Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Utgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar- Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. að var merkileg tilvilj- un, að sama dag og fulltrúar íslenska utanríkis- ráðuneytisins sátu og skipt- ust á skoðunum við G. Fara- fonov sérstakan umboðs- mann Kremlverja skyldi Viktor Kovalenko af togar- anum Kharovsk frá Murm- ansk sækja um landvistar- leyfi á íslandi sem pólitískur flóttamaður. Má segja, að ólíkt hafi þeir hafst að emb- ættismennirnir í utanríkis- ráðuneytinu annars vegar og útlendingaeftirlitinu hins vegar þennan dag. Um margra mánaða skeið hafði sovéska skrifræðið þrástag- ast á þeirri beiðni sinni, að íslenska ríkisstjórnin sam- þykkti að veita sérlegum sendiboða þess viðtöku. Hann yrði að fá tækifæri til þess að ræða við starfsmenn utanríkisráðuneytisins í Reykjavík. Þunginn í tilmæl- unum hefur verið svo mikill, að svo virðist sem Sovétmenn hafi hvorki treyst sér til að sækja allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í haust né Madrid-ráðstefnuna um ör- yggismál Evrópu án þess fyrst að koma hingað. ís- lenska ríkisstjórnin lét loks undan í óþökk allra annarra en sovésku áróðursvélarinn- ar. Víst er að sú volduga vél mun ekki minnast á það, að í fyrsta sinn hafi sovéskur togarasjómaður gerst land- flótta í Reykjavík, á meðan Farafwiov dvaldist hér, og viðbrögðin við beiðni sjó- mannsins hafi réttilega verið skjótari en við beiðni Kremlverja. Ýmislegt benti til þess á síðasta ári, að sovéskir togar- ar ætluðu að fara að gera sig heimakomna í Reykjavíkur- höfn, þótti til dæmis í frásög- ur færandi hvað þeir voru margir í höfn, þegar fasta- floti Atlantshafsbandalags- ins kom í heimsókn. Frá síðasta hausti hefur orðið nokkurt hlé á slíkum heim- sóknum, þar til skuttogarinn Kharovsk kom. Sovésku tog- ararnir sækja hingað í þeim tilgangi að sækja vatn og eitthvað af vistum og hvíla áhafnir sínar. í desember 1975 var frá því skýrt hér í blaðinu, að sjávarútvegs- ráðuneytið í Moskvu eða aðil- ar á þess vegum hafi leitað eftir því við íslenska aðila að fá hér á landi viðgerðarað- stöðu fyrir sovésk fiskiskip á Atlantshafi og ennfremur spurt, hvort heimilt yrði að flytja hingað sveitir viðgerð- armanna, sem hafa mundu eftirlit með viðgerðum á tog- urunum og framkvæma meiriháttar viðgerðir og loks, hvort hemilt yrði að flytja áhafnir þeirra sovésku fiskiskipa, sem hingað kæmu til viðgerðar, til Moskvu og aftur til Islands að viðgerð lokinni. Ekki hefur komið fram opinberlega hvort þess- um tilmælum hefur síðan verið fylgt eftir, en þau sýna, að Sovétmenn hafa augastað á Islandi sem bækistöð fyrir fiskveiðiflota sinn. Öllum slíkum tilmælum um fast aðsetur á íslandi fyrir erlend fiskiskip á taf- arlaust að hafna, sama hvaða ríki á í hlut. Gagnvart Soy- étríkjunum er ástæða til að sýna sérstaka einbeitni, því að hvar sem þau hafa fengið tak á litla fingrinum hrifsa þau alla hendina. Togarar Sovétríkjanna koma hingað til lands án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi til þess og gilda sömu reglur um þá og önnur erlend veiðiskip. Rannsóknaskipin sovésku sækja hins vegar um leyfi í hvert sinn, sem þau koma til íslenskrar hafnar, enda til- heyra þau yfirleitt sovéska herflotanum. Nú í sumar hafa sovésk rannsóknaskip verið óvenju tíðir gestir í Reykjavíkurhöfn og munu þau stunda víðtækar rann- sóknir á hafinu suðvestur af landinu í áttina að Græn- landi. Eins og menn muna neitaði Rannsóknaráð ríkis- ins í vor að heimila sovéskum rannsóknaleiðangri að koma til athugana í landinu. Fyrri slíkar rannsóknir Sovét- manna hafa bæði verið fram- kvæmdar á sjó og landi samtímis. Ástæða er til að rifja þetta allt upp í tilefni af flótta Viktors Kovalenko. Vaxandi umsvif Sovétmanna í íslensk- um höfnum kunna að leiða til þess að slíkir atburðir verði tíðari, eftir að brautin hefur verið rudd. Fréttin um þenn- an atburð mun berast strax til allra, sem áhuga hafa, þótt sovéska áróðursvélin þegi vandlega um hann. Hug- ur Viktors Kovalenko stend- ur greinilega til þess að fara til Bandaríkjanna, því að hann hóf flótta sinn út úr sovéska kerfinu með því að leita á náðir bandaríska sendiráðsins í Reykjavík. Sú afstaða Bandaríkjamanna að taka ekki á móti honum í sendiráðinu er rökrétt. Það er á valdi íslenskra yfirvalda einna að ákveða, hvaða menn hafi dvalarheimild hér á landi. Að öllum formsatrið- um frágengnum á að heimila Viktor Kovalenko að fara allra sinna ferða og setjast þar að sem hann kýs. Verði hann afhentur Kremlvaldinu aftur bíður hans 10 til 20 ára vist í Síberíu. Flótti Viktors Kovalenko Stjórnin lifi! Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands og þingmaður Alþýðu- bandalagsins hvarf úr þingsölum í lok apríl s.l. og hélt til Stykkis- hólms, þegar tekjuskattsfrumvarp ríkisstjórnar þeirrar, sem hann styður, kom til atkvæðagreiðslu. Hann skýrði þessa fjarvist sína í Morgunblaðinu 3. maí með þessum orðum: „Ég var ósammála frum- varpinu, en vildi ekki greiða at- kvæði gegn því, þar sem ég sé ekki aðra ríkisstjórn takast, hliðhollari launafólki." Þá sagði Guðmundur einnig: „Það er hins vegar von mín, og hún býsna sterk, að komi tekjuskatturinn illa út og rsng- látlega á lágtekjufólki og einstaka launahópa, þá muni fjármálaráð- herra gera þar breytingar á.“ Nú eru skattseðlar að berast til manna og greinilegt er, að margir verða illa úti og fundið hefur verið upp nafnið „stjörnutékki" á sér- stakri kveðju fjármálaráðherra til launþega, en slíkur tékki hefur ekki að geyma tölustafi í launa- greiðsludálki heldur stjörnur, sem sýna að launin hafa öll runnið í ríkishítina. Skýringar fjármála- ráðherra á stórfelldum hækkun- um skatta hafa verið heldur fá- tæklegar og fremur einkennst af þumbaraskap en rökum. Tal hans um „fjölskyldusamsetningu" og barneignir eftir landshlutum er aumkunarvert og ekkert annað en yfirklór. Ástæðan fyrir minni hlutfallshækkun tekjuskatts eftir landshlutum er auðvitað sú, að hækkun tekna hefur verið mis- jöfn. Að tekjuskattur hækkar minna í Norðurlandi eystra en í Reykjavík á því rætur að rekja til þess, að fyrir norðan hafa tekjur mann aukist minna en í Reykjavík en segir ekkert um skattbyrðina á hvem einstakan skattþegn. í máli fjármálaráðherra hefur einnig komið fram, að honum er alveg sama um einstaklinginn svo fram- arlega sem ríkishítin fái sitt. Guðmundur J. Guðmundsson gerði sér ferð í Stykkishólm, svo að ríkisstjórnin lifði af setningu laganna um þyngingu tekjuskatts- ins. Nú er tímabært, að menn velti því fyrir sér, hvert Guðmundur J. fari til að ríkisstjórnin lifi af útsendingu skattseðlanna. Af um- mælum fjármálaráðherra Ragn- ars Arnalds, flokksbróður Guð- mundar J., verður það ráðið, að hann ætlar ekki að gera breyt- ingar á skattheimtunni, þrátt fyrir „býsna sterka von“ Guð- mundar J. um það frá því í vor, en sú von var ein af forsendunum fyrir því, að Guðmundur J. Guð- mundsson hrópaði þá: Stjórnin lifi! Hvert ætlar hann að fara til að safna kjarki til að hrópa það aftur nú? Blásið á kertið Ekki er að efa, að þeir hafi hist á sérstökum afmælisfundi Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, og Kristján Thorlacíus, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, fyrir nokkrum vikum og blásið á kerti og borðað tertu í tilefni af því, að í eitt ár hefur þeim tekist að koma í veg fyrir, að samningar takist um kaup og kjör opinberra starfsmanna. Þetta ár hefur verið friðsamlegt að því leyti að forystumenn BSRB hafa ekki beitt þvi vopni, sem þeim var kærast haustið 1977, verkfalls- vopninu, og raunar sagt það eitt, að þeir ættu auðvitað þetta vopn en myndu ákveða sjálfir hvenær því verði beitt. Þá hafa forystu- menn BSRB ekki heldur þorað að ganga til samninga við Ragnar Árnalds um lága eða enga grunn- kaupshækkun eins og hann hefur boðið, af því að vorið 1979 var tillaga þeirra um félagsmála- pakka í stað grunnkaupshækkun- ar felld í allsherjaratkvæða- greiðslu. Á tveimur vikum í maí síðast- liðnum var efnt til 22 funda meðal félagsmanna BSRB til að ræða kjaramálin og á þeim öllum kom fram gagnrýni á stjórnvöld fyrir tregðu á samningum og óviðun- andi seinagang í viðræðum. í fréttatilkynningu, sem skrifstofa BSRB sendi frá sér að lokinni fundahrinunni sagði: „Greinilega hefur komið í ljós að sú afstaða er almenn að óhjákvæmilegt sé að boða til verkfallsaðgerða, ef stjórnvöld sjái ekki að sér og fari að ræða málin í alvöru." Síðan þetta gerðist hefur það eitt borið við í viðræðum BSRB og fjármálaráðherra, ef marka má opinberar fréttir, að heldur hefur bilið aukist milli aðilanna og ráðherrann hefur hótað að draga félagsmálapakkana til baka láti BSRB-forystan ekki af óbilgirni sinni. Þá hefur Þjóðviljinn af og til látið eins og samningar séu í þann mund að takast, en þær fréttir eru af sama tagi og forsíðu- fréttin í vetur, um að Ragnar Arnalds væri að lækka tekjuskatt- inn um 5500 milljónir, og því ekkert mark á þeim takandi. Svo virðist sem sé, að þeim Ragnari og Kristjáni hafi þótt svo gaman í ársafmælisveislunni, að þeir ætli að reyna að komast í tveggja ára veislu og blása aftur á kertin og kvakið í félagsmönnum BSRB. Talnaspeki Hafi menn komist í tæri við talsmenn hins sovéska valds eða áróðursmeistara kommúnista al- mennt, vita þeir, að kærasta iðja þessara manna er að fara með allskonar talnaþulur til að sýna og sanna, að allt sé í himnalagi undir hinni kommúnísku forsjá. Hins vegar dugar venjulega að líta í ósköp hversdagslegan búðar- glugga í hinu kommúníska „sælu- ríki“ til að sjá, að talnaspekin er ekki annað en eftirlætisiðja stofu- kommúnistanna. Almúginn stend- ur í biðröðum til að fá brýnustu nauðþurftir. Spekingslegar for- múlur um niðurgreiðslur á kjöti eru til þess ætlaðar að láta fimm ára áætlunina líta betur út, því að hið niðurgreidda kjöt er ófáanlegt. Og þannig mætti lengi telja. Því miður eru þessi sömu sjúk- dómseinkenni marxismans farin að sjást með óþægilegum hætti hér á landi, þótt Alþýðubandalag- ið hafi ekki verið nema tæp tvö ár í stjórn og þykist ekki hafa komið næstum því öllu sínu fram. í einn mánuð greiðir ríkisstjórnin niður kjöt, sem er ófáanlegt í þeim tilgangi að lækka laun manna 1. september. Mönnum kann að þykja efni þessarar setningar furðulegt, en hún er þó sönn. Og það er einnig satt, að Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans hef- ur í einu og öllu tileinkað sér starfsaðferðir áróðursmeistara kommúnista í umfjöllun sinni um störf ríkisstjórnarinnar. Hann birtir hverja talnaþuluna á fætur annarri, fyrst til að sýna fram á, að kaupmáttarrýrnunin , sem Al- þýðubandalagið hét að koma í veg fyrir, skipti engu máli. Auk þess sem menn kaupi alltof mikið af bílum og öðru drasli fyrir kaupið sitt. Þegar kaupmáttarrýrnunin hefur verið afgreidd með þessum hætti, eru skattaálögurnar teknar sömu tökum. í stað „Stjörnutékka með kveðju frá Ragnari", finnur Kjartan Ólafsson það út, að skattahækkunin verði 0,7% eða engin og ber forstjóra Þjóðhags- stofnunar fyrir sig. — Nú er hann Jón svo sem nógu góður, segir Lúðvík Jósepsson líklega og dustar rykið af greinum sínum um sér- fræðingavaldið. Talnaspeki Kjartans Ólafssonar mun dafna svo lengi sem það er nauðsynlegt talið í því skyni að halda lífi í ríkisstjórninni, þegar það hefur fjarað út, mun vafalítið ekki líða á löngu, þar til sömu tölur hafa öðlast allt annað gildi en þær hafa nú, enda tilgangurinn ekki lengur sá sami.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.