Morgunblaðið - 19.08.1980, Page 19

Morgunblaðið - 19.08.1980, Page 19
HEKLUELDAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 19 „Viljið þið ekki sleppa Geysi og Gullfossi og sjá Heklu gjósa“ - spurði flugmaðurinn furðu lostna ferðalangana „ÉG var að (ara með erlenda ferðamenn i svonefndan „Túr — 1“, sem er flug yfir Gullfoss, Geysi, framhjá Ileklu og yfir Vestmanna- eyjar. Þe«ar ég var yfir Þingvöll- um sá ég ský, sem mér fannst óvenjulegt og tók eftir þvi að það hækkaði alltaf. Á skammri stund hafði það stigið mjög hátt. Ég gerði mér þá grein fyrir að þarna væri sennilega um eldgos að ræða og hafði samband við Flugstjórn i Reykjavik og tilkynnti um þetta. Þá var klukkan einhvers staðar á bilinu 13.25 til 13.30 en ég hafði horft á þetta ský í smá stund áður. Annars er maður ekki að lita á klukkuna við þessar aðstæður," sagði Sigurður Karlsson, flugmað- ur hjá Leiguflugi Sverris Þór- oddssonar, en hann var fyrstur til að tilkynna Flugstjórn i Reykja- vik um gosið i Heklu. Áður hafði flugvél frá Arnarflugi, sem var yfir Mýrunum tilkynnt að þeir sæu óvenjulegt ský á þessum slóðum en en gerðu sér ekki grein fyrir hvað um væri að ræða. „Ég var með erlenda ferðamenn í vélinni og þegar ég hafði látið Flugstjórn vita, spurði ég ferða- mennina, hvort þeir væru ekki til með að sleppa því að sjá Gullfoss og Geysi en sjá þess í stað gos í Heklu. Fjallið væri í þann veginn að byrja að gjósa. Ég held satt að segja að fólkið hafi haldið að ég væri ekki með réttu ráði og það leit á mig eins og furðudýr. Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir svarinu. Við sáum engan eld í Heklu fyrr en við komum að fjallinu en fyrst mætti okkur grá og hvít aska. Þegar við komum að fjallinu var eldur í austur- og vesturköntunum að norðvestan- verðu. Þá var hins vegar ekki farið að gjósa í toppnum en meðan við vorum þarna opnaðist fjallið alltaf meir og meir. Þegar við vorum til dæmis að fara meðfram fjallinu var allt í einu feikileg sprenging og það var eins og öflug sprengja hefði verið grafin djúpt í jörðu. Jörðin hrein- lega opnaðist og við sáum svartan gosbrunn. Þetta var miðsvæðis í fjallinu og nokkuð hátt. Við vorum ekki búin að vera þarna lengi þegar lofið var nánast orðið fullt af flugvélum, sem komu frá Reykjavík og Selfossi. Annars er ástæða til að brýna fyrir flugmönnum á þessum slóðum að gæta vel að annarri flugumferð og virða flugreglur, því þarna er mikil hætta á árekstrum ef menn fara ekki að öllu með gát,“ sagði Sigurður. „Ösku og vikri rigndi yfir okk- ur og allt í einu varð allt svart“ - segir Fríða Árdal, sem var i Landmannalaugum er gosið byrjaði „ÉG ÆTLAÐI alls ekki að trúa því, þegar okkur var sagt að Hekla væri byrjuð að gjósa og það var ekki fyrr en, að dimmdi snögglega yfir öllu og að vikrin- um byrjaði að rigna yfir okkur að ég sannfærðist," sagði Friða Árdal i samtali við Morgunblað- ið, en hún var stödd i Land- mannalaugum með Ferðafélagi tslands, er gosið hófst. „Ég fór í Landmannalaugar með Ferðafélagi íslands á föstudaginn var og við vorum að búa okkur til heimferðar, þegar okkur var sagt að Hekla væri byrjuð að gjósa. Fyrst í stað héldum við að þetta væri bara grín, en vorum þó að leggja af stað í áttina að Heklu þegar skyndilega dimmdi yfir öllu og ösku og vikri byrjaði að rigna yfir okkur. Askan settist svo á bílrúðurnar að við urðum að fara út öðru hvoru til að hreinsa þær og á skömmum tíma varð allt svart í kringum okkur og stærstu vikurhnullungarnir voru næstum hnefastórir, en flestir heldur minni. Þegar við nálguðumst fjallið sáum við mökkinn stíga upp af því og glóandi eldtungurnar teygja sig til himins. Af og til þeyttust stærðar björg í loft upp og ultu svo niður fjallshlíðarnar. Það var rokkið eins og að kvöldi til og yfir „Eldgos eru orðin það tíð hér að slíkt telst varla vera fréttnæmt," sagði Jónina Ófeigsdóttir hús- freyja að Næfurholti, en Næfur- holt er um það bil tiu kilómetra suðvestur af Heklu. Hún sagðist hafa orðið vör við gosið um það bil hálf tvö á sunnudag, en þá hafi fólkið verið nýfarið til heyskapar. Þá sagði hún öllu lá heljarmikið svart ský. Við vorum alls ekki hrædd, heldur þótti okkur þetta meira spennandi og nánast ótrúleg upplifun, en eftir á, gerir maður sér grein fyrir því að þarna er um talsverða alvöru að ræða. Landið liggur undir skemmdum og ekki séð fyrir endann á því hverjar afleiðingar gossins verða,“ sagði Fríða Árdal að lokum. hvíta bólstra vera óvenjulega við Heklugos. „Hingað til hefur hávaði frá gosinu verið frekar lítill og skepnurnar frekar rólegar. Aska hefur enn ekki fallið hér en breyt- ist vindáttin má búast við að hún komi hér og þó ekki eins mikið og í gosinu 1947 þegar við vorum á kafi í ösku. Annars er allt með kyrrum kjörum hér,“ sagði Jónína að lok- um. Jónina Ófeigsdóttir Næfurholti: „Varla fréttnæmt þó gjósi hér um slóðir“ Almannavarnir rikisins: Varist öskufall, eiturgas og gr jótkast í nánd við Heklu _VIÐ höfum sent út aðvaranir til fólks og ieiðbeiningar um hvern- ig það á að haga sér i námunda við gosstöðvarnar, en að svo stöddu verður ekki gripið tii frekari ráðstafana," sagði Guð- jón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna i samtali við Morgunblaðið i gær. Guðjón sagði, að i ábendingum Almannavarna til fólks væri einkum lögð áhersla á eftirfar- andi atriði: • Fólk er beðið um að fylgjast vel með spám og fréttum af öskufalli í útvarpi, og einnig er fólk hvatt til að fylgjast með veðurfregnum, þar sem vindátt getur breyst og ösku- fall orðið á landsvæði sem enn hefur sloppið. Erfitt getur verið að rata í öskufalli verði það þétt, og jafnvel stórhættulegt. • Vegna hættu á eiturgasi er fólk hvatt til að forðast lygna staði og lautir í nágrenni við eldfjallið, en þar er mest hætta á verkunum gass. Lendi fólk á hinn bóginn inn í gaslofti, eða þéttri öskudrífu, þá er best að ganga þvert á vindátt- ina og þannig út úr mengaða loftinu. Sé einvörðungu um gas að ræða getur einnig verið gott að ganga upp á hóla eða hæðir, þar sem eiturloftið liggur niðri við jörðu. • Loks er fólk hvatt til að fara ekki of nálægt gosgígum, vegna hættu á grjótkasti, og eru hlífðar- hjálmar mjög æskilegir séu menn á ferli í nánd við Heklu. Guðjón sagði að nánari leiðbein- ingar yrðu ekki gefnar í bili, en Almannavarnir ríkisins fylgdust vel með allri framvindu mála, og myndu gera auknar ráðstafanir þegar og ef þeirra yrði talin þörf. Þetta er ein íyrsta myndin. sem tekin hefur verið af gosinu nú, en hún var tekin aðeins 1 til 2 mínútum eftir að það hófst. „Með ólíkindum hve hratt mökk- urinn reis ...“ „VIÐ vorum á leið í berjamó við Gaukshöfða og þegar við ókum framhjá honum blasti Hekla við sjónum okkar. Mér varð þá að orði við samferðafólk- ið, hvað mynduð þið gera ef að Hekla íæri nú að gjósa. Viðbrögðin voru náttúrlega mismunandi og síðan varð lítið meira úr þeim umræðum. En það liðu ekki nema 10—15 mínútur þar til Hekla byrjaði raunverulega að gjósa“, sagði Jóhann Steinsson í samtali við Morgunblaðið. „Klukkuna vantaði eina til tvær mínútur í eitt, þegar við heyrðum einhverjar drunur og varð þá litið í átt til Heklu, en sáum þá að þota var á ferðinni ofan við hana og héldum að drunurnar stöfuðu frá henni, en þegar okkur varð svo litið í átt að Heklu aftur sáum við hvernig mökkurinn var að rísa upp af fjallinu og lyfti með sér skýjahulunni, sem lá yfir því. Þetta gerðist svo snögglega að það var alveg með ólíkindum og nær ómögulegt að lýsa þessu með öðru en myndum. Við sátum svo í veðurbliðunni í um það bil eina klukkustupd áður en við ókum aftur í bæinn. Um leið og gosið hófst náði sonur minn í myndavél sem við vorum með í bílnum og á 7 mínútum hafði hann tekið á alla filmuna. Fyrsta myndin var tekin klukkan 13.30 eða aðeins einni til tveimur mínútum eftir að mökkurinn byrjaði að stíga upp af fjallinu og það var alveg með ólíkindum hve hratt hann steig upp,“ sagði Jóhann Steinsson að lokum. Þessi mynd er tekin um það bil einni minútu seinna en hin og sýnir glöggiega hve hratt mökkurinn hefur stigið. Báðar myndirnar eru teknar frá Gaukshöfða. Ljósmyndirnar tók Magnús Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.