Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 45

Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 25 Öruggur sigur AKURNEiSINGAR unnu öruRg- an sÍKur, 3—0, á Þrótturum í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu á Akranesi á iaugardaK- inn, i skemmtileKum og vel leikn- um leik. Skagamenn voru allan tímann mun sterkari aöilinn, einkum þó í fyrri hálfleik þegar þeir yfirspiluðu Þróttara algjör- lega ok skoruðu þeir öll mörkin i þeim hálfleik. Eftir þennan sigur eygja Skagamenn enn möguleika á sigri i íslandsmótinu, en staða Þróttara fer nú hríðversnandi og virðist nú fátt geta komið i veg fyrir fall þeirra í aðra deild. Fyrri hálfleikur var með þeim líflegri sem undirritaður hefur séð í sumar og sérlega vel leikinn af hálfu Skagamanna, sem yfirspil- uðu Þrótt nær algjörlega og skor- uðu þeir þá þrjú falleg mörk. Þróttarar fengu þó fyrsta færið, þegar á upphafsmínútum leiksins, er Þorvaldur Þorvaldsson komst inn í sendingu Árna Sveinssonar á markmann, Bjarna Sigurðssyni tókst að verja frá honum í horn. Síðan tóku Skagamenn völdin smám saman í sínar hendur og á 6. mín. braust Sigþór upp að endamörkum og þaðan inn að markhorninu, en í stað þess að senda boltann út í teiginn reyndi hann skot, sem ekki rataði rétta leið. Á 16. mín. skaut Sigurður Halldórsson beint í fang Jóns Þorbjörnssonar markmanns Þróttar úr þröngri aðstöðu. Á 17. mín. skoruðu Skagamenn svo sitt fyrsta mark, þegar einn Þróttara lagði boltann fyrir Sigurð Lárus- son rétt utan vítateigs og hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur skaut umsvifalaust þrumu- skoti í stöng og inn án þess að Jón í Þróttarmarkinu kæmi nokkrum vörnum við. Á 24. mín. kom svo annað markið og var það einkar glæsilegt, Sigurður Lárusson skallaði þá boltann út á hægri kantinn til Kristjáns Olgeirsson- ar, sem stóð þar óvaldaður. Hann lék upp að vítateigslínunni og sendi þéttingsfastan bolta þvert yfir teiginn og á móts við fjær- stöngina kom Árni Sveinsson á fullri ferð og þrumaði boltanum viðstöðulaust í markhornið fjær IA — Þróttur 3:0 án þess að vörn Þróttar fengi rönd við reist. Stuttu eftir þetta var Harry Hill borinn meiddur af velli eftir að hafa lent í tæklingu við Krist- inn Björnsson, en hann hafði fram að því verið einna frískastur Þróttara, sem tókst að skjóta inn einni og einni sókn án þess að skapa þó nokkur veruleg færi. Það var svo loks á 44. mín. sem þriðja markið kom og aftur fengu Skaga- menn góðan stuðning Þróttara við það. Einn af varnarmönnum Þróttara átti þá góða sendingu á Kristján Olgeirsson, sem stóð óvaldaður rétt utan vítateigs. Hann lek upp að markinu og sendi boltann af öryggi í netið undir Jón Þorbjörnsson sem kom út á móti. Seinni hálfleikur var svo allur mun tíðindaminni og slakari, svo virtist sem Skagamönnum fyndist nóg komið, því þeir slöppuðu verulega af og áttu ekki nema eitt færi, sem teljandi var. Þeir Krist- inn Björnsson og Kristján 01- geirsson léku sig skemmtilega í gegn um Þróttarvörnina og Krist- inn renndi boltanum út í teiginn, en Jóhann Hreiðarsson bjargaði skoti Sigurðar Lárussonar á línu. Marktækifæri Þróttara voru ekki heldur mörg, þó þeir kæmu nú meira inn í leikinn, en er um 10 mínútur voru til leiksloka var heppnin svo sannarlega ekki með þeim. Þorvaldur Þorvaldsson slapp þá einn í gegn um vörn Skagamanna en skot hans hrökk af Bjarna markmanni í þverslána og út í teiginn til Ólafs Magnús- sonar, sem skallaði enn í slána og þriðja tilraun Þróttara fór svo rétt framhjá. Eins og áður sagði léku Skaga- menn fyrri hálfleikinn mjög vel, og í jöfnu lið þeirra bar mest á Árna Sveinssyni sem að þessu sinni lék í stöðu tengiliðs og islandsmötlð i. delld skilaði henni vel, og Kristjáni Olgeirssyni. Af slökum Þrótturum bar einna helst á Jóhanni Hreið- arssyni. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Akranes- völlur, ÍA — Þróttur: 3—0 (3—0). Mörk í A: Sigurður Lárusson á 17. mín. Árni Sveinsson á 24. mín. og Kristján Olgeirsson á 44. mín. Áminningar: Engin. Áhorfendur: 790. Dómari: Arnþór Óskarsson og hefði hann sennilega getað gert betur. Þorsteinn Bjarnason ÍBK átti sannkallaðan stórleik í markinu er lið hans mætti Fram í gærkvöldi á Laugardalsvellinum og varði Þorsteinn hvað eftir annað meistaralega. Fram sigraöi í jöfnum leik FRAM bætti við tveimur dýrmætum stigum í safn sitt í gærkvöldi er liðið sigraði lið ÍBK með einu marki gegn engu á Laugardalsvellinum. Leikur liðanna var vel leikinn og bráðskemmtilegur. Bæði liðin áttu góðar sóknarlotur og hættuleg marktækifæri. Lið Keflavíkur lék sennilega einn sinn besta leik í sumar þrátt fyrir að þeim tækist ekki að skora. Fram — ÍBK 1:0 Bæði liðin byrjuðu leikinn af miklum krafti og var sýnilegt að það átti ekkert að gefa eftir, báðir aðilarnir ætluðu sér sigur í leikn- um. Fyrsta hættulega marktæki- Einkunnagjðfin LIÐ IA LIÐ KR: LIÐ UBK: Bjarni Sigurðsson 7 Stefán Jóhannsson 6 Guðmundur Ásgeirsson 6 Guðjón Þórðarson 6 Jósteinn Einarsson 5 Tómas Tómasson 5 Jón Áskelsson 5 Sigurður Pétursson 5 Einar Þórhallsson 6 Sigurður Lárusson 7 Ottó Guðmundsson 6 Benedikt Guðmundsson 6 Sigurður Halldórsson 6 Börkur Ingvarsson 7 Valdimar Valdimarss. 6 Jón Gunnlaugsson 7 Ágúst Jónsson 5 Sigurjón Kristjánss. 6 Kristján Olgeirsson 7 Elías Guðmundsson 6 Þór Hreiðarsson 7 Guðbjörn Tryggvason 5 Jón Oddsson 6 Sigurður Grétarsson 6 Sigþór Ómarsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 5 Ingólfur Ingólfsson 6 Kristinn Björnsson 6 Hálfdán Örlygsson 6 ólafur Björnsson 7 Árni Sveinsson 7 Hákon Gunnarsson 7 Björn II. Björnsson 5 Vignir Baldurss. (vm) 6 LIÐ VÍKINGS: LIÐ ÞRÓTTAR LIÐ FH: Diðrik Ólafsson 6 Jón Þorbjörnsson 6 Friðrik Jónsson 6 Gunnar Gunnarsson 7 Daði Harðarson 5 Viðar Halldórsson 6 Ragnar Gislason 6 Harry IIill 6 Atli Alexanderss. 5 Magnús Þorvaldsson 6 Rúnar Sverrisson 5 Valþór Sigþórsson 7 Þórður Marelsson 6 Sverrir Einarsson 6 Guðjón Guðmundsson 6 Jóhannes Bárðarson 7 Jóhann Hreiðarsson 6 Logi Ólafsson 5 Helgi Helgason 7 ólafur Magnússon 5 Helgi Ragnarsson 5 Ómar Torfason 7 Þorvaldur Þorvaldsson 5 Ásgeir Eliasson 6 Hinrik Þórhallsson 6 Baldur Hannesson 5 Valur Valsson 6 Heimir Karlsson 6 Ágúst Hauksson 6 Pálmi Jónsson 6 Lárus Guðmundsson 6 Sigurkarl Aðalsteinsson 5 Ásgeir Arnbjörnsson 6 Gunnar Örn Kristjánss. (vm) 6 Páll ólafsson varam. 6 DÓMARI: DÓMARI: Arnar Friðriksson varam. 4 ÓIi Olsen 6 Rafn Hjaltalin 7 LIÐ FRAM: Guðmundur Baldursson Jón Pétursson Marteinn Geirsson Hafþór Sveinjónsson Simon Kristjánsson Gunnar Guðmundson Erlendur Daviðsson Guðmundur Torfason Guðmundur Steinsson Pétur Ormslev Gústaf Björnsson Rafn Rafnsson (vm) LIÐ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason Kári Gunnlaugsson Guðjón Guðmundsson Óskar Færseth Hilmar Hjálmarsson Skúli Rósantsson Ólafur Björnsson Ólafur Júliusson Ragnar Margeirsson Björn Ingólfsson Sigurjón Sveinsson (vm) Steinar Jóhannsson (vm) Dómari Guðmundur Haraidsson7 8 6 f» r> 6 5 6 7 7 f» 6 6 færið kom við mark ÍBK á 15. mínútu er Þorsteinn Bjarnason markvörður missti boltann frá sér og Guðmundur Torfason skaut föstu skoti rétt framhjá úr góðu færi. Á 25. mín. átti Ólafur hörkuskot af stuttu færi beint á Guðmund markvörð Fram. Guð- mundur Steinsson komst í gegn á 30. mín. en Þorsteinn hirti boltann af tánum á honum. Á 34. mínútu fékk lið ÍBK sitt besta marktæki- færi í leiknum. Ragnar Margeirs- son gaf vel fyrir markið og Ólafur rétt náði til boltans á markteig en skaut í stöngina. Þar voru Fram- arar heppnir. Síðari hálfleikur var leikinn af sama krafti og sá fyrri og ekkert gefið eftir. Var stundum full mikið kapp í leikmönnum beggja liða og þó nokkuð um gróf brot á báða bóga. Sigurmark Fram kom á 57. mínútu leiksins. Guðmundur Í>lovmmMní>iíi nrrarmna markvörður Fram á eitt af sínum löngu útspörkum beint á fætur Péturs Ormslev. Pétur afgreiddi boltann failega til Guðmundar Steinssonar sem var rétt innan vítateigs. Guðmundur skaut fal- legu bogaskoti í markhornið fjær yfir Þorstein markvörð. Mjög fal- legt mark og vel að því staðið. Lið ÍBK lét ekki deigan síga þrátt fyrir að fá á sig mark. Þeir börðust áfram ótrauðir en gekk ekki vel að nýta tækifæri sín. Vörn Fram var föst fyrir og gaf ekkert eftir. Fram átti mikið af skyndisóknum og á 60. mínútu komst Guðmundur Steinsson einn innfyrir vörn ÍBK, ætlaði sér að leika á Þorstein en hætti við og skaut, en ekki tókst betur til en svo að boltinn fór beint í fætur Þorsteins, sem kom út á móti. Þarna fór gott tækifæri forgörð- um. Lið ÍBK fékk gott tækifæri á að jafna metin á 65,' mín. þegar Ragnar gaf vel fyrir markið og Ólafur Júlíusson og Steinar voru fyrir opnu marki en náðu ekki til boltans. Hilmar Hjálmarsson átti þrumuskot af löngu færi á 79. mínútu — fór skot hans rétt yfir Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild Valur Víkingur Fram Akranes Breiðahlik KR ÍBV Keflavík FH Þróttur að loknum 14 umferðum: 14 9 2 3 34:12 20 14 66 2 20:14 18 14 8 24 16:18 18 14 6 4 4 22:16 16 14 6 1 7 22:19 13 14 516 14:19 13 13 4 35 19:23 11 14 35 6 13:19 11 14 437 19:29 11 13 238 8:17 7 Bjargar FH sér frá falli? FH-INGAR eygja nú skyndilega von um að sleppa við fall niður í 2. deild eftir tvo sigurleiki i röð. Fyrst unnu þeir Skagamenn og á sunnudagskvöldið urðu KR-ingar að lúta i lægra haldi fyrir frísku FH-liðinu á Laugardalsvellinum. 1:2. FH-ingar hafa nú hlotið 11 stig eða jafnmörg stig og ÍBV og ÍBK fyrir þessa umferð, en Þrótt- arar sitja nú kyrfilega fastir á botninum með aðeins 7 stig og fallið virðist óumflýjanlegt. Fyrri hálfleikurinn var fremur tilþrifalítill, leikið var af tals- verðri hörku og liðin sýndu stór- karlalega knattspyrnu. FH-ing- arnir voru öllu sókndjarfari og áttu nokkur langskot að marki KR, sem fóru framhjá eða lentu í öruggum höndum Stefáns mark- varðar. Á 29. mínútu munaði litlu að Pálma tækist að skora eftir að hann hafði fengið sendingu frá Ásgeiri Arnbjörnssyni en Pálmi skallaði naumlega framhjá. Á 43. mínútu átti Börkur Ingv- arsson skalla að marki FH en Friðrik Jónsson varði snilldarlega. En Friðrik átti ekkert svar á lokamínútu hálfleiksins, þegar Börkur skallaði boitann að marki eftir innkast Jóns Oddssonar. Friðrik náði að koma höndum á boltann en skallinn var of fastur og í netinu hafnaði boltinn. Miðað við gang leiksins var forysta KR ekki sanngjörn. Hins vegar voru KR-ingarnir sterkari aðilinn framan af s.h. eða allt þar til FH-ingar jöfnuðu metin á 17. mínútu hálfleiksins. Viðar Hall- KR — FH 1:2 ' JT\ jrw * i Besti maður KR-liðsins, Börkur Ingvarsson. dórsson ætlaði að skjóta að marki en hitti boltann illa. Boltinn barst inn í þvögu leikmanna og síðan til Pálma Jónssonar, sem komst á auðan sjó og skoraði framhjá Stefáni, sem kom hlaupandi út á móti. Þorvarður Björnsson línu- vörður veifaði á rangstöðu, en eftir að Óli Olsen dómari hafði ráðfært sig við Þorvarð dæmdi hann markið gilt. Þegar u.þ.b. 15 mínútur voru eftir af leiknum, kom Leifur Helgason inná hjá FH og hleypti það nýju blóði í framlínuna. Leif- ur hafði ekki verið lengi inná er hann skoraði sigurmark FH. Ás- geir Arnbjörnsson braust upp vinstri kantinn, gaf boltann síðan út til Leifs, sem var staðsettur rétt fyrir utan vítateiginn. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur skaut viðstöðulausu skoti, sem hafnaði í horni KR-marksins. Laglega að verki staðið hjá Leifi. Síðustu 10 mínútur leiksins sótti KR af þunga og litlu munaði, að Birgi Guðjónssyni tækist að skora, en skot hans af 20 metra færi lenti í þverslánni. FH-liðið hefur sótt mjög í sig veðrið upp á síðkastið og með sama áframhaldi ætti það að sleppa við fa.ll. Hjá KR-liðinu hefur verið tröppugangur í mót- inu. Liðið byrjaði ekki sannfær- andi, en náði sér vel á strik um miðbik mótsins. Nú er hins vegar farið að halla undan fæti að nýju. En það sama má segja um KR og FH, bæði liðin eru of góð til þess að falla niður í 2. deild. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. KR - FH 1:2 (1:0), á Laugardalsvelli 17. ágúst: MARK KR: Börkur Ingvarsson á 45. mínútu. MÖRK FH: Pálmi Jónsson á 62. mínútu og Leifur Helgason á 78. mínútu. GUL SPJÖLD: Sigurður Péturs- son KR. - SS. þverslána. Síðasta dauðafæri í leiknum átti Fram, er Guðmundur Steinsson fékk enn eitt tækifærið er hann var á auðum sjó og átti aðeins markvörðinn eftir. Þor- steinn sá þó við honum í enn eitt skiptið og varði meistaralega. Bæði liðin léku þennan leik mjög vel. Mikil barátta var í leikmönnum beggja liða svo og kraftur. Boltinn fékk að ganga vel á milli manna og margar góðar sóknarlotur sáust af hálfu beggja liða. Bestu menn Fram í leiknum voru Pétur Ormslev og Marteinn Geirsson. í liði ÍBK átti Þorsteinn Bjarnason markvörður stórleik. Bjargaði hvað eftir annað mjög vel. Þá voru Ragnar Margeirsson og Ólafur Júlíusson góðir. í stuttu máli. Islandsmótið 1. deild. Fram-ÍBK 1-0 (0-0). Mark Fram: Guðmundur Steins- son á 57. mín. Gult spjald: Guðmundur Steinsson Fram. Áhorfendur 726. — ÞR. Naumur sigur Vikings LIÐ VÍKINGS bar sigurorð af Breiðabliki er liðin mættust i I. deildar keppninni i knatt- spyrnu á laugardag á Kópa- vogsvelli. Þar náði Vikingur sér í dýrmæt stig og liðið er enn með i baráttunni um toppinn i deildinni. Sigur Víkings gegn Breiðabliki hékk á bláþræði. Vikingar náðu tveggja marka forystu í leiknum, og allt virtist stefna i öruggan sigur. En þá tók lið Breiðabliks loks við sér í lciknum og iék eins og það gerir best. Enda lét árangurinn ekki á sér standa. Blikarnir jöfnuðu leikinn og voru hárs- breidd frá því að ná forystunni. En það tókst ekki og Gunnar örn, sem kom inn á sem vara- maður í síðari hálfleiknum, skoraði sigurmark Vikings með góðu skoti eftir að hafa komist einn i gegn. Fyrri hálfleikurinn var frem- ur slakur hjá liðunum, og ekki mikið um góð marktækifæri. Á 15. mínútu eiga Víkingar góða sókn að marki UBK og Heimir Karlsson gaf góða sendingu á Ómar Torfason sem skaut þrumuskoti í boga efst í mark- hornið fjær. Óverjandi fyrir Guðmund markvörð UBK. Var þetta glæsilegt mark og vel að því staðið. Á 26. mínútu á Hákon Gunn- arsson þrumuskot úr miðjum vítateignum, en Diðrik var vel á verði og varði mjög vel. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað. Sigurður Grétarsson átti gott skot úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs en framhjá. Á 55. mínútu leiksins skora Víkingar sitt annað mark. Boltinn hrökk slysalega af Sigurjóni Krist- jánssyni eftir aukaspyrnu beint til Lárusar Guðmundssonar sem stóð á markteig. Lárus þakkaði fyrir sig með því að taka vel á móti boltanum og skalla hann síðan beint neðst í markhornið. 2—0 fyrir Viking. Nú var eins og lið UBK tæki fyrst við sér í leiknum. Það hafði verið fremur UBK — Víkingur 2:3 ómar Torfason átti góðan leik og skoraði glæsilegt mark fyrir Vík- ing. Knattspyrna dauft og gekk illa að finna taktinn í leiknum. Nú breyttist leikur liðsins til batnaðar. Og á 65. mínútu ná Blikamir að skora. Eftir hornspyrnu barst boitinn til Ingólfs Ingólfssonar sem skoraði af stuttu færi. Nú sótti lið UBK mjög stíft og á 70. mínútu ná þeir að jafna leikinn. Eftir glæsilega sókn, þar sem vörn Víkinga var tætt í sundur, gaf Hákon Gunnarsson góða sendingu inn á Þór Hreiðarsson sem skoraði með fallegu skoti. Nú var mikið fjör komið í leikinn og stuðningsmenn UBK hrópuðu ákaft með liði sínu. Og á 77. mínútu átti lið UBK að ná forystunni leiknum. Þá komst Ingólfur Ingólfsson einn í gegn, lék á Diðrik markvörð og skaut en á síðustu stundu tókst Magn- úsi Þorvaldssyni að bjarga á marklínu í horn. Þarna skall hurð nærri hælum við mark Víkinga. En þeir sluppu með skrekkinn. Aðeins þremur mín- útum síðar sendir Gunnar Gunnarsson góða sendingu fram völlinn til Gunnars Kristjáns- sonar, hann lék laglega á einn varnarmann UBK, komst í gegn og skoraði með föstu skoti og tryggði Víkingum sigur. Lið Breiðabiiks vantaði fjóra af fastamönnum sínum, þá Helga Helgason Gunnlaug Helgason, Helga Bentsson og Vigni Baldursson. Vignir kom reyndar inn á þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum og stóð sig vel. En greinilega setti það svip sinn á Blikana að geta ekki verið með sitt besta lið. Þeim gekk fremur illa að finna sig framan af leiknum en er líða tók á leikinn sóttu þeir í sig veðrið og léku þá vel. Bestu menn liðsins voru Einar Þór- hallsson og Hákon Gunnarsson. Lið Víkinga féll í sömu gryfju og í leiknum á móti KR, að missa niður tveggja marka forskot. Hvað veldur er ekki gott að segja til um. Liðið leikur skínandi góða knattspyrnu á köflum en á það til að missa taktinn í leik sínum og lenda í erfiðleikum. Vörnin var betri hluti liðsins að þessu sinni. Gunnar Gunnars- son, ómar Torfason og Jóhannes Bárðarson áttu allir góðan leik. í STUTTU MÁLI: Islandsmót- ið 1. deild. Kópavogsvöllur. UBK-Víkingur 2—3 (0—1). MÖRK UBK: Ingólfur Ingólfsson á 65. mínútu og Þór Hreiðarsson á 70. mínútu. MÖRK VÍKINGA: Ómar Torfa- son á 15. mínútu, Lárus Guð- mundsson á 55. míntutu og Gunnar Örn á 80. mín. GULT SPJALD: Enginn. ÁHORFENDUR: 722. DÓMARI: Rafn Hjaltaiín og dæmdi hann ágætlega. ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.