Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Hvaða bækur ættum við að lesa í sumarleyfinu? Know Your Own Personality rituð af H.J. Eysenck og Glenn Wilson. Eysenck þessi er þekkt- ur höfundur margra og um- deildra bóka um sálarfræði og ýmislegt tengt henni. Meðal verka hans má nefna „Descrip- tion and Measurement of Per- sonality", The Uses and Abuses of Psycholocy, Sense and Nons- ense in Psychology og Sex and Personality og gefa þessir titlar nokkra hugmynd um það hvað Eysenck hefur fjallað um. Bæk- ur hans hafa meðal lærðra og leikra jafna vakið umtal og sumir líta á hann sem hálfgerð- an plastmann og aðrir hefja hann upp til skýja, í fræði- mennsku sinni. En hvort sem maður nú tekur hátíðlega skrif hans og könnun á persónuleikan- um er víst að hver maður er forvitinn um sjálfan sig og bókin Know Your Own Personality er verulega fróðleg lesning og skemmtilegt að grufla í þeim niðurstöðum, sem hún getur gefið. Vikings! eftir Magnús Magnússon er ný- komin út á forlagi Bodley Head í Bretlandi. Bókin er röskar 300 bls. að lengd, mikið myndskreytt og glæsilega úr garði gerð. Hvað KNOW YOUR OWN PERSOHALITY H.I.EYSENCK GLENN WILSON lesmál Magnúsar snertir, er það ekki síðra, fróðleikur hans um víkingana og tímabil þeirra er nánast ótæmandi og efninu gerð þannig skil, að hver maður hefur bæði gagn og gaman af. Það er víst að bók á borð við þessa hlýtur að hafa verulega skírskot- un til íslenzkra lesenda og Magnúsi er sem sagt sérdeilis lagið að koma öllu frá sér, hvort sem er í rituðu máli eða á skjánum, að óblandna ánægju vekur. Löggan sem hló eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö í þýðingu Ólafs Jónssonar er prýðilegur lestur, hvort sem er i sumarleyfi ellegar á öðrum tím- um. Þau hjón Sjöwall og Wahlöö rituðu tíu bóka flokk um glæpi og er Löggan sem hló, ein þeirra. Þessar bækur komust mjög í tízku í Svíþjóð og víðar, þegar þær hófu að koma út fyrir nokkrum árum. Fyrsta bókin sem upphaflega var þýdd á íslenzku var Roseanna, sem birt- ist framhaldssaga í Mbl. fyrir æðilöngu og hefur síðan verið gefin út í annarri þýðingu. Bæk- ur þeirra hjóna eru all sérstæðar glæpasögur og hafa verið kallað- ar þjóðfélagslegar sakamálasög- ur, jafnhliða því að vera reyfar- ar, væntanlega til að gefa þeim meira vægi. Það er út af fyrir sig óþarfi að lesa þær með öðru hugarfari en því að hér eru á ferðinni afbragðs bækur og þeg- ar lesandinn hefur kynnzt þeim mörgu persónum, sem koma síðan við sögu í hverri bók, og hendir reiður á þeim eru þetta aðgengilegar bækur. Löggan sem hló, er með þ,im magnaðri sagnanna tíu. Ég hef lesið hana áður á sænsku og get ekki betur séð en þýðing Ólafs Jónssonar sé fyrirtak; þýðingarbragð fyrir- finnst sem sé ekki. í þessari bók segir frá þeim óhugnanlega atburði, að strætis- vagn finnst á götuhorni; í honum eru níu manneskjur skotnar til bana. Martin Beck, aðalpersóna Sjöwall og Wahlöö-bókanna og liðsmenn hans taka til óspilltra málanna og miðar ekki framan af og inn í atburðarásina fléttast alls kyns minni háttar atriði, sem sum skipta máli og önnur ekki. En vitanlega leysist málið, skárra væri það líka, í glæpa- sögu. There is No Such Place As Far Away er eftir Richard Bach, höfund hinnar frægu bókar um Jónatan Livingstone máv. Myndskreytt af Ron Wegan. Hér er söguhetj- an kólibrífugl. Hann leggur upp í leit að þeim sannleika, sem hann hefur alltaf vitað að væri ... og vináttu og kærleikaleit hans getur leitt lesandann svo sem hvert sem hann vill fara og í fylgd þess sem hann kýs. Þeir sem ferðuðust með Jónatan máv finna hér ýmsar hugsanir sem koma heim við það sem bærist innra með hverjum og einum. Bókin er afar snotur, hús myndskreytingarnar að mínum dómi betri hluti bókarinnar, en textinn hlýr, einlægur og þægi- legur, þótt þar komi höfundur kannski ekki neinum splúnku- nýjum sannindum á framfæri. Útsala Utsala 35%-50% afsláttur Okkar árlega haustútsala hefst á morgun að Hverfisgötu 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.