Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980
Héngu ómeidd
í bílbeltunum
Akureyri 9. ÚKÚst.
LÖGREGLUMENN. sjúkrabíll og laeknir þustu frá
Akureyri vestur að Efstalandskoti í Öxnadal um
klukkan 11 í morjíun eftir að tilkynnins harst þaðan
um bílárekstur ok bílveltu á þjóðveKÍnum. Talið var að
fólk hefði stórslasast.
Tveir fólksbílar mættust
á beinum veginum og voru
ekki á miklum hraða, en
strukust saman. Við það
valt annar út af vefíinum og
hvolfdi. Roskin hjón voru í
bílnum og virtust föst og
skorðuð í honum, en bíllinn
hafði lagzt saman að mestu
og er gerónýtur.
Menn sem þarna bar að
tilkynntu um slysið og báðu
um aðstoð, en eftir það var
farið að reyna að ná hjón-
unum út úr bílnum. Kom
þá í ljós að góðu heilli voru
þau ómeidd, en héngu í
bílbeltunum og gátu ekki
losað þau af eigin ramm-
leik. Var þeim hjálpað út úr
flakinu og var því nýlega
lokið, þegar lögreglumenn
og sjúkraliðar komu á slys-
stað. - sv.i'
Á spítala eftir árekstur
ELDRI kona var lögð á sjúkra-
hús vegna meiðsla. sem hún hlaut
í hörðum árekstri á mótum Suð-
urlandsbrautar og Skeiðarvogs
laust eftir miðnætti i fyrrinótt.
Dodge bifreið ók norður Skeið-
arvoginn og inn á Suðurlands-
brautina og lenti þar í árekstri við
Trabant bifreið. Þrennt var flutt á
slysadeildina og að skoðun lokinni
var konan lögð inn vegna áverka,
sem hún hlaut á kviði. Hún er 64
ára gömul.
Sjóréttur í Fagra-
nesbjörguninni
EINS og sagt var frá í Morgunblað-
inu drógu fjórir hraðbátar úr Báta-
klúbbnum Saefara, ferjubátinn
Fagranes á flot af strandstað fyrir
utan Sæból í Aðalvík fyrir nokkrum
dögum.
Samkvæmt upplýsingum Jónasar
Eyjólfssonar eiganda eins björgun-
arbátsins hefur sjóréttur farið fram
en björgunarmenn logðu ekki fram
neinar kröfur í málinu. Kvað Jónas
lítilsháttar tjón hafa orðið á bátun-
um fjórum, en hann kvað þá ætla að
sjá til hvað kæmi út úr niðurstöðu í
sjórétti. „Að því loknu ræðum við
málið," sagði Jónas.
Hraðbátarnir fjórir sem drógu
Fagranesið á flot voru tveir tuttugu
og tveggja feta Flugfiskbátar, einn
tuttugu og þriggja feta bátur frá
Mótun og einn tuttugu og fjögurra
feta bátur frá Fjord.
Kosningabarátta Guðlaugs
kostaði nær 44 millj. kr.
KOSTNAÐUR við kosningabaráttu
Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissátta-
semjara í forsetakosningunum nam
43—44 milljónum kr., samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. hefur afiað
sér. A meðan kosningabaráttan stóð
yfir fór fram fjársöfnun í kosn-
ingasjóð og með því móti náðust
endar saman þannig að engar ráð-
stafanir þurfti að gera eftir á.
Helgarskákmótið ísafirði:
Hörð keppni
um efstu sætin
Frá helgarskákmótinu á ísafirði
Ljósm. Mbl.: Úlfar
ísafirði 9. ágúst
SJÖ skákmenn unnu alla sina
andstæðinga í þremur fyrstu um-
ferðunum á helgarskákmótinu á
ísafirði og þegar þetta er sent,
laust fyrir klukkan 13. var allt
útlit fyrir að tveir bættust í
hópinn.
Þeir, sem höfðu þrjá vinninga,
voru: Helgi Ólafsson, Jóhann Gísli
Jónsson, Jóhann Hjartarson, Jón
L. Árnason, Karl Þorsteins, Mar-
geir Pétursson og Sævar Bjarna-
son og í óloknum skákum töldu
kunnugir Friðrik Ólafsson með
öruggan vinning gegn Daða Guð-
Matthías Bjarnason alþingismaður:
Ekki má stefna lífsafkomu
alls þess f ólks sem á allt
undir þorskveiðum í voða
„ÞAÐ er ekki langt síðan að
Hafrannsúknunarstofnunin
taldi að þorskveiðarnar mættu
ekki fara yfir 230 þúsund lestir,
og síðan hefur þorskaflinn far-
ið mjög fram úr því marki“
sagði Matthías Bjarnason al-
þingismaður og fyrrum sjávar-
útvegsráðherra í samtaii við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær. Matthías var spurður álits
á þeim ummaium Steingríms
Ilermannssonar. að á þessu ári
skuli stefnt að því að halda
þorskafla Iandsmanna innan
400 þúsund lesta marka.
„En þrátt fyrir þetta hefur
Hafrannsóknunarstofnunin
hækkað það aflamagn sem hún
telur að skynsamlegt sé að
veiða,“ sagði Matthías ennfrem-
ur, „til þess að vinna að upp-
byggingu þorskstofnsins. Á
þessu ári eru tillögur stofnunar-
innar þær, að aflinn fari ekki
yfir 300 þúsund lestir. Menn
leika sér sífellt að þessum tölum,
og það getur hver og einn talið
sig dómara í því, hvort þessi tala
sé sú eina og rétta, eða hvort
fara eigi í 380 eða 390 eða jafnvel
400 þúsund lestir eða meira.
En nú minnast fáir á það sem
gert var, til þess að byggja
þorskveiðistofninn upp í minni
tíð sem sjávarútvegsráðherra, en
það var gert með breytingum á
skömmu millibili möskvunum, í
botnvörpuveiðarfærum, fyrst úr
120 í 135 mm og síðan í 155
millimetra. Fáir ræða nú um
smáfiskaveiði, vegna þess að hún
er úr sögunni að heita má, miðað
við það sem áður var. Lokun
svæða, ýmist alfriðun eða friðun
í skamman tíma í einu, hafa haft
þær afleiðingar, að þorskstofn-
inn er nú að mínu mati í öruggri
uppbyggingu. En ég tel að þeir
menn, sem segja að fara eigi
eftir vísindamönnunum að öllu
leyti, eigi að gera svo, en meðal
þeirra er núverandi sjávarút-
vegsráðherra og einnig fyrir-
rennari hans í starfi. Mín skoðun
hefur verið sú, að með þessum
verndunaraðgerðum, að því til
viðbótar að losna við útlendinga
af miðunum, þar á ég við Breta
og Þjóðverja sérstaklega, þá hafi
engin fiskveiðiþjóð í veröldinni
stigið stærra skref til friðunar
fiskimiða, og við njótum nú þess
árangurs í ríkum mæli. Þrátt
fyrir það að við höfum farið allt
að 100 þúsund lestum fram yfir
það sem vísindamenn okkar hafa
lagt til, þá leggja þeir nú til
hækkun á því aflamagni sem
þeir telja eðlilegt að veiða, og í
því felst sönnun þess að þeir
viðurkenna að þorskstofninn er í
örri uppbyggingu. Á hinu furða
ég mig, að hagsmunaaðilar sem
nú taka þátt í að samþykkja að
setja 31. dags þorskveiðibann
fram til 1. desember á togara-
flotann, og 18 daga í desember,
að þeir skuli hvergi jninnast á
hver afkoma útgerðarinnar
verður, hvergi er minnst á þær
fórnir sem sjómenn verða sam-
kvæmt þessu að færa af lífs-
hagsmunum sínum, eða starfs-
fólk í landi og aðrir þeir er beint
Matthias Bjarnasun.
og óbeint. lifa af þessum veiðum.
Ég sé ekki annað en að með
öllum þessum ráðstöfunum sé
hreinlega verið að stefna að því
að útgerð verði öll rekin með
bullandi tapi og kjararýrnun
verði svo stórkostleg hjá sjó-
mönnum og öðrum landsmönn-
um að erfitt verði við að búa.
Það má til dæmis ekki gleyma
því fólki sem nú hefur lifibrauð
sitt af vinnu í fiski, og býr við
stöðugan ótta um afkomu sína
vegna ótryggs ástands í þessum
atvinnuvegi.
En um leið skal viðurkennt að
þess hefur ekki verið gætt nægi-
lega, að nýta til fullnustu þann
afla sem á land kemur. Þar hafa
orðið aflatoppar, sem er ákaf-
lega illt að ráða við. En með
góðri samvinnu sjómanna og
fiskverkenda má bæta verulega
úr og víða hefur það verið gert,
þrátt fyrir ýmsa annmarka. Hér
þarf enn að bæta úr og vinna
verður að fullnýtingu þess afla
sem á land kemur og að koma
honum á hagstæðustu mögulega
markaði á hverjum tíma.
Fiskveiðiþjóð eins og við, get-
ur ekki haldið áfram að lifa
menningarlífi í þessu landi,
verði ekki hér úr bætt,“ sagði
Matthías að lokum.
mundssyni og einnig Ásgeir Þ.
Árnason gegn Róbert Harðarsyni.
Þeir Friðrik og Ásgeir unnu báðar
fyrstu skákirnar. Hilmar Karls-
son er með 2,5 vinninga eftir 3
umferðir og tíu skákmenn voru
með 2 vinninga hver. Keppendur
eru 34, þar af tvær konur.
Fjórða umferð verður tefld síð-
degis laugardag á ísafirði, en tvær
síðustu umferðirnar verða tefldar
í Bolungarvík á morgun, sunnu-
dag.
Mótið hófst klukkan rösklega
tvö á föstudag. Kjartan Sigur-
jónsson, skólastjóri gagnfræða-
skólans, en í húsakynnum hans fer
mótið fram, bauð keppendur og
gesti velkomna. Jóhann Þórir
Jónsson, skákdómari, gat um fyrri
helgarskákmót og þakkaði bæjar-
stjórnum ísafjarðar og Bolung-
arvíkur mikilvæga aðstoð við
framkvæmd þessa móts. Guð-
mundur Ingólfsson forseti bæjar-
stjórnar ísafjarðar flutti stutt
ávarp og hóf mótið með því að
leika fyrsta leikinn fyrir Friðrik
Olafsson í viðureign hans við
Arinbjörn Gunnarsson frá ísa-
firði.
Verðlaunaafhending og mótsslit
fara fram í félagsheimilinu í
Bolungarvík um fjögurleytið á
morgun, sunnudag.
Úlfar.
Gísli M. Gísla-
son heiðraður
FÖSTUDAGINN 8. ágúst heiðraði
Reymond Hergt sendiherra fyrir
hönd Vestur-þýzka lýðveldisins
Gísla M. Gíslason vararæðismann
Vestur-þýzka lýðveldisins í Vest-
mannaeyjum „Das Verdienst Kre-
uz“ af fyrstu gráðu fyrir störf
hans í þágu lýðveldisins