Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Júoviumlilaíiíít á gönguleiðumHornstranda Texti: Fríöa Proppé Myndir: Greinarhöfundur og Matthías G. Pétursson Sú trú fylgir dysnum, að ef ferðamenn hundsa að bæta steini í dysinn muni þeim ekki farnast vel á leið sinni. Nokkru fleiri en 17 steinar bættust nú í Atladys, því sumir töldu sér ekki veita af að treysta velgengnina. Frá Atlaskarði var útsýni gott yfir Hlöðuvík, en þó nokkuð mist- ur var úti fyrir og andkalt, en það kom sér aðeins vel fyrir göngu- móða. Gönguleiðin upp í Atla- skarð er vel vörðuð. Úr Atlaskarði var gengið sem leið lá á hjalla í miðjum brattanum yfir að Skála- kambi. Þessi leið er mjög grýtt og reyndist erfið yfirferðar, en til að tapa ekki mikilli hæð og þurfa að klöngrast upp á við á ný, valdi hópurinn að fara frekar hægar yfir í stórgrýtisurðinni. Snjó- frá því að vera kærkomnir gestir á þessu yfirráðasvæði hans. Skálakamburinn erfiður Er hópurinn hafði hvílst nokkra stund, — en margir höfðu á orði að gangan þennan dag hefði verið með því erfiðasta sem þeir þekktu, — var haldið niður Skálakambinn. Mjög bratt einstigi er þar niður og urð mikil. Ekki mátti mikið út af bera til að mönnum skrikaði fótur og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum, því þverhnípt er niður á jafnsléttu. Tekið var föstum tökum í hendur þeirra yngstu, en þeir höfðu staðið sig manna bezt í ferðinni og voru yfirleitt fyrstir í . Æj?>, I pg mf \ >. 1 Jgm '1 Snjóskaflarnir gáfu égaata hvíld frá klettum og klungri. Á myndinni eru, talió frá vinstri: Hrafnhildur Samúelsdóttir, Hnífsdal, Guörún Jóhannsdóttir, Akranesi, Sigríöur Jósepsdóttir, Hnífsdal, Hulda Stefánsdóttir, Mosfellssveit, þá Jósep Vernharösson Hnífsdal, en hann var fararstjofi í ferðinni. Fyrir framan Jósep stendur Vernharöur sonur hans t.h. og Ásbjörn Sigurösson, Mosfellssveit, þá Samúel Guömundsson, Akranesi, Jóhann bróöir hans, síöan Siguröur Valur Ásbjörnsson, Mosfellssveit, Þórgunnur Stefánsdóttir, Akranesi og loks Svana Samúelsdóttir, Reykjavík. Á myndina vantar hjónin Stefán Teitsson og Fríðu Lárusdóttir og Guömund Samúelsson öll frá Akranesi, einnig Matthías Pótursson, Garöabæ, og greinarhöfund. Ekki vard öllum svefnsamt í Hlöðuvík Þar var frá horfið í lok fyrsta hluta ferðalýsingarinnar í Mbl. í gær, er menn vöknuðu endurnærð- ir að morgni mánudags í tjöldum sínum að Höfn í Hornvík eftir góða hvíld um nóttina. Er menn höfðu teygt úr stirðum fótleggjum og áttað sig á tilverunni var árbítur snæddur, en matvæli voru af skornum skammti þennan hluta ferðarinnar, því reynt hafði verið að hafa byrðar sem léttast- ar. Farangri var síðan pakkað saman og nokkuð jafnað milli bakpoka að fenginni reynslu um burðarþol og getu hvers og eins daginn áður og síðan haldið af stað, og var þá klukkan farin að halla í tólfta tímann. Veðrið var eins og bezt verður á kosið, sólskin og blíða, en þó andvari, sem kom sér vel á göngunni. Gengið var frá Höfn út með sitthvað dularfullt á f erli Hafnarnesi og fram hjá Trölla- kambi. Nokkuð erfið gönguleið er þar, klettar og klungur, en gamalt einstigi er þarna, sem notað var af byggjendum Hornstranda áður fyrri, og auðveldaði það göngu- mönnum ferðina. Þarna, sem og annars staðar í ferðinni kom sér vel að vera vel skóaður og reynd- ust vatnsheldir skór með þykkum botnum ferðamönnum bezt. Þeir sem reyndu að klæðast venju- legum strigaskóm sátu yfirleitt nokkurn tíma að kvöldi við að telja vatnsblöðrur og gera að sárum á fótum sér. Bætt í Atladys Er komið var fyrir Tröllakamb tók Rekavíkin við. Reki er mikill á fjörum Hornstranda og því auð- skilið að fleiri en ein vík beri þetta heiti. Þær eru a.m.k. tvær og ber þessi, til aðgreiningar, heitið Rekavík bak Höfn. Haldið var á brattann upp úr Rekavík og stefnt í Atlaskarð. Nokkuð er þetta erfið, a.m.k. vel brött, gönguleið, en hún er vörðuð og því gott að rata auðveldustu leiðina. Er náð var hæsta punkti í Atlaskarði var stöðvað við svonefndan Atladys. skaflar voru þarna nokkrir og að sögn fararstjóra leysir snjó aldrei alveg á þessum slóðum. Það gaf kærkomna hvíld frá klettapríli og urðartipli að komast annað veifið á sléttan snjóskafl. Aftur lá leiðin upp á við og nú upp á Skálakamb og nokkuð klifur tók við síðasta spölinn upp á brúnina. Var þar sezt niður og beðið þeirra síðustu, en á stundum vildi teygjast á hópnum. Af Skála- kambinum blasti Alfsfellið við, en það skagar fram á milli Hlöðuvík- ur og Kjaransvíkur. Lengst niðri í Hlöðuvík mátti sjá skýli Slysa- varnarfélagsins að Búðum og hin- um megin við Skálina fjallið Þórishorn. í efstu klettum Þóris- horns flaug örn tignarlegu flugi og gaf frá sér hljóð, sem þýddu áreiðanlega, að við værum langt niður einstigið og þess gætt að allir fylgdust að, því mikil hætta er á steinahruni undan fótum manna. Ferðin niður kambinn tók um hálfa klukkustund. Hvílst var áður en haldið var niður hlíðina fyrir ofan Búðir. í hlíðinni var gengið fram á rjúpu með nokkra unga sína og hvernig sem rjúpan reyndi að koma ungunum í skiln- ing um, að við værum stórhættu- leg, höfðu þeir ekkert við okkur að athuga og ieyfðu myndatökur og strokur, án þess að sýna nokkuð merki vantrausts. Rjúpumamma varð því þeirri stundu fegnust er við héldum okkar leið og kvöddum og hafa áráðþægin afkvæmin áreiðanlega fengið orð í eyra á eftir. Að skýlinu að Búðum komum við um kvöldmatarleytið og var þegar hugað að tjaldstæðum. Val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.