Morgunblaðið - 13.07.1980, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.07.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1980 41 + Fólk velur sér tómstunda- gaman eftir aðstæðum, smekk og getu. Sumir safna frímerkj- um eða öðru, s.s. steinum, eldspýtustokkum o.fl., aðrir iðka iþróttir eða stunda útilíf og svo mætti lengi telja. Við fréttum af ungri húsmóður i Mosfellssveit, Brynhildi Ein- arsdóttur, sem hefur nokkuð sjaldgæft tómstundagaman, en það er að smiða litil garðhús fyrir smáfugla. í húsin not- ar hún krossvið, trjágreinar og margar tegundir isienzkra steina, sem hún limir á þak og hliðar. Allan útskurð og smiðar annast hún sjálf með vélsög og hefur nú þegar smið- að sjö hús. Eitt húsið gaf hún til happdrættis Hundarækt- Smíðar hús f yrir smá- fuglana arfélags íslands, en önnur hefur hún gefið vinum og venzlamönnum, en tvö eru i hennar eigin garði i Mos- fellssveit. Af hverju valdi hún þessa tómstundaiðju, en ekki ein- imm® Flugmaðurinn fann ekki flugvöllinn ... Flogskiparin fann ikki flogvolhn Landentyrio menn í Hummarfn sss-ssxhrtwáJrSr ITtn'K.’.jfnZ + Flugmaðurinn fann ekki flugvöllinn, er fyrirsögn á frétt á forsíðu færeyska blaðsins Dimmalætting 5. júlí sl. Þar segir frá svaðilför sem hluti færeyska landsliðsins í knatt- spyrnu lenti í á leið sinni frá íslandi á dögunum. Fimm af landsliðsmönnunum fóru í lítilli flugvél. Gekk ferðin vel framan af en flugmaðurinn átti í erfiðleikum með að halda réttri stefnu þegar vélin nálgað- ist Færeyjar þar sem mikil þoka var yfir eyjunum. Loks villtist hann gjörsamlega. Hann sá þó eyjar fyrir neðan vélina en var ókunnugur á þessum slóðum og vissi því enn ekki hvar hann var staddur. Varð hann þá að spyrja leikmennina til vegar og með þeirra hjálp tókst honum að lokum að finna flugvöllinn og lenda vélinni. En þó munaði litlu að illa færi því lítið eldsneyti var eftir á tönkum vélarinnar er ferðinni lauk. hverja aðra? „bað er nú kannske mest vegna þess að mér þykir vænt um smáfugl- ana. beir leita i húsin að vetrinum, og geta fengið þar björg, óhuitir frá köttum, en ganga verður þannig frá húsunum að kettir nái ekki til þeirra, t.d. á hárri stöng eða uppi á girðingum.“ A myndinni hér að ofan. sem Emilia Björg tók, er Brynhildur með dóttur sinni, borgerði, og heimilishundin- um Sunnudals, Birtu. Lengst til vinstri er húsið, sem Brynhildur gaf til happ- drættis Hundaræktarfélags- ins og borgerður litla situr á svonefndum varðhundi, en hann bjó Brynhildur einnig til. + Hér býður Hans Tuch, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Voice of America, Jónínu íris Guðlaugsdóttur, vel- komna til afhendingar Harry S. Truman verð- launanna (Harry S, Truman Good Neigh- bor Award). Jónína stundar nám í Kansas- fylki í Bandaríkjunum og er föst venja að teknar séu myndir með málverk af Truman í bak- sýn, af þeim náms- mönnum, er sækja verðlaunaafhendinguna sem gestir. Sá stóri í baUettheiminum... f ær þann stóra... + Ballettdansarinn Helgi Tómasson hefur verið hérlendis undanfarið og brá sér um sl. helgi i Laxá i Kjós. Helgi fékk sjö punda lax á flugu, en setti í þrjá aðra, sem hann missti. Helgi mun oft hafa veitt silung á stöng á æskustöðvum sinum í Holtum, hann var þar í sumardvöi, en þetta er fyrsti laxinn, sem hann veiðir og raunar i fyrsta skiptið sem hann hefur farið i laxveiðiferð. í bandariska timaritinu „Ballet News“ er forsiðumynd a/ Helga Tómassyni og grein um hann eftir Eric Taub með fyrirsögninni „Just about perfect“, sem má lauslega þýða „Nánast fullkominn“ og er, eins og fyrirsögnin bendir til, þar f jallað ákaflega iofsamlega um Helga og dans hans. fólk í fréttum r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.