem aldri og þroska hafa náð, því unga kyn- slóðin virðist öft hafa sára þörf fyrir~ að koma þeim eldri af höndum sér — og þá auðvitað helzt á þokkalegan hátt! Hún mætti auk þess muna að árin færast yfir hana sjálfa og þá stendur hún ef til vill í sömu sporum og gamla fólkið gerir í dag, en enginn fær þess lengur dulizt í hvaða ógöngur það er komið, hvað dvalarstað og umönn- un snertir. Fáir munu neita því að þetta fólk sem nú er orðið — eða á leið að verða — örbjarga sökum elli og sjúkdóma, var fyrir nokkrum ára- tugum aðalmáttarstoðirnar undir þeirri velmegun sem nú hefur stígið þjóðinni svo til höfuðs að til vandræða horfir sökum ráðleysia og eyðslusemi. En hvað bera þeir svo úr býtum sem byngst báru okið af þræl- dómsbyrði þeirra ára sem engin grið gáfu frá brauðstriti og bar- áttu fyrir betra lífi? Þetta fólk sem við nú sjáum hökta um götur bæjarins uppgefið og útslitið, það var einu sinni ungt og átti sína drauma — drauma sem ekki gátu ræzt — um skólavist og skemmt- anir, þetta tvennt sem nú er verið að troða upp á táningana, hvort sem þeir vilja eða ekki! Og skólar og skemmtistaðir rísa í öllum áttum — enda ekki gefið eftir að heimta það, og sjaldan er það naumt skorið við nögl, því þá gæti það bitnað á kosningafylgi þessa eða hins sem að völdum vilja komast hverju sinni. Ekki virðist þjóðinni heldur fjár vant ef bæta þarf fínum banka til viðbótar við þessa fáu sem fyrir eru! Og fleira mætti telja. En hvað um elliheimilin? Ekki ber þó að vanþakka það sem vel er gert og víst hafa nokkur risið, þó reyndar mættu þau vera ofurlítið rýmri án þess að um neina rausn væri að ræða, og meiri skilningur á ástandi vistmanna mætti einnig ríkja. T.d. að hafa ekki sameigin- leg þvottahús með svo fínum nýtízku vélum að fólkið lærir aldrei á þær. Á slíkum stöðum þarf aðalþjónusta ávallt að vera falin í rekstri heimilanna — eins og sú ágæta tilhögun að vistmenn fái keypta eina máltíð á dag. En þá er komið að vandanum. Hvað hafa margir fengið inni af þeim tiltölulega fáu sem reynt hafa að sækja um pláss á þessum stöðum? Þeir eru fáir — alltof fáir, og þó að loforð séu gefin um að bráðlega verði bætt úr allra þörf, þá verður það tæplega látið ganga fyrir öllu öðru og bætir ekki úr neyð þeirra sem bágast eiga í dag. Seinagangurinn í þessum málum þekkjum við mætavel. Það er líka talað svo ósköp fallega um að „lofa“ gamla fólkinu að búa á eigin heimilum eftir að það er orðið einsamalt í íbúð sinni — eða heilu húsi, og láta það fá aðstoð til þess nauðsynlegasta. Þetta er nú gott og blessað, svo langt sem það nær. I fyrsta lagi: ef fólkið vill það sjálft og þolir einsemdina og öryggisleysið sem í því felst. I öðru lagi: ef heimilis- aðstoð fæst, en það virðist nú ekki vera mjög eftirsótt starf, og ekki er heppilegt að þurfa að bíða marga mánuði eftir þeirri hjálp sem brýn þörf er á í dag. í þriðja lagi: ekki eru allir aldraðir svo vel efnum búnir að geta greitt heimil- ishjálp og viðhald húsnæðis síns, því þó ellistyrkur og tekjutrygging séu orðin álitleg upphæð á pappírnum, þá hækkar það tæpast í takt við annað á þessum marg- nefndu verðbólgutímum — auk þess sem fjöldi fólks hefur alveg orðið útundan með lífeyrissjóði, sem margir njóta þó góðs af. Gömlu fólki þykir nóg um heimtufrekju unga fólksins og er það sízt að furða, það hefur vanizt því á langri ævi að heimta mest af sjálfu sér og vantar dirfsku til að heimta af bæjarfélaginu þá hjálp sem því er skylt að veita. Aldraðir vilja heldur líða og þjást en lifa á bónbjörgum, og það opinbera læt- ur einfaldlega undan þrýstingnum frá þeim sem stöðugt minna á sig og sínar þarfir, en skeytir ekki um að leita þá uppi sem ekki kunna að kvarta. En hvers vegna dettur engum í hug að í þessu tilfelli sem öðrum er samhjálp eðlilegasta leiðin? Öll þekkjum við víst fleiri eða færri hús í gömlu Reykjavík, þar sem ein manneskja er nú eftir í 1-2 hundruð fermetra íbúð. Hefur þjóðarbúið efni á slíkri sóun? Þessi hús þarf að selja, þau myndi margt ungt fólk vilja kaupa — og þar með kæmust gömlu barna- skólarnir í full not á ný! Fyrir andvirði þessara húsa ætti að byggja rúmgóð dvalar- heimili fyrir eigendurna (og fleiri) þar sem þeir gætu notið öryggis og aðhlynningar eftir þörfum. En ekki er ég nú svo hjartagóð að ég hugsi mér að gefa bænum gömlu húsin — enda líklega stykkju þá einhverjir erfingjanna „upp á nef sér“! Nei, þetta ætti allt að vera lánastarfsemi með hag- kvæmum skilmálum fyrir báða aðila, og í öllu yrði þar að vera vel um „hnútana búið“. Vel yrði líka að vanda til staðar undir nýju dvalarheimilin, því gamlir borgarbúar kunna ekki vel við sig úti um mýrar og móa! Einum manni myndi ég trúa öllum öðrum betur til að teikna slík hús og staðsetja þau, og það er Gylfi Guðjónsson arkitekt, hann hefur í ræðu og riti sýnt öldruðum þann skilning sem ég hef ekki orðið vör frá öðrum. Að vísu veit ég vel að svo djúpt liggja rætur ýmissa aldraðra fauska að þeim Árni Helgason: Bjartara framundan? Það væri synd að halda því fram að myndun núverandi ríkisstjórn- ar hafi verið mínu ágæta blaði Morgunblaðinu, fagnaðarefni. I það minnsta voru móttökur þess engin ósk um velgengni hennar og þjóðinni til handa. Ög þótt tónn- inn hafi mildast er óhætt að segja að betur má ef duga skal. Viðbrögð meiri hluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins er þó hinum almenna kjósanda ennþá meira undrunarefni. Eftir að dagskipun hafði komið frá þingflokknum til þingmanna um að nú reyndi hver að gera sitt til að opna leið til myndunar þingræðisstjórnar vek- ur afstaðan enn meiri undrun. Þegar svo Gunnar Thoroddsen baráttumaður í fremstu víglínu sjálfstæðisstefnunnar í meira en Höskuldur Skagf jörð: Eðlilegar vangaveltur um kvikmyndina Land og synir Höfundur: Indriði G. Þor- steinsson Leikstj.: Ágúst Guðmundsson I fyrsta mánuði þessa árs var frumsýnd kvikmynd hér í Reykjavík eftir bók Indriða G. Þorsteinssonar, LAND OG SYN- IR. Það var í mikið ráðist. Eftir atvikum kom myndin vel út. Landið er fagurt og frítt. Mörg mótíf myndarinnar voru góð. Land og litir verða sannir og í sumum tilfellum töfrandi. Kvik- myndun góð. Það er ekki meining mín með þessum línum að skrifa venjulega gagnrýni um verkið, það eru aðrir búnir að gera. Ég stikla á stóru en langar til að fletta blöðum sögunnar. Smáatriði og aftur smáatriði er það sem gildir í listinni, segir einn gagnrýnandinn, mikið rétt herra minn. Það eru líka til stór smáat- riði, sér í lagi þar sem þau eiga ekki heima. Drepum, drepum, sagði hann gamli Skugga-Sveinn. Já, það var mikið um slátrun í þessari filmu. Hvítingur, uppáhaldshesturinn bóndasonarins unga, var skotinn á sínum éigin grafarbakka. Ljótt atriði sem átti engan rétt í þessu u.nhverfi. Það eru margir, já mjög margir möguleikar með hestinn, A versti var notaður. Annað tveggja fellur hestur eða stendur Höskuldur Skagf jörð eftir skot, en þarna er honum hnoðað blóðugum í gröf sína. Smekklaust. Atriðið með heima- ganginn var óhuggulegt (geri ráð fyrir að handtök hafi verið sann- söguleg). Morðið á tíkinni í göngunum er trúlega slys. Eftir lát gamla bónd- ans virðist það vera fyrsta bqðorð sonarins Éinars að gera upp skuldina við kaupfélagið. Piltur- inn er gerður að slíkum kjána að furðu gegnir. öllu sauðfé er smal- að til slátrunar. Þetta fé virtist fallegt og í góðu ásigkomulagi. Það mætti segja mér að flestir sveitamenn hefðu tekið öll líflömb frá og bestu ærnar og selt þetta á fæti til að fá sem mest fyrir það. Höf. og leikstjóri gera Einar að sjálfsníðingi, tökum t.d. ástamál- in, hann fer frá stúlkunni sinni á mölina í alla þá óvissu, vitandi að slíkt fallegt náttúrubarn á hann tæpast eftir að fá. Honum er líka fyllilega gefið í skyn að gott bú með heimasætu bíður hans. Nei takk, í rútuna fer hann. Um leikendur má segja allt gott. Týri stóð sig vel. Tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar var oft góð og stund- um með ágætum. Það vildi renna við hjá Sigurði Sigurjónssyni að leka niður síðustu setningum. Það skrifast á reikning leikstjóra. Klipping var klaufaleg á köflum. Það er grunur minn að aðstand- endur myndarinnar hafi frekar hugsað til peninganna en góðs orðstírs. Það vantar mikið þegar vandvirkni vantar og að ég ekki tala um hugkvæmni. Lokal for- vitni bjargar þessari kvikmynd. En áfram með smjörið. Allir þeir sem áhuga hafa á íslenskri kvikmyndagerð. Takmarkið er og verður að vera: NÆSTA MYND BETRI. hálfa öld hafði fundið stjórnar- myndun farveg og lagt til að flokkurinn í heild kæmi inn í dæmið og legði sitt af mörkum, voru flestir vissir um að þetta gullna tækifæri yrði notað, vit- andi það að þeir sem vilja ekki þegar þeir fá, fá ekki þegar þeir vilja. En það var nú eitthvað annað. Það var eins og línurnar í kvæði Einars Ben hefðu heltekið meiri hluta þingflokksins: Væng- lausu hugirnir heftast og bindast þeir horfa inn í sig sjálfa og blindast. Það er þess blinda sem er hinum almenna flokksmanni áhyggjuefni og vona að létti. Og viðbrögðin áfram. Enn barið höfði við stein. Getur þetta gengið öllu lengur? Fjárlögin eru nú komin fram. Meirihluti þingflokks er ekki lengi að dæma. Verðbólguhvetjandi, er sagt. Eins og þetta hafi ekki heyrst áður. Og getur ekki sami meirihluti kennt sér eitthvað um ef þetta er rétt, með því að neita að taka þátt í baráttunni gegn verðbólgunni, neita að vera með til átaka. Stjórnarsáttmálinn er talinn brjóta í bága við stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Ég hefi nú verið að reyna að finna hvar það væri en sú leit hefir orðið árangurslaus, enda mér og fleiri flokksmönnum vork- unn, því seinustu árin hefir maður ekki verið viss um hver stefnan væri, því flokkurinn hefir eins og aðrir tekið þátt í því að „sósialera" þjóðina og það án nokkurrar ánægju hins almenna flokks- manns. Væri ekki úr vegi að fara fram á við meiri hluta þingflokks- ins að hann gæfi út til hins almenna borgara, leiðarvísi um hvar þessi brot liggja. Og ekki kæmi mér þá á óvart þó að flokkurinn mætti vel við una málefnasamningnum og stefnunni í þriggja flokka stjórn, því ekki fá allir sitt fram. Eitt hið allra versta í rekstri fyrirtækja nú, er vaxtaspursmál- ið, sem undanfarið hefir hækkað á þriggja mánaða fresti. Þetta er öllum rekstri áhyggjuefni. Nú hefir ríkisstjórnin stöðvað þessa þróun án þess að skerða rekstrar- lánin og er þetta það mikill sigur að fáar stjórnir hafa gert meira gagn á ekki lengri starfstíma. Gengisfelling og það veruleg er kórsöngur fiskvinnslufyrirtækja, án þess að nokkuð væri tíundað um hvernig á rekstri væri haldið hvað hagkvæmni og annað áhrær-. verður ekki kippt upp — sízt við fyrsta átak. En látum svo vera, þeir munu fleiri sem finna kostina við þetta fyrirkomulag og fylgja því að málum. Ef einhver ætti skilding í „kistuhandraðanum" til að drýgja í stofnsjóðnum þá myndi ekki af veita, því þetta er mál sem þolir enga bið. Við getum ekki — megum ekki, láta nágranna okkar eða samborg- ara deyja Drottni sínum aleina, hvern í sínu horni, eins og nú skeður oftar en nokkurn grunar. Það verður fljótt að hefjast handa til bjargar og vinna rösklega. Ég heiti á ykkur öll sem hin örláta stefna nútímans hefur gefið menntun og aðstöðu að liggja ekki á liði ykkar, en launa þeim öldruðu með ráðum og dáð svita- dropana sem það kostaði að koma ykkur svona langt. Gleymið ekki gamla heilræðinu: Stráðu ljósi ánægjunnar á lífs- braut annarra, þá mun birta yfir þinni eigin. Árni Helgason ir. Gengisfelling er ekkert fagnað- arefni og síst þegar allir samning- ar um kaup og kjör eru lausir. Þetta sér ríkisstjórnin og fer vægt í sakirnar. Þessu tekur almenn- ingur eftir og það er eftirtektar- vert í dag að hjá hinum almenna launþega eru ekki háværar raddir um grunnkaupshækkanir. Hann veit að þær hafa ekkert gildi nema til ringulreiðar ef þjóðartekjur vaxa ekki. Þá er sú „kjarabót" tekin til baka sjálfvirkt. Því er það staðreynd að yfirgnæfandi fjöldi stendur með ríkisstjórninni í vandasamri vegferð og vill leggja sitt af mörkum til að eðlilegt ástand geti ríkt í þjóðarbúskapn- um. Fólk hefir undanfarin ár horft á neikvæða þróun hvers hlutar og vill í hjarta sínu straum- hvörf. Veit og skilur að engir áfangar nást til bjartari viðhorfa nema með sameiginlegum fórnum. Skilur að ef það gerir himinháar kröfur fyrir sjálft sig er enginn mannlegur máttur sem getur látið þær verða að veruleika, og því síður til góðs. Það hefir því miður farið margt úrskeiðis í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum og veitir ekki af að taka til hendi og því eru menn fegnir hverjum sem tekur sér sóp í hönd til að hreinsa út. Já í mörg horn er að líta, það þarf engan sérstakan til að sjá. Til margra átta er að líta og allar atvinnugreinar þarf að fara yfir og hagræða þeim á betri veg. Og vissulega verður róðurinn hjá ríkisstj. erfiður og þeir alltof margir, sem ekki gráta þó henni mistakist og jafnvel bíða eftir, að svo geti til tekist. Þetta gerir almenningur sér ljóst og ekki verður annað heyrt að einmitt með það í huga verði stjórninni fylgt fastar eftir til hjálpar. Og þeir eru ábyggilega fleiri en af er vitað, sem ætla að sjá um að ekki „verði skuturinn eftir, ef vel er róið fram í“. Megi þjóð vor fagna raunhæfum bata á öllum sviðum. Árni Helgason Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.