Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 33 Frystihúsið er í SH en annar útflytjandi annaðist söluna HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Jökull á Raufarhöfn er eitt þeirra fyrir- tækja. sem er innan vébanda Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, en sömu söku er að segja um meiri- hluta frystihúsa á landinu. Þann 10. júli var skipað út á Raufarhöfn ok Kópaskeri 350—400 tonnum af frystum fiski. sem selja átti i EnKlandi og Þýzkalandi. Útflytj- andi vörunnar var þó ekki SH, heldur Íslenzka útflutninKsmið- stöðin. sem náð hafði samningum i þessum londum. Í framhaldi af þessari sölu hafa risið deilur milli SH ojr JÖkuls á Raufarhöfn og hafði Morgunblaðið í vikunni sam- band við þá Karl Ágústsson stjórn- arformann Jökuls á Raufarhöfn og Guðmund H. Garðarsson blaða- fulltrúa Sölumiðstoðvarinnar. — VIÐ héngum oröið á bjarg- brúninni pf svo má sejija og þejíar þessi sala bauöst var um það að ræða að bjarga fyrirtækinu eða horfa upp á lpkun hússins. sajfði Karl Ájíústsson á Raufarhöfn. — Með þessu móti losnuðum við við vöruna. en það virtist á þessum tíma ekki moguleKt að losna við vöruna í gegnum SH. Verðið spilaði ekki sér- staklega inn í þetta. það er svipað hjá fyrirtækjunum, en með því að selja í gegnum íslenzku útflutningsmiðstöð- ina losnuðum við við vöruna ok fengum hana borxaða. — Sem dæmi um stöðu fyrirtækisins má nefna, að frystigeymslur voru orðnar fullar og við skulduðum mán- aðar vinnulaun og þjónustu- úttektir voru orðnar svo mikl- ar að búið var að loka á okkur með olíu, veiðarfæri og annað, þannig að við urðum að gera eitthvað okkur til bjargar. Önnur björgun var ekki í sjónmáli, þannig að við gripum til þessa neyðarúrræðis. — Er þá samstarfi ykkar og SII lokið? — Það er þeirra að svara því en ekki okkar. Daginn, sem við vorum að skipa þessu út, óskuðum við eftir umbúðum frá SH um fisk, sem þá var væntanlegur með togaranum. Þeir neituðu okkur alfarið um þær umbúðir og það eru því þeir, sem eiga næsta leik í þessu máli. Það var 10.—11. júlí, sem þessum 350—400 tonnum var skipað út, en daginn eftir var búið að boða hingað skip á vegum SH. Það var látið fara fram hjá okkur, refsiaðgerð sögðu þeir hjá SH. — Þeir hafa síðan gert kröfu á okkur upp á um 20 milljónir króna, en það nemur 10% af Fjármálaráðuneytið: Guðmundur H. Garðarsson: „Alvarlegt brot, sem getur skaðað hagsmuni annarra félagsmanna“ — ÞETTA fyrirtæki afhendir framleiðslu sína öðrum aðila til sölu. en það er andstætt félags- lögum SII, sagði Guðmundur H. Garðarsson. — Hér var um verulegt magn að ræða og varan var i umbúðum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. þannig að um mjög alvarlegt brot var að ræða. Slíkur verknaður getur skaðað heildarhagsmuni ann- arra félagsmanna og með tilliti til þess beitti stjórn SII ákvæði laga samtakanna um heimild til að sekta viðkomandi aðila um sem nemur 10% af andvirði afurða þeirra, sem seldar voru í heimildarleysi. verðmæti vörunnar. Þeir ætl- uðu að láta Landsbanka ís- lands innheimta þá upphæð, en SH hefur enn ekki fengið það fé. Sem betur fer fer Landsbankinn eftir landslög- um, en ekki lögum Sölumiðst- öðvarinnar sagði Karl Ág- ústsson. Jökull er eina frystihúsið á Raufarhöfn og gerir út togar- ann Rauðanúp. Frá Raufarhöfn Karl Ágústsson á Raufarhöfn: „Héngum orðið á bjargbrúninni og önnur björgun var ekki í sjónmáli“ Hækkun eignarskatts einstaklinga 84,66% — hækkun tekjuskatts 54% ÁLAGÐUR tekjuskattur í ár nemur um 45 milljórðum króna og nemur hækkun tekna ríkisins af tekju- skatti milli ára 54%. Álagður eign- arskattur á einstaklinga nemur i ár samtals tæpum 3,9 milljörðum króna og er hækkunin á milli ára 84,66%, álagt sjúkratryggingar- gjald nemur rúmum 8 milljorðum og er hækkunin þar 53.48%. Sér- stakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði i eigu einstakl- inga nemur rúmum 395 milljónum króna og er hækkunin milli ára 60,38%. Þetta kemur m.a. fram i ráðuneytinu, sem birt er i heild hér á eftir: „Álagning tekju- og eignarskatts á einstaklinga í ár er nú lokið. Álagður tekjuskattur, er frá hafa verið dregnar barnabætur og ónýttur per- sónuafsláttur til greiðslu útsvars og sjúkratryggingargjalds, nemur sam- tals tæpum 45 milljörðum króna (44,982 millj. kr.). Hækkun tekna ríkisins af tekjuskatti milli ára nemur 54%. Sé miðað við svipaðan innheimtu- árangur og undanfarin ár má reikna með að 87% —88% af álögðum tekju- skatti innheimtist. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af álagningu tekjuskatts á þessu ári verði rúmir 39 milljarðar króna eða rétt um 1 milljarði meira en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi hækkun frá áætlunartölu fjárlaga stafar fyrst og fremst af heldur meiri tekjuaukningu milli ára en ráð var fyrir gert í vetur. Hliðstæð hækkun frá fjárlagatölu hefði þó orðið, ef lagt hefði verið á samkvæmt gamla kerfinu. Má því ætla að tekjur ríkisins af tekjuskatti samkvæmt nýja skattakerfinu séu nokkurn veginn þær sömu og verið hefði samkvæmt gamla skattakerf- inu. Heildarskattbyrði af völdum tekjuskatts hefur því haldist óbreytt, eins og að var stefnt. Barnabætur í ár nema samtals rúmum 14,6 milljörðum króna og hafa hækkað um 75,47% frá því í fyrra. Ónýttur persónuafsláttur til greiðslu sjúkratryggingargjalds í ár nemur tæpum 963 milljónum króna og er 154,53% hærri en í fyrra. Þá nemur ónýttur persónuafsláttur til greiðslu útsvars í ár, 3,7 milljörðum króna (3.692.910.000) og er þar um að ræða 197,46% hækkun frá því í fyrra. Álagður eignarskattur á einstakl- inga nemur í ár samtals tæpum 3,9 milljörðum króna (3.882.545.000) og er hækkunin á milli ára 84,66%. Álagt sjúkratryggingargjald nemur rúmum 8 milljörðum króna (8.051.347) og er hækkunin á milli ára 53,48%. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði í eigu einstaklinga nemur rúmum 395 milljónum króna og er hækkunin miili ára 60,38%. 18. ágúst 1980. — Af hálfu SH áttu sér stað viðræður við viðkomandi aðila áður en gripið var til þessara aðgerða. Samkomulag náðist ekki. Ég vil að það komi skýrt fram, að þessar vörur voru fram- leiddar í umbúðir með okkar vörumerki og við verðum eðlilega að gera ráðstafanir svo slíkt eigi sér ekki stað, því við berum ábyrgð á vöru, sem seld er undir okkar merki. — Það kemur sjaldan fyrir að aðilar að SH selji í gegnum annan aðila en ef slíkt er gert verður að hafa fullt samráð við SH og slíkt var alls ekki gert í þessu tilfelli. Mönnum er frjálst að vera í þessum samtökum, það er enginn sem neyðir þá til þess. Hins vegar leggur aðild að sam- tökunum ýmsar skyldur á menn, en réttindi koma á móti, sagði Guðmundur H. Garðarsson. KCL5TEF model 1980 Loksins hefur okkur tekist aö finna fullkomiö, nýtiskulegt og vandaö litsjónvarpstæki á lægra verði en aörir geta boóiö. _ PRISMA STÆRÐ VERO STAÐGR.VERO STRAUMTAKA 20 t. 670.000.- 636.500.- 85 wött 22 t. 730.000.- 693.500,- 85 wött 26 t. 850.000.- 807.500.- 95 wött

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.