Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 vtK> MORöclKí-v^ k'AFf/NU ' ást er... Hann ku líka vera brúnn á milli tánna! TI2 ... að vaka eftir honum. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all riflhts reserved c 1980 Los Anfleles Times Syndicate ellimóð. en ertu það? b42 tSiMl. Væri ekki hænt að íæra hann niður i um einn bekk, því pabbi hans á svo crfitt með heima- dæmin. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að spili dálksins loknu sanðist fimmti maðurinn við borðið, áhorfandi við hlið vesturs, hafa lítt skilið í hvað vestur ætlaðist fyrir i spilinu. En málið skýrðist. Þú ættir að hylja spil austurs og suðurs og reyna þi« í vörn. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. D107 H. D5 T. KD63 L. ÁK104 Vestur S. ÁG9 H. ÁK1074 T. G10 L. 963 Suður S. 96542 H. 93 T. Á75 L. DG2 Vestur tekur tvo fyrstu slagina á hjarta gegn 3 spöðum, spiluðum í suður eftir þessar sagnir. VeHtur NorAur SuAur Auntur lhj. Dobl 2 8P. 2 hj. 3 hj. 3 Hp. pass allir Hverju myndir þú spila í 3. slag? Auðvitað tígulgosa. Það liggur nokkuð beint við, að ef vestur á tígulás þá á suður bæði spaðakóng og laufdrottningu. Og ef suður á ásinn þá á austur næstum örugglega spaðakóng. Úr þessu fékkst skorið þegar suður tók gosann með ásnum. Hann spilar þá lágum spaða og hvað gerir þú? Þegar spilið kom fyrir hafði vestur gert sér ljósar staðreyndir málsins. Hann tók á spaðaásinn og nú má líta á öll spilin. Vestur spilaði aftur tígli, tekið í blindum. Lágu laufi spilað á drottninguna og því næst spaðatíunni svínað. Austur fékk slaginn, spilaði tígli eins og til var ætlast og trompun vesturs varð 5. slagur varnarinn- ar. Skemmtilega leikin vörn en samningurinn var engum til sóma. Auðvitað hefði verið betra fyrir norður og suður, að verjast gegn þrem hjörtum enda var hækkun norðurs í 3 spaða ekki beint viturleg ákvörðun. i____________< ------ Austur SK3 H. G862 T. 9842 L. 875 COSPER — Einhver annar? Að minnsta kosti ekki á mánudögum. Sögðust styðja hug- myndina að baki þessarar ráðstefnu TUTTUGU og fimm kinverjar voru sendir af kínversku ríkis- stjórninni á ráðstefnu i Kaup- mannahöfn, sem haldin var fyrir skömmu. Eftir ráðstefn- una fóru fjórar konur til Vest- ur-Þýskalands fjórar til Eng- lands og fjórar til íslands, sem komu á vegum kvenfélagasam bands Islands. Blaðakona Morgunblaðsins hitti þessar fjórar konur að máli hjá formanni bandalags kvenna í Reykjavík, Unni Schram ekki alls fyrir lögnu. Konurnar voru boðinu hingað til lands mjög þakklátar sem gerði þeim kleyft að skoða þetta „yndislega" land. Þær voru yfir sig hrifnar af Reykjavík, og sögðu hana vera litfögrustu borg heims, því að þökin væru í öllum regnbogans litum. Víða höfðu þær farið um borgina, m.a. skoðað Isbjörninn, Landspítal- ann, Borgarspítalann og þjónus- tuheimili fyrir aldraða. Blm. spurði þær hvernig þeim hefði litist á ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn, og sögðust þær styðja hugmyndina að baki þess- ari ráðstefnu og telja hana lið í jákvæðri þróun. Slík ráðstefna gefur möguleika aukinna kynna kvenna, hvarvetna að úr heimin- um og gefur tækifæri til um- ræðna og skoðanaskipta um þau vandamál sem við er að glím^, því auðvitað hefur hver þjóð sín sér svið og vanda við að fást. Sá árangur náðist að 75 þjóðir undirrituðu milliríkja yfirlýs- ingu um afnám misréttis gagn- vart konum. Aðspurðar um óánægju sumra fulltrúa vegna stjórnmálalegs ágreinings á ráðstefnunni sögðu kínversku fulltrúarnir að konum komi einnig við það sem væri að gerast í stjórnmálum og því ekki Kaupleysi húsmæðra Ingjaldur Tómasson skrifar: „Mæður, sem telja það mikil- vægasta hlutverk sitt að ala upp sem mannvænlegust börn, eru nú næstum fyrirlitnar af uppeldis- fræðilegum niðurrifsöflum. Þess- ar „stofnmæður", sem gegna áreiðanlega langmikilvægasta starfi á þessu landi eru lítillækk- aðar með því að greiða þeim ekki fimmeyringsvirði í kaup (þær ættu að hafa ráðherralaun). í stað þess eru rándýrar uppeldisstofn- anir í stöðugt vaxandi mæli látnar annast uppeldi þjóðarinnar. Stofnanauppeldiskerfið er að slá öll met í eyðslu og óstjórn. Þar eru fræðingar, hver upp af öðrum, alls konar stjórar ásamt arkitektum í hverju horni og svo tróna öll ráðin, nefndirnar og starfshóp- arnir yfir öllu saman. • „Fósturlandsins freyja“ Ég skrifaði grein í Dagblaðið 24. ágúst 1978 með yfirskriftinni „Fósturlandsins freyja", þar sem ég tók fyrir kaupleysi húsmæðra og lýsti að nokkru því stórmerka heimilis- og þjóðarhlutverki, sem þær hafa leyst öldum saman með miklum skörungsskap og hug- prýði, ekki síst þegar fátækt og óáran herjaði á land okkar. • Ágætt útvarps- erindi Um það bil ári eftir að þessi grein mín birtist talaði maður nokkur (hef því miður gleymt nafninu) í „Dag og veg“ útvarpsins um að allar mæður, sem hefðu stjórn heimilanna og uppeldi barna að aðalatvinnu, ættu að fá full laun. Þessi framsýni maður kvaðst vera fyrstur manna hér- lendis sem bæri upp tillögu um full húsmæðralaun, en það er ekki rétt, eins og fyrrnefnd Dagblaðs- grein mín sannar. Ég vil þakka þetta ágæta útvarpserindi. Það er ánægjulegt að heyra þótt ekki sé nema eina rödd í útvarpi, sem styður kröfuna um full mannrétt- indi heimavinnandi húsmæðra á okkar landi. • Til háborinnar skammar Uppeldiskerfisviðundrið ætti að afnema sem fyrst, og nota hið mikla fé sem sparaðist til að greiða mæðrum mjög gott kaup fyrir hið mikilvæga uppeldisstarf. Hið opinbera þarf auðvitað áfram að sjá um uppeldi þeirra barna sem foreldrar geta ekki annast, bæði vegna almennra sjúkdóma eða drykkjusýki þeirra, sem er nú hraðvaxandi vandamál. Það er næsta ótrúlegt, að engin kvenna- eða rauðsokkasamtök skuli nokk- urn tíma hafa minnzt á það að leiðrétta kjör heimavinnandi hús- mæðra. Þetta er löngu orðið kvenréttindasamtökunum og þjóð- inni allri til háborinnar skammar. Það er bara sagt við þær eitthvað á þessa leið: Snáfaðu bara út á vinnumarkaðinn og hentu krökk- unum á opinbera uppeldisfæri- bandið. Ég hefi margsinnis orðið vitni að því, þegar einstæðar mæður verða að rífa börn sín upp fyrir allar aldir í hörðum vetrar- Talið frá vinstri. Lu Dui, Zhang Jiexun, Chen Fen og Xie Shanshan. óeðlilegt að pólitísk mál bæri á góma. Að lokum spurði blm. þær hvernig staða konunnar væri í Kína í dag. Konur njóta fulls jafnréttis við karlmenn. Þ.e.a.s. síðan Al- þýðulýðveldið var stofnað árið 1949. Að vísu er það kannski helst í afskekktum þorpum sem siðirnir gömlu eru ennþá svo ríkjandi að við þurfum að berj- ast fyrir jafnréttinu. Við getum nefnt til sönnunar jafnréttinu að í skólum landsins upp að háskóla eru konur um 40% eða meira Háskólakennarar eru 26% konur og Vi vísinda og tæknifræðinga eru konur. Að lokum er þess vert að geta að í þjóðþinginu eru 21% þingmanna konur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.