Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 Rústir á Hirtu. Eyjarnar hafa nú að mestu verið friðlýstar, en þó gera fcrðamenn þangað þéttfarið árlcga. SLETTIREKURNAR GRÓFU UNDAN SANKTIKILDU Á kyrrum og sólbjörtum morgni fyrir fimmtíu árum klæddust þrjátíu og sex eftir- lifandi íbúar Sankti Kildu hátíðarfötum, fluttu fjöl- skyldubænir, skildu eftir opna biflíu og örlitla hafrahrúgu á borðum og yfirgáfu steinkofa sína ellefu síðasta sinni. Um sjöleytið voru þeir tilbúnir að stíga um borð í Harebell, varðskip stjórnarinnar, sent á vettvang til að flytja brott síðustu leifar þúsund ára byggðar á eyjunum. Búpen- ingur eyjarskeggja hafði þeg- ar verið settur í annað skip. Kettir fóru á flakk og gólandi hundar drukknuðu í höfninni. Þann 29. ágúst næstkom- andi, hálfri öld síðar, verður atburðarins minnst, er lítið varðskip með friðunarsinna, póstmenn og tólf upprunalega eyjarskeggja innanborðs, sigl- ir til baka í kjölfar Harebell. Ferðalangarnir munu sigla hundrað og tíu sjómílur út á Atlantshafið frá bænum Arg- yll í Skotlandi og taka land á stærstu eynni, Hirtu. Þar verður haldin minningarat- höfn í smákirkjunni með pontunni gríðarlegu þar sem ábúðarmiklir klerkar víluðu ekki fyrir sér að predika dægrin löng í samfellu. Póst- mennirnir hyggjast stimpla fjörutíuþúsund fyrstadags- umslög og senda um heim allan til áhugamanna um Sankti Kildu. Þrátt fyrir fjarlægðina, óáreiðanlegan veðurham og erfiðleika á að komast þangað hefur Sankti Kilda ætíð heill- að ferðalanga. Síðasta aldar- fjórðung hefur brezki herinn haft á eynni útbúnað til eld- flaugaeftirlits og bankinn National Trust for Scotland, sem tók við eynni 19§6, kapp- kostar að endurreisa nokkur kotanna og varðveita garða og fjórtán hundruð torfþökt grjótskýli íbúanna, sem notuð voru til geymslu. Náttúru- verndarsamtök hafa látið friðlýsa hluta eyjarinnar til varnar þéttu varpsvæði haf- súlu, fýls og lunda og annarra sjófugla, ásamt sauðum af Soay-kyni, mús og músar- rindli, er kenndur er við Sankti Kildu. Einnig hafa ferðamenn gert þéttfarið til þessa yzta útkjálka Bret- landseyja frá því um miðja nítjándu öld, sumpart vegna undursamlegrar náttúrufeg- urðar, en aðallega vegna frá- sagna af því sérkennilega fólki er lengst af byggði Sankti Kildu. Frumbyggjum eyjanna hlýtur að hafa svipað meir til nágranna sinna í björgunum en nokkrum ófleygum lífver- um fyrr og síðar. Sjófugl var kjarninn í daglegri fæðu og helzta lífsviðurværi og til að festa hönd á honum, eltu þeir súlu og fýl í þverhníptum hömrum og klettasprungum í svimandi hæð yfir sjó. Þeir voru fjallgöngumenn og bjargsprangarar af guðs náð, fæddir til starfans og uppaldir til að sjá sjálfum sér og fjölskyldunni farborða. En glæfraiðjan var einnig partur Sankti Kilda mun frægust hafa oröið á íslandi af nafni Karls Einarssonar Dunga- non, heimsborgara og Seyöfiröings, sem tók sér nafnbótina „Hertogi af Sankti Kilda“ áriö 1932. Viö hitt munu færri kann- ast aö á Sankti Kildu blómgaöist sérkenni- legt mannlíf öldum saman. í raun var enginn staöur á Bretlandseyjum sem Sankti Kilda. Þar greiddu íbúar aldrei atkvæöi, sættu aldrei herkvaöningu og guldu aldrei tekju- skatt — þekktu reyndar ekki pen- inga. Þrátt fyrir ákaf- ar illdeilur er af spunnust flutti her- skip alla íbúa brott af eyjunum áriö 1930. Undir lok mánaöar- ins verður hálf öld liöin frá þeim atburöi. af menningunni, íþrótt og manndómsraun. Þeir fóru um björgin alls staðar, hvort sem var í roki eða regni, dinglandi í verðmætum hráskinnsköðl- um eða lásu sig upp slútandi bergið hvíldarlaust og án sjá- anlegrar fótfestu. Öklar þeirra voru gildari en gerist um miðlungs mannabein og sterkar og sveigjanlegar tærnar, er sjá má á gömlum ljósmyndum, minna á grip- klær á öpum. Bjargklifur, bátasýsl og af einhverjum orsökum klæð- skurður einnig, var karl- mannsverk. Konurnar á Sankti Kildu voru burðarhest- ar, auk þess að sinna eld- amennsku, mölun, spuna og vaski. Það kom í þeirra hlut að bera og draga og klöngrast yfir hæðirnar á Hirtu til að gefa búpeningi og mjólka. Beinastór andlit þeirra, smáeygð og nefhvöss, líkjast ásjónu suður-amerískra indí- ána en kynstofns af Suðureyj- um. í ljósi barnsburða, óhæg- inda, vinnuþrælkunar og þrúgandi trúarbragða, sem blandin voru fornum hégilj- um, hlýtur líf þeirra að hafa verið eitt hið strembnasta, er sögur fara af á Bretlandseyj- um. í fimm hundruð ár fram til ársins 1931 var Sankti Kilda — eða réttara sagt eyjarnar fjórar, Hirta, Dun, Soay og Boreray með dröngunum í kring — í eigu MacLeod- ættarinnar í Dunvegan í Skyehéraði. Eyjarskeggjar guldu landeiganda leigu með varningi, en aldrei borgaði nokkur maður á Sankti Kildu tekjuskatt eða opinber gjöld, og aldrei greiddu þeir atkvæði eða sættu herkvaðningu. Glæpir voru svo til óþekktir og er ekki vitað til að þar hafi lögreglumaður nokkru sinni stigið á land. Peninga notuðu þeir ekki en stunduðu þess í stað vöruskipti. íbúar á Sankti Kildu, sem aldrei urðu fleiri en hundrað og áttatíu, höguðu stjórnsýslu líkt og lýðveldi sameignar- sinna með sterku feðraveldis- ívafi. Dag hvern, utan sunnu- daga, þinguðu karlar í þorps- götu til að ræða dagsverk og önnur nauðsynjamál, svo sem bátahirðingu og prófun bjargsigsreipa. En einkaeignarskipan tíðk- aðist einnig, t.d. áttu nokkrar fjölskyldur bát í sameiningu og bar þeim að hirða hann í hlutfalli við eignaraðild. Hins vegar var öll vinna upp í landskuld unnin í félagi, og átti sama við um fuglaveiði. Þúsundum fugla var hrúgað upp í þorpinu að degi loknurn og skipt eftir þörfum. Sérhver þegn var öðrum háður um afkomu og hugmyndir um umbun fyrir einstaklings- framtak eða getu voru eyja- skeggjum framandi. Sauðfé, sem var minni háttar fæðu- og auðsuppspretta, áttu menn út af fyrir sig, en yrðu van- höld hjá einum létu hinir skepnur af hendi til að bæta honum það upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.