Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 3 Dulbúin hótun um að beita valdi í Póllandi Gdansk, 18. áKÚst. AP. KOMMÚNISTALEIÐTOGINN Edvard Gierek hvatti til þess í da«. að reglu yrði komið á, og þetta voru fyrstu ummæli hans um vaxandi óljfu verkamanna í Póllandi. Þúsundir verkamanna í viðbót hafa hafið þátttöku í ailsherjarverkfalli ok krefjast víðtækra umbóta í félagsmálum. stjórnmálum og efnahaKsmálum. Gierek viðurkenndi í sjónvarpsávarpi að stjórn hans hefði orðið á mistök í stjórn efnahansmálanna. cn sagði að núverandi verkfallsalda leysti entjan vanda. „Ef enuinn innanlandsfriður ríkir. missa öll önnur mál ííildi sitt.“ sagði Gierek ok verið xetur að þetta hafi verið dulbúin viðvörun um valdbeitingu. „Látum sannleikann ríkja í hugum allra pólskra kvenna ok karla.“ Fyrr í dag frestaði Gierek heim- sókn til Vestur-Þýzkalands. í ræðu sinni sagði hann að nokkrir hópar hefðu fengið kauphaekkanir síðan í júlí og lofaði öðrum hópum hækkun- um. „Þessi þróun verður að dreifast yfir nokkurn tíma, því að sérhver önnur lausn mundi jafngilda gengis- fellingu og leiða til aukinna mark- aðsvandkvæða," sagði hann. Engar áþreifanlegar tillögur komu fram, og ræða Giereks virtist lítt frábrugðin öðrum opinberum áskor- unum ráðamanna og fjölmiðla. Gierek varði sósíalistakerfið og sagði að með því gæti Pólland verið „frjálst og fullvalda ríki með órjúf- anleg landamæri." Enginn mætti „fara út fyrir viss takmörk, sem miðuðust við þjóðarhag". Ekki væri hægt að „þola aðgerðir, sem beindust gegn grundvallarundirstöðu sósíal- istakerfisins“ og þar gæti um „enga málamiðlun" verið að ræða. Verkfallsmenn birtu 16 kröfur í gær og þar er krafizt afnáms ritskoðunar og endaloka yfirráða Flokksins yfir fjölmiðlum. Pólsk yfirvöld hafa talið slíkar kröfur óaðgengilegar, þar sem þær gætu stefnt forystuhlutverki kommún- istaflokksins í hættu. Nefnd undir forsæti Tadeusz Pyka aðstoðarforsætisráðherra er í Gd- ansk að semja við verkfallsmenn. Pólska fréttastofan segir að stjórn- málaráðið sé komið saman til að ræða ástandið. Ræða Giereks virtist engin áhrif hafa á verkfallsmenn í Lenínskipa- smíðastöðinni í Gdansk. „Hann seg- ir, að við viljum bara peninga. Hann minnist ekki á kröfu okkar um réttindi." Ræðu Giereks var útvarp- að í hátölurum til um 300 manns í fundarsal stöðvarinnar. „Hann seg- ir, að eina leiðin til að leysa vanda Póllands sé að vinna meira. Hann segir alltaf það sama og hann vill aldrei viðurkenna að stjórninni eða honum skjátlist." Verkfallsmenn sögðu, að þeir mundu standa fast við kröfur sínar. „Við höfum engu að tapa,“ sagði Lech Walesa, 36 ára rafvirki. Vest- rænn diplómat sagði fréttamönnum Mikil flugumferð við MIKIL flugumferð hefur verið á gosslóðunum við Heklu. samkvæmt uppiýsingum sem Morgunblaðið fékk i gær hjá flug- turninum á Reykjavíkurflugvelli. Flugumferð var þcgar mjög mikil á sunnudag. og í gær var umfcrðin jöfn og þétt allan daginn. Voru í gær milli 20 og 30 flugvélar á fiugi á leiðinni milli Reykjavíkur og Heklu. og_ á sveimi umhverfis eldfjallið. Á sunnudag voru þær þó enn fleiri, og einnig eftir klukkan 17 í gær, er eigendur einkaflugvéla ba'ttust í hópinn eftir að vinnudegi lauk. Samkvæmt upplýsingum sem Mdrgunblaðið fékk hjá flugturnin- um, var flugumferðin skipulögð í gær, á þann hátt að flugvélar á leið austur flugu fyrir Hellisheiði, en á leið til baka fóru þær Þingvallaleið- ina, um Mosfellsheiði. Flugstjórn- arsvæðið í Reykjavík nær 10 mílur frá flugturninum, en eftir það verða flugmenn að stjórna umferðinni sjálfir. Hafa þeir fengið sérstaka rás á talstöð til umráða, þar sem þeir geta talað saman og borið saman bækur sínar. Ilelsta hættan á slysum vegna þessarar miklu flugumferðar er umhverfis Heklu, en þó á öllu að vera óhætt ef sjónflugsreglum er fylgt. Flugskilyrði voru ágæt í gær, bjart á leiðinni milli höfuðborgar- innar og eldfjallsins, en þar var fyrir utan stöðina: „Þetta er mjög varhugavert ástand. Ég hef verið í Póllandi í 10 ár og aldrei séð nokkuð þessu líkt.“ Ekkert bendir til ólgu meðal verkamanna í Sovétríkjunum, þar sem oft er litið á Austur-Evrópu sem bagga, en ráðamenn eru uggandi og verið getur að Rússar veiti Pólverj- um efnahagsaðstoð. Ritstjóri ítalska kommúnista- blaðsins „Unita“, Alfredo Reichlin, skrifaði í dag að verkföllin í Póllandi sýndu, að ekki væri hægt að stjórna kommúnistaríkjum aðeins ofan frá og borgarar yrðu að geta tekið þátt í lýðræðislegri stjórn. Hann sagði að „afleiðingarnar í alþjóðamálum yrðu mjög viðsjárverðar ef lyktir málsins yrðu hörmulegar.“ Stjórnvöld i Washington fylgja þeirri stefnu að þegja um ástandið til að líkur á vopnaðri ihlutun Rússa verði sem minnstar að sögn embætt- ismanna í dag. Liðsauki til Gdansk Varsjá. 18. áxúst. AP. FRÉTTIR bárust í kvöld um mikinn liössafnað lögreglu um- hverfis borgina Gdansk um fjór- um tímum eftir aö kommúnista- leiötoginn Edvard Gierek skoraöi á tugi þúsunda verkamanna á Heklu framan af degi lágskýjað og lítið að sjá. Síðdegis létti þó til, og auðveld- ara varð að sjá náttúruhamfarirnar úr lofti. Til greina hefur komið að tak- marka eitthvað flugumferð við gosstöðvarnar, en það verður þó ekki gert ef allt gengur jafn vel og hingað til. Líklega verður umferðin að kvöldlagi, eftir sólarlag, tak- mörkuð, að sögn flugumferðar- stjórnarmanna í gær. iðnaðarsvæðum í Norður-Pól- landi aö hætta verkfölium. Jacek Kuron. leiðtogi Sjálfs- varnarnefndar andófsmanna (Kor) sagði AP, að hann hefði „örugga vitneskju“ um að liðs- auki lögreglu hefði verið sendur flugleiðis til svæðisins síðdegis í dag. Hann sagði að samkvæmt upp- lýsingum frá Gdansk hefðu þyrlur lent fyrir utan borgina á strönd Eystrasalts og komið með lögreglu frá öðrum landshlutum. Þyrlurnar lentu milli kl. 15 og 16 að ísl. tíma, en fréttin fékkst ekki staðfest strax, þar sem allar símalínur frá Varsjá til svæöisins eru enn bilað- ar. Óstaðfestar fréttir í Varsjá hermdu einnig, að ótilgreind verkamannaókyrrð hefði brotizt út í túrbínuverksmiðju í annarri iðnaðarborg við Eystrasalt, El- blag, sem er austur af Gdansk. Vertu sparsamur! enekki á kostnaó fiölskvldunnar... tnað fjölskyldunnar... 626 er rúmgóöur bíll meö nóg pláss fyrir alla fjölskylduna og farangurinn. 626 er lítið dýrari en smábíll og benzíneyösla vart meiri. 626 er vel búinn aukahlutum. ATH. Nokkrum bílum óráöstafaö ^ um mánaðamótin ágúst/september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.