Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980
Falla mörg met
á íslandsmótinu
í lyftingum?
Alvarleg
ásökun
Formaður Skíðasambands íslands, Sæmundur Óskarsson, sakar
landsliðsmenn á skíðum um drykkjuskap í mjög svo harðorðri
grein í Dagblaðinu og Vísi í fyrradag. Mun vera átt við þá Sigurð
Jónsson og Iiauk Jóhannsson. í grein sinni segir Sæmundur m.a.:
„í tveimur utanlandsferðum af þremur sem formaðurinn hefur
verið fararstjóri í hefur hann þurft að ávíta piltana fyrir meðferð
áfengra drykkja.“
í tilefni þessarar yfirlýsingar formannsins í blöðum sem eru
einsdæmi sneri Mbl. sér til þeirra Sigurðar Jónssonar og Hauks
Jóhannssonar og innti þá eftir þvi hvað þeir vildu um málið segja.
„Eg hef ekki farið í neina keppnisferð í vetur á vegum
Skiðasambands íslands þar sem áfengi hefur verið haft um hönd,“
sagði Sigurður Jónsson. „Þessar ásakanir eru mjög alvarlegar fyrir
nýbakaða íslandsmeistara á skíðum, ég satt að segja skil ekki af
hverju við erum svona sterkir skíðamenn ef við erum drykkjumenn.
Annars mun ég svara þessu í blöðunum," sagði Sigurður.
„Ég er orðlaus yfir þessum ásökunum, þessar aðdróttanir eiga ekki
við mig,“ sagði Haukur Jóhannsson. „Það hefur aldrei verið
drykkjuskapur í þeim keppnisferðum sem ég hef farið í. Nóg er nú á
sig lagt í þessu þó að maður fái nú ekki svona yfir sig eftir að hafa
staðið í þessu í 10 ár og ávallt verið toppmaður. Ég mun svara þessu
opinberlega."
—.Þr.
Viðar Guðjohnsen ráðinn
landsliðsþjálfari í Judo
ísland
sigraði
ÍSLENSKA unglingalands-
liðið í handknattleik sem nú
keppir i Helsinki á Norður-
landameistaramótinu lék
tvo landsleiki við Hollend-
inga áður en farið var til
Finnlands. fyrri leikurinn
tapaðist. en sá siðari vannst
með þriggja marka mun
23 — 20, eítir að staðan hafði
verið 12-9 í háifleik IIol-
lendingum í vil. -þr.
Minni-bolti
ÍSLANDSMÓT í Minni-
Bolta verður haldið í Fella-
skóla um helgina 11.—13.
apríl á vegum KKÍ og KR
sem sér um mótið.
Niu félög hafa tilkynnt
þátttöku i tveimur aldurs-
hópum. 10 ára og yngri, sem
leika í 1 riðli og 11 — 12 ára
sem leíka í 4 riðlum.
Félag Yngri Eldri
UBK 1
ÍR 1 2
Valur 1
Fram 2
UMFS 1
UMFN 1 2
ÍBK 1
KR 12
Haukar 1
Samtals 160 þátttakendur.
Mótið hefst kl. 19:00 föstu-
daginn 11. apríl og verður
leikið til kl. 22:00. A laugar-
dag 12. apríl verður byrjað kl.
13:00 og leikið til kl. 19:00,
síðan verður kvöldvaka í
Fellahelli með ýmsum
skemmtiatriðum.
A sunnudag hefst keppni
kl. 10:00 og leikið til kl. 17:00,
en þá fara fram verðlauna-
afhendingar og mótsslit.
Golf
fundur
Á MORGUN sunnudag
gengst Golfklúhbur Reykja-
víkur fyrir fræðslufundi í
Golfskálanum f Grafarholti.
Ólafur Bjarki mun flytja
erindi um golfreglur, og
fjalla um hverja eina út af
fyrir sig. Þá verður sýnd
golfkvikmynd. Fundurinn
hefst kl. 15.00.
Skíðaganga
í DAG kl. 14.00 fer fram
_ Reykjavíkurmót í 30 km
* skíðagöngu við skíðaskál-
ann í Hveradölum. Þá fer
einnig fram boðganga fram-
haldsskólanna á sama tíma.
Breiðholts-
hlaup ÍR
Breiðholtshlaup ÍR hefj-
ast á morgun sunnudag kl.
14 við Brciðholtskjör í neðra
Breiðholti. Ákveðin hafa
verið sex hlaup, og fara þau
fram næstu sex sunnudaga.
þannig að síðasta hlaupið
verður 18. maí.
Hlaupinn verður sami
hringur og undanfarin ár og
er vegalengdin um 800 metr-
ar. Hlaupin cru öilum opin,
en keppt er i aldursflokkum
þar sem miðað er við fæð-
ingarár keppenda. AHir sem
Ijúka fjórum hlaupum hljóta
sérstaka viðurkenningu, en
sigurvegari i hverjum ald-
ursflokki úrskurðast sá sem
hlýtur skemmstan tíma úr
fjórum hiaupum. Væntan-
legir keppendur eru beðnir
að mæta til skráningar helzt
eigi síðar en kl. 13.30.
Meistaramót íslands i lyftingum
það ellefta í röðinni verður hald-
ið á senunni i Laugardalshöilinni
á laugardag og sunnudag.
Keppni hefst báða dagana kl. 14.
Á laugardeginum verður keppt i
léttari flokkunum (52,0 kg—75,0
kg), en þeim þyngri á sunnudag-
inn.
Þetta íslandsmeistaramót er
sérstætt að því leyti að þar munu
leiða saman hesta sína fimm
væntanlegir Olympíu þátttakend-
ur, auk þess sem a.m.k. 2—3
aðrir hyggjast gera harða hríð að
alþjóða Olympíu lágmörkunum
og fullvíst verður að telja að
einhverjum þeirra takist að ná
þeim áfanga.
Búast má við að keppni í
einstökum flokkum verði sérlega
skemmtileg og tvísýn. Má þar
nefna 67,5 kg flokkinn þar munu
tveir unglingalandsliðsmenn
bítast um sigurinn. í 75,0 kg
flokknum er það sama uppi á
teningunum, þar verður eflaust
hörð barátta milli tveggja met-
hafa í flokknum, þeirra Haraldar
Ólafssonar og Freys Aðalsteins-
Eins og knattspyrnuáhugamenn
muna væntanlega, þá sigruðu
Englendingar Búlgari í landsleik
í knattspyrnu á Wembley-Ieik-
vanginum eigi alls fyrir löngu.
Þar lék sinn fyrsta landsleik
Glenn Hoddle, stjarnan unga hjá
Tottenham. Ilann þótti standa
sig með ólíkindum vel i sinum
fyrsta landsleik og kórónaði
siðan allt saman með þvi að skora
annað mark Engla í 2—0 sigrin-
um.
Enskir fréttamenn héldu varla
vatni yfir snilli Hoddle og voru
margir þeirra gagnrýndir fyrir
oflof. Gengu sumir svo langt að
líkja Hoddle við Bobby Charlton,
þegar hann lék sinn fyrsta lands-
leik 20 árum áður. Þetta þótti
ekki við hæfi og komust nokkrir
sonar. Sá flokkur sem keppnin
verður hvað tvísýnust í er 90.0 kg
flokkurinn, þar munu eigast við
fjórir af bestu lyftingamönnum
Islands þeir: Guðgeir Jónsson,
Guðmundur Sigurðsson, Guð-
mundur Helgason og Kristján
Falsson. Ekki má heldur gleyma
þungavigtinni, þar munu eigast
við tröllin Ágúst Kárason og
Gústaf Agnarsson. Báðir hafa
þessir kappar náð árangri yfir
gildandi Olympíulágmarki og víst
verður að teljast að ekkert verði
gefið eftir í glímunni við lóðin.
Ef litið er á þessa upptalningu
og þann árangur sem íslenskir
lyftingamenn hafa náð undanfar-
ið, má fullyrða að enginn þeirra
sem mætir í Höllina um helgina
verður svikinn af þeirri skemmtan
sem þar verður á boðstólum.
Stjórn Lyftingasambands
Islands sér um alla framkvæmd á
mótinu og er markmið hennar að
mótð gangi hratt og vel fyrir sig,
þannig að það verði skemmtilegra
í heildina en ella, bæði fyrir
áhorfendur, keppendur og starfs-
menn.
fréttamenn í klípu. En i rauninni
var ekki verið að bera saman
Hoddlc og Charlton sem leik-
menn, heldur frekar að báðir
léku svo vel í sínum fyrsta
landsleik. Ástæðan fyrir því að
ýmsir hlupu á sig í gagnrýni á
viðkomandi fréttamenn var þó
talin vera sú, að síðast er nýliði í
enska landsliðinu sýndi slíka
snilldartakta, þá reyndist það
vera ekkert annað en blaðra sem
loftið lak æði hratt úr. Það var
einmitt þegar Alan Hudson lék
sinn fyrsta landsleik gegn Vest-
ur-Þjóðverjum fyrir 4 árum.
Hann sýndi snilldartakta er
England vann 2—0. En hann var
enginn bógur og hvarf af sjónar-
sviðinu jafn fljótt og hann birtist
þar.
Judosamband íslands hefur ráðið
hinn kunna judomann Viðar Guð-
johnsen landsliðsþjálfara í judo,
og tekur hann við starfinu af
Yoshihiko Jura sem nú er á
förum til Japans.
Viðar mun æfa lansliðshópinn.
fram að Olympíuleikunum í
sumar samkvæmt sérstakri æf-
ingaáætlun. Á þessu timabili eru
nokkur stórmót bæði innlend og
eins erlend mót sem íslenskir
judomenn áforma að taka þátt í.
M.a. er Evrópumeistaramótið i
Vínarborg í næsta mánuði, og
auk þess má nefna 8 landa
keppni i San Marino i júní. Þá er
Opna breska meistaramótið i lok
þessa mánaðar, en islenskir judo
menn náðu þar góðum árangri i
fyrra. Ekki er enn vitað um
þátttöku í þvi móti nú þar sem
hún er háð umsókn einstakl-
inganna sjálfra.
Viðar hefur valið fleiri judo
menn í landsliðsæfinga-hópinn en
áður voru þar og var mikið líf og
fjör á fyrstu æfingunni undir hans
stjórn sl. fimmtudag. Viðar hefur
þjálfað hjá JFR síðan um áramót
og reynst frábær þjálfari. Lagði
JSÍ áherslu á að fá hann til liðs
við þjálfun úrvalshóps judomanna
núna og hyggur gott til starfs
hans.
Judomennirnir í úrvalshópi Við-
ars eru úr fimm íþróttafélögum,
þar af tveir frá Akureyri, sem að
vísu eiga ekki hægt um vik að
sækja landsliðsæfingar til
Reykjavíkur.
Landsliðsþjálfarinn Viðar Guðjohnsen fremstur á myndinni, i glímu
við einn af landsliðsmönnunum. Myndin er tekin á fyrstu æfingu
landsliðsins. Ljósm. Rax.
Enskir smeykir um
frama Glenn Hoddle