Morgunblaðið - 10.08.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980
ANNA BJARNADOTTIR SKRIFAR FRA WASHINGTON:
Deilur bíða
demókrata
í New York
New York, 8. áftúst.
JIMMY CARTER
LANDSÞING demókrata heíst í
New York .á mánudag. Þar
munu þeir móta stefnu flokks-
ins fyrir næstu fjoKur árin og
útnefna forsetaframbjóóanda,
sem þeir vona að vinni forseta-
kosningarnar i nóvember og
framfylgi stefnu flokksins á
næsta kjörtímabili. Republikan-
ar þinguóu i sátt og samlyndi i
Detroit í siðasta mánuði, en
húizt er bið að annað verði upp
á teningnum hjá demókrötum í
New York.
Stuðningsmenn Jimmy Cart-
ers og Edward Kennedy hafa átt
í samningaviðræðum um fram-
kvæmd þingsins undanfarnar
vikur. Carter neitaði að eiga
kappræður við Kennedy í for-
kosningabaráttunni og sagði, að
landsþing flokksins væri eðli-
legur vettvangur fyrir umræður
um stefnu flokksins. Til þeirra
mun koma á þriðjudag, þegar
stefnuskráin verður lögð fyrir
þingið. Kennedy mun þá verða
meðal ræðumanna og tala um
efnahagsmál.
Mánudagurinn verður þó að
mörgu leyti mikilvægasti dagur
þingsins. Fulltrúar munu þá
ákveða reglur þess og um leið
möguleika annarra frambjóð-
enda en Jimmy Carters til að
hljóta forsetaútnefningu flokks-
ins. Miklar deilur eru um reglu,
sem krefst þess, að fulltrúarnir
styðji í gegnum þykkt og þunnt
þann frambjóðanda, sem þeir
voru kjörnir á þingið fyrir.
Hún gerir frambjóðendum
kleift að skipta um fulltrúa, ef
stuðningur við þá virðist vera að
dofna og standa þannig vörð um
eigin atkvæðafjölda.
Edward Kennedy og stuðn-
ingsmenn hans hafa lengi barizt
gegn þessari reglu. Fyrir nokkru
tóku um 40 fulltrúadeildar-
þingsmenn í sama streng. Þeir
neita þó, að þeir séu stuðnings-
menn Kennedys eða í herferð
gegn Carter, heldur berjist þeir
fyrir „opnu landsþingi" í anda
stjórnarskrár flokksins frá 1974,
sem segir: „Flokkurinn skal ekki
krefjast þess, að fulltrúi á
flokksþingi greiði atkvæði gegn
eigin samvisku."
Stuðningsmenn Carters segja
hins vegar, að reglan, sem þingið
mun greiða atkvæði um, sé í
anda breytinganna, sem hafi
orðið í flokknum undanfarin 10
ár og leiddu til þess að 19
milljónir manna tóku í fyrsta
sinn þátt í forkosningum hans í
ár. Þeir segja, að kjósendur hafi
ekki verið að kjósa fulltrúa á
landsþingið, heldur verið að
greiða þeim atkvæði, sem þeir
vilja að verði forsetaframbjóð-
andi flokksins.
Flest bendir til að reglan verði
samþykkt og Carter þurfi ekki
að óttast um útnefningu sína.
Robert S. Strauss, kosninga-
stjóri hans, hefur látið að því
liggja, að Carter muni gefa
fulltrúum sínum frelsi til að
greiða atkvæði að eigin geðþótta,
eftir að hann hefur unnið kosn-
inguna um reglur þingsins, en
Carter sagði fyrr í vikunni, að
hann hafi ekkert slíkt í hyggju.
Glundroði mun ríkja í flokkn-
um á hvorn veginn, sem kosning-
in fer. Starfsmenn Carters og
Kennedys skrifuðu undir yfirlýs-
ingu um sættir að þinginu loknu
i síðustu viku, en þær sættir
virðast langt undan. Kennedy
sagði á fimmtudag í viðtali við
Bill Moyers, fréttamann PBS
Minning:
Henning Christensen
mjólkurfrœðingur
Fæddur 22. apríl 1926
Dáinn 3. ágúst 1980
Þegar ég frétti hið skyndilega
lát félaga míns og kunningja,
Hennings Christensen mjólkur-
fræðings, kom upp í huga mínum
þessi vísa:
Dauðinn fór djarft með mig.
Dauðanum enginn ver.
Dauðinn er bæði súr og sætur
samt er hann öllum víst ágætur.
Henning fæddist þann. 22. apríl
1926 í Ravnebjerg við Tranekær á
Langalandi í Danmörku.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Carla Christensen og Marius
Christensen. Marius faðir Henn-
ings var starfsmaður við greifa-
setrið í Tranekær meðan hann
hafði heilsu til.
Henning ólst upp í stórum og
samrýmdum systkinahóp, og þar
ríkti glaðværð og góður heimilis-
háttur. Henning hafði sterkar
rætur til æskustöðvanna, kom þar
margt til; töfrandi náttúrufegurð
umhverfisins svo og hitt að þegar
greifadæmið stóð með mestum
blóma var oft meira líf og fjör þar
en annarsstaðar úti á landsbyggð-
inni. Tuttugu og fjögurra ára að
aldri kemur Henning hingað til
Islands. Það mun hafa verið með
hann eins og marga fleiri að ekki
hafi verið ráðgerð nein lífstíðar
búseta hérlendis.
En allt fór nú á annan veg, hér
fann hann sína lífshamingju, hér
kynntist hann ungri og glæsilegri
konu, Dórótheu Vilhjálmsdóttur.
Þau giftust árið 1951. Dóróthea
hafði áður verið gift Georg Thor-
berg flugmanni, en hann fórst í
flugslysi. Ungan son áttu þau
Georg og Dóróthea saman en nú
gekk Henning honum í föðurstað
og reyndist honum góður og sann-
ur faðir. Henning og Dóra eignuð-
ust þrjár dætur saman, tvær hafa
fest ráð sitt ásamt syninum, en
yngsta dóttirin er enn í heimahús-
um, ung að aldri.
Skömmu eftir að Henning kom
til Islands árið 1950, var hann
ráðinn mjólkurfræðingur til
Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík.
Síðustu árin veitti Henning ísgerð
Mjólkursamsölunnar forstöðu sem
verkstjóri og ábyrgðarmaður.
Honum farnaðist vel í starfi, átti
gott með að umgangast fólk og var
vinsæll mjög.
Ég sem þessar línur rita, á
margs að minnast af kynnum
mínum við Henning.
Oft nutum við kona mín og ég
gestrisni þeirra hjóna á heimili
þeirra í Eskihlíðinni.
Alltaf hafði ég gaman af að
ræða ýmis málefni við Henning.
Stundum ræddum við eilífðarmál-
in, stjórnmál, verkalýðsmál,
o.m.fl. Og alltaf var hann jafn
virkur og lifandi í hugsun, því
ekkert mannlegt var honum óvið-
komandi og lífsviðhorf hans var
ekki uppbyggt af hentistefnum
sem einkennir svo margan.
Forlögin höguðu því þannig til
að á þessu sumri fóru þau hjónin
Henning og Dóra í skemmtiferð til
Danmerkur og fleiri staða.
Um tíma var dvalið á æsku-
stöðvum Hennings, því þar búa
tveir bræður hans.
Eflaust hefur honum fundist að
hann væri kominn heim, og ég sé
fyrir mér í anda, er sól og
sumarblíöa skartaði í Tranekær.
Þá söng í hjarta manns.
Fuglesang og himmeln er blá
ó nu kan jeg dikteren forstá
En nú er dimmt í sorgarranni,
kona hans og börn syrgja ástrikan
heimilisföður, einnig ættingjar
hans í Danmörku, vinir og kunn-
ingjar sakna hans.
Við biðjum því almættið að
hugga og styrkja eftirlifandi konu
hans sem orðið hefur að þola svo
mikla sorg og lífsreynslu, að sjá að
baki tveim góðum eiginmönnum
með svo sviplegum hætti, einnig
börnum þeirra biðjum við blessun-
ar.
Sigurður Runólfsson.
Seinnihluta sl. sunnudags, 3.
ágúst barst mér og konu minni sú
sorgarfregn að mágur minn,
Henning Christensen, mjólkur-
fræðingur hefði látist af hjarta-
slagi um hádegisbil þann dag.
Frétt þessi kom mjög illa við
okkur, og ber þar margt til. Mér
varð að orði, að eitt sinn skal hver
deyja, en svona snöggt og óvænt,
er erfitt að sætta sig við fráfall
þessa góða manns.
Síðast sá ég Henning á lífi þann
6. júlí sl., er hann og systir mín
komu í heimsókn til okkar, þá
nýkomin úr utanlandsför þar sem
þau fóru meðal annars til Dan-
merkur og heimsóttu ættingja
Hennings jafnframt ferðar til
Finnlands, þar sem Henning sat
ráðstefnu mjólkurfræðinga. Hann
var kátur og hress að vanda, og
sagði fréttir úr för sinni, og mest
frá Finnlandi, en þangað höfðu
þau ekki áður komið, og fannst
honum mikið til koma, bæði lands
og þjóðar. Á þeirri stundu datt
engum í hug að svo skammt yrði
til svo sorglegra umskipta.
Henning Christensen var fædd-
ur á Langalandi í Danmörku þann
22. apríl 1926. Þar ólst hann upp í
foreldrahúsum á fjölmennu heim-
ili, en þau voru 10 systkinin. Þar
var oft glatt á hjalla og samheldni
mikil hjá fjölskyldunni. Henning
lauk mjólkurfræðinámi 1950.
Árið 1950 lá leið Hennings til
íslands, til að sjá sig um hér um
slóðir, og sú för varð til þess, að
hér hefur hann átt heima síðan.
Eftir komuna hingað hóf hann
fljótlega störf hjá Mjólkursamsöl-
unni og hjá því fyrirtæki starfaði
hann allan sinn starfsaldur. Árið
1%2 eða þar um bil, tók hann við
verkstjórn á ísframleiðslunni hjá
fyrirtækinu og gegndi því starfi til
dauðadags. Hinn langi starfsaldur
hjá sama vinnuveitanda og sá
trúnaður og traust, sem Henning
var sýndur í starfi hans, lýsir
manninum betur, en mörg orð. í
júlí 1951 kvongaðist Henning syst-
ur minni Dóróthe Vilhjálmsdóttur
og eignuðust þau 3 dætur, Marg-
réti, f. 16.5 1953 og er hún gift
Etienne Kipper, sjúkraþjálfara,
frönskum manni, Karen, f. 2.5.
1957, gift Guðjóni Guðmundssyni,
trésmið og Bryndísi, f. 16.7 1%5,
námsmær. Stjúpson átti Henning,
Georg Th. Georgsson, bifvéla-
virkja, f. 17.8 1947 og er kona hans
Bylgja Óskarsdóttir, gekk Henn-
ing honum í föðurstað alla tíð og
var mjög kært með þeim, en Dóra,
eins og hún er jafnan kölluð af
kunnugum var áður gift Georg
Torberg Óskarssyni, flugmanni,
en hann fórst á leið til Akureyrar
í maí 1947, voru þá gift fyrir
stuttu. Af framansögðu er ljóst, að
Dóra hefir nú í annað sinn, orðið
fyrir sorglegri óvæntri Iífsreynslu,
en allir vona og óska að verði
henni bærileg svo og öðrum þeim,
sem um sárt eiga að binda.
Því miður hófust kynni mín við
Henning og fjölskyldu hans ekki
að ráði fyrr en eftir Í966 að ég flyt
hingað suður frá norðurlandi.
Þessi kynni þökkum við hjónin
heils hugar. Henning var glæsi-
menni í sjón, en að öðru leyti kom
hann mér fyrir sjónir, sem
skarpgreindur maður með víð-
tæka þekkingu og sífellt leitandi
að rökum og sannleika. Við Henn-
ing var gott að eiga orðastað.
Hann var maður sanngjarn og
hófsamur í rökræðum, en hélt þó
skoðunum sínum af einurð, ef
honum þótti ástæða til. Henning
var skemmtinn og hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi, enda
hafði hann gott skopskyn, en
græskulaust eins og svo mörgum
Dönum er lagið. Ég hygg að
Henning hafi talið sig bæði Dana
og Islending, og fór hann oft
ásamt fjölskyldu sinni til Dan-
merkur í heimsókn til ættingja
sinna. Hér á íslandi lagði hann sig
fram um að kynna sér sögu lands
Minning:
Sigurður Jónsson
frá Lýtingsstöðum
Fæddur 26. janúar 1904
Dáinn 19. júli 1980
Sigurður Jónsson frá Lýtings-
stöðum andaðist 19. júlí í Land-
spítalanum. Hann var fæddur 26.
janúar 1%4 að Lýtingsstöðum í
Holtum, sonur hjónanna Sigur-
leifar Sigurðardóttur og Jóns
Þórðarsonar bónda þar.
Sigurður ólst upp í foreldrahús-
um við venjuleg sveitastörf til
ársins 1924, er hann settist í
Gagnfræðaskólann á Akureyri.
Síðan fluttist hann til Reykjavík-
ur og fór að stunda sjómennsku
bæði á togurum og millilandaskip-
um. Sigurður þótti með afbrigðum
góður sjómaður og á sjónum
eignaðist hann marga góða kunn-
ingja og vini.
Síðar fór hann að starfa í landi
við ýmis störf og var um tíma
verkstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Um tíma var hann við nám í
Bretlandi, Sigurður var mjög bók-
hneigður og eignaðist gott safn
góðra bóka.
Glaðværð og alvara voru
hvorttveggja ríkir þættir í skap-
gerð Sigurðar, hann var manna
kátastur í vinahóp og hafði þá á
hraðbergi spaugsyrði og vakti
hann oft mikla gleði i vinafagnaði.
Sigurður kvæntist Kristínu M.
Jónsdóttur frá Akranesi 29. febrú-
ar 1936. Þau hjón lifðu í farsælu
hjónabandi og var heimili þeirra
til fyrirmyndar.
Börn þeirra eru Guðmunda, gift
Kristjáni Steindórssyni bónda á
Kirkjubóli N-ís., Sigurleif, gift
Sigurði Njálssyni skipstjóra, Jón,
kvæntur norskri konu að nafni
Tove, Sigurður, kvæntur Svanhvíti
Kjartansdóttur.
Sigurður var maður mjög trú-
hneigður. Sigurður verður vinum
og kunningjum minnisstæður
persónuleiki.
Ég og fjölskylda mín sendum
Kristínu og allri fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
H.M.