Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 27 Othar Örn Petersen, Framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands: Olíustöð í Helguvík og íslenzkir verktakar Nokkur umræða hefur verið um endurnýjun olíutanka fyrir varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli en tillaga er um nýja olíustöð í Helguvík. Ekki er ætlunin að fjalla hér um þær pólitisku deilur, sem risið hafa vegna málsins, heldur þátt íslenskra verktaka við þær framkvæmdir. Benedikt Gröndal, fyrrverandi utanríkisráðherra, gerir málið að umtalsefni í grein í Morgunbiað- Othar örn Petersen inu 31. júlí sl., sem nefnist „Olíu- stöð í Helguvík“. I greininni segir m.a.: „Varnarliðið hefur í seinni tíð haldið uppi framkvæmdum, sem að jafnaði hafa kostað 7—10 milljarða króna árlega, eftir nú- verandi gengi. Hafa íslensk verk- takafyrirtæki annast öll þessi verk“ ... Bygging nýrra tanka verður vafalaust á vegum ís- lenskra verktaka og undir eftirliti íslenskra aðila" ... Af ofanrituðu mætti skilja að framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli væru unnar af almennum, frjálsum verktökum á íslandi en svo er ekki. I upphafi þegar Islendingar tóku við verklegum framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli á árunum 1950—1960 var megin stefnan og ætlunin sú að starfandi íslenskir verktakar og iðnmeistarar á hverjum tíma, framkvæmdu þau verk sem fram- kvæma þurfti á Keflavíkurflug- velli. Kemur þetta glöggt fram í stofnsamningi og samþykktum Sameinaðra verktaka en í inn- gangi að samningi þeirra segir m.a.: „Samtök þessi eru stofnuð í samráði við ríkisstjórn íslands með það fyrir augum að tryggja, að íslendingar sjái um bygg- ingaframkvæmdir varnarliðsins á Íslandi, og að þeir, sem áhuga hafa og tök á því að taka slíkar framkvæmdir að sér, hafi jafna aðstöðu til þess að gerast þáttt- akendur í samtökunum. Eftir ástæðum geta samtökin einnig tekið að sér aðrar fram- kvæmdir sem unnar eru að mestu leyti fyrir erlenda aðstoð eða erlent lánsfé. Þátttakendur eru verktakar, múrarameistar- ar og trésmíðameistarar, sem hafa byggingarleyfi, þar sem þeir eru búsettir." Félaginu Sameinaðir verktakar var breytt í hlutafélag 1957. íslenskir aðalverktakar s/f var stofnað 1954 en eigendur þess eru Sameinaðir verktakar hf. (50%), Reginn hf., (25%) og íslenska ríkið (25%). Nú hafa aðstæður breyst þannig að fjöldi stofnenda Sameinaðra verktaka hf., eru látnir eða hættir störfum. Raunverulegir starfandi verktakar á hinum frjálsa mark- aði á íslandi koma hvergi nærri framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli. íslenskir aðalverktakar s/f sjá um allar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli en auk þess sjá Keflavíkurverktakar hf., og Suðurnesjaverktakar hf., um ýmis verkefni, aðallega viðhaldsverk. Þrátt fyrir þessa breytingu hef- ur aldrei komið fram opinberlega að um stefnubreytingu væri að ræða hjá stjórnvöldum að öðru leyti en því að þau hafa árlega valið Islenska aðalverktaka s/f, sem framkvæmdaraðila en sam- kvæmt varnarsamningi tilnefna íslensk stjórnvöld verktaka í verk- legar framkvæmdir. Af framanrituðu sést að það hefur verið sama fyrirtækið, valið frá ári til árs af utanríkisráð- . herra, sem séð hefur um nær allar verklegar framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli en ekki almennir íslenskir verktakar eins og upp- haflega var gert ráð fyrir. Þegar fyrrverandi utanríkisráðherra tal- ar um íslensk verktakafyrirtæki í þessu sambandi er rétt að hafa í huga þá takmörkun, sem felst í þeim orðum. Nær væri að tala um að íslenskt verktakafyrirtæki eða sárafá íslensk verktakafyrirtæki hafi „annast öll þessi verk“. Verktakasambandið hefur bent á að eðlilegt er að almennir, frjálsir verktakar annist verk- takastarfsemi á Keflavíkurflug- velli. Ofangreint er ritað til að gera mönnum grein fyrir hvernig mál- um er nú háttað þar sem umræður og sérstaklega gre!n Benedikts Gröndals hafa gefið tilefni til að ætla að verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli teldust til al- menna verktakamarkaðarins á ís- landi. Reykjavík, 5. ágúst 1980. Othar Örn Peterscn. framkvæmdastjóri Verk- takasambands Islands. Æ FISHER toppurínn í dag yðar er valid ~\ ' á,2 o o o o o o o o ; T ' I I i 1 ' ! I 1 I I II I I O: o o o •u-O 0 o nUwi 0« * l * T 1 I o: o; o;o n n o O o • < I ——-- r □ C3 □ : „Ti a E Q3 C3 — o o . IRIH V Plötuspilari MT-6225 228.500 Plötuspilari A tá U ui U öl i m MT-6360 Timer TR-3000 74.000 Timer TR-3000 74.000 Tónsviósjafnari EQ-3000 142.5Q0 Tónsviósjafnari EQ-3000 142.500 Tuner FM-2121 169.000 Tuner FM-2331 280.000 Magnari CA-2030 210.000 Formagnari CC-3000 166.500. Kassettutæki CR-4120 233.000 Kraftmagnari BA-6000 395.000. Samtals Kassettutæki CR-4170 Samtals 448.000. 1.899.000. BORGARTUNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099 SJONVARPSBUÐIN Þetta eru aöeins tvö dæmi. Aó sjálfsögóu eru möguleikarnir miklu fleiri frá FISHER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.