Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 41 Daginn eftirþessa umtöluöu grein hringdi vinafólk og bauð okkur í nautasteik + Vegna opins bréfs Jóhönnu Kristjónsdóttur til Ragnars Amald8 fjármálaráðherra hef- ur kötturinn Pétur verið einna umtalaðasta persóna síðastlið- innar viku. Morgunblaðið hafði hug á að kynnast Pétri dálítið nánar og knúði þess vegna blaðamaður dyra að Drafnar- stíg 3 árla morguns fyrir skömmu. t>að leið dálítil stund áður en nokkuð gerðist, en þá birtist köttur í glugganum og sagði mér að dyrnar væru ólæstar, þar sem hann vegna smæðar sinnar gæti ekki opnað fyrir mér. Blm. spurði köttinn hvort hann væri til í að spjalla við sig stundarkorn og bað hann að segja sér eitthvað um sjálfan sig. Hann hreiðraöi makindalega um sig í hægindastól, en sagði síðan: Ég heiti Pétur, en faðerni mitt er óljóst. Hann Hrafn sonur hennar Jóhönnu tók mig í fóstur munaðarlausan hjá Kattavinafélaginu. — Heldurðu ekki að þú hefð- ir verið betur kominn hjá katta- vinafélaginu, þar sem Jóhanna segist ekki hafa efni á að gefa þér að borða? — Ég skal nú segja þér það að viðbrögð samborgara minna við grein fóstru minnar voru ákaflega jákvæð. Daginn sem þessi umtalaða grein birtist sem hún Jóhanna las auðvitað fyrir mig, hringdi vinafólk til okkar og bauð okkur í nauta- steik. Eg er nú ekkert að vanþakka það, en hinu er ekki að neita, að ég kann nú betur að meta blessaða ýsuna. — Hefur Ragnar Arnalds boðið ykkur í mat? — Það gæti verið að hann hefði hringt þegar hún fóstra mín er í vinnunni. Ég er ekki ennþá búinn að læra að svara í símann svo enn hef ég ekki átt þess kost að snæða með fjár- málaráðherranum. Viltu ekki segja eitthvað að lokum? — Ég lít málið alvarlegum augum, sagði Pétur, en samt er ég nú bjartsýnn á að ég og hún fóstra mín getum lifað sæmi- legu lífí á næstunni. GRG Aö loknu viðtali sýndi Pétur blaðamanni skattseðilinn sem honum fannst ærin ástæða tii að haida fast i. fclk í fréttum Fara á morgun til Póllands Ræðismaður ísiands í Nýju Delhi staddur á íslandi + Undanfarna daga hefur verið hér staddur Sashi Bhushau Sar- an, ræðismaður íslands í Nýju Delhi. Saran hefur ýmsar hug- myndir á prjónunum um það, hvernig standa megi að því að efla samskipti Indverja og ís- lendinga sem honum finnst allt- of takmörkuð. Hann hefur rætt við fjölda manna, m.a. í sjávar- útvegi, orkumálum og hann hef- ur hug á að efla menningar- tengsl Indlands og íslands. Sar- an hefur veirð ræðismaður í rúm tvö ár en hefur margsinnis komið til íslands síðustu 25 ár og má rekja samband hans við ísland þrjátíu ár aftur í tímann, er hann var við nám í Bandaríkj- unum og kynntist þá íslending- um, sem hann hefur síðan haldið vinfengi við. Viðtal við Saran birtist í Mbl. eftir helgi. + Á morgun leggja þau Helga Möller og Jóhann G. Jóhannsson land undir fót ásamt Gunnari Þórðarsyni. Ferðinni er heitið til Póllands, þar sem þau munu koma fram í söngvakeppni á vegum pólska sjónvarpsins, sem greiðir einnig allan kostnað af för þeirra. í bakaleiðinni er svo áætlað að dvelja í nokkra daga í Stokkhólmi þar sem tveggja laga platan með þeim verður gefin út. Auk þessarar plötu munu þau einnig koma fram á safnplötu sem pólska sjónvarpið mun gefa út í tilefni söngvakeppn- innar. Blaðamaður Morgunblaðsins átti þess kost að vera við æfingu hjá þeim fyrir utanlandsferðina og fylgjast með undirbúningi. Egill Éðvaldsson og Ólafur Ölafsson voru að fylgjast með þeim á sviðinu og gagnrýndu allt sem betur mátti fara. Blaðamanni blöskraði oft smámunasemin, en fékk þó nóg, þegar Ólafur sagði að Helga yrði helst að safna lengri nöglum. Blm. tók þá þremenninga tali stundarkorn, og spurði hvort þau væru bjartsýn. — Við gerum eins og við getum sagði Gunnar. Það er margt fleira sem þarf að huga að en að syngja. (Gunnar var t.d. búinn að fá sér 14 samfestinga í mismunandi litum fyrir ferðina). — Hvernig var verzlunarmanna- helgin? — Hún var ágæt, sagði Jóhann, nema að við vorum að spila á Egilsstöðum, og svo átti flugvélin að fara klukkan átta um kvöldið en henni seinkaði til 10.30 svo við sem áttum að spila í Aratungu það kvöldið vorum komin á sviðið klukkan eitt. — Er eitthvað lag vinsælast hjá ykkur af nýju plötunni? — Já, það eru þá helst Útilega, Sprengisandur og Ég sakna þín. — Hvað er ykkur minnisstæðast síðan þið byrjuðuð að syngja sam- an Heíga? — Tja, það er síðan í fyrra. Þá áttum við að koma fram á Mela- vellinum. Það var svell og Jói stóð á miðju svellinu og söng, því ég átti ekki að koma fyrr en í næsta lagi. Þá sveik eitthvað. Líklegast er að hátalararnir hafi verið of langt í burtu og þessvegna textinn alltaf langt á undan laginu. Jói greyið var eins og aumingi og reyndi að draga tóninn og svo heyrðist hann alltaf öðru hvoru segja einn tveir einn tveir. Þá var ég nú ekki lengi að láta mig hverfa af staðnum sagði Helga og hló. GRG. Við getum sagt já, nei, vítaspyrna og áfram strákar „Fólkið hérna virðist dálítið frá- hrindandi í fyrstu“ + Knattspyrnufélagið Valur hef- ur undanfarið haft þýskan þjálf- ara að nafni Volker. Blm. Mbl. tók hann og konu hans Mariu Magdalenu sem er mexikönsk stuttlega tali, og spurði hvaðan þau kæmu. — Við komum frá Köln, sagði Volker, en konan mín hefur ekki verið nema í þrjú ár í Þýskalandi. Hún kom þá til að læra og þannig kynntumst við. — Hafið þið enga heimþrá? — Ekki getum við sagt það. Það var kannski í byrjun að okkur fannst allt vera framandi, en það lagaðist strax. Það var kannski fyrst í Þýskalandi sem ég hafði verulega hreimþrá, sagði Maria, ég kem frá svo stórri fjölskyldu, við erum tíu systkinin. — Hvernig líkar ykkur hérna? — Bara stórvel, veðrið var ágætt, og í rauninni miklu betra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Fólkið hérna virðist dálítið fráhrindandi í fyrstu, en um leið og maður kynnist því nánar er það virkilega vingjarn- legt og hlýtt. — Hyggist þið kannski vera hérna eitthvað áfram? — Hver veit, en það fer nú eftir því hvað Valur vill hafa okkur lengi. í augnablikinu er ég aðeins ráðin til 15. september, sagði Volker. ' — Er íslenskan farin að koma? — Nei, eiginlega ekki. AUir skólar hafa verið lokaðir í sumar, svo við höfum ekki átt þess kost að fara á námskeið, það sem maður getur sagt er já, nei, vítaspyrna og áfram strákar, sgaði Volker að lokum. GRG. Fær styrk til að gera hálftíma kvikmynd + Það eru án efa margir sem kannast við nafnið Sigurjón Sighvatsson síðan hann var í poppbransanum. Þegar hann lagði poppið á hilluna fór hann í háskólann þar sem hann nam enska bókmennta- sögu og síðan lá leiðin í kvikmyndaháskóla í Kali- forníu. Ástæðan fyrir því að Sig- urjón lagði kvikmyndagerð fyrir sig er að hann hafði alltaf haft áhuga á ljós- myndun auk þess sem honum fannst fátt til betra sem tengdi tónlist og bókmennta- sögu saman. Þessi skóli sem Sigurjón er á í Kaliforníu er talinn vera sá viðurkenndasti í Banda- ríkjunum, hvað varðar kvik- myndun. Það eru margir kvikmyndagerðamenn sem hafa náð langt sem hafa gengið í þennan skóla, s.s. George Lukas, sem gerði Star Wars og American Grafitti svo og Randall Kleiser, sem gerði Grease. Mun þetta vera einn elsti kvikmyndaskólinn í öllum heiminum og var hann stofn- aður árið 1929. Sigurjón fékk styrk héðan til að fara út, og núna hefur skólinn styrkt hann til að gera kvikmynd um þrjátíu mínútna langa, en þennan styrk hljóta aðeins sex manns á hverri önn. Myndin á að greina frá ungum blaðamanni sem fer úr stórborginni í lítið af- skekkt sveitaþorp, og segja frá því þegar hann reynir að aðlagast lífinu þar. Áætlaður kostnaður við myndina nem- ur sjálfsagt tíu milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.