Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 19 skeið gerðist það hins vegar að myndlistarmenn fengust aðal- lega við að tjá umhverfi sitt og tilfinningar sníar með því að yfirfæra áhrifin sem þeir urðu fyrir í efni, sem ekki tengdust umhverfinu beinlínis. Þeir komu hugmyndum sinum til skila með því að teikna, mála eða móta ýmislegt það, sem þeim lá á hjarta og oft voru verkin gerð með tilliti til þess að þau gætu skreytt sali efnamanna eða opin- berra bygginga. í dag er öldin önnur, þjóðfélagsaðstæður eru í örri breytingu og ný heimsmynd rís upp. Listamenn fara ekki varhluta af líðandi stund, tján- ingarmáti þeirra er eins marg- víslegur og umhverfi þeirra gef- ur þeim forsendur til. Síðustu áratugi hefur mynd- listin brotist úr viðjum hinna hefðbundnu efna sem hún hafði í þjónustu sinni og farið inn á flest þau svið sem áður þóttu henni óviðkomandi, svo sem kvikmyndagerð, ritlist, hljómlist og lengi mætti upp telja að ógleymdri tilraunalist svokall- aðri og umhverfislist, en það eru tvær tegundir myndsköpunar sem þátttakendur þessarar sýn- ingar fást aðallega við. Umhverfislistamenn fram- kvæma oftast verk sín á þeim stað sem verkið kemur til með að standa á og með tilliti til um- hverfis þess. Mörg verkanna á sýningunni eru tilraunakennd, að því leyti að þau eru háð náttúrunni. Þessi tegund myndlistar hefur lítið verið kynnt á Islandi og á hinum Norðurlandanna. Sum- part vegna aðstöðuleysis, því enn í dag fer mest af listkynningu fram í þar til gerðum sýningar- sölum sem henta ekki þessari tegund myndlistar og sumpart vegna fjárskorts, því að fram- kvæmdir á verkum sem þessum hafa kostnað í för með sér sem sjaldnast kemur til baka aftur, þar sem listasöfn og listunnend- ur hafa löngum hikað við að fjárfesta í myndverkum sem endurspegla nýjustu strauma í myndlist. Tilkoma þessarar sýningar er, að haustið 1970 héldu norrænir myndlistarmenn ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Kom þar m.a. fram aðstöðuleysi myndlistar- manna til þess að framkvæma verk sín og koma þeim á fram- færi og var áhugi á meðal þátttakenda ráðstefnunnar að bæta úr þessu með því að skipuleggja sjálfir samnorræna sýningu sem haldin yrði í sér- hverju hinna fimm Norðurlanda. Ákveðið var að fyrsta sýningin yrði haldin að Korpúlfsstöðum. Haft var samband við opinbera aðila og sýndu þeir áhuga á því að úr þessum framkvæmdum mætti verða. Norræni menning- arsjóðurinn veitti styrk svo og menntamálaráðuneytið íslenska. Reykjavíkurborg lánaði verk- færi og veitti góða fyrirgreiðslu og Myndhöggvarafélagið lánaði húsakynni sín að Korpúlfs- stöðum. Að lokinni ráðstefnunni í Kaupmannahöfn var gefin út bók með myndverkum eftir 32 myndlistarmenn. Alls taka þátt í þessari sýn- ingu 42 listamenn. Þar af 18 íslendingar. Segja má að tilefni þessarar sýningar sé margþætt. Áður var getið þess háttar að kynna tilrauna og umhverfislist á Norðurlöndum og gefa lista- mönnunum tækifæri til þess að sinna þessari tegund myndlistar og bera saman bækur sínar. Einnig er það tilefni sýningar- innar að koma á auknum menn- ingarsamskiptum þjóðanna á milli með því að sýna verk sprottin af hugmyndum yngstu starfandi myndlistarmanna Norðurlanda." Dregið saman í hnotskurn þá er það upplagt fyrir alla er forvitnast vilja um eðli þessara athafna að fjölmenna á staðinn um helgina, — ekki síst ef gerir sæmilegt veður því að umhverfið er hið fegursta. Þeir fara verst út úr því sem hafa lág- tekjur StykkÍNhólmi, 4. ágÚKt 1980. ÁLAGNINGARSEÐLAR eru nú að berast frá skattstjóranum og hafa Hólmarar þegar fengið sinn skerf. Það sést að þeir fara verst út úr álögum sem lágtekjur hafa og sérstaklega þeir sem eru með meðaltekjur. Upp í 40% er tekið af þeirra launum. Það var vitað mál að enginn þeirra sem samþykktu þessi nýju skattalög á Alþingi gat gert sér grein fyrir hvernig þau myndu virka í raun, en nú er það orðið augljóst. Þá vekur það at- hygli að sérsköttun hjóna, þ.e. skattlagning sér á hvorn aðila, breytir engu til batnaðar og virð- ist gamla formið miklu sanngjarn- ara. Er fólk nú að vonast til að þessi álagning verði endurskoðuð sem allra fyrst og þeir sem minnst bera úr býtum verði ekki ofkeyrðir í sköttum. Mikið var af ferðafólki hér um verslunarmannahelgina. Flóabát- urinn Baldur fór á hverjum degi til Flateyjar og Brjánslækjar og var það óspart notað af ferða- mönnum. Var farið um eyjasund til að gera farþegum litríkari leiðina. Ferðahópar voru hér, meðal annars stór áætlunarbíll með farþega Ferðafélags íslands. Tjaldstæði voru mikið notuð og eins voru tjöld viða í sveitum hér í kring og sást glöggt að fólk notaði vel þessa helgi, fjölskyldur voru með allan útbúnað. Ekki hefir frést um nein óhöpp eða slys í umferðinni og heldur ekki um glannalegan akstur. Fleiri og fleiri fara nú um landið með því hugarfari að sjá sig um og láta sér líða vel. Veður hefir líka verið ákjósanlegt þótt sólar hafi lítið gætt hér um þessa helgi. Fréttaritari Hefurðu áhuga á góðri tóntist, góðrl kímni og pottþéttri stuðplötu? Ef svo er skaltu lesa aðeins áfram því aö B. A. Robertson er tónlistarmaðurinn sem þú hefur verið aö leita að og platan hans Initial Success er einmitt platan sem þig vantar. Ef þú kannast við lögin Bang Bang, Koll in the Kaftan, , Knocked it off og To Be or Not to Be, veistu hvernig tónlist B. A. Robertson semur og lelkur. Þetta eru 4 af 14 lögum plötunnar Initial Succesa og þaö er enginn svikinn af hinum létta húmor og þesaum grípandi lögum sem eru 6 Initial Success. Heildsöludreifing sfcdnorhf s. 85742, 85055. 1 á^SS^k. hljow (ÍLp/o r Laugavegi 66 IDEILD \RNABÆR . «. 28155 Glæsibæ ». 11915. Austurslrcti 22. 1 28155 B.A. R0BERTS0N ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? hl \l (iI.VSIR l M ALLT LAM> l*l (» \R l»l \l’(iLYSIR I MOR(*UNRL \I>IM tÆGINDIN LEYNA SÉR EKKI VALLY sófinn er byggður upp úr ein- ingum sem raða má eftir vild í 2ja-, 3ja-, 5 eða fleiri sæta sófa. Áklæði er leður og tau. Gæðavara frá ASKO þar sem þæg- indin leyna sérekki. KRISTJÓfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGt 13. REYKJAVIK. SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.