Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 15 Það voru lífsviðhorf af þessu tagi, er utanaðkomandi gestum Viktoríutímabilsins, vönum dyggðum frumkvæðis og einkaframtaks, varð þyrnir í augum. Robert Connel reit árið 1887: „Að lokinni þrettán daga dvöl á Sankti Kildu komst ég að þeirri óhaggan- legu niðurstöðu að þessum snerti af sósíalisma væri að miklu leyti um að kenna sú siðferðilega ringulreið, er virðist hafa glapið eyjar- skeggja fullkomlega." Skóla- stjóranum John Ross gramd- ist tveimur árum síðar andúð íbúa á að laga lífsaðstæður sínar, og hann sagði hana stafa af ótta við fordæmingu annarra. Þegar betur er að hugað, kemur í ljós að á Sankti Kildu lögðu menn annan skilning í lífshamingjuna. Fram til 1860 bjuggu þeir í ljóralausum rökkurkofum með skarntroðin gólf, fullum af sóti, reyk og skepnum. Um langan aldur gerðu þeir sér skæði úr súlu- hálsi og kom haus fuglsins í hæls stað eins og frá náttúr- unnar hendi. Vart er ofsögum sagt að fæðukostur þeirra, sem samanstóð mestmegnis af sjófugli, einhvers konar lundabúðingi og óhemjufjölda fúleggja, hafi verið með ólyst- ugra móti. Ef að líkum lætur, var andrúmsloftið ekki tiltakan- lega ferskt heldur með fiður- þykkri og viðloðandi ódaun af fýlslýsi, sem brúkað var jafnt sem ljósmeti og steikingar- fita. Fýll spúir fnykillu lýsinu í varnarskyni að þeim er gerast of nærgöngulir við hann. Sankti Kildubúum þótti fýllinn á hinn bóginn lostæti og miklu betri en fiskur, sem þeir þótti bragðlaus hallæris- fæða og lögðu sér lítt til munns. En þetta forna samfélag hafði fóstrað eigin viðhorf og lifnaðarhætti í samræmi við staðinn, er það byggði. Gest- um virtust myrkrakofarnir lítið annað en hjallar, en í raun voru þeir hlýir, þurrir og vindþéttir, ólíkt myndarlegu smábæjunum, er utanaðkom- andi mannvinur lét reisa fyrir eyjarskeggja árið 1860. Fyrstu frásagnir af lífinu á Sankti Kildu frá sautjándu og átjándu öld bera ekki minnsta vott um vansæld eða óánægju íbúanna með hagi sína. Þvert á móti lýstu bæði Martin Martin, árið 1698, og Kenneth Macauley, árið 1758, þeirri glaðværð og lífsnautn er virt- ist samslungin daglegum starfa og ást þeirra á skáld- skap, tónlist, dönsum og ann- arri skemmtan. í krafti góðviljans og mis- skilnings af grófasta tagi, gat þó umheimurinn ekki látið Sankti Kildu í friði, einu sinni að hann hafði uppgötvað hana. Nítjánda öldin, með öllum sínum endurreisnar- og framfaramóð, beindi hvort tveggja andlegum og félags- legum velvildarmönnum til eyjanna. í hópi þeirra var að finna presta og trúboða, er höfðu djúptæk áhrif — en að mestu leyti til hins verra. Fáeinir þeirra voru næmir menn og göfuglyndir, en aðrir, svo sem John MacDonald, postuli norðursins, voru sletti- rekur og harðstjórar sem leit- Björgin á Sankti Kildu. Sjófugl var kjarninn í fæði eyjarskeggja og neyttu þeir ekki fisks nema í haliæri. Hirta er stærst. Snoðin harðneskja — ímynd strangra máttarvalda. uðust við að innprenta íbúun- um þrælsótta og ógnarlega sabbatsdagatrú. Var það til þess eins fallið að svipta eyjabúa gleði sinni unz þar kom þaulsetur við trúariðkan- ir urðu dragbítur á athafnalíf. Árið 1878 lýsti John Sands sunnudögum á Sankti Kildu sem „dögum óþolandi dofa“. Kirkjurækni var skylda og urðu menn að gera ítarlega grein fyrir, ef voru þeir fjar- verandi. „Um leið og klukkan klingdi þyrptust menn í snatri til kirkju með harmþrunginn svip og einblindu niður fyrir fætur sér. Talið var syndsam- legt að líta til hiiðar. Þeir litu ekki út eins og góðfúsar sálir á leið til að taka við frelsandi fagnaðarboðskap, heldur voru þeir eins og hjörð fordæmdra, sem Satan rekur undan sér til vítis" skrifaði hann. En e.t.v. eru fáir staðir á jarðríki þar sem hrjóstrug harðneskja náttúrunnar inn- rætir vitundinni jafn sterka ímynd strangra máttarvalda. íbúar Sankti Kildu ánetjuðust hreintrúarstefnunni fullkom- lega og ríghéldu í kaldhamr- aðar kennisetningar hennar gegn sérhverri tilraun til að slaka á þeim. Skáldskapur þeirra og tónlist, sem prest- arnir úthýstu, dó út og á endanum voru þeir vart færir um annað en mylgra út úr sér sálmum í sundurlausri sí- bylju, sem ókunnugum hraus hugur við að heyra. Sumir þeirra hlutu menntun hjá trúboðunum, þrátt fyrir að samfélagið í heild felldi sig aldrei við enska tungu og héldi fast við gelíska mállýzku með norrænum blendingi, sem fáir aðkomumenn gátu botnað í. En hvers vegna urðu enda- lokin með þeim hætti sem raun varð á? Hvers vegna hnignaði og dó um miðbik aldarinnar það einangraða og veðurbarða samfélag, sem dafnað hafði á eyjunum um þúsund ára skeið? Ábyrgðinni á dauða Sankti Kildu hefur verið lýst á hend- ur aðsjálum stjórnvöldum, sem neituðu að koma upp þolanlegri hafnaraðstöðu eða útvarpsloftneti til að gera íbúum lífið bærilegra. Brott- flutningum hefur verið lýst sem ruddabragði stjórnar, sem taldi sér ekki henta að láta örfáa sérvitringa byggja við viðsjálar og frumstæðar aðstæður stað, sem var svo fjarlægur að hann var jafnvel sjaldnast merktur á kortum af Bretlandseyjum. Hvort tveggja er þó byggt á róman- tískum misskilningi. Sankti Kildubúar fóru fyrir eigið frumkvæði. Karlmenn- irnir tólf og konurnar átta, sem eftir lifðu af fullorðnum í ársbyrjun 1930, undirrituðu öll bænaskjal til Skotlands- málaráðherra og báðu stjórn- ina allra náðasamlegast til hjálpar að yfirgefa eyna hið fyrsta. Brottflutningar, fár og hrörnandi markaður fyrir fið- ur, lýsi og sjófugla höfðu gert lífið þar óbjörgulegt. Saxast hafði um of á íbúafjöldann og jafnvægi kynjanna hafði raskast meira en svo að unnt væri að gegna hefðbundnum störfum. Það var ekki einangrunin, sem varð Sankti Kildu að meini, heldur þvert á móti endalok einangrunarinnar sjálfrar. Samfélagið hafði hjarað á þessum stað af því að það var afskipt, sjálfu sér nóg og samtaka. Þegar aðrir fóru að rétta út hjálparhönd varð það ekki til annars en innleiða framandi aðferðir og varning, sem hvort tveggja gerði fólkið á eyjunum háð umheiminum og eyðilagði menningu þess. Gestirnir fluttu með sér helgiathafnir sem glöptu fyrir verkmenningu. Þeir dreifðu um sig peningum og efldu fjármunatengsl sem ekki þekktust þar áður. Þeir drógu fram í dagsljósið torkennilega vöru líkt og te og sykur; fæðu sem varð að koma utan frá. Og ferðamennirnir, sem komu til að gaspra, gæla og gera gys smituðu frá sér spillingu af þeirri gerð sem ávallt fylgir í spor ferðamanna meðal frum- stæðra þjóða. í byrjun tældu þeir eyjaskeggja með gjöfum og fé og síðan, þegar Sankti Kilda var ekki lengur í tízku, stukku þeir á brott og skildu íbúana eftir fulla ókennilegr- ar prettvísi, gremju og ölm- usuvona. Þeir báru einnig með sér sjúkdóma, sem innfæddir höfðu enga mótstöðu gegn. Gífurleg hryggð og sektar- andi hvíla enn yfir sögunni af brottflutningi frá Sankti Kildu. Stjórnvöld reyndu hart að fá Kildubúum samastað í Skotlandi, en gerði þó ekki betur en bjóða starf við skóg- rækt fólkinu, sem aldrei hafði trjágóður auga barið. Nýtni og nánasarskapur var auðsær í allri tilhögun flutnings og endurbúsetningar og lagðist það á eitt ásamt tilfinninga- róti í dagblöðum um að gera innflytjendurna óeirusama í útlegðinni. Sumir komust vel áleiðis en flestirundu sér illa og fylltust heimþrá. Aðeins um tuttugu hinna upprunalegu íbúa Sankti Kildu eru enn á lífi og dreifðir um Skotland, Eng- land og erlendis. Svo kald- hæðnislega vill til að mannlíf iðar þar nú yfir sumartímann. Þar koma nú náttúruskoðaðar og göngugarpar, vinnuflokkar frá eignarbankanum, auk þess að þrjátíu hermenn hafast við umhverfis ratsjárstöðina á eynni. Annað veifið sækir gamall eyjaskeggur fiautabollann sinn. Jafnvel þeir sem fóru í barnæsku frá Hirtu geta aldrei gleymt henni. Á síðasta ári var komið með öskuskrín til eyjarinnar frá London. Það voru líkamsleifar Malcolm Macleods, sem kvaddi Sankti Kildu ungur að aldri áður en brottflutningur fór fram og varð á endanum hótelþjónn í höfuðborginni. Tom Steel, sem skrifað hef- ur bók með nafninu Líf og dauði Sankti Kildu, ræddi eitt sinn við Malcolm Macleod um heimastöðvarnar. „Fyrir mér var það sannkallaður friður að lifa á Sankti Kildu" sagði Macleod, „og fyrir mér var það hamingja, ástkær ham- ingjan. Það var langtum betri staður." Á bautasteini hans, sem siglt var með frá Suður- eyjum segir einfaldlega: Mal- colm Macleod. Fæddur á Hirtu 1980. Þar segir ekkert um hvar hann dó eða hvar hann dvaldi annars staðar á lífsferli sínum. (Byggt á grein eftir Liz Forgan í The Guardian).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.