Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Fordómar um álverið í ljósi reynslunnar: „Nýjar hendur leysi ný verkefni án þess að því sé fórnað sem fyrir er“ Þriðja auðlindin, eins og hún er stundum köliuð, þ.e. orkan í jarðvarma og fallvötnum landsins, ásamt orkufrekum iðnaði, verður tíðræddari möguieiki með hverjum deginum sem iíður til að tryggja atvinnuöryggi vaxandi þjóðar og sambæriieg lífskjör hér á landi og nágrannar búa við. Það er því ekki úr vegi að glugga lítilsháttar i þá gagnrýni, sem fram var sett fyrir 15 árum, þegar álverið í Straumsvík var á umræðustigi, og hvern veg þeir feiknstafir lita nú út í ijósi reynslunnar. En við skuium staldra við tvo stefnuvita, sem varpa Ijósi á veginn. Hvernig verða lífskjör til Sjávarútvegur og landbúnaður voru hornsteinar verðmætasköp- unar og þar með lífskjara í landinu frá upphafi byggðar fram á okkar daga. Þessar auðlindir, nytjafiskar og gróðurmold, verða áfram veigamiklir þættir í þjóðar- búskapnum, þ.e. mótun lífskjara okkar. Stofnstærð nytjafiska set- ur þeim hinsvegar nýtingarmörk, sem ekki má yfir fara, samanber fiskifræðilegar niðurstöður vís- indamanna okkar. Svipuðu máli gegnir með afrakstursgetu gróð- urmoldar. Og markaðsstaðreyndir búvöru sníða þeirri framleiðslu stakk. Það er því augljóst að þriðja auðlindin, orkan, verður til að koma í mun ríkara mæli en nú er, ef þjóðin vill á komandi árum búa við sambærileg lífskjör og velmegunarþjóðir Vesturlanda. Verðmætasköpunin í landinu, þjóðartekjurnar, ráða lífskjara- ramma okkar. Einkaneyzla, sam- neyzla, félagsleg þjónusta og öll önnur iífskjaraatriði byggja fyrst og síðast á og ráðast af þessari verðmætasköpun, afraktri þjóðar- búsins. Fram hjá þeirri undir- stöðustaðreynd verður aldrei kom- izt. Vaxandi þjóð — og verkefni hennar Þegar íslendingar deildu sem ákafast um álverið í Straumsvík, 1965—66, vóru þeir 190.000 talsins. Áratug síðar var íbúatalan komin í 220.000. í „framreiknuðum mannfjölda á íslandi" (Mann- fjöldi, mannafli og tekjur, upplýs- ingarit áætlunardeildar Fram- kvæmdastofnunar) eru líkur tald- ar á 306.000 búandi einstaklingum hér um aldamótin 2000. íslend- ingar á vinnualdri, 15—69 ára, eru taldir verða 102.000 1981. Tuttugu árum síðar, 2001, eru þeir komnir í 130.000. íslendingum á vinnualdri fjölgar væntanlega um 14.000 ein- staklinga áratuginn 1981—1991 og um 17.000 til viðbótar áratuginn 1991—2001, samkvæmt tilvitnuð- um framreikningi. Jafnvel þó að þessar tölur séu teknar með nokkrum fyrirvara er einsýnt, að verulegt átak verður til að koma, ef tryggja á vaxandi þjóð atvinnu- öryggi og lífskjör í landinu á komandi áratugum, sambærileg þeim er bjóðast í þeim löndum, sem helzt hafa togað til sín íslenzkt vinnuafl og íslenzka sér- þekkingu undafarið. Það vinnuafl, sem hér um ræðir, sækir naumast, nema að iitlum hluta, lifibrauð í þegar fullnýtta fiskistofna — eða „umframfram- leiðslu“ búvöru. Drjúgur hluti þess fer efalítið í margskonar þjón- ustustörf, sem framleiðslustörf verða þó að bera uppi. Þau fram- leiðslustörf verður mestpart að sækja til iðnaðarins, þ. á m. orkufreks iðnaðar, er tengist væntanlegum stórvirkjunum og gerir þær fjárhagslega mögulegar. „Afsalssamningur- * 46 mn Alþýðubandalagið og Þjóðvilj- inn stigu stóryrðadansinn af mik- illi kúnst 1965—66, er álsamning- urinn var í deiglunni. Þjóðviljinn kallaði hann „afsalssamning“. Það var sum sér verið að „selja landið“, eina ferðina enn. Hamrað var á því að íslendingar væru að afsala sér pólitísku og fjármála- legu valdi, auk þess sem starfsemi „auðhringsins" hér á landi negldi Island niður sem láglaunasvæði. Einar Olgeirsson sagði í þingræðu 4. apríl 1966: „Það, sem er höfuð- atriðið i sambandi við tilkomu þessa erlenda hrings, eru áhrif hans á islenzk stjórnmál. Þessi auðhringur verður á næstu ára- tugum sterkasti aðilinn i íslenzk- um stjórnmálum ..hvorki meira né minna. Fáir eru þeir sem vildu endurtaka slíka staðhæfingu í ljósi tiltækrar reynslu nú. Kenningin um láglaunasva>ðið var m.a. rökstudd með hugsan- legum innflutningi erlends vinnu- afls. Einar Olgeirsson spurði á Alþingi: „Hvernig er þá, ef þessi erlendi hringur flytur inn erlent verkafóik, sem hann ræður fyrir lægri kjör ... ?“ Von er að maðurinn spyrji. En dómur reynslunnar er sá að starfsfólk Isals hefur jafnan verið skrefi (ef ekki skrefum) á undan almennum starfskjörum í landinu. Álverið gaf fordæmi um „kjarna- samning", sem spannaði öll við- komandi stéttarfélög í einum samningi. Launaflokkar, sem upphaflega voru 14 í þessum fyrsta „kjarnasamningi" eru nú komnir niður í 7 — með samsvar- andi launajöfnuði. Þetta sam- ningsform var síðan fordæmi hlið- stæðs samnings hjá járnblendi- verksmiðjunni og að hluta til samninga hjá sementsverksmiðju og áburðarverksmiðju. Meira en áratugsreynsla af starfsemi ísals stangast öll á við tilvitnuð orð þáverandi þing- manns. í árslok 1979 voru starfandi 670 einstaklingar hjá ísal og hefur fjölgað síðan. Greiddur launa- kostnaður liðið ár var rúmlega 5 milljarðar króna, sem að sjálf- sögðu skilar sér að hluta til sveitarfélaga og ríkissjóðs, eftir íslenzkum skattareglum. Orkuverðið Orkuverð til álversins var meðal ágreiningsefna. Slíkt ágreinings- efni er jafnan erfitt að meta. Eftirfarin atriði verður þó að hafa í huga í því sambandi: 1. Orkusala til álversins var for- senda þess að hægt var að virkja jafn stórt og jafn odýrt við Búrfell og gert var. Þröng- sýnni stjórnmálamenn vildu hinsvegar miða stærð virkjun- arinnar við 70 MW í stað 210 MW eins og ofan á varð. 2. ísal kaupir raforku (afgangs- orku) í heildsölu, fram hjá dreifikerfi til hins almenna notenda, en dreifikerfið, sem er mjög kostnaðarsamt er einn helzti verðþáttur smásölunnar. 3. ísal nýtir orku allan sólar- hringinn allt árið og er skuld- bundið til að greiða fyrir hana án tillits til þess, hvort unnt er að nota hana eða ekki. 4. Tekjur Landsvirkjunar frá ísal munu á 25 ára tímabili standa undir stofnkostnaði vegna Búrfellsvirkjunar (greiðslu- byrði), aðalspennistöðvar við Geitháls og gasaflsstöðvar við Straumsvík, ásamt báðum há- spennulínum frá Búrfelli og Þórisvatni. 5. Árið 1978 notaði ísal 51% af heildarorkuframleiðslu Lands- virkjunar en hinsvegar tæp 31,8% af uppsettu vatnsafli. Greiðslur ísal til Landsvirkj- unar- voru rúmlega 30% heild- argreiðslna. Framleiðslugjaldið Lúðvík Jósepsson sagði í þing- ræðu 1966: „áhrif frá þessum framkvæmdum ... munu verða mjög hættuieg fyrir þróun efna- hagsmála á næstu áratugum og mjög hættuleg fyrir byggða- þróun i landinu“, en „byggða- röskun“ og „skattfríðindi“ voru meðal aðfinnsluefna. Um þetta efni sagði Jóhann heitinn Hafstein, þá ráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpinu á sinni tíð: • — 1 „Þetta framleiðslugjald hefur verið við það miðað, að skattlagning álbræðsl- unnar verði ekki lægri en hún myndi verða sam- kvæmt hæstu skattálagn- ingarreglum er gilda hér á landi í dag.“ • — 2 „ ... Önnur ástæða fyrir þessu formi skattgreiðslu er sú, að það var talið af sérfræðingum, bæði er- lendum og íslenzkum sem við höfðum samráð við, að það væri mjög erfitt að fylgjast með framtölum slíkra fyrirtækja, sem væru hlekkur í langri framleiðslukeðju ... mikið hagræði og meira öryggi fyrir okkur að hafa skatt- gjaldið í því formi sem hér um ræðir," þ.e. ákveðið framleiðslugjald á tonn. • — 3 „Loks var það sjónarmið, að það var talið æskilegt að hálfu ríkisstjórnarinn- ar að verja skatttekjum af álbræðslunni með öðrum hætti ... að meginhluti af skattgjaldinu renni í jöfn- unarsjóð til að stuðla að meira jafnvægi en ella væri í byggð landsins." í upplýsingariti um álverið á 10 ára starfsafmæli þess, 1979, kem- ur fram, að álverið hefur verið stærsti skattgreiðandinn í land- inu. Þannig var framleiðslugjaldið 1978 7% hærra en álagðir skattar hefðu numið, samkvæmt þágild- andi almennum skattaákvæðum. Árið 1977 var SÍS með hæst heildargjöld félaga, skv. skatt- skrá, tæplega 192 m.kr., en fram- leiðslugjald ísals þá var 271,5 m.kr. (launatengd gjöld ekki með- talin). Á sl. ári, 1979, greiddi ísal 3,1 milljarð króna í orku og framleiðslugjald. Þar af var fram- leiðslugjaldið 827 m.kr. Um þriðj- ungur þess rennur til Hafnar- fjarðarkaupstaðar. Ekki þarf að gera landsbyggðar- fólki grein fyrir því, hver hlutur atvinnujöfnunarsjóðs (síðar byggðasjóðs) hefur verið í at- vinnuuppbyggingu í strjálbýli, en megintekjustofn sjóðsins var hluti framleiðslugjalds frá álverinu. Kenningin um „byggðaröskun" hefur því orðið sér ærlega til skammar, ekki síður en ýmis önnur gagnrýnisatriði, sem þröngsýnni þingmenn settu fram í umfjöllun málsins vorið 1966. »1^^^rgangur — 77. lolublað. Afsalsssmm'ngurinn (fyrir Alþing í msrr l I Fnimirnr„ 1.Ir-i.’i_ _ Kröfugöngur bannaðar i 5-Vieti..... Frakkar og brottflutningur Sjá síðu 0 «J? F™mvarP ríkiistjómarinnar um lagastatl. Mat.ngu a samn.ng, v.fl auóhr.ng.nn Sw.ss Alu- 1 T 'ram 8 a]t>inB' ' 1 april Samn.ngur þessi var undirritaSur af Jóhanni Hafstein raðherra þann 28 marz sl , en hvers , , _ hrevt,n? “ samningnum frá alþingi mun telj.rt samningsrof af hálfu auðhringsins. eirs ng koir. fram a blaðamannarundi á Hóg.mum Er þvi aJþingi gróflega misboðið með þes., ,ri málsmeðferð strax í upphati og þar með þjóð-' inni allri, En þa.1 er ekki eina sminin i sam- band. v,ð samning þennan. þvi verði samning. mé rih f "r,m'0i;a s,a,,fos'ur lf knöppum þing-! meinhluta. I.klega . trássi við meiri h.uta þjóð- ar.nnar: mun hann loi,,a a! sér að fslendingar 1 afsah ser retti yf„. landsins g*ðum tíl erlendra aðila a morgum svlðum Skulu hér nefnd nokk-1 ur afnði: ^fSSáá 2W? Sr-aar' '■ESftX&yz ---------- :a,^a' „íes?: --- r ” - w „ **■ n •iMcaJir Og frá iN-.n fundum ct AaMri L. Mikil andstaða á Alþingi gegn kísilgúrfrumvarpinu Korl Kristjónsson, íhaldið oq AlþýSuflokkurinn stóðu að samþykkt mólsins í efri deild n Kísilgúrfrumvarpið, með viðtaekum heimildum til nkisst ðmannnar sem^ S Ldarisk. auðhringinn Johns-Manville hlaut M. £ ■æK þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Alþyðuflokksms að arli Kristjánssyni í efri deild Alþin^is í g*r n Fróvísunartillaga var felld með 10 atkv. gegn 8. og 1. grein frum- “ «^:i, gunni og gegn frumvarpinu. • JHeO tllkotna þe«a fyrtrUekli | mlwlr MývotnMvcll *aml af b»i. sem hún i dýrm*t»»« O* ■Idrci »ftur" .»««1 nortlenikl hóndinn Hjmltl H»r»ld.*on i rrdunum i Alpingl I «ter. Mállð var tll 2. umreáu og | flutti Karl Krl*IJin»»on fram- sogurgpðu af hálfu moirihlutan*- Cyllti hann i rsnflu *mni umn- ingana vlð hinn bandaritka auA- hring, taldi málinu. byggingu rekstrí kiailgúrverkamiðju M>*v«tn miklu betur borgiA samvinnu við hann en hið hnl lcnzka félag aem lögin voru mið J uð við I fyrstu „ Lagðí Karl aherrlu á aö írum I varplð yröl að a-'arelða á þes*i| þingl. þvi enginn vlssi hVc þolin mður Johns-Manvillehrlngun- , yrðif Karl Játaði að f!o|íy*bræð-1 ur hans vaervt uggandi tm hinar 1 viðt*ku heimildir til riklsatjóm- annnar wm I frumvarpinu eru. , en sagðist fullvissa þá um að 1 óhætt vaerl að veita rfklntjóm- | innl þeoaar helmlldlr og l«g»' haqn þad újmlgwið ®

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.