Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 7 Margrét Eggertsdóttir á Akureyri sýndi mér skrýtna klausu undir fréttamynd í blaði. Þar stóð: „Iðnaðar- menn voru nýhafnir (auð- kennt hér) undirbúning að uppsetningu heitu pottanna í Sundhöllinni o.s.frv. Sem sagt, iðnaðarmenn voru ný- hafnir undirbúning. Þetta þykir mér ranglega mynduð þolmynd í þessu sambandi. Nú mætti spyrja: Hvers vegna má ekki alveg eins segja svo, eins og til dæmis: iðnaðarmenn voru nýfarnir til vinnu sinnar? Sagnirnar að hefja og fara beyjast þó eftir sama flokki. Rétt er það að vísu. En á þeim er annar munur. Fara er áhrifslaus, stýrir ekki falli, en hefja er áhrifssögn, stýrir falli, veld- ur því að eftirfarandi fallorð stendur í aukafalli (þolfalli). Hefðu iðnaðarmennirnir ver- ið þolendur verknaðarins að hefja, mátti segja að þeir hefðu verið nýhafnir, t.d. ef þeir hefðu verið hafnir á stall vegs og virðingar (ekki virðingu!), en þarna eru þeir gerendur verknaðarins við Sundhöllina. Því er ekki rétt að segja að þeir hafi verið nýhafnir undirbúning. En undirbúningur var nýhafinn af þeirra hálfu. Mörgum gengur undarlega illa að koma orðunum sinn og hvor í skaplegt samhengi. Svo er nú komið, að til er orðið samsetta fornafnið sinnhvor. Fyrirsögn í blaði fyrir skömmu var á þessa leið: Samstaða og missætti við sitthvort borðið. Reyndar þarf að lesa fréttina, sem undir stendur, til þess að vita hvað fyrirsögnin merkir. En í ljós kemur að samstaða vissra aðilja, eða ósamkomu- lag, fer eftir því við hvaða borð þeir sitja. Með öðrum orðum: Það er sín afstaða eftir því við hvort borðið setið er. Þess er getandi með gleði að samstaða og mis- sætti er hvort tveggja í eintölu í fréttinni, því að svo er fleirtöluæðið orðið mikið, að tekið er að tala um sumardvalir barna, og jafn- vel orðið martröð var komið í fleirtölu í Vikunni ekki fyrir löngu, martraðir. Bráðum verður víst farið að tala um dauðana og eilífðirnar. Ekki má alltjent miklu muna í meðferð orða, ef merking á ekki að brenglast. „Málvinur" á Akureyri sagði mér að hann hefði lesið í blaði fyrir skömmu þessa merkilegu frétt: „Bannað að hengja þvott á snúrum" Ef þarna stæði snúru eða snúrur, hnyti eng- inn um slíkt. Við hengjum þvottinn okkar út á snúru(r), en ef þágufall (snúrum) kem- ur í stað þolfalls, snúrur, þá er farið að hengja þvottinn eins og glæpamenn, en ekki til venjulegs þerris. Eins og fyrr var getið í þessum þáttum, er naumast tilviljun að miklu meira er um málvillur í fyrirsögnum og myndatextum blaðanna en öðru lesmáli, og er þá líklega frægast, þegar í fyrir- sögn í Tímanum stóð með mynd: Nythæsta kú lands- ins, enda þótt blaðamaður hefði skrifað nythæsta kýr að réttu lagi. Er nokkur nauðsyn þess að sniðganga orðið þröngsýnn? Eg spyr vegna þess að fyrir skömmu mátti sjá í blaði lýsingarorðið mjóhuga í sömu merkingu. Nýsmíði orða og fjölbreytni í orðavali er hvort tveggja gott, en gæta verður þess, að ekki sé verr farið en heima setið. Mér fellur ekki nýyrðið mjó- huga. Er hægt að kynda heil svæði? Svo spurði mig ein- hver í síma. Hann hafði heyrt sagt frá olíukyntum svæðum. Okkur kom saman um að húsin á svæðinu væru líklega hituð upp með olíu, en ekki svæðin sjálf. Sami mað- ur gerði athugasemd við það orðalag í myndartexta, er kirkja var sögð smávaxin. Menn vaxa, en hús varla. Enn er ég sammála þessum manni sem telur að orða- sambandið: það er útséð um eitthvað sé aðeins haft í neikvæðri merkingu. Dæmi það, sem orðabók Menning- arsjóðs hefur um þetta, stað- festir þessa máltilfinningu: „Það er útséð um að hann komi = hann kemur áreiðan- lega ekki (auðkennt hér), það er orðið vonlaust að hann komi. Tilefni þessa var blaða- frétt, þar sem sagði að nú væri útséð um að Hitaveita Akureyrar hefði nægilegt vatn næsta vetur. Og þetta var í jákvæðri merkingu, þýddi að enginn vafi léki lengur á því'að hitaveitan hefði nægilegt vatn til ráð- stöfunar. En nota bene: Þetta var í texta undir mynd. Enn hafði sami maður, sem þetta sýndi mér, heyrt í útvarpinu þá hroðalegu ensku, að sagt var öllum af þeim í staðinn fyrir þau öll eða öll þeirra. Ég ætti kannski að segja að hann hefði tjáð mér frá þessu, því að nú eru menn farnir að rugla saman orðasamband- inu að segja frá og sögninni að tjá. Tvírætt mál og orðaleikir eru löngum viðfangsefni hagyrðinga. Maður, sem nefnir sig Runólf ríman, læt- ur mér þetta í té, sem ég skil nú ekki meira en svo, en aðrir skilja kannski betur: Á Ekiöu ef einhver (ór hjá. var Ástríður komin á stjá. Á snoKvu auKahraitði aftur á bak hana lagði. Mjou sjalditaft að hún fari hjá. P.S. Mjög vondar prentvillur komust inn á síðasta þátt, í feitletruðum orðum. Réttar eru málsgreinarnar þannig: Þriðja korn væri þá líklega rétt þannig, að stundum sjáist spilarar ekki fyrir o.s.frv. og: Vilja menn kannski fara að yrkja um ásti og sorgi í staðinn fyrir ástir og sorgir? RÝMINGARSALA BANCSI Laugavegi 20 - sími 28310 Rýmum fyrir nýjum vörum. 30%—50% afsláttur Hefst í fyrramáliö. anœstunm i Úrvalsferðir 1980 15. ágúst Ibiza Uppselt. 22. ágúst Mallorca Uppselt. 5. sept. Ibiza 1 og 3 vikur. Laus sæti. 12. sept. Mallorca 2 og 3 vikur, örfá sæti laus. 3. okt. Mallorca 3 vikur, laus sæti. Allir farseölar; flugfarseðlar, járnbrautafarseölar, skipafarseölar. FERDASKR/FSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Höfum kaupendur aö eftirtöldum veföbréfllíT?! VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 10. ágúst 1980 Kaupgengi pr. kr. 100.- 1968 1. flokkur 6.124,85 1968 2. flokkur 5.529,12 1969 1. flokkur 4.422,49 1970 1. flokkur 4.049,73 1970 2. flokkur 2.921,84 1971 1. flokkur 2.688,64 1972 1. flokkur 2.344,09 1972 2. flokkur 2.005,89 1973 1. flokkur A 1.502,65 1973 2. flokkur 1.384,35 1974 1. flokkur 955,44 1975 1. flokkur 779,60 1975 2. flokkur 588,62 1976 1. flokkur 558,33 1976 2. flokkur 453,43 1977 1. flokkur 421,11 1977 2. flokkur 352,74 Innlsusnarverö Seölabankans m.v. 1 árs Yfir- tímabil frá: gengi 25/1'80 4.711.25 30,0% 25/2 '80 4.455,83 24,1% 20/2 '80 3.303.02 33,9% 25/9 '79 2.284,80 77,2% 5/2 '80 2.163,32 35,1% 15/9 '79 1.539,05 74,7% 25/1 '80 1.758,15 33,3% 15/9 '79 1.148,11 74,7% 15/9 '79 866,82 73,4% 25/1 '80 1.042,73 32,8% 15/9 '79 550,84 73,1% 10/1 '80 585,35 33,2% VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miðað er við auöseljanlega fasteign. Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum: 1978 1. flokkur 287,43 1978 2. flokkur 226,88 1979 1. flokkur 191.86 1979 2. flokkur 148.86 1980 1. ftokkur 115,39 :néRKITIMMPtUM ÍSUUMM HA VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. OpM slla virka dags frá kl. 9.30—1*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.