Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 39 raunar bara eitt herbergi en þau höfðu aldrei haft stórt um sig. Heilsa Péturs hafði bilað og hann þoldi illa vosbúðina sem alltaf fylgdi sjósókninni. Litla vinnu var að fá í landi. En þau voru vön við lítið og björguðust af veturinn og næsta vor tók Ásta sig upp og fór í kaupavinnu með tvö elstu börnin. Hún var víkingur til allra verka og það var enginn svikinn af vinn- unni hennar. Næstu 10 ár hélt Ása upptekn- um hætti, vann ýmist á fiskireit- um eða fór í kaupavinnu með bömin, hvert sumar. Þannig tókst þeim að borga vetrarskuldina hvert ár. Þessi fáu orð eru aðeins ágrip af lífi alþýðukonu á fyrri hluta þessarar aldar. Fljótlega kynntustu þau verka- lýðsmálum og þeirri baráttu sem fólkið háði fyrir bættum kjörum. Þar var Ásta ötull stuðningsmað- ur þó hún kæmi ekki fram opin- berlega, þá studdi hún við bak þeirra er sóttu fram. Hún vildi Island frjálst og herlaust land. Þess vegna fór hún í Hvalfjarð- argönguna, „Gegn her í landi", þá komin á áttræðisaldur. Ásta var alltaf minnug þess er hún var lítið barn í vistráðningu með móður sinni, svöng og köld. Hún reyndi því að hlynna að öllum þeim börnum sem á vegi hennar urðu og þurftu þess með. Á heimili þeirra hjóna, Soga- bletti 17 Reykjavík, en það hús eignuðust þau 1934, voru allir velkomnir. Það var eins og við segjum í dag, „alltaf opið hús“, en þó sérstaklega fyrir þá sem höfðu orðið undir í lífsbaráttunni á einn eða annan hátt. Atvinnuleysingjar eða skólafólk sem áttu engan að, komu stundum að matartímanum liðnum í heimsókn. En húsmóðirin vissi í hjarta sinu af hverju gestakoman stafaði og innan lítill- ar stundar bar hún velling og slátursneið fyrir gestinn og sagði, „þú þiggur nú þessa innansleikju úr pottinum, annars verð ég að henda því“. Og fram til hinstu stundar hafði hún hugann við það að veita gestum sínum vel. Ásta missti mann sinn árið 1957, eftir 43 ára farsæla sambúð, siðustu árin sem hann lifði var hann mjög heilsulítill og mátti ekki af konu sinni sjá nokkra stund. En hún sýndi honum umhyggju og virð- ingu til hinstu stundar. Hann andaðist á heimili þeirra og var fluttur suður í Fossvogskapellu fyrir jarðarförina, hún fylgdi hon- um út að bílnum og stóð svo við hliðið þar til bíllinn hvarf úr augsýn. Það var hinsta kveðja hennar er hann fór frá heimili þeirra. Á Sogabletti 17 bjuggu þau hamingjuríkustu ár ævi sinnar. Bðrnin voru öll komin heim og voru óðum að vaxa úr grasi. Heimilið var mótað af reglusemi, trú og festu. Bókakostur heimilis- ins mótaði lestur barnanna og viðhorf þeirra til lífsins. Ásta var einstök kona og móðir sem hugsaði fyrst og fremst um hag eiginmanns og barna. Fátt var það sem hún lagði ekki á sig ef hún hélt það yrði fjölskyldu sinni til góðs. Hún hafði sterka skaphöfn eins og hún sýndi best þegar hún varð fyrir þeirri þungu sorg að Yngvi, elsti sonur hennar, lést af völdum áverka er hann hlaut af manna- völdum þar sem hann var á gangi á leið til þess að fagna móður sinni, er var að koma í bæinn eftir langa fjarveru. Otaldir eru þeir næturgestir sem dvöldu á heimili þeirra hjóna, lengri eða skemmri tíma og öllum var þeim tekið með sömu ljúf- mannlegu gestrisninni og alltaf var það Ásta sem gekk fyrst úr rúmi til þess að vel færi um gestina. Barnabörnum sinum voru þau ástrík og samtaka í því að rétta hlut þess er þau töldu að þyrfti þess frekast með. Mörg börn voru á heimili þeirra, en lengst munu þau hafa haft Örlyg Þorkelsson, hann tóku þau nýfæddan og höfðu í nokkur ár. Þó að móðir hans tæki hann síðar, fannst þeim hjónum hann vera sem sitt eigið barn og standa sér nær en barnabörnin. Hann var þeim ávallt sem ástrík- ur sonur. Eftir lát eignmanns síns dvaldi Ásta oft hjá dætrum sínum og sat þá ekki auðum höndum. Hún var alla tíð létt á fæti og lét sig ekki muna um snúningana. Lengst af fylgdist hún með öllu sem gerðist, bæði innan fjölskyldunnar og eins fréttum í útvarpi og blöðum. Ásta og Pétur eignuðust 9 börn, en þau voru: Ingvi, er andaðist. 1955, þá fertugur að aldri, Pétur Kristinn er lést á fyrsta ári, Ilugi, Hulda, Pétur, Unnur, Ásta María, er lést á öðru ári, Guðlaug og Ólöf. Alls eiga þau 118 afkomendur. Þann 27. júlí sl., andaðist Ásta á Landspítalanum eftir fárra daga legu þar, en langvarandi veikindi. Sl. tvö ár hafði hún að mestu verið rúmföst og önnuðust Ólöf dóttir hennar og maður hennar, Karl Árnason, Holtagerði 74, hana af slíkri natni og umhyggju að slíkt er fáheyrt. í fleiri mánuði hafði þurft að vaka yfir henni, nótt sem dag. Það er sjaldgæft nú á dögum að sjúk gamalmenni fái að njóta ástúðar og elsku á heimilum barna sinna til hinstu stundar. Það var mjög kært með þeim mæðgum og það má segja að þær hafi aldrei skilið frá fæðingu ólafar. Nú þegar vegferðinni er lokið, vildi hún þakka öllum samfylgd- ina, Guðsteini Þengilssyni lækni, heimahjúkruninni, börnum sínum og þó sér í lagi ólöfu og Karli og bað guð að blessa þau öll. Við eigum margs að minnast og mikils að sakna er elskuleg móðir okkar kveður. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd systkina minna. Hulda Pétursdóttir. Kristjánsína Sigurást Krist- jánsdóttir verður borin til hinstu hvíldar mánudaginn 11. ágúst. Mér er ljúft að minnast þessarar konu. Kynni okkar Ástu höfðu varað lengi eða frá því að ég sem ung stúlka kom á heimili þeirra hjóna, Ástu og Péturs Hraunfjörð, Sogabletti 17, Reykjavík. Þau tóku mér eins og ástríkir foreldrar taka dóttur sinni og svo Mathilde Marie Ellingsen - Minning Fædd 11. júlí 1912 Dáin 1. ágúst 1980 Hún fæddist að Stýrimannastíg 10. Foreldrar hennar voru norsk, Othar Peter Jæger Ellingsen og kona hans Marie. Nafnið Mathilde notuðu flestir vinir hennar yfir- leitt ekki. Hún var ávallt kölluð Systa. Orsökin að skírnarnafninu var sú, að móðir hennar hafði dvalið í Landakotsspítala og þar voru nunnurnar kallaðar systur. Þar kynntist frú Ellingsen söster Mathilde, sem hafði reynst henni einstaklega vel. Og þegar litla stúlkan kom í þennan heim, var hún skírð í höfuðið á þessari yndislegu nunnu. En nánasta fjöl- skylda og vinir notuðu aldrei rétta skírnarnafnið en breyttu söster einfaldlega í Systa. Það var stutt á milli Stýri- mannastígs 10 og 17, Stýrimanna- skólans í þá daga. Sjö urðu bðrnin í húsinu númer 10, tveir synir og fimm dætur en sex strákar í Stýrimannaskólanum. Þarna skapaðist að sjálfsögðu órjúfanleg vinátta. Aðstæður hafa auðvitað breyst. Mannfall í báðum fjöl- skyldum og ekkert af þessu fólki býr lengur í þessum húsum. Hjá Ellingsen eru horfin: Erling, Liv, Dagny og nú Systa. Eftir eru: Erna, Othar og Björg. Af strákun- um í Stýrimannaskólanum er und- irritaður einn eftir. En ekki tjáir að rekja raunir sínar. Við komum og förum, þetta er lífsins gangur. Systa æskuvinkona mín var, því miður, aldrei heilsuhraust. Strax sem barn var hún oft rúmföst. Læknisfræðin í þá daga vissi að sjálfsögðu ekki allt það sem nú er vitað um. Allir tímar hafa sína annmarka. Sem barn og ungiingur var ég í sveit á hverju sumri. Þegar ég kom heim á haustin var það auðvitað sjálfsagt að heim- sækja vini mína að Stýrimanna- stíg 10. Því miður var Systa þá stundum rúmföst. Þegar ég hafði heilsað heimafólki á hefðbundinn og kurteisan hátt, heyrði ég Systu stundum kalla úr rúmi sínu: „Friðrik, komdu til mín, ég þarf að tala við þig.“ Þegar ég kom inn til hennar fagnaði hún mér innilega og sagði: „Það er gott að þú ert kominn, segðu mér hvernig var í sveitinni." Ég reyndi eftir bestu getu lítils drengs að lýsa fyrir henni hve dásamlegt það væri að vera sendur til að huga að ám, kúm eða hestum. Koma að falleg- um fjallalækjum, fylgjast með tæru vatninu, sjá litlar lontur skótast undir grasgræna moldar- bakka, þekkja flesta fugla, geta hermt eftir þeim mörgum, vita um mörg hreiður og fylgjast með litlu fallegu ungunum þeirra. Segja henni frá allri þessari ógleyman- legu dýrð skaparans. Eitthvert skiptið, sem ég hafði sagt henni sögu úr svtitinni, sagði hún við mig: „Heldurðu að ég verði nokkurn tíma svo stór og sterk að ég geti séð þetta?" Ég fu lvissaði hana um að sá tími kæmi, að henni batnaði og að hún fengi að njóta þessa alls. En heilsan leyfði henni, því miður, aldrei að komast í kynni við þennan yndisleika tilverunnar. Systa var þrígift. Fyrsti maður hennar var Erling Smith, æskuvinur okkar beggja. Þau eignuðust tvo syni, Othar og Paul. Seinna giftist hún Lárusi Pálssyni leikara. Þeirra dóttir er María Jóhanna. Síðast giftist hún Páli Finnbogasyni og veit ég ekki annað en þar hafi kærleikurinn setið í fyrirrúmi. Börnum Systu, ekkli, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við hjónin okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Tilviljunin er oft undarleg. Við hjónin höfðum dvalið í nokkrar vikur í heilsuhælinu í Hveragerði. Stuttu eftir heimkomuna hringdi ég í Systu vinkonu mína. Þegar símatólið var tekið af og ég heyrði að þetta var hún, sagði ég eins og venjulega: „Söster Mathilde." Þá sagði hún strax fagnandi röddu: „Friðrik bróðir minn, mikið er gaman að heyra í þér.“ Síðan spjölluðum við saman góða stund og nú átti ekki að líða langur tími til næsta spjalls. Þrem dögum síðar var hún öll. Það er ekki furða þótt manni detti í hug hluti af hestavísu eftir Einar Sæ- mundsen eldri, þar sem hann segir: Oft fer svo á langri leið. ýmsa vonin svikur. enginn veit hvar endar skeið eða spretti lýkur. Að sjálfsögðu veit enginn hvar endar skeið og söknuður fylgir þeim vinum gengnum sem átt hafa samleið með manni alla ævina. En það er huggun harmi gegn að vita að aldrei féll vottur af skugga á þessa löngu vináttu. Friðrik Dungal sannarlega gengu þau mér í for- eldrastað. Þetta var fjölmennt heimili þar sem allt ólgaði af fjöri og athafnasemi. Systkinin voru mörg og alltaf var eitthvert að- komufólk að koma eða fara. Vinir og ættingjar utan af landi lögðu alltaf leið sína á sautján. Það var eins og áningarstaður. Aldrei var svo þröngt að ekki væri hægt að bæta við næturgesti og aldrei var svo naumt skammtað að ekki væri hægt að bæta við gesti í mat. Vegna þess að þar sem er hjarta- rúm þar er einnig húsrúm. Það sýndi sig líka þegar son minn vantaði heimili, þá tóku þau honum opnum örmum aðeins 14 daga gömlum og þau veittu honum alla þá umönnun og ástríki sem lítill drengur þurfti. Hvergi hefði ég frekar viljað vita af honum en á þessu góða og trausta heimili sem ég þekkti sjálf. Þarna var ég ávallt velkomin með börnin mín. Ég og fjölskylda mín höfum því margs að minnast og margt að þakka frá liðnum árum. Því að þeirra heimili var jafn- framt okkar heimili og stóð okkur alltaf opið í blíðu og stríðu. Er við nú kveðjum þessa ósér- hlífnu konu sem aldrei unni sér hvíldar ef hún gat einhvers staðar orðið að liði, verða þetta kveðjuorð okkar. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Jóhanna Guðmundsdóttir, örlygur, Benni, Dísa og Jón. Konan mín og systir okkar, SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR Baldursgötu 30, sem lést þann 31. )úlí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaglnn 12. ágúst kl. 10.30. Konráö Gfslaaon, Guörún Jónadóttir, Sigríður Jónadóttir, Guðbjörg Jónadóttir. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fósturfööur, JÓNS SVEINS JÓNSSONAR, frá Sæbóli. Halldóra Guömundadóttir, Flnnur borlákaaon. + Sonur minn og bróöir okkar GUDMUNDUR SAMÚELSSON, húagangaamiöur, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13 30 Árndla Árnadóttir Ingi Samúelaaon Snæbjörn G. Samúelaaon Guðrún Samúeladóttir Þórunn Samúeladóttir + Eiginkona mín, móðir okkar og systir, MATTHILDE MARIE (SISTA) ELLINGSEN, andaöist 1. ágúst. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar tátnu. Þökkum auösýnda samúö. Páll Finnbogaaon Othar Smith Erna Ellingsen Paul Ragnar Smith Bi«r0 Ellingaen Maria Jóhanna Lárusdóttir othar Ellingaen + Maöurinn minn og faöir okkar ÞORLEIFUR ÞOROARSON, fyrrverandi forstjóri, Laugarásvegi 29, lést fimmtudaginn 7. ágúst. Kristjana Kristjánsdóttir og börn hins látna. + Tengdamóöir mín ÞÓRDÍS ANDRESDOTTIR er andaöist 30. júlí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 1.30. F.h. aöstandenda Svava Stefánadóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.