Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 33 B&rgljót Ingólfsdóttir Saltbaðvatn Sjóböð þykja mörgum mjög hressandi og þau er talin holl. Það er að sjálfsögðu best að fara í sjóinn, svo fremi sem hann er hreinn og ómengaður, en næst best er að útbúa salt vatn í baðkerinu. Talið er betra að nota hafsalt, setja nokkrum sinnum handfylli af salti út í vatnið og leggjast svo og njóta vatnsins. Saltvatn þykir gott og styrkjandi fyrir húðina. Þegar þurrka á blóm Nú fer að koma besti tíminn til þess að tína blóm til þurrkunar og pressunar og geyma svo til vetrar- ins. Það er óneitanlega mikil hjálp í því við grasfræðinám barna, að hafa blóm við höndina til að skoða þegar farið er yfir námsefnið, og ekki lengur hægt að sjá blómin í fullum skrúða úti í náttúrunni. Gæta þarf þess vel, að blómin séu þurr þegar þau eru tekin. Til þess að pressa blóm þarf þerripappír og gamla bók með þykkum blöðum. Leggurinn er tekinn af blómun- um og krónan sett úá milli tveggja þerriblaða, gæta þarf þess vel, að slétta úr hverju krónublaði. Það er hægt að ýta þumalfingri ofan á miðja krónuna, til þess að festa hana betur á blaðið. Þerripappír- inn er nú settur inn í bók og merkimiði við svo vitað sé hvaða blóm þetta er. Sama aðferð er höfð við stilkinn og laufblöðin. Síðan þarf að láta þungan hlut ofan á bókina og hún geymd í 4—6 vikur á sólríkum rakalausum stað. Það á ekki að snerta blómið þennan tíma, alls ekki aðgæta hvernig gengur meðan á þessu stendur. Þegar svo er gengið frá blóminu til frambúðar er það límt á blað, þ.e. krónan fyrst, síðan leggurinn og blöðin. Til þess þarf að nota fínleg áhöld t.d. tann- stöngla eða annað í þeim dúr. Fyrir þá, sem vanir eru blóma- pressun er hægur vandi að búa til myndir og annað til skrauts. Þá er best að teikna fyrst mynstrið á blað og festa síðan blóm á mynstr- ið. Bætum við vörum á útsöluna á mánudag Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariönaöarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komiö f tjós að eina varanlega lausnin, til aö koma i veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæöa þau alveg til dæmis meö álklæðningu. A/klæöning er seltuvarin, hrlndlr frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veöráttu. A/klæðnlng er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö mála. Leltlö nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendlö teikningár og viö munum reikna út efnisþörf og gera verðtllboð yöur aö kostnaöarlausu. FULLKOMIO KERFI TIL SfOASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.