Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Umsjón: Séra Ján Dalbú Hróbjartsson Séra Kurl Siyurbjörnsson Siyuráur Pdlsson DROrTINSDEGI Heilagleiki Guðs í ritningunni eru mörg orð og hugtök, sem ekki er alltaf svo auðvelt að skilja. Sum hugtökin hafa jafnvel breytt um merkingu, þýða allt annað nú á dögum en þau gerðu þegar rit Biblíunnar voru skráð. Það er því nauðsyn- legt að reyna að gera sér grein fyrir því hvað hin ýmsu orð og hugtök merkja svo boðskapur Biblíunnar komist óbrenglaður til lesandans. í þessari grein verður leitað svara við því hvað nokkur hugtök merkja er snerta heilagleika Guðs. í því sambandi verður tekinn stuttur kafli úr bókinn Ágrip af kristinni trúfræði eftir Bo Giertz í þýðingu sr. Jónasar Gíslasonar dósents. Guð er heilagur Guð einn er heilagur (Op. 15,4) og þess vegna er ekkert það til á jörðunni, sem við getum bent á eða rannsakað til þess að geta skýrt, hvað átt er við með orðinu heilagur. Þegar eitthvað jarð- neskt er kallað heilagt (eins og t.d. lögmálið, musterið, hinir kristnu eða kirkjan), fær það heilagleika sinn frá Guði, og þessi heilagleiki er ekki einhver eigin- leiki, sem hægt er að rannsaka eða lýsa á hlutlægan hátt. Orðið heilagur táknar það, sem gjörir Guð að Guði, skilur hann frá öllu öðru. Þess vegna er ekki auðvelt að finna orð eða myndir, sem geta skýrt eða lýst því, hvað fólgið er í heilagleika Guðs. Þá fyrst, er við mætum Guði sjálfum á persónu- legan hátt, byrjum við að gjöra okkur grein fyrir, hvað liggur að baki þessu orði. Þegar menn stundum umskrifa orðið heilagur eða „syndlaus", feiur það í sér einhverskonar siðferðilegt mat, sem leiðir okkur á villigötur og ýtir undir hinn algenga misskilning, að Guð sé háleitasti skilningur okkar á því hvað sé gott og rétt. En við getum ekki heldur í þessu efni sagt, hvernig Guð hljóti að vera. Þegar allt kemur til alls getum við því aðeins sagt til um, hvað sé gott og rétt, með því að læra það af Guði. Oft virðist eðli Guðs vera þannig farið, að mennirnir, sem horfa á allt frá sínum eigin sjónarhóli, verða steini lostnir. Þeir geta ekki skilið hvernig Guð getur breytt þannig. Hér er um eitt- hvað það að ræða, sem kemur ekki heim og saman við þá mynd, sem þeir hafa gjört sér af Guði — vegna þess að sú mynd var aðeins stækkun þeirra eigin fyrirmynda og vona. Ef við viljum eignast þekkingu á eðli Guðs, verðum við að leita til opinberunarinnar í Biblíunni og sjá, hvernig sá Guð er, sem mætir okkur þar. En við verðum sífellt að hafa hugfast, að orðin eru í sjálfu sér innihaldslaus og óskiljanleg, svo lengi sem við eigum enga persónulega reynslu af þeim raunveruleika, sem þau lýsa. Þetta er fyrirvari, sem við alltaf verðum að gjöra, er við tölum um Guð. Það gildir nú u n okkur, er við reynum að skilja eitthvað af því, sem opinberun Biblíunnar kennir okkur um Guð. Dýrð Guðs Dýrð er orð, sem sífellt mætir okkur, þegar Biblían lýsir Guði. Á grísku er það doxa (á latínu gloria) og táknar það, sem er jafn sérstætt og erfitt að útskýra eins og heilagleiki Guðs. Hún er út- geislun á eðli Guðs, eitthvað sem fyllir allt umhverfi hans með hamingju og lofsöng. Hægt er að lýsa henni sem ljósi, sem er svo skínandi bjart, að jafnvel seraf- arnir hylja andlit sin fyrir þvi, ljós sem jarðnesk augu okkar þola ekki að líta. Hún er birta, þar sem ekkert er hægt að fela og í skini hennar verður allt jarð- neskt óhreint og flekkað. Hún afhjúpar allt. Hún blindar, yfir- þyrmir og þrengir sér alls staðar inn, en jafnframt fyllir hún okkur gleði og hamingju og laðar fram lofsöng, sem aldrei þagnar. Hér á jörðunni sjáum við aðeins dauft endurskin þessarar dýrðar og aðeins stöku sinnum, þegar fortjaldið milli heims okkar og hins himneska er dregið til hliðar eitt andartak. Þessi dýrð ljómaði um hirðana nóttina, sem Jesús fæddist. Hún fyllti lærisveinana ótta og lotningu á ... dáinn, grafinn. Steig niður til heljar „Það er fullkomnað!“ Það voru síðustu orð hins krossfesta Jesú til okkar mannanna. Síðan hneigði hann höfuð sitt með bænarand- varpi: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!“ Þannig lauk lífsferli hans, sem sagðist vera „lífið" sjálft. Hvað er það, sem nú er „fullkomnað" í þessum atburðum Golgata, — annað en ósigur hans og sigur Pílatusar og andstæðinga Jesú, sem var í mun að sýna fram á að hann gæti ekki sagt satt, að hann væri Guðs sonur, vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sjáið nú! Þarna lætur hann líf sitt á krossi sakamannsins! Sjálfur telur Jesús Kristur þennan hræðilega kross fullkomn- un lífsverks síns. Fullkomnun þess verks, sem hann sjálfur hafði lýst með þeim orðum, að hann væri ummyndunarfjallinu. Hana legg- ur af ásjónu Krists, er við lítum hann augum trúarinnar. Biblían notar einnig ýmis önn- ur orð, sem reyna að lýsa ein- hverju af því, sem dýrð Guðs felur i sér. Oft er talað um „tign og dásemd". Það er talað um heiður Guðs, mikilleika, veldi, mátt o.s.fr. Að skynja eitthvað af því, hvað fólgið er í dýrð Guðs, merkir Sð við skiljum, að Guð er æðstur alls, verður kærleika okkar og leitar án tillits til þess, hvort það borgar sig eða ekki. Hér hverfur öll umhugsun um það, hvað við getum grætt á því að leita hans í eigingjörnum tilgangi. Jafnvel þótt ég missi allt, þá felur það í sér hamingju og auðæfi, að Guð er til og hann er sá, sem hann er. Tilvera Guðs gefur tilverunni tilgang, hvað svo sem fyrir kem- kominn „til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúk. 19,10) „Þjóna og gefa lif sitt til lausnargjalds“ (Matt. 20,28). Hann talaði um að líkami sinn og blóð sitt yrði fyrir okkur gefinn og úthellt til „fyrir- gefningar syndanna“ (Matt. 26,28). Og í viðræðum sínum við Nikodemus minnti hann á frá- sögnina um eirorminn í eyðimörk- inni foroum 0" sagði: „Eins og Móse hóf upp höggorminri i eyði- mörkinni, þannig á mannssonur- inn að verða upphafinn til þess að hver, sem trúir, hafi í samfélaginu við hann eilíft lif. „(Jóh. 3,14—15) Fullkomun þessa hlutverks, þessa lífsstarfs er krossdauði hans á Golgata. Því er krossinn dásam- legt tákn í augum okkar kristinna manna, tákn sem segir eins og Hallgrímur: Fullkomnað IðKmál fyrlr þli( er. fullkomnaA njald tll lausnar þér. fullkomnaA allt. hvaA fyrir var spáA. fullkomna skalt þú elnnaat náA. (Pass. 43). Krossinn er fullkomnun lífs og sigurs þess fullkomna fórnandi ur. Eða eins og segir í sálminum (sálmabókin nr. 11): Guð er Guð, þótt veröld væri eigi, verður Guð, þótt allt á jörðu deyi. Órannsakanleiki Guðs Guð er órannsakanlegur. Vegir hans eru jafn miklu hærri okkar vegum sem himininn er hærri en jörðin. Meðan við stöndum aðeins tilsýndar og veltum vöngum yfir Guði, verður þessi órannsakan- leiki okkur kvöl, uppspretta furðu, torskilin gáta — hann veldur okkur sársauka og bitur- leika. En í návist Guðs verður órannsakanleiki hans annað og meira en eitthvað óskiljanlegt. Hann verður ekki aðeins eitt- hvað, sem við sættum okkur við. Hann eignast innihald. Við lær- um að skilja — eins og sagt var í gamla daga — „að Guð bæði veit og vill okkur hið besta“. „Þetta getum við ekki skilið," sögðu kristnir mér.n ei.nnig áður fyrri. Það merkir ekki aðeins uppgjöf gagnvart því, sem er óskiljanlegt, og undirgefni undir vilja Guðs, sem við skiljum ekki. Það merkir öryggi. Við vitum, að Guð, sem er órannsakanlegur, geymir allt í föðurhjarta sínu og umlykur allt í ráðsályktunum sínum og hann tekur að sér allt, sem við ráðum ekki við. „Drottinn er réttlátur í öllum sínum vegum og miskunn- kærleika sem Jesús Kristur birtir og boðar, tákn vonar í heimi, sem firring, synd, þjáning og dauði ógnar. Jesús Kristur bar synd heims- ins. Hann tók á sig alla neyð mannanna, gekk í gegn um þann dauða, sem allra bíður. Hann var liðinn lagður í gröf svo sem við okkur öllum blasir á jarðarslóð. Svona algjörlega gerir hann mannanna kjör að sínum. Guð- spjallið segir að Jesús hafi grátið af harmi við vinargröf (Jóh. 11,35). Nú grétu vinir hans við hans gröf, þar sem hann hvíldi kaldur nár. Dauði Jesú var raun- verulegur dauði. Hann var ekki í dauðadái, — skindauður, eins og þeir sem draga í efa sanníeiksgildi upprisuboðskaparins vilja stund- um halda fram. Hann var dáinn, meðal annars það vill trúarjátn- ingin undirstrika með orðunum „steig niður til heljar“. Hann sem cr lifið sanna gisti hel. Að morgni þriðja dags, páskadagsmorgni samur í öllum verkum sínum“. (Sálm. 145,17). Frammi fyrir órannsakandi dýptinni í eðli Guðs stöndum við í lotningu og hrifningu á sama hátt og frammi fyrir dýrð Guðs. Okkur býður í grun, hvílíkir óendanlegir kraftar og nýir möguleikar eru fólgnir þar. Okkur býður í grun, hvernig eilífðinni muni farið, þegar úr þessum ótæmandi djúpum náðar og vísdóms vella fram stöðugir straumar nýrrar reynslu og ham- ingju. Það er því eitt af sérkennum kristinnar guðsreynslu, að frammi fyrir órannsakanleika Guðs brýst lofsöngurinn fram. Job eignaðist reynslu, sem náði út fyrir mörk mannlegrar getu, en þegar hann að lokum mætir Guði sjálfum, fær hann ekkert fræði- legt svar við spurningum sínum. Hann fær það, sem meira er: hann mætir dýrð og hátign Guðs, sem gefur órannsakanleika hans tilgang. „Ég þekkti þig af af- spurn, en nú hefur auga mitt litið þig! Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og ösku.“ Svipað finnum við hjá Páli. Þegar hann glímir við hina erfiðu spurningu um áform Guðs með ísrael, hina útvöldu og fráföllnu þjóð, þá brýst að lokum fram hjá honum lofsöngurinn yfir því, að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við sjáum jafnvel dæmi hins sama hjá Jesú sjálfum. Okkur er tor- skilið, er hann lofar föður sinn fyrir, að hann hefur hulið sann- leikann fyrir spekingum og hygg- indamönnum, en opinberað hann smælingjum. (sjá Matt. 11,25) Vandlæti Guðs Guð er vandlátur Guð. Hann getur birst sem eyðandi eldur. Allt hið óhreina, lága, lítilmót- lega og sjálfselska eyðist í vand- læti hans. En jafnvel þetta vand- læti, sem vekur okkur mönnunum ótta, er einnig fyllt með einhverju því, sem við finnum, að er gott og skapandi. Vandlæti Guðs er ná- tengt kærleika hans. Orðið sem Gamla testamentið notar um vandlæti, getur einnig merkt af- brýði. Ástæðan er sú að í báðum tilfellum er um að ræða kærleika, sem vill ekki láta ýta sér til hliðar, vill ekki deila með öðrum þeim, sem hann elskar. Sama hugsun liggur bak við hugtak í Nýja testamentinu (Jak. 4,5). þar sem segir: “Eða haldið þér, að ritningin fari með hégóma? Þráir hann ekki með afbrýði andann, sem hann gaf bústað í oss?“ Guð sem skapaði ?kkur mennina til þess, að við eignuðumst hiuiuclld í lífi hans og hamingju, vill ekki og getur ekki leyft okkur að deila kærleika okkar milli sín og þess máttar, sem stendur gegn honum. Ef hann á að vera Guð okkar og faðir, vill hann vera það einn. „Þú skalt ekki aðra Guði hafa en mig.“ varð það ljóst, að hann sigraði sjálfan dauðann, ekkert vald er honum sterkara, ekkert svið utan valda hans. Hann er sannarlcga frelsarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.