Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 HEKLUELDAR 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Heklueldar Sextánda kos Heklu, frá því að ísland bygfíðist, hófst á sunnudajíinn. Þetta kos virðist ætla að taka svipaða stefnu ojt fyrri Heklusos, þótt á þessari stundu sé of snemmt að slá nokkru föstu um það. Gosið gerði engin boð á undan sér ojt framvinda þess Kæti orðið með öðrum hætti en í fyrri Kosum. Andspænis eldjtosum vitum við það eitt með vissu, aö mannleftur máttur verður yfirleitt að lúta í lægra haldi í þeim átökum. Menn eiga fótum fjör að launa, þar til þeir hafa áttað sig svo á öllum aðstæðum, að þeim finnst þeir fullfærir til að horfast í auftu við náttúruöflin. Sagan fteymir þó einnift dæmi þess, að mönnum hafi tekist að hemja náttúruöflin í eldftosum og nægir þar að minna á, með hve ftiftusamleftum áranftri ftlóandi skriðunni var haldið í skefjum í Vestmannaeyjum. Sajta okkar fteymir einnift jarteiknasöftur um það, að fyrir Guðs náð töldu menn hraunkvikuna hafa stöðvast, áður en hún ftrandaði blómleftum byftftðum. Áður fyrr hræddust menn skruðninfta og drunur eldkraftsins, þegar hann brýst úr iðrum jarðar spúandi eimyrju upp í himininn. Þá voru þessi ógnarlegu náttúruhljóð taldar stunur og vein þeirra, sem þjáðust í hinum eilífa eldi. Og í muskunni sáust járnfuglar myrkrahöfðingjans storka dagsbirtunni. Sú fáfræði, sem fram kemur í þessari lýsingu, og var einkenni á viðbrögðum erlendra manna við fréttum af Heklugosum fyrr á öldum, náði aldrei útbreiðslu meðal íslendinga. Þeir lærðu fljótt að líta á eldgos sem hverja aðra óáran, sem þeir yröu að búa við, ef þeir ætluðu að halda áfram að þrauka í landinu. Með því að setja traust sitt á drottinn allsherjar og eigið þolgæði börðust þeir áfram og gáfust aldrei upp. Gosið í Vestmannaeyjum 1973 sýndi okkur, sem nú byggjum ísland, að slíkar náttúruhamfarir eru ekki aðeins sjónarspil, þær geta haft mikla eyðileggingu í för með sér og raskað högum þúsunda manna. Og atburðirnir umhverfis Kröflu minna okkur á, hve máttvana við erum gagnvart duttlungum náttúrunnar. Nútímamanninum gleymist það ef til vill, að hann getur verið viðkvæmari fyrir afleiðingum eldgosa en forfeðurnir. Með öðrum hætti en þeir eigum við mikið undir því, að ekki verði röskun á eðlilegri hegðan jarðarinnar. Yrði breyting á hitagjöfunum í iðrum jarðar, hefði það hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér, og breytingar á streymi vatnsfaila gætu haft í för með sér röskun á allri raforkuframleiðslu. Hekla hefur nú gosið tvisvar síðan Þjórsá var virkjuð við Búrfell í skugga Heklu. Virkjunin starfaði eðilega í fyrra skiptið, og svo virðist sem það sé einungis gjóskan, sem trufli raforkuframleiðsluna við Sigöldu og framkvæmdirnar við Hrauneyjafoss. Strax eftir fyrstu hrinuna hefur hindruninni verið rutt úr vegi og hundruðum manna hefur að nýju verið stefnt til starfa við Hrauneyjafoss. Tjónið verður eins og jafnan áður varan- legast á gróðri jarðar og bændur óttast um sauðfé, sem gengur á fjöllum. Nútímamenn á íslandi eru iíklega áhyggjuminni vegna eldgosa en forfeður þeirra. Engu er líkara en margir líti á Heklugosið sem einskonar flugeldasýningu náttúruaflanna. 1 frásögnum fréttamanna minna lýsingarnar á eldgosum á íþróttakappleik, þar sem eitthvað merkilegt þarf helst að vera að gerast á hverju andartaki. Vissulega er gleðilegt, að svo skuli komið, að litið sé á eldgos á íslandi sem spennandi sýningu. Hinu má þó ekki gleyma, að þessu gamni getur fylgt mesta alvara. Ástæða er til að brýna fyrir áhorfendum að hlíta í einu og öllu þeim reglum, sem settar eru, og gæta nauðsynlegrar varúðar. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, er manna fróðastur um Heklugos. I bók sinni Hekla, sem Almenna bókafélagið gaf út 1970, kemst Sigurður svo að orði: „Gossaga Heklu síðan Island byggðist er samofin sögu íslenskrar þjóðar, snar þáttur í þúsund ára baráttu hennar við eld og ís, baráttu, sem nútíma tækni hefur engan veginn bundið enda á, þótt hún hafi létt hana verulega. Hvert Heklugos færir okkur Islendingum nýja reynslu, sem við verðum að draga lærdóm af. Náttúruhamfarir slíkar sem eldgos og jarð- skjálftar verða að vísu ekki hindraðar, og gagnvart þeim er eðlilegt að mannkindin finni til vanmáttar, en minnast má þeirra orða, er gamall maður á Dalvík mælti við mig eftir jarðskjálftann 1934, er flest hús í kauptúninu hrundu: „Það er ekki alltaf Guði um að kenna er ólukka skeður.““ ÞAÐ var napurlegt að aka inn Landmannalcið í gær. Við vorum rétt komnir upp fyrir Tröllkonuhlaup austan við Búrfell, þegar við ókum inn á öskusvæðið. Þar sem áður voru grænar hlíðar Sauðafells og Valafells voru nú svartar auðnir. Bamdur úr Landamanna- og Iloltahrcppi höfðu laust fyrir hádegi farið inn á afréttinn til að smala fé sínu og við hittum þá fyrstu í Sölvahrauni. Þar var áður eitt helsta gróðurlendi á framrétti Ilolta- og Landmanna. Nú var þetta sva»ði svört auðn og eina lífsmarkið, sem vart var við var sauðfé, er sást þar á stangli ráfandi um auðnina. Á eftir fylgdu smalarnir. „Þetta er jafn svart og þetta var grænt fyrir helgina.“ varð cinum smalanum að orði og það var samdóma álit allra að stór hluti afréttarins væri ónýtur og þar yrði ekki beitt fé á næstu árum. Fylgst með smöl- un á Landmanna- og Holtamanna- afrétti í gær Það var ekki laust við að kindurnar væru hálf áttavilltar. þegar þær voru reknar fram auðnina í Sölvahrauni; gróna hvamma. var nú ein samfelld svört breiða og gömul kennileiti voru horfin. Féð verður fljótt sárfætt í vikrin- um og hér sýnir Kristinn Guðna- son frá Þverlæk i Holtum okkur hvernig önnur klaufin er blóði drifin. Nokkrir bændur úr Landsveit fóru í gærmorgun inn á afréttinn til að kanna ástandið og að sögn Sigurjóns Pálssonar, bónda á Galtalæk er afrétturinn nánast ónýtur allt frá afréttargirðing- unni og inn undir Helliskvísl. Vikur og öskufallið hefur þó orðið mest á belti, sem teygir sig þvert yfir áfréttinn skammt neðan við afréttargirðinguna og inn fyrir Valhnúka. Á þessu svæði er vik- ur- og öskulagið víða 20 til 30 sentimetrar. Fyrir innan Vala- hnúka hefur aðeins fallið þunn aska og í gær var öskufall inn undir Landmannahelli. „Það er ekki um annað að ræða en smala allan afréttinn og koma fénu niður í byggð á gróður. Á fram- afréttinum er féð í algjöru svelti, því þar er enginn gróður og lítið um vatn. Þá þolir féð illa að ganga á vikrinum, því klaufirnar Helgi Haraldsson bóndi á Efri-Rauð: gróf niður í gegnum vikurlagið. 1 gróður. Talið var að þarna væri viki „Hér sést ekki g*i blettur næstu ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.