Morgunblaðið - 19.08.1980, Side 43

Morgunblaðið - 19.08.1980, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 23 r „Leikurinn gegn Val sá erfiðasti" ÁRNI bór Hallgrimsson. fyrir- liði ÍA í 5. flokki er stór og stæðilegur piltur eftir aldri, og hann sýndi það í úrslitaleiknum að þar fer efnilegur knattspyrnu- maður. Mbl. náði tali af Árna strax og úrslitaleiknum lauk og innti hann eftir þvi hvort hann hefði átt von á sigri. — Já, alveg eins, við vorum búnir að standa okkur vel fram að leiknum og skora 14 mörk gegn 5. En það verð ég að segja að leikurinn gegn Val var sá erfiðasti fyrir okkur. Við áttum meira í fyrri hálfleiknum en þeir áttu meira í síðari hálfleik og áttu þá tækifæri til að skora en brást bogalistin. Árni sagðist hafa byrjað að æfa knattspyrnu 5 ára gamall og ætlaði að halda áfram af fullum krafti. Uppáhaldsknattspyrnu- maður hans er Pétur Pétursson. Árni stundar badminton með knattspyrnunni og þar hefur hann hlotið mörg verðlaun en þetta var fyrsti verðlaunapeningur hans fyrir knattspyrnu. —þr „Átti frekar von á sigri í mótinu" FYRIRLIÐI Vals í fjórða flokki er Snævar Ilreinsson 13 ára gamall. Mbl. spurði Snævar hvort hann hefði átt von á sigri i mótinu. — Já, ég átti frekar von á sigri í mótinu. við erum með allgott lið og okkur hefur gengið vel. Þrátt fyrir stóran sigur i úrslitaleiknum þótti mér hann erfiðastur, sagði Snævar. Snævar er nú að verða ís- landsmeistari í þriðja sinn með yngri flokkum Vals. Einu sinni varð hann meistari í 5. flokki og tvivegis meistari með 4. flokki. Snævar þakkaði góðum þjálfara, Jóhanni Larsen svo og ströngum æfingum þennan góða árangur sem liðið hefur náð. — þr „Erum búnir að æfa mjög vel“ FRAMARAR urðu íslandsmeist- arar i 3. aldursflokki er þeir sigruðu Valsara í mjög jöfnum úrslitaleik, 1—0. 1 heildina var leikurinn ekkert sérstaklega skemmtilegur og var mjög mikið um miðjuþóf, en þó brá fyrir ágætum leikköflum hjá báðum liðum. í fyrri hálfleik höfðu Framarar undirtökin og lá þá meira á Völsurum. Heldur lítið fór fyrir færum en Framarar áttu þó einn mjög hættulegan skalla sem fór rétt framhjá. í seinni hálfleik komu Valsarar meira inn í mynd- ina og höfðu þeir undirtökin framan af hálfleiknum. Þeir fengu nokkur gullin tækifæri til að gera mörk en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir að oft skylli hurð nærri hælum við mark Fram. Mark Fram kom svo 3 mínútum fyrir leikslok og var þar að verki Steinn Guðjónsson. Gefinn var bolti fyrir frá hægri og þar kom Steinn aðvífandi og skoraði af stuttu færi og færði liði sínu þar með hinn eftirsótta bikar. Ef á heildina er litið gat leikurinn farið á hvorn veginn sem var og höfðu Framar- ar heppnina með sér að þessu sinni. Að leikslokum hitti blm. Þor- stein Þorsteinsson að máli og var hann að vonum mjög ánægður með úrslitin. Hann sagði að leik- urinn hefði verið mjög jafn og hefðu sanngjörnustu úrslitin vafa- laust verið jafntefli. Hann sagði einnig að hann og félagar hans væru búnir að æfa mjög vel og stíft síðan í vetur undir stjórn Jóhannesar Atlasonar og ætti hann sinn þátt í því að bikarinn væri nú í höfn. Hann sagði einnig að þeir hefðu farið í keppnisferð til Danmerkur í sumar og hefðu þeir þar keppt í móti og farið þar með sigur af hólmi. Að lókum sagði hann að hann og félagar sínir stefndu ótrauðir að því að verða Islandsmeistarar í meist- araflokki eftir nokkur ár. SOR Mikill heppnisstimpill yfir mörkum Valsmanna VALSMENN stigu stóru skrefi nær sigri i 1. deildinni þegar þeir sigruðu núverandi handhafa ís- landshikarsins ÍBV í Eyjum á laugardaginn. Eftir jafnan og tvisýnan fyrri háifleik náðu Valsmenn yfirtökunum í leiknum á laugardaginn og sigruðu mjög svo verðskuldað. 2—0. Þrátt fyrir það var mikill heppnis- stimpill á báðum þessum mörk- um. annað sjálfsmark Eyjam- anna og hið síðara eitt hrika- legasta rangstöðumark sem lengi hefur sést í Eyjum. Þó Vikingar, Framarar og Skagamenn neiti eflaust að taka undir það þá held ég megi segja með nokkurri vissu að á laugar- daginn i Eyjum hafi farið fram nokkurskonar óíormleg skipti á íslandsbikarnum, Eyjamenn hafi látið hann af hendi og Valsmenn veitt honum viðtöku. Keppnin á toppnum í 1. deildinni er enn mikil og lítill stigamunur á liðunum. en málið er einfaldlega það að Valur er nú með lang besta liðið i deildinni og ég get ekki séð að þeir muni klúðra mótinu úr þessu. En aftur til leiksins á laugar- daginn. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og tvísýnn allan tímann en ef nokkuð var þá voru Eyja- menn hættulegri upp við markið. Strax á 3. mín. átti Sigurlás firnafast skot úr aukaspyrnu sem Sigurður Haraldsson gerði vel í að verja. Á 12. mín. fengu svo Eyja- menn sín tvö bestu færi í leiknum og þau á sömu mínútunni. Eftir vel framkvæmda hornspyrnu Óm- ars fékk Jóhann Georgsson bolt- ann í góðu færi en fast skot hans small í þverslánni og þeyttist þaðan út í teiginn beint fyrir fæturna á Sveini Sveinssyni. Nokkur snúningur var á boltanum og skot Sveins fór rétt framhjá stönginni. Valsmenn áttu ekki mörg færi í hálfleiknum. Matthías Hallgrímsson átti ágætan skalla yfir úr fyrirgjöf Guðmundar Þor- björnssonar og á 35. mín. fór Matthías hrapallega að ráði sínu er hann kingsaði fyrir miðju marki í hinu ákjósaniegasta færi. Það var því til alls að vinna fyrir bæði liðin í seinni hálfleik, staðan 0-0. Valsmenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en að sama skapi var nú mjög svo dregið niður baráttuþrek Eyjamanná. Albert Guðmundsson gaf for- smekkinn af því sem koma skyldi er hann strax á 48. mín. sendi geysilegt þrumuskot að marki ÍBV en Páll Pálmason var vel á verði og varði meistaralega. Og svo kom fyrsta mark leiksins á 54. mín. Valsmenn fá þá hornspyrnu og Dýri Guðmundsson á skalla að marki ÍBV. Páll Pálmason missti af boltanum yfir sig og á marklín- unni ætlaði Sveinn Sveinsson að skalla frá en heppnin var ekki með Sveini að þessu sinni og boltinn small upp í þaknetinu. Sjálfsmark ÍBV var staðreynd. íbv - n__________o Valur # Dýri Guðmundsson, Val, var einn besti maður vallarins í leiknum. Eftir þetta áfall var sem allur máttur væri úr Eyjamönnum og það sem eftir lifði leiks einkennd- ist leikur þeirra af tilviljana- kenndum langspyrnum fram völl- inn þar sem ætlast var til þess að Sigurlás ynni úr þeim. Þetta var vonlaust verk fyrir Lása, meira vit hefði verið í því fyrir Eyjamenn að leika upp kantana og gefa síðan fyrir; meðan Eyjamenn léku sam- an áttu þeir í fullu tré við Valsmenn. Valsmenn gengu á lag- ið þegar Eyjamenn gáfu eftir og þeir urðu nú mjög ógnandi í sókninni. Á 62. mín. áttu Vals- menn að fá vítaspyrnu, Jón Einarsson komst þá í gegn og sendi boltann laglega framhjá Páli sem kom út á móti Jóni, en Snorri Rútsson kom aðvífandi á fullri ferð og sópaði knettinum aftur fyrir endamörk greinilega með hendinni. Dómarinn sá ekk- ert athugavert og þá ekki heldur línuvörðurinn og var það ekki í eina skiptið sem hann svaf á verðinum í þessum leik. Páll Pálmason varð tvívegis í leiknum að taka á honum stóra sínum er sóknarmenn Vals kom- ust inn í gjörsamlega misheppnað- ar sendingar bakvarðar ÍBV til markmanns. Fyrst hirti Páll bolt- an af tánum á Guðmundi Þor- björnssyni og skömmu síðar endurtók hann björgunarafrekið þegar Jón Einarsson komst einn í gegn. Já, Páll Pálmason stóð fyrir sínu í þessum leik. Hann var þó bjargarlaus á 84. mín. þegar Viðar Eliasson bjargaði á línu en það reyndist vera skammgóður vermir þvi aðeins mín. síðar skoruðu Valsmenn sitt annað mark. Mikil þvaga myndaðist þá rétt utan við vítateig ÍBV, tveir Valsmenn reyndu skot í einu en boltinn hrökk af þeim inn fyrir vörn ÍBV og þar lónaði Matthías Ilall- grimsson svo kolrangsta'ður sem hugsast getur. Matti lék laglega rétt til hliðar og renndi boltanum í netið. Og viti menn, línuvörður tók sprett að miðlínu og dómarinn flautaði markið gilt. Hrikaleg mistök. Þó ekki væri glæsibragur yfir mörkum Vals þá telja þau engu að síður og ekki fór á milli mála að Valur var betri aðilinn í þessum leik og sigur þeirra verðskuldaður. Oft brá fyrir góðum samleik og barátta og leikgleði réði ríkjum í herbúðum Vals. Valsmenn léku yfirvegað og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum og verða að teljast líklegir til sigurs í deild- inni. Þeirra besti maður í leiknum og jafnframt besti maður vallar- ins var Dýri Guðmundsson sem ríkti eins og kóngur í ríki sínu í hjarta Valsvarnarinnar. Þá var Guðmundur Þorbjörnsson mjög góður og Sigurður Haraldsson var mjög öruggur í markinu. Eyjamenn voru engir eftirbátar Valsmanna í fyrri hálfleiknum, léku þá vel og baráttan var ágæt. Eftir fyrra markið rann svo allur móður af leikmönnum liðsins og er það ekki í fyrsta skipti í sumar sem þetta slen leggst yfir ÍBV liðið. Eyjamenn eru nú komnir í fallhættu og verða að taka sig verulega á í næstu leikjum. Páll Pálmason var langbesti maður Eyjaliðsins og Snorri Rútsson komst ágætlega frá hlutverki sínu. í stuttu máli: 1. deild Vestmannaeyjavöllur 16. ágúst 1980. ÍBV - Valur 0—2 (0—0). Mörk Vals: Sjálfsmark Sveins Sveinssonar á 54. mín., Matthías Hallgrímsson á 85. mín. Áminningar: Sævar Jónsson gult spjald. Dómari: Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson. Áhorfendur: 840.~ Dkj. Elnkunnagjöfln ÍBV Páll Pálmason 7, Ómar Jóhannsson 6, Viðar Elíasson 6, Guðmundur Erlingsson 6, Sighvatur Bjarnason 6, Snorri Rútsson 7, Jóhann Georgsson 6, Óskar Valtýsson 6, Sigurlás Þorleifsson 6, Tómas Pálsson 6, Sveinn Sveinsson 6. Valur: Sigurður Haraldsson 7, Ottó Sveinsson 6, Grímur Sæmundssen 6, Matthías Hallgrímsson 6, Dýri Guðmundsson 8, Sævar Jónsson 6, Magni Pétursson 6, Magnús Bergs 6, Albert Guðmundsson 7, Guðmundur Þorbjörnsson 7, Jón Einarsson 6, Hermann Gunnarsson (vm.) lék ekki nógu lengi til þess að fá einkunn. Dómari: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson 6. Hart barist í 3. UM HELGINA fóru fram á Akur- eyri og í nágrenni úrslit í 3. flokki i knattspyrnu og var leikið I tveimur riðlum. í Á-riðli voru Valur. Einherji, Leiknir og Þór en i B-riðli voru Fram, Týr, Þróttur og Stjarnan. Fyrsta dag- inn iéku i A-riðli Valur og Einherji og sigraði Valur, 5—0, og hinn leikurinn var leikur Þórs og Leiknis og þar sigruðu Þórs- arar, 4 —1. í B-riðli léku Fram og Týr og sigraði Fram, 4—2, þá léku Þróttur og Stjarnan og sigraði Þróttur, 2—1. Á föstu- daginn léku í A-riðli Valur og Þór og þar sigraði Valur, 3—0. Þá léku Leiknir og Einherji og sigraði Leiknir. 3—1. I B-riðli léku Fram og Þróttur og sigraði Fram, 2—0, hinn leikurinn í riðlinum var leikur Stjörnunnar og Týs. þar sigraði Stjarnan, 3—2. Á laugardeginum var svo síðasta umferð í riðiinum. í A-riðli léku Þór og Einherji og þar sigraði Þór, 5—1, hinn leik- urinn var leikur Vals og Leiknis og lyktaði þeim leik með jafn- tefli, 1 —1. í B-riðli léku Fram og flokki Stjarnan og sigraði Fram stórt, 8—0, þá léku Þróttur og Týr og þar sigraði Týr, 4-0. A sunnu- deginum var svo leikið um 1, — 7. sæti. Um 7. sætið léku Þróttur og Einherji og sigraði Þróttur, 4 —1. Um 5. sætið léku Leiknir og Týr og lyktaði þcim leik með jafn tefli, 2—2. eftir framlengingu og munu Iiðin leika að nýju síðar. Um 3. sætið léku Þór og Stjarnan og sigruðu Þórsarar í jöfnum leik, 2—1. Um 1. sætið léku svo Valur og F'ram og sigruðu Fram- arar, 1—0. SOR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.