Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 23 Við Atladya. Nokkru fleiri en 17 •teiner bwttuat í dyainn í þetta skiptið, en þeir yngstu, Vernharöur og Ási, nýttu sér dysinn til að sjá betur yfir. í bak sér (Hseiavík. áfangastaðina. Síðan var fetað þeirra var nú betur vandað en í Höfn, enda fólk nú aðeins þrek- meira, — þó sumir, og þar á meðal undirrituð, kysu að ganga hið fyrsta til náða, enda upplýst af fararstjóra, að daginn eftir mynd- um við fyrst kynnast almenni- legum göngutúr. Sú ferð tæki okkur um tíu klukkustundir og miðaði hann þá við ferðahraðann hingað til. Ferðin frá Höfn að Búðum hafði staðið yfir í sex klukkustundir. Draugagangur? Ekki varð öllum svefnsamt þessa nótt og urðu margir varir við sitthvað dularfullt. Um miðja nótt rauk einn úr hópnum upp — í svefni — benti á tjalddyrnar og hrópaði: „Farðu þarna, hvað ertu að gera?“ Þá bar einnig fólki saman um, að furðuleg hljóð hefðu heyrst og voru lýsingarnar á þá leið, að það hefði verið eins og einhver lemdi með drumb í strengdan vír, eða trumbur hefðu verið barðar, einn heyrði hátt hviss og svo mætti áfram telja. Það var upplýst, að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem fólk yrði vart við eitthvað á þessum stað og einnig að ýmsar skýringar hafi verið fundnar, s.s. að nokkrum Spánverjum hefði endur fyrir löngu verið fyrirkomið í hlíðinni fyrir ofan Búðir, einnig að menn hefðu orðið þar úti, Skáiakambur hafi orðið manni á leið til Búða að fjörtjóni o.s.frv. Hópurinn var alla vega sannfærður um það að morgni, að eitthvað óskiljanlegt hefði átt sér stað og einnig, að e.t.v. væri alveg eins gott að vita ekki hvað þarna gerðist í raun. Þess má geta, að síðari hluta nætur rigndi eins og hellt væri úr fötu í fjórar klukkustundir og varð fólk í einu tjaldinu að velja milli þess undir morgun að fljóta út úr tjaldinu eða flýja inn í skýli og var síðari kosturinn valinn. Um níu- leytið að morgni stytti upp og að loknum naumt skömmtuðum árbít var tekið saman, því ákveðið hafði verið að ná fyrir nóttu í Fljótavík. Einnig ýtti matargleði við mönn- um, því vistir voru svo til þrotnar, en í Fljóti biðu vistir, sem komið hafði verið fyrir þar í upphafi ferðarinnar. Gangan eftir •inatigi neðan Tröllakambs rayndist nokkuð •rfið. Framst Hulda Stefénadóttir, þá Guörún Jóhannsdóttir, fyrir aftan hana Siguröur Valur og •íðastur Guömundur Samúals- son. II. hluti Sóð úr Rokavík bak Höfn yfir Hornvík. Lítill hvítur dapill hin- um mogin vfkurinnar «r Horn. Fjallið fyrir ofan til vinstri er Miðfell, til hægri eru Kálfa- tindar og skagar Jörundur upp úr til vinstri. Hvönnin sr harögar og satur sig niður á Ifklegum og ólfklegum stöðum. Þsssi var hélfoinmanalog þarna f miðri hlfð, on fallagri staö gat hún vart valið sár. LJH __ _ WwwBiSlW® Óráðþssginn ungi rjúpunnar var hinn rólagasti og leyfði myndatökur og strokur að vilja aökomumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.