Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 19.08.1980, Síða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 Umhverfismála- ráÖ veitir við- urkenningar: UMHVERFISMÁLARÁÐ Rcykjavíkur veitti í gærdaK viðurkenninKar fyrir fagurt <t>í snyrtile>rt umhverfi í bur>r- inni. Bor>carfulltrúar. verð- launahafar og aðrir gestir voru þá saman komnir í Hofða þe«ar Sixurjón Pét- ursson, forseti boruarstjórn- ar, tiikynnti úrslit. Fyrir bezta umhverfi barna hlutu raðhúsalóðir við Bakka- sel í Seljahverfi viðurkenn- ingu. Það voru börnin sjálf Teigagerði fegursta gata Reykjavíkur ... sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Segir í áliti dóm- nefndar, að við Bakkasel hafi fjórar raðhúsaeiningar gengið frá sameiginlegu leiksvæði fyrir börn, þar sem „leikur og öryggi" sé allsráðandi. Dóm- nefnd sátu Anna Kristjáns- dóttir, Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundsson. I tilefni af Ári trésins var valin trjágarður ársins og hlaut garður Sveinbjörns Jónssonar, hæstaréttarlög- manns, í Ártúnsbrekku viður- kenningu. Segir dómnefnd trjágarð Sveinbjörns þann „stórfenglegasta í Reykjavík", en Sveinbjörn lézt á s.l. hausti 84 ára að aldri og er garðurinn nú í forsjá barna Sveinbjörns, þeirra Jóns og Helgu. Ræktun- arstarf Sveinbjörns í Ártúns- brekku hófst árið 1934 og þar eru nú hávaxin tré — garður- inn er „sannkallaður unaðs- reitur", segir dómnefnd, sem Sigríður H. Bragadóttir, Vil- hjálmur Sigtryggsson og Haf- Úr verðlaunagarði Sveinbjörns heitins Jónssonar, Hús Osta- og smjörsölunnar við Bitruháls. Krakkarnir í Bakkaseli taka við viðurkenningunni. Pétursson stendur hjá. liði Jónsson skipuðu. Það var Jón Sveinbjörnsson sem veitti viðurkenningunni viðtöku. Þá var veitt viðurkenning fyrir „ytra og innra umhverfi" og hlaut hana Osta- og smjör- salan að Bitruhálsi 2. Segir dómnefnd, að það sé ekki aðeins utandyra hjá Osta- og smjörsölunni, þar sem hrein- leiki og fegurð ríki, heldur einnig innandyra. Dómnefnd skipuðu Guðjón Jónsson, Magnús L. Sveinsson og Gísli Kristjánsson. Loks var fegurstu götu Reykjavíkur veitt viðurkenn- ing. Teigagerði í Smáíbúða- hverfi var valin fegursta gata Reykjavíkur 1980. Segir dóm- nefnd að íbúar við aðrar götur borgarinnar mættu taka sér Teigagerðisbúa til fyrirmynd- ar. Dómnefnd sátu Gunnar Helgáson, Pétur Hannesson og Hafliði Jónsson. Frú Bryndís Bjarnadóttir mætti fyrir hönd Teigagerðisbúa og þakkaði fyrir sig og fór nokkrum orð- um um gildi þess að fága umhverfi sitt; þau tengsl sem sköpuðust milli íbúa götunnar þegar þeir væru samtaka í þessu efni. Að þessu loknu bauð forseti borgarstjórnar í kaffi. Var það mál manna að viðurkenningar sem þessar örvuðu fólk mjög, til þess að huga að umhverfi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.