Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.08.1980, Qupperneq 21
HEKLUELDAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 29 Þar sem þær höfðu áður trítlað um Ljósm. Mbl. RAX. ænn n“ rispast til blóðs. Og þó öskufallið sé minna á austurafréttum er ljóst að við verðum að sækja féð, sem það er á bílum. Þar er mikil hætta á eitrun í gróðri og féð getur ekki gengið yfir vikurinn á framafréttinum," sagði Páll Elí- asson bóndi í Sunnuborg hrepp- stjóri og oddviti Holtahrepps. Alls er talið að um 4000 fjár hafi verið á Landmanna- og Holtamannaafrétti og þar af tókst að smala saman rúmlega 1000 fjár í gær og á sunnudag, sem rekið var á gróður niður að Merkihvoli í gærkvöldi. Þaðan verður féð væntanlega flutt á bílum og heyvögnum niður á bæina. Ráðgert er að fara í dag til að huga að fé á austurafréttinum. „Bændur hér í sveitunum verða að taka féð mest á túnin, en það bjargar að sláttur hefur gengið mjög vel og er nánast búinn. Og það er komin góð beit á túnin. Féð hefur ekki látið á sjá enn sem komið er og ef það hefur ekki orðið fyrir fluorsýkingu ættu menn að geta bjargað dilkunum fram að slátrun. Þetta er mánað- artími, sem menn verða að taka féð heim, þvi slátrun hefst hér um 20. september en auðvitað er hugsanlegt að slátrun verði eitt- hvað flýtt," sagði Páll. „Féð hefur hlaupið fram og við höfum mætt því á leið til byggða, sagði Bjarni Magnússon frá Ak- braut í Holtum en hann og félagar han^s voru að koma með féð innan úr Skjólkvíum. Þeir sögðu að ástandið á afréttinum væri mun verra en þeir hefðu getað látið sér detta í hug. „Það er alveg ljóst að hér í Sölvahrauni sést ekki grænn blettur næstu árin,“ sagði Ólafur Pálsson frá Saurbæ í Holtum. Á Áfangagili hittum við hóp manna, sem var að koma með fé úr Valafelli. Gamla sæluhúsið í Áfangagili, sem áður stóð í grónum hvammi og girðing fyrir hross gangnamanna, voru sem mynjar um eyðibýli og minntu á fyrri tíma, þegar Heklu- eldar tóku af byggð á afréttum Sunnlendinga. Þeir voru að bera saman bækur sínar Kristján Árnason í Stóra-Klofa og Brynj- ólfur Jónsson í Lækjarbotnum í Landssveit og Kristján notaði óspart talstöðina til að afla frétta af smöluninni. Brynjólfur var einn þeirra, sem á sunnudag fóru inn á afréttinn til að huga að fénu. „Þetta leit illa út, þegar við komum hérna inn eftir í gær. Við sáum lítið fyrir öskufallinu og féð hljóp ráfandi um, þegar spreng- ingar dundu við í fjallinu. Féð var líka allt svart þá og það var því ekki félegt að ná því niður, en okkur tókst að hleypa milli 400 og 500 fjár fram fyrir afréttargirð- inguna í gær. Askan hefur hrunið úr fénu, þegar fór að þorna en hér var rigning í gær,“ sagði Brynjólf- ur. Sigþór Árnason bóndi í Hrólfs- staðahelli og oddviti Landmanna- hrepps og fleiri voru nýbúnir að handsama svarta á með lambi í Sölvahrauni, þegar við hittum þá. Ekki var talið ráðlegt að reka ána lengra því tekið var að blæða úr einni klaufinni. Hún hafði líka verið stygg og þeir þurft að elta hana um langan veg. Einhver spurði, hvort líkur væru á að fé hefði farist en Páll hreppstjóri í Saurbæ, sagði að hugsanlegt væri að fé, sem staðið hefði í skjóli undir bökkum og í gjótum hefði orðið undir ösku- og hraunfallinu. Féð væri vel merkt og það kæmi ekki í ljós fyrr en síðar, hvort eitthvað af því hefði farist. Smalar töldu ekki ráðlegt að taka féð á heyvagna í gær, þar sem langt var liðið á dag og því gaf Páll hreppstjóri skipun um að hleypa fénu í gegnum afréttar- hliðið. Smalamennskunni á Land- manna- og Holtamannaafrétti er þó ekki lokið, því eins og Páll orðaði það verða bændur þar að þar til afrétturinn er orðinn sauðlaus. Það væri ekki ráðlegt að skilja þar eftir fé. Sauðfé í slíkri nauð beið ekki annað en dauðinn. -t.g. Sigurjón Pálsson Galtalæk: „Afrétturinn ónýtur næstu ár" „ÞAÐ eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Sigurjón Páls- son bóndi Galtalæk sem er um það bil 15 km fyrir vestan Heklu. Þegar blm. bar að garði var Sigurjón ásamt tveimur dætrum sínum. þeim Margréti og Valgerði, við heyskapinn. en ætlun Sigur- jóns var að hirða þá 15 ha. sem hann átti eftir flata áður en vindátt hreyttist því ösku- hey væri sama og ónýtt fyrir honum. Sigurjón Pálsson. „Ég fór í morgun inn á afrétt að líta eftir fénu og það má segja að hann sé ónýtur næstu ár. Þar sást ekki stingandi strá og þó bjart.væri af degi þá var hálf rökkur þarna. Gosið var í rénun, en um kl. 13.30 stórjókst það skyndilega og er það sýnilega að færast í aukana. Ég hygg að það gjósi upp úr miðjum hryggnum, en það hefur minnkað hér að vestan verðu,“ sagði Sigurjón að lokum. álæk í Holtum greip til skóflunnar og f'ar kom í ijós berjalyng og annar ur- og öskulagið um 25 sentimetrar. Fullt álag á öllum rafmagnslínum á ný Sverrir Haraldsson Selsundi: Sverrir Haraldsson „OKKUR gekk ágætlega. að koma öllu i sama horf, eítir að við höfðum áttað okkur fyllilega á aðstæðum,“ sagði Steingrímur Dagbjartsson. stöðvarstjóri í Búr- fellsvirkjun, er Morgunblaðið ræddi við hann i gærdag. Ilelgi Arason, aðstoðarstöðv- arstjóri var á vakt þegar gosið byrjaði, og sagði hann í samtali við Mbl., að vaktmennirnir uppi við stlflu hefðu fyrstir orðið varir við Hekluelda og hringt fréttina niður í stöðvarhús. Þegar gosið hófst var önnur Búrfellslínan úti vegna smávið- gerðar og síðan stuttu eftir að gos hófst slógu línurnar frá Sigöldu, 30 og 220 Mw út, svo og hin Búrfells- línan. Þetta orsakaði rafmagns- leysi í stutta stund að hluta á Reykjavíkursvæðinu, en það var fljótlega hægt að koma báðum Búrfellslínum af stað aftur. Það kom fram hjá þeim félögum, að eldingar hafi valdið útslættin- um á Sigöldulínunum, en síðan hafi gjallið sezt á postulínið. „Það var ekki annað fyrir okkur að gera, Lítil hætta á að hraun komi hingað heldur en að senda sprautubil og þvo postulínið áður en við treystum á að hleypa rafmagninu á að nýju. Það gekk svo allt að óskum og nú er hér allt í fullum gangi," sagði Steingrímur. Gerði gjalliö í ánni ykkur ekki erfitt fyrir? — „Það er varla hægt að segja það, ísingartækin önnuðu því mjög vel að hreinsa gjallið, þannig að mjög lítið barst inn í vélar virkjunarinnar, við getum .tækjanna vegna tekið við mun meira gjalli," sagði Steingrímur. Ljósmynd Mhl. Krixtinn. Stöðvarstjórar Búrfellsvirkjunar. f.v. Steingrímur Dagbjartsson. stöðvarstjóri og Helgi Arason.aðstoðarstöðvarstjóri. fall verði hér. Ég á ekkert hey flatt en hinsvegar á ég eftir að raka saman úr görðum og sæta og nokkra galta hér úti, þannig að ég hef ósköp litið að óttast. Ég held að það sé ekki eins slæmt þó að aska falli í hey eins og það væri ef hún félli til dæmis á blautt grasið, því þegar verið er að vinna heyið þá fellur mesti hluti öskunnar úr, en í grasið límist hún hins vegar og verður því skepnum miklu hættulegri. Ég mundi þó ekki gefa ungum skepnum öskuhey því það veslast þá upp og koma þá gjarnan beinhnútar á leggi þess, en ekki er eins mikil hætta á þessu með eldra fé og gripi. Gos þetta hegðar sér svipað og gosið 1947, en er miklu minna. Hraunrennsli hingað er svo til hætt og hraunið sem mest hætta var talin á að kæmi til bæjarins er um fimm kíló- metra í burtu, en hinsvegar er annar angi hraunsins nær eða 3—4 km frá bænum en hann er fyrir ofan Selsundsfjall, sagði Sverrir að lokum. „1>AÐ er létt í mér hljóðið núna,“ sagði Sverrir Har- aldsson bóndi Selsundi er blm.. spurði hann frétta. „Það er orðin ósköp lítil hætta á að nokkuð hraun komi hingað, en hinsvegar mjög líklegt að eitthvað ösku- Klara Kristin Einarsdóttir held- ur hér á glóðvolgum hraunmola úr nýja hrauninu. Ljósm. JE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.