Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 5 Gítartónleikar WIM Hoogewerf ungur gítar- leikari frá Hollandi hélt tón- leika í Norræna húsinu um miðja vikuna og flutti nútíma tónlist. Af þeim höfundum sem þekktir eru fyrir afrek á sviði tónsmíði og flutt var eftir á þessum tónleikum, má nefna Villa-Lobos, Frank Martin, Manuel Ponce og Lennox Brekeley. Aðrir höfundar eru ef til vill þekktir í hópi þeirra er sérstaklega leggja sig eftir gítartónlist. Æskilegt er að ungum höfundum sé gerð skil í efnisskrá, sem auk þess að vera fræðandi, hefur töluvert að segja fyrir hlustandann, varðandi stöðu verksins og markmið tónskáldsins. Það er engum vafa undirorpið að Wim Hoogewerf er þegar nokkuð sleipur gítarleikari en virðist þó ekki vera búinn að móta sér eigin leið, nema helst í nútímalegustu gerð tónlistar, enda ekki von því aðeins fáir mánuðir eru liðnir síðan hann lauk einleikaraprófi. Síðasta verkið á efnisskránni var nýtt verk eftir Jónas Tómasson. Einleikarinn sagði lítillega frá gerð verksins, sem hann hvað vera í sónötuformi (einn þátt- ur) en lauslega útfærðu, þar sem einleikara væri ætlað að tónfylla verkið. Slíkar aðferðir minna einna helst á þegar gert er uppkast að verki og er tónfylling slíkra verka ekki síður hinn endanlegi smíða- svipur verksins, en gerð grind- arinnar. Þessi aðferð í tón- smíði er ekki ný, heldur var hún hluti af „rútínu" manna fram undir 1800 og eru til fjöldi verka frá þessum tíma, sem ekki er mögulegt að flytja nema samin sé ný tónlist í eyðurnar. Tæplega er hægt að tala um óskertan hlut höfunda og hafa þeir, sem reynt hafa að fylla út í eyðurnar ýmist verið skammaðir fyrir hugmynda- leysi, eða stílbrenglun og aldr- ei talið að þeim hafi tekist að nálgast gæði þess sem til er af tónverkinu. Áð búa til verk sem flytjandinn á að tónfylla, er í rauninni það sama og að láta aðra vinna fyrir sig. Mætti allt eins stofna verk- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON stæði, í líkingu við Hollensku málaraverkstæðin fyrr á öld- um og framleiða tónverk með svona grindarútfyllingu, þar sem velja mætti um stíl og gerð eftir þörfum. Jón Ásgeirsson. Jón Friðgeir í Bolungavík byggir ódýrt Bolungarvik. 8. ágúst. ÞANN 25. júli síðastliðinn af- henti Jón Friðgeir Einarsson, byggingarmeistari, tiu nýjar íbúðir i fjölbýlishúsi við Stigahlið i Bolungarvik, sem hann hefur byggt fyrir eigin reikning. Ibúðirnar voru afhentar full- búnar, jafnt að utan sem innan, nokkru á undan áætlun. Þessar íbúðir eru seldar á lægra verði en almennt þekkist. Um er að ræða fernskonar íbúðir: Tveggja her- bergja kjallaraíbúðir, sem kosta 15,2 milljónir; tveggja herbergja íbúðir á 16 milljónir; þriggja herbergja íbúðir á 18,3 milljónir, og loks þriggja herbergja enda- íbúðir á 19,5 milljónir. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér farseðil til Rimini - einnar af allra bestu baðströndum Evrópu. Þetta lága byggingarverð fæst með ýmiskonar hagræðingu og notkun nýrra uppsláttarmóta í steypuvinnu. Byggingatími hússins er rúmt ár. Þessar tíu íbúðir, sem nú voru afhentar eru helmingur fjölbýlis- hússins og var byggingatími þeirra rúmt ár. Hinar tíu eru nú auglýstar til sölu, og er áætlað að þær verði tilbúnar í lok febrúar á næsta ári. Jón Friðgeir Einarsson hefur um margra ára skeið verið einn umsvifamesti byggingaverktaki á Vestfjörðum. Auk þessa fjölbýlis- húss við Stigahlíð í Bolungarvík, er nú unnið á hans vegum að byggingu fjölbýlishúss í Hnífsdal fyrir ísafjarðarkaupstað, sem verður afhent á tilskildum tíma síðar í sumar. Og nýverið var gengið frá undirritun samnings milli Jóns Friðgeirs og Isafjarðar- kaupstaðar um smíði á 11 raðhús- um í Hnífsdal, sem skila á full- frágengnum, og hljóðar samning- urinn uppá 450 milljónir króna. — Gunnar. Rimini iðar af lífi og fjöri allan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek í sérflokki og alls staðar krökkt af kátu fólki. Fjölbreytt aðstaða til íþrótta og útivistar, spennandi verkefni fyrir börnin og síðast en ekki síst... frábærar baðstrendur með spegiltærum sjó og tandurhreinum sandi. * ROM — borgin eilífa Vikulegar skoðunarferðir Rimini-farþega til Rómar hafa slegið í gegn í sumar. Tveggja daga ferðir sem aldrei gleymast. Einnig stórkostlegar skoðunarferðir til San Marino dvergríkisins, Feneyja, Flórens, Frassini dropasteinshellanna og víðar. íbúðir í Porto Verde, Giardino Riccione, Sir og Sole Mar 11 eða 21 dags ferðir á hagstæðu verði. Verulegur barnaafsláttur. Pantið strax - nú seljum við allra síðustu sætin. 14. ágúst - uppselt, biðllstl 18. ágúst - 8 ssetl laus 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, bi&listl 15. september - uppselt, biblistl Samvinnuferöir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Vi'áVsVs*4Vmv»*AVmVJV«WIAm^W/1AM ew%'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.