Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980
t
Þökkum innilega þeim fjölda einstaklinga, sem sýndu samúö og
vinarhug vegna fráfalls,
BALDURS BJÖRNSSONAR,
frá Leynimýri,
einnig þökkum við stjórn Sjómannafélags Reykjavikur, Eimskipa-
félagi íslands og skipshöfnum af skipum þess.
Björn J. Andrésson,
Anton Björn Baldursson,
Jóhannes Baldursson,
Edda Björnsdóttir, Stefán Hallgrímsson,
Bragi Björnsson, Soffía Anna Jónsdóttir.
Útför t BERNHARDS B. ARNAR,
fyrrum kaupmanns, Stórholti 17,
verður gerö frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 3.
Rannveig Arnar, Páll Vigkonarson Erna Arnar Margrét Arnar örn Arnar Karen Arnar Björn Arnar barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför móöur og
fóstru okkar, tengdamóöur, ömmu og lanaömmu
ÞORBJARGARÁRNADOTTUR
frá Kirkjubóli
Nökkvavogi 38
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki aö Hátúni 10 B.
Lýöur Magnússon Ragnheiöur Runólfsdóttir
Guómundur Magnússon Margrét Björnsdóttír
Guólaug Magnúsdóttir Cýrus Hjartarson
Ólafur Magnússon Sóley Þórarinsdóttir
Katrin Magnúsdóttir Gunnar Helgason
Anna Bergsveínsdóttir Magnús Guömundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
ELÍNBJARGAR JÓNASDÓTTUR
frá Stykkishólmi
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jarðarför
TÓMASAR ÓLAFSSONAR,
vélsmiös,
Þinghólsbraut 56, Kópavogi.
Guö blessi ykkur öll.
Sigurvaldís Lárusdóttir
og dætur.
t
Útför fööur okkar, tengdafööur og afa
Síra MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR
fyrrum prófasts í Ólafsvík
verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriöjudaginn 12. ágúst
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlegast bént á Kristniboös-
sambandiö og kirkjur Ólafsvíkurprestakalls.
Helga Magnúsdóttir,
Einar Th. Magnússon, Petrína H. Steinadóttir,
Kristin Magnúsdóttir Möller,
Anna Magnúsdóttir, Guóm. Óli Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar
HENNING CHRISTENSEN
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl.
10.30.
Þeim, sem vildu mínnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Dóróthe Vilhjálmsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faöir okkar tengdafaöir og afi
SIGURÐUR GUNNARSSON
Snekkjuvogi 5
sem lést 2. ágúst, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju,
þriöjudaginn 12. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna
Gunnar Sigurösson, Guórún ísaksdóttir.
Hafdfs Moldoff, Ragnar Jóhannesson,
og barnabörn.
Kristjánsína Sigurást
Kristjánsdóttir - Minning
Fædd 6. júní 1891.
Dáin 27. júlí 1980.
Móðir: Jóhanna, f. 1853 í Litla-
Lóni í Bervík, Jónasdóttir, Jóns-
sonar, Oddleifssonar, Þorleifsson-
ar á Ytri-Rauðamel. Kona
Oddleifs var Oddhildur Jónsd. frá
Skálholtsvík og Þóru Sigurðar-
dóttur.
Móðir Jónasar var Guðrún
Jónsd. kirkjusmiðs á Höfða .í
Eyjahreppi.
Móðir Jóhönnu var Sigríður
Jónsdóttir, f. 1822. Hún var greind
kona og vel hagmælt, frá Litla-
Lóni í Bervík, Andréssonar, Þor-
leifssonar frá Narfeyri og Rósu
Jónsd.
Faðir: Kristján, f. 1833 á Gunn-
arsstöðum í Hörðudal, Athanasí-
asson, f. á Hnausum í Bervík,
Bjarnasonar (Hnausa-Bjarni),
Jónssonar, Egilssonar í Stóra-
Skógi.
Móðir Kristjáns: Björg Guðna-
dóttir frá Hlaðhamri í Hrútafirði,
Magnússonar, Bjarnasonar, frá
Kolbeinsá og Helga Bjarnad.
Móðir Bjargar: Helga Guð-
mundsd. frá Broddanesi.
Ásta eins og faðir hennar nefndi
hana ævinlega og var nafnið sem
hún gekk alla tíð undir, leit fyrst
dagsins ljós á fardögum vorið 1891
og skírð 14. s.m. Þá var móðir
hennar húskona að Stekkjartröð í
Eyrarsveit, er var örreitiskot,
byggt út úr prestsetrinu Setbergi.
Þar bjuggu þá hjónin Ragnheiður
og Bjarni Jónss.
Ásta var þriðja barn móður
sinnar, en jafnframt það fyrsta
sem komst á legg, síðar eignaðist
Ásta systur sem lengst af átti við
vanheilsu að stríða en er nú látin
fyrir nokkrum árum, hún hét
Petrína Kristín og var mjög kært
með þeim systrum og réttu þær
hvor annarri hjálparhönd eftir
mætti. Faðir Ástu hafði verið
tvíkvæntur áður en hann kynntist
Jóhönnu móður hennar en orðið að
sjá á bak þeim báðum yfir móðuna
miklu. Tvö börn hafði hann átt
með Herdísi Jónsd., fyrstu konu
sinni. Þau voru Kristján Sigurjón,
er fylgdi föður sínum í uppvextin-
um. Hann hrapaði til bana í
stórhríð er skall skyndilega á er
hann var í póstflutningum á
Þorraþræl, yfir Kleifarheiði á
Barðaströnd, þá nýl. kvæntur
Stefaníu Steinunni Stefánsd.,
gekk hún þá með annað barn
þeirra hjóna. Og Katrín Guðrún
Sólborg sem eftir lát móður sinn-
ar fluttist til Ameríku með móð-
ursystur sinni, þá aðeins 8 ára að
aldri. Þar vegnaði henni vel,
giftist enskum manni og átti mörg
börn. Kristján, faðir þeirra, sakn-
aði alltaf þessarar landflótta dótt-
ur sinnar og með móðurmjólkinni
drakk Ásta í sig systursöknuðinn.
Kristján og Jóhanna voru í
húsmennsku fyrstu samvistarár
sín. Þá var oft hart í ári, eldgos og
öskufall um Norðurland, hafís og
fiskileysi um Vesturland. Að
ógleymdu bráðafárinu og fjárkláð-
anum sem kom mörgum bóndan-
um á vonarvöl og hafði gert
Kristján að öreiga.
Þannig atvikaðist það að Ásta
flutti með foreldrum sínum, en þó
oftar móður sinni frá einum bæn-
um á annan. Um tíma voru þær á
Hlein og Eyði. En árið eftir að
Petrína Kristín fæddist, settu
foreldrar þeirra saman bú að
Naustum og bjuggu þar í nokkur
ár en fluttust síðan að Vindási í
sömu sveit.
Frá þessum bæjum átti Ásta
sínar ljúfustu æskuminningar.
Sjálf var hún lífsglöð og létt á fæti
og er mér ekki grunlaust um að
gamla fólkinu hafi fundist kota-
stelpan of gáskafull, líkt og enn í
dag er álit manna á unglingum.
Hún hló þegar hún elti öldurnar í
Nýjubúðarfjörunni og var bjargað
á síðustu stundu frá drukknun.
Hún grét og var óhuggandi í þrjá
daga þegar vondur strákur eyði-
lagði Gutenbergtístukarlinn henn-
ar, eina gullið sem hún eignaðist í
æsku.
í plássinu eins og hún kallaði
það, eignaðist hún marga leikfé-
laga og vini. Sú vinátta entist til
hinstu stundar og á meðan að
heilsa og kraftar leyfðu, fór hún
heim á hverju sumri, gekk á milli
gömlu vinanna. Tók til hendi ef
með þurfti, rifjaði upp gamlar
æskuminningar, tíndi skeljar í
fjörunni handa barnabörnunum
og kom svo kannske suður aftur
með hálffullan léreftspoka af
krækiberjum. Þá var nú hætt við
að margur legði leið sína til
hennar og þæði eins og eina
berjalúku.
Ung lærði hún að lesa í grænni
sögubók eins og hún sagði sjálf.
En skólagangan var ekki löng,
aðeins þrjár vikur fyrir ferming-
una hjá séra Jens Hjaltalín, presti
að Setbergi.
Börnin voru látin læra Helga-
kver utanbókar og nokkra sálma.
Skriftarkennsla var aðeins fyrir
drengina. Stúlkunum var sagt að
þær hefðu enga þörf fyrir þann
lærdóm. Ekki var Ásta ánægð með
það og stalst til þess að læra skrift
og notaðist við gömul sendibréf
sem forskrift. Sjálf átti hún griffil
og spjald til þess að skrifa á.
Einhverja smá tilsögn fengu börn-
in í reikningi og það má nú segja
að það hafi verið hennar fag, því í
hugarreikningi var hún líkust
tölvu.
Ferming barna á þeim tíma var
eins konar vígsla inn á braut
manndóms og þroska lífsins. Eftir
það áttu þau að vinna fyrir sér
sjálf. Atvinnuhættir þjóðarinnar
voru fábreyttir og það eina sem
beið ungu stúlknanna var vinnu-
konustarfið og það var eins mis-
jafnt eins og húsbændurnir voru
margir.
Næstu árin var Ásta vinnukona,
ýmist út á Snæfellsnesi eða inn í
Dölum. Eitt ár var hún á Kvenna-
brekku hjá séra Jóhannesi, hann
átti þá uppkomna syni, þar á
meðal var Jakob Smári. Á heimil-
inu var mikill bókakostur en það
var ekki vel séð að vinnukonurnar
lægju í bókalestri svo prestssyn-
irnir lánuðu henni bækur á laun
og þær las hún um nætur í
svefntíma sínum, sem varla hefur
verið of langur í þá tíð.
25. júní 1914, í þann mund er
fyrri heimsstyrjöldin skall á,
gengu þau í hjónaband, Ásta og
Jóhann Pétur Jónsson frá Hrauns-
firði, er þá hafði tekið sér Hraun-
fjörðsnafnið. Hann var sonur
Guðlaugar Bjarnadóttur, f. 1853
að Hraunholtum Kolbeinst.hr.,
Hnappad. og Jóns Jóhanness., f.
1844 að Berserkseyri, Eyrarsveit,
Snæfellsnes. Þau hófu búskap í
Stykkishólmi í litlu húsi er Pétur
hafði þá fest kaup á. Hann var
sjómaður, gekk í Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík og tók skipstjóra-
próf, eignaðist síðar seglskútuna,
„Haffrúna".
Framtíðin virtist því blasa björt
og fögur við þessum ungu hjónum.
Um þetta leyti fór að bera á
fiskileysi við strendur landsins
vegna ofveiði erlendra fiskiskipa.
Utgerðin gekk því ekki nógu vel og
Pétur varð að láta skútuna fljót-
lega aftur og ráða sig hjá öðrum.
Öll fyrri stríðsárin var hann
ýmist á fiskibátum eða í siglingum
suður til Spánar með saltfisk og
tóku þær ferðir allt að heilu ári,
þar sem siglingaleiðin var vörðuð
tundurduflum og farkosturinn lít-
il seglskúta, sem sætti veðrum og
vindum, og má teljast undravert
að þeir skyldu sleppa heilir heim
heim frá ógnum stríðsins og
ólgandi hafinu. Unga konan hefur
því oft þurft að berjast við nag-
andi ótta á dimmum óveðursnótt-
um.
Þó að hún væri glaðlynd og ör,
þá átti hún til öryggi og festu til
þess að miðla öðrum á erfiðum
stundum. Það veitti heldur ekki af
því að eiga kjark og dugnað á þeim
tímum sem fóru í hönd í lífi
þeirra. Kaup sjómannsins var lágt
og borgað eftir afla skipanna og
aðeins sem vöruúttekt og væri
veiðin léleg gat úttektin orðið á
núlli.
Þar kom að þau urðu að yfirgefa
litla húsið sitt og Ásta flutti inn á
Hellissand. Þetta var í stríðslok og
Ásta var orðin þreytt á þurrabúð-
arlífinu, hún þráði sveitina sína.
Að eðlisfari var hún náttúrubarn
og naut þess að vaða mýrarnar
uppí mjóalegg eða hlaupa á eftir
lambánum upp í Eyrarfjall.
Það varð því að ráði að þau
fengu að byggja duggungarlítinn
bæ við bæjarhúsin að Ytri-Tröð,
sem var smákot í landi Hallbjarn-
areyrar. Ekki höfðu þau ráð á því
að kaupa eldavél, en fengu að hafa
opið inn í eldhús mótbýlisfólksins
og njóta hitans sem lagði frá
mókyndingunni. Engar landnytjar
fylgdu svo það var sama þurra-
búðarlífið og hafði verið í Hólmin-
um. En fisk í soðið fékk hún þegar
bátarnir komu að og margan
mjólkursopann fékk hún frá vin-
konum sínum í plássinu, þó enginn
vildi selja mjólkina frekar en
soðninguna til vina sinna. Þarna
eignaðist Ásta fjórða barnið sitt í
sumarmálastórhríð við ljós á lítilli
lýsiskolu og hjálp mótbýliskonu
sinnar, en vegna veðurofsans var
engin ljósmóðir við. Lífsbaráttan
var hörð og þroskaði skapgerð
fólksins og gerði það ósérhlífið og
raunsætt. Þegar Ásta gekk með
fimmta barnið sitt, (kom hún
þremur börnunum sínum fyrir
sem þá voru á lífi) réði hún sig í
kaupavinnu að Arnarstöðum í
Helgafellssveit. Að áliðnum slætti
var hún svo á leið aftur inní
Grundarfjörð í litla bæinn sinn og
til barnanna sinna. En er hún
talaði við sjómenn sem voru á leið
inní Grundarfjörð frá Stykkis-
hólmi og falaðist eftir fari, leist
þeim ekkert á að hafa hana með í
sex tíma róðri yfir fjörðinn eins og
ástatt var fyrir henni og neituðu
allir sem einn og er þeim ekki
láandi. Þá kom þar gamall pláss-
bóndi, „Gísli í Tröð“, og kvað
henni heimilt far með sér en
stundvíslega kl. 5, ýtti hann frá
landi. Ásta fór nú að leita sér
gistingar hjá gamalli vinkonu
sinni. Það var velkomið, „en þú
mátt ekki eiga barnið í nótt“. „Það
er engin hætta á því“, svaraði
Ásta, en fann þó þreytuverki
leggja um bakið. Stuttu eftir
miðnætti fæddi hún barnið í
sigurkufli.
Pétur stundaði alltaf sjóinn en
bar lítið úr býtum, Ásta hafði
frétt að það væri betra að komast
af á Suðurlandi og árið 1924 réði
hún sig í kaupavinnu að Kirkju-
bóli í Laugarnesi og þegar Pétur
kom af sumarvertíðinni, fengu
þau íbúð í Reykjavík. Það var
Legsteinn er
varanlegt
minnlsmerki
Framieiðum ótai
tegundir legsteína.
Allskonar stærðir og
gerðir. Veitum fúslega
upplýsingarog ráðgjðf
um gerð og val
legsteina.
IS.HELGASONHF
STEINSMHUA
___SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677