Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 „Mikil og aknenn óánægja með það hvernig Kvennaráðstefnan fór“ Viðtal við Guðrúnu Erlendsdóttur, dósent, um Kvennaráð- stefnuna í Kaupmannahöfn „KVENNARÁÐSTEFN- ÁN i Kaupmannahöfn var haldin á hálfnuðum kvennaáratug og þar stóð til að gerð yrði úttekt á hvernig miðað hefði i jafn- réttismálum á þeim fimm árum sem liðin eru frá hinu alþjóðlega kvenna- ári“, sagði Guðrún Er- lendsdóttir, dósent, er blaðamaður Morgunblaðs- ins spurði hana um tildrög kvennaráðstefnunnar. „Á kvennaárinu, 1975, var haldin ráðstefna um jafn- réttismái í Mexikó. Á þeirri ráðstefnu tóku Sam- einuðu þjóðirnar saman framkvæmdaáætlun um til að leiðrétta misrétti kynjanna á yfirborðinu og nokkuð þokast í jafnréttis- átt.“ Hvað viltu svo segja um ráðstefnuna sjálfa? „Það var mikil og almenn óánægja með það hvernig þessi ráðstefna fór. Þar var næsta lítill vinnufriður vegna undiröldu frá pólitík stórveldanna og vakti það sérstaklega athygli mína hversu lítils Vesturveldin máttu sín á þessari ráð- stefnu. Asía, Sovétríkin, Indland og Arabalöndin lögðust í einu og öllu á móti tillögum Bandaríkjanna, — jafnvel í þeim málum sem allir hefðu átt að geta verið sammála um. Um tvær greinar áætlunarinnar náð: ist aldrei samkomulag. í annarri þeirra er zíonismi, frelsishreyfing gyðinga, lagður að jöfnu við „apart- heid“ og aðrar kúgunarst- efnur — þetta gátu Vestur- veldin ekki sætt sig við og greiddu atkvæði á móti. I hinni greininni er ákvæði um aðstoð við Palestínukon- ur, — það hefði tvímæla- laust verið samþykkt ef þar hefði ekki jafnframt verið GuArún Erlendsdóttir dósent. hvernig standa ætti að jafnréttismálum á kvenna- áratugnum, 1975—1985. Á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn átti svo að kanna hvað tekist hefði að framkvæma af þessari áætlun og móta stefnu næstu fimm ára. Sameinuðu þjóðirnar undirbjuggu þessa ráð- stefnu mjög vel og sá undirbúningsnefnd um að setja saman drög að fram- kvæmdaáætlun. Leitað hafði verið eftir hvernig jafnréttismálum hefði mið- að í heiminum og sendu 99 þjóðir inn skýrslu um hver þróunin varð hjá þeim. Því miður kom í ljós að staða kvenna í þriðja heiminum hafði versnað og fór það saman með versnandi efnahag í þessum löndum. Á vesturlöndum hefur hins vegar ýmislegt verið gert farið framá pólitískan stuð- ning við PLO.“ Alítur þú að einhver ár- angur hafi orðið af þessari ráðstefnu? „Já, ég tel að nokkur árangur hafi náðst. Þótt áætlunin hafi ekki verið samþykkt einróma þá lýstu flest hinna tuttugu og tveggja ríkja, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, því yfir að þau myndu vinna eftir áætluninni að undan- skildum þessum tveim greinum sem ég talaði um áðan. Það liggur semsé fyrir framkvæmdaáætlun til að fara eftir og það er nokkur árangur." Nú hefur verið haft eftir einum fulltrúa í íslenzku sendinefndinni að ráðstefn- ur sem þessi séu varla ómaksins verðar — hver er þín skoðun? leyti ágætlega — en stór- þjóðirnar sáu sér leik á borði og gerðu ráðstefnuna að vettvangi stjórnmála- átaka í stað þess að vinna að jafnréttismálum eins og til stóð. — Að minni hyggju er vænlegra til árangurs að halda þing færri þjóða s.s. Norðurlandanna, — ein- stakir hópar ríkja hafa möguleika á að koma sér saman um stefnu í jafnrétt- ismálum en það virðist ekki enn vera hægt að koma saman stefnu sem allar þjóðir heimsins geta sætt sig við.“ Hvernig hefur miðað í jafnréttismálum hérlendis á þessum fimm árum sem liðin eru frá kvennaárinu? „Kvennaárið kom á sínum tíma af stað mikilli umræðu um jafnréttismál. í þessu sambandi má nefna þrjá merka atburði sem eru: Kvennafrídagurinn 1975, Jafnréttislögin 1976 og loks kjör Vigdísar Finnbogadótt- ur í embætti forseta ís- lands. Það er farið að örla á hugarfarsbreytingu og ým- islegt hefur þokast í jafn- réttisátt á þessum fimm árum. — En til þess að fullt jafnrétti komist á verða konur og karlar að hafa sömu aðstöðu í atvinnulíf- inu. Eins og er lendir upp- eldi barna alltof mikið á móðurinni. Konur eru ekki samkeppnisfærar við karlmenn á vinnumarkaði meðan svo er. Aukin þátt- taka föðurs í uppeldi barna, svo og fjölgun dagheimila, verður að koma til ef fullt jafnrétti á að nást. Að mínu áliti þyrftu vinnustaðir að koma til móts við foreldra þannig að þau hefðu meiri tíma til að sinna uppeldi barna sinna, t.d. með sveigj- anlegri og styttri vinnu- tíma.“ — bó „Það virðist mjög harð- sótt að ná einhverju fram á svona alheimsráðstefnu. Jafnvel þó vinnufriður væri fyrir stórþjóðapólitík, þá eru þjóðir heimsins svo mis- jafnlega á vegi staddar að mjög erfitt er að móta heildarstefnu fyrir þær all- ar. Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna sá um dag- skrárgerð fyrir þessa ráð- stefnu og gerði það að öllu íslenska sendinefndin. Aftari röð f.v.: Bergiind Ásgeirsdóttir, Maria Pétursdóttir, Einar Ágústsson, Bergþóra Sig- mundsdóttir, Vilborg Harðar- dóttir og Ingibjörg Hafstað. Fremri röð f.v.: Guðrún Er- lendsdóttir, Guðriður Þor- steinsdóttir og Sigriður Thor- lacius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.