Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 35 EDWARD KENNEDY sjónvarpsstöðvarinnar, að stefnuskrá flokksins myndi ráða miklu um afstöðu hans eftir þingið. Hann sagðist enn vonast til að hljóta útnefningu og var ekki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við Carter, ef hann verður forsetaefni flokksins. Sárin í flokknum myndu varla gróa fyrr, ef Carter verður steypt af stóli. Stuðningsmenn hans j flokknum, sem eru mjög margir þrátt fyrir skoðanakann- og þjóðar, sem best bæði með lestri bóka og eftir öðrum leiðum, enda hafði hann mjög gott vald á íslensku máli, skrumlaust er að segja að Henning hafi verið góður heimilisfaðir, sem lagði sig allan fram til heilla konu og börnum. Þar af leiðir að hann lætur eftir sig margar og ljúfar minningar, sem ég vona að verði til þess að draga úr sárasta sviðanum hjá hans nánustu. Það hefur verið föst venja af ýmsum tilefnum að meðlimir fjöl- skyldna okkar systkinanna hafa komið saman, og þá jafnan verið glatt á hjalla og mikið sungið, og er von mín að svo verði áfram, þrátt fyrir að nú hafi með stuttu millibili verið höggvin tvö stór skörð í fjölskylduhópinn, og á ég þá einnig við fráfall Jóhanns bróður míns, sem andaðist 30. mars sl., eftir erfið veikindi. Eins og vera bar af frumburði hafði Jóhann oftast forustu um vísna- söng og skemmtisögur, sem mót- uðust framar öllu af hógværð og græskuleysi, enda var hann ein- stakur heiðursmaður. Þetta kunni Henning vel að meta og hvatti Jóhann jafnan til dáða. Við þessi leiðarlok vildi ég mega trúa því að leiðir þeirra liggi nú saman, og litu niður til okkar um leið og við, sem þá þekktum hljótum ávallt að líta upp til þeirra með þakklæti fyrir það, sem þeir gáfu okkur. Mér er það vel ljóst, að þessi fátæklegu orð mín segja fátt um lífshlaup og mannkosti þessa góða vinar. Þau eiga fyrst og fremst að vera samúðarvottur okkar hjóna til hans nánustu með þakklæti fyrir samfylgdina, sem þó var allt of stutt. Henning sál. verður til moldar borinn mánudaginn 11. ágúst kl. 10.30 frá Fossvogskap- ellu. Helgi Vilhjálmsson. Á morgun mánudag 11. þ.m. verður Henning Christensen, mjólkurfræðingur, jarðsettur frá Fossvogskirkju. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu sunnu- dagsmorgun 3. þ.m. Henning fæddist í Tranekær á Langalandi, Danmörku 22. apríl 1926, hann var því aðeins 54 ára er hann lézt. Henning nam mjólkurfræði í Danmörku og lauk prófi frá Dal- um mejeriskole vorið 1950, með sérdeilis góðri einkunn, 124,5 stig af 128 stigum, sem var hæsta einkunn, er hægt var að fá við anir, myndu taka því illa og flokkurinn ætti ætti á hættu að missa alveg stöðu sína í Suður- ríkjunum, sem hefur verið hon- um mikilvæg. Kennedy gæti ekki orðið sameiningartákn flokksins og orðrómur um menn eins og Henry Jackson, Morris Udall, Walter Mondale og Edmund Muskie virðist aðeins síðasta hálmstrá þeirra, sem kvíða af- leiðingum landsþingsins. ab. skólann. Þegar að námi loknu kom Henning til íslands og hafði þá í huga að halda áfram héðan til Kanada, sem þó aldrei varð því land og þjóð var honum að skapi og hér festi hann rætur. íslenzku lærði hann fljótt og vel og ísland varð hans annað föðurland og hér dvaldi hann til æviloka. Eftir komu sína til íslands hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og var starfsmaður hennar til dauðadags. Fyrstu árin hafði hann með höndum öll venju- leg mjólkurfræðingastörf hjá fyrirtækinu, þó aðallega smjör- gerð, en árið 1963 tók hann við verkstjóm í EmmEss ísgerðinni og var verkstjóri þar upp frá þvi. Allir, sem hafa bragðað emmess ísinn hafa fundið, að þar var vara, sem lofaði meistara sinn, og að öðrum mjólkurvörur ólöstuðum er rjómaísinn í efsta sæti vinsælda og gæða. Þetta tvennt, einkunn Hennings úr skóla og gæði þeirrar vöru, sem hann stóð fyrir fram- leiðslu á, lýsir vel fagmanninum Henning Christensen, enda var hann fyrirmyndar starfsmaður á allan hátt og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn í þágu fyrirtækisins til þess að árangur verka hans yrði sem bestur. Hann var afar vel látinn af sínu starfsfólki, enda prúður og kurteis í allri fram- komu. Það verður þvi vandfyllt það skarð, er hann lætur eftir sig hjá fyrirtækinu. í júlí 1951 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Dóróteu Vil- hjálmsdóttur, þau eignuðust þrjár dætur. Frá fyrra hjónabandi átti Dóra dreng, sem var 4 ára er hún giftist Henning, hann gekk honum í föðurstað og mat hann drenginn ekki minna en sínar eigin dætur og mun það hafa verið gagn- kvæmt. Henning var fyrirmyndar heimilisfaðir, og bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni, enda áttu þau fagurt heimili. Nú er Henning fallinn frá löngu fyrir aldur fram, en í minningu okkar, samstarfsmanna og vina, mun hann lifa sem hinn góði drengur, er gott var að eiga að samfylgdarmanni. Með þessum línum vil ég kveðja góðan vin og starfsfélaga og fyrir hönd Mjólkursamsölunnar þakka langt og gifturíkt starf. Dóru, börnum hennar og öðrum aðstandendum bið ég blessunar og huggunar í þeirra sáru sorg við hið skyndilega fráfall Hennings. Blessuð sé minning hans. Oddur Magnússon. SUMMA MÐSKÁPÆ Vtkoman kemurá óvart! KRISTJfin SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 ,BALqWIN- tynr atvinnuraenn, sem Dýrjenaur Bæði atvinnumenn, byrjendur og allir aðrir geta treyst þvi að BALDWIN uppfyllir allar þeirra kröfur — og meira til. Style 914 Ný gerö af orgelifrá BALDWIN. Afar fjölhæft hljóðfœri, á verði sem allir ráða við. Hljóöfæraverslun PALÞMS Grensásvegi Skyline 450 KT Hér er um eigulegan grip að ræða. Kassinn er úr hickory og bekkur fylgir. BALDWIN píanó hafa fyrir löngu sannað yfirburði sína. 12 — Sími 32845.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.