Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 1
178. tbl. 67. árg.
SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Skriðdrekar
á götum Kabul
Kabul. 9. ágúst. AP.
KABUL er umsetin sovézkum
skriðdrekum sem hafa gætur
á mikilvægum byggingum í
borginni og borgarhliðunum
að sögn japanska blaðsins
Shimbun í dag.
Fréttaritari blaðsins í Kabul
segir að sovézkir skriðdrekar sem
lítið hafi verið látið bera á til
þessa, séu orðnir fyrirferðamiklir
á götunum. Skriðdrekar og bryn-
vagnar Rússa sjást nú nálægt
aðalpósthúsinu í Kabul, forseta-
höllinni, brúm sem liggja yfir
Kabul-fljót, sovézka sendiráðinu
og Kabul-kastala þar sem yfirher-
stjórnin mun vera til húsa.
Allt að tíu skriðdrekar eru við
hvert borgarhlið og leitað er í
hverjum einasta bíl. Norðan við
Kabul hafa Rússar byggt geysi-
stóra olíugeymsiustöð þar sem
rúmlega 100 tankbílar eru saman
komnir, en nokkur hundruð í
viðbót komast þar fyrir. Þar er
einnig öflugur vörður.
Nálægt Intercontinental hótel-
inu í norðurhluta Kabul sá
fréttaritarinn lest 58 sovézkra
herflutningabíla sem voru hlaðnir
stálbeddum handa hermönnum.
Fréttaritarinn bætti því við að
það gæti bent til fjölgunar sov-
ézkra hermanna umhverfis höfuð-
borgina.
Bardagar
í Ogaden
Nairobi. 9. ágúst. AP
EÞÍÓPÍSKIR stjórnarhermenn
réðust úr launsátri á herflutn-
ingalest Sómaliumanna i Ogaden-
auðninni fyrir hálfum mánuði og
felldu rúmlega 1.300 sómalska her-
menn og særðu 2.000 að sögn
eþfópiska útvarpsins í dag.
Útvarpið segir að 4.000 sómalskir
hermenn hafi laumazt inn í Ogaden
frá Sómalíu með 120 bifreiðum.
Átján sómalskir hermenn voru
teknir til fanga að sögn útvarpsins
sem sagði ekki frá manntjóni Eþí-
ópiumanna.
Þótt Sómalíumenn töpuðu Ogad-
en-stríðinu 1977—78 hafa sómalskir
ættflokkar haldið áfram skæru-
hernaði í eyðimörkinni. Þeir neita
ásökunum Eþíópíumanna um þátt-
töku hermanna frá Sómalíu í átök-
unum.
óskar Svavarsson sigmaður í Vest-
mannaeyjum er þarna i stóru riði i
Fiskhellabjargi. Hann er þarna á
fullri ferð inn að berginu i liðlega
100 m hæð, en riðið var um 40 metra
langt og 20 metra frá bjarginu.
Fiskhellasigið er fastur liður á
Þjóðhátið Vestmannacyja. Sigmað-
urinn þarf að sýna mikla fimi þegar
hann kemur á tug kilómetra ferð i
bergið. ^
Ljúsraynd Mbl. Sitnirgeir Jónsson.
Líkurnar aukast á jskipun
forsætisráðherra í Iran
Teheran. 9. ágúst. AP.
IRANSKA útvarpið skýrði frá því í
dag að Bani-Sadr forseti hefði
formlega farið þess á leit við
íranska þingið. að það útnefndi
Mohammad Ali Rajaie sem forsæt-
isráðherra. Ekki þótti gott að ráða
það af ávarpi Bani-Sadr. sem lesið
var i útvarpinu. hvort þingið hefði
þegar samþykkt tilnefninguna.
Ali Rajaie gegnir nú embætti
menntamálaráðherra og samkvæmt
núgildandi lögum verður fullskipað
þing að staðfesta útnefningu hans. í
fréttum hinnar opinberu Pars-
fréttastofu var í gær sagt að telja
mætti fullvíst að Rajaie hlyti bless-
un þingsins.
Vonir eru bundnar við að útnefn-
ing forsætisráðherra muni geta
greitt fvrir þvi að mál bandarísku
gislanna verði tekið fyrir á íranska
þinginu en þeir hafa nú verið í haldi
í 40 vikur. Fátt eitt er vitað um
stöðu Ali Rajaies í írönskum stjórn-
málum. I fréttum Moskvu-útvarps-
Tókýó, 9. ámíst. AP.
KlNVERSKA fréttastofan Xinhua
sagði frá þvi i dag. að rússneska
öryggislögreglan hefði fært til yfir-
heyrslu 20 afganska stúdenta í
Moskvu og handtekið a.m.k. tvo
vegna þess að þeir vildu komast til
Vesturlanda.
Xinhua sagði, að stúdentarnir
Iins hefur þó verið haft eftir honum,
að hann sé andvígur hvers konar
samsteypustjórn vegna þess að
völdin verði að vera í höndum þeirra
sem tryggir eru Khomeini.
hefðu gert það opinbert að þeir vildu
ekki hverfa aftur til Afganistan eða
halda áfram námi sínu í Moskvu.
Einn stúdentanna bað vestrænt
sendiráð um að hjálpa sér að
komast til Vesturlanda og til ann-
ars, sem tekinn var til yfirheyrslu í
apríl sl. hefur ekkert spurst.
Á íranska þinginu ræður íslamski
lýðveldisflokkurinn lögum og lofum
og hafa margir þingmenn hans látið
eftir sér hafa að þeir séu því
hlynntir að bandarísku gíslarnir
verði dæmdir fyrir njósnir. Bani-
Sadr er því andvígur og vill að
gíslamálið verði leyst hið fyrsta.
íranska útvarpið sagði frá því að
forseti þingsins, Hashemi Rafsanj-
ani, hefði sagt, að 107 þingmenn af
155, sem viðstaddir voru þingfund á
föstudag, hefðu verið hlynntir út-
nefningu Ali Rajaies. Rafsanjani
sagði ennfremur: „Við erum enn
þeirrar skoðunar, að stjórnarskráin
veiti Bani-Sadr rétt til að tilnefna
hvern þann sem honum líkar, og að
þingið hafi einnig rétt til að kanna
kjörgengi viðkomandi manns."
Afganskir námsmenn
handteknir í Moskvu
Brandarar blómstra
eftir Moskvuleikana
Moskvu, 9. áitúst. AP
ÓLYMPlULEIKARNIR hafa
hleypt nýju lífi í þá list Rússa að
segja hrandara til að vega upp á
móti opinberum áróðri og grá-
móðu hversdagsleikans. Brandar-
arnir eru ýmis konar: Armeniu-
brandarar, Brezhnev-brandarar.
matvælaskortsbrandarar og Gyð-
ingabrandarar.
Búizt hafði verið við því að búðir
fylltust af mat þegar Ólympíuleik-
arnir hæfust. Kona hringdi í næstu
matvöruverslun: „Heyrðu, er það
satt að við getum pantað mat í
síma þegar leikarnir byrja?"
„Verzlunarstjóri: „Já, og hann
verður afhentur gegnum sjónvarp-
ið.“
Armeni spyr: „Hvernig er kjöt-
ástandið í Yerevan?". „Kjötið er
ágætt," hljóðar svarið. „En ástand-
ið er slæmt." Barn spyr: „Hvort
kemur á undan, kjúklingurinn eða
eggið?" Amma svarar: „í gamla
daga höfðum við hvort tveggja."
Hlustandi spyr armenska út-
varpið: „Er hægt að ríða hesti frá
hetjuborginni Moskvu til hetju-
borgarinnar Odessa?" „Já, ef fólkið í
hetjuborginni Kaluga hámar hann
ekki í sig.“ „Er hægt að gera París
að fyrirmyndarborg sósíalista?"
hljóðar önnur spurning. „Auðvitað,
en það yrði hræðileg skömm."
Hæðst er að stífni Brezhnev
forseta og vélrænni framsögn með
nýjum brandara um setningu
Ólympíuleikanna Brezhnev lítur
sem fyrr á minnispunkta sína,
horfir á Ólympíuhringina fimm og
lýsir yfir: „Ó, Ó, Ó, Ó, Ó.“
Gyðingabröndurum hefur fjölg-
að. Spurning: „Hvers vegna eru
Gyðingabörn fallegri en rússn-
esk?“ Svar: „Af því að þau eru búin
til fyrir útflutning.“ Líka er sagt
frá Rabinovitch sem hringir í
KGB: „Ég er búinn að týna páfa-
gauknum mínum," segir hann, „og
vil láta ykkur vita að ég er ekki
sammála honum."
Svo eru gamlir brandarar með
nýjum tilbrigðum: Tékkóslóvakía
hefur tilkynnt stofnun flotamála-
ráðuneytisins. Rússar krefjast
skýringa þar sem engin strönd er i
Tékkóslóvakíu. „Nú, þið hafið
menningarráðuneyti," svara Tékk-
ar.
„Hefurðu heyrt að flugvél með
öllum valdamestu mönnum Rússa
hrapaði í Póllandi?" „Bjargaðist
einhver?" „Pólland.“
Þrír fangar tala saman í fanga-
búðum á dögum hreinsana Stalíns.
Sá fyrsti segir: „Ég var handtekinn
fyrir að berjast móti Búkharín."
Annar segir: „Ég var handtekinn
fyrir að styðja Búkharín." Sá þriðji
segir: „Ég er Búkharín."
Fólk á flótta
undan Allen
Corpus Christi. Texas. 9. ágúst. AP.
FELLIBYLURINN Allen. sem
skildi eftir sig 87 látna á leið sinni
um Karabíska hafið, hægði nokk-
uð á sér undan Texasströndum i
dag en vindhraðinn hefur aukist
og er nú um 272 km á klst.
Rúmlega 100.000 íbúar strandhér-
aðanna og ferðamenn hafa flúið
lengra inn í land og víða eru heilu
bæirnir auðir og yfirgefnir.
Bandarískir veðurfræðingar
sögðu í dag, að búast mætti við að
Allen kæmi yfir land nokkru fyrir
norðan Corpus Christi í kvöld og að
flóðhæð yrði rúmum sex metrum
hærri en venjulega. í Louisiana er
sex manna saknað af borpalli sem
hvolfdi í óveðrinu og fyrir tveimur
dögum fórst þyrla með 13 mönnum
þegar verið var að bjarga áhöfn
annars olíuborpalls.
í fréttum frá New York segir að
mikill jarðskjálfti hafi orðið í
fjallahéruðum Guatemala, Belize
og Honduras, þar sem jarðskjálftar
eru mjög tíðir. Skjálftinn mældist
6,5 stig á Richter-kvarða.
Jafntefli í
10. skákinni
Buenos Aires. 9. áicúst. AP.
JAFNTEFLI varð í 10. skák þeirra
Viktors Korchnois og Lev Poluga-
yevskis i Buenos Aires í gær.
Korchnoi hefur nú fimm og hálfan
vinning gegn fjórum og hálfum
vinningi Polugayevskis og eru að-
eins tvær skákir eftir i einvíginu.
Polugayevski hafði hvítt í 10.
skákinni og notaði enska byrjun.
Skáksérfræðingar töldu að hann
stefndi á hagstætt endataf! en
Korchnoi var fastur fyrir og var
samið um jafntefli eftir 32 leiki.
Síðustu skákirnar verða tefldar á
mánudag og þriðjudag.
Carter
virðist
nánast
öruggur
New York. 9. ágúst. AP.
JIMMY Carter forseti virðist örugg-
ur um að hljóta tilnefningu i
forsetaframhoð á landsþingi demó-
krata sem hefst á mánudaginn og er
farinn til hústaðar sins í Camp
David þar sem hann mun fylgjast
með þingfulltrúunum um helgina.
en Edward Kennedy. öldungadeild-
armaður reynir að snúa við
straumnum með því að beita áhrif-
um sínum að tjaldahaki.
Áður en Cartcr fór til Maryland
sagði hann að hann væri vongóður
um að hljóta tilnefninguna, en
Kennedy sagði þegar hann kom til
þingsins í New York, að hann teldi
sig hafa „raunverulega möguleika“ á
að hljóta tilnefningu.
Kennedy kvaðst eiga von á „óvænt-
um tíðindum“ á fyrstu dögum lands-
þingsins, þar sem eitt fyrsta mál á
dagskrá verður það ákvæði í lögum
flokksins að þingfulltrúar séu bundn-
ir af úrslitum forkosninganna og
ákvörðunum flokksþinga. Carter er
viss um útnefninguna ef þeirri reglu
verður ekki breytt.
Samkvæmt könnun AP segja 55'?
fulltrúanna að þeir st.vðji þessa reglu
og 96% stuðningsmanna Carters
segjast ætla að styðja tilnefningu
hans jafnvel þótt regiunni verði
hafnað.