Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980 37 Ingjaldur TT í* >c ^ U mlerðar- og áfengishrollvekjan Oft hefi ég skrifað um hin ógnvekjandi umferðarslys, sem að mjög miklu leyti stafa af óhóflegri vínneyslu stórs hluta þjóðarinnar. Ég hefi áður bent á ýmislegt, sem gæti dregið úr þessum þjóðarvoða, sem nú þeg- ar er orðinn og fer ört vaxandi. Bæta þarf stjórnun umferðar, og beita skynsamlegri hörku við drukkna ökumenn sem sífellt fer fjölgandi og eru að gera höfuð- borgarsvæðið að nokkurs konar hámiðstöð manndrápa og lim- lestingar fólks og eyðileggur hundruð bifreiða. Þetta veldur svo þjóðinni gífurlegum útgjöld- um bæði í stórhækkuðum trygg- ingum, og stórum hluta kostnað- ar sjúkrahúsa, lækna og hjúkr- unarfólks. Fjöldi lögreglumanna er líka upptekinn allar helgar- nætur ársins, við að reyna að koma í veg fyrir stórvandræði, en árangur virðist því miður vera sáralítill. Ótalið er svo hið sálarlega eða andlega stórtjón þess fólks sem verður fyrir afleiðingum drykkjuhernaðarins í umferðinni og víðar, sem óbæt- anlegt er. Ég átti fyrir nokkru samtal við formann stofnunar, sem á að gæta þess að ferðafólk fari ekki illa með gróður landsins. Hann sagðist vera andvígur því að nokkurri hörku sé beitt gegn þeim víndrykkju- og umgengni- sóðum sem stórspilla hinum fegurstu og ástkærustu stöðum. Þarna er Þórsmörk ofarlega á blaði, og það verður að teljast stórvítaverður toppræfilsskapur af yfirvöldum Rangárþings, Náttúruverndarráði og stjórn Skógræktar ríkisins, að hindra ekki ferðir hins vitfirrta drykkjulýðs í heilög skógarvé þjóðarinnar. Heldur ófagurt inn- legg á ári trésins. Andleg doðastefna Eiginlega virðist það vera stefnan hjá ráðamönnum í þess- um málum sem öðrum, að láta allt vaða á súðum og gera ekki nokkurn skapaðan hlut til úr- bóta. Eitt dæmið um „rögg- semina" er þetta stöðuga söngl í útvarpinu, sem enginn tekur lengur eftir: „Er þetta nú ekki betra góði, heldurðu það ekki“, eða eitthvað þessu líkt oft á hverjum degi. Það er víst að þetta stöðuga máttlausa „mjálm“ í útvarpið kostar óhemjufé yfir árið, en kemur ekki í veg fyrir eitt einasta slys, enda hafa þau aldrei verið fleiri en nú og fjölgar stöðugt, líklega nálægt réttu hlutfalli við stór- fjölgun brennivínsberserkja undir stýri í umferðinni með ljá dauðans á lofti. „Mildi án alvöru“ Ég hlustaði á stórmerka út- varpsprédikun séra Þorbergs Kristjánssonar 13. júlí. Þar var sagt að forystumenn niðurrifs- afla héldu því fram að enginn sannleikur væri til (líkt og Pílatus) og enginn vissi hvað væri rétt eða rangt, vont eða gott. Glæpamenn eins og vín- drukknir ökumorðingjar eiga að fá eins konar „klappi klapp“ meðferð. Þessu líkt er réttarfar- ið á flestum öðrum sviðum þjóðlífsins. Alvara er oftast eng- in bak við lög og reglur og margir telja sjálfsagt og álíta sig meiri menn af að brjóta þau. Augljóst er að óþjóðleg niður- rifsöfl hafa nú hreiðrað um sig í flestum uppeldis- og „menning- ar“stofnunum landsins. „Mildi án alvöru" skal vera reglan. Næstum frá því að barnið slepp- ir bleyjunni skal það ráða sér sjálft að mestu. Svo tekur við 20 ára skólavist, þar sem oft virðist ríkja bæði óregla og stjórnleysi. Aðgerða er þörf án tafar Ég hefi áður beðið Slysavarna- fél. Islands að reyna að finna einhver ráð sem myndu draga úr hinni miklu víndrykkju og stór- slysaöldu, sem ríður nú yfir okkar land, en því miður virðist það ágæta félag lítið raunhæft hafa gert. Nú fyrst 19. júlí birtist grein eftir framkv.stjóra S.V.F.Í. þar sem hann viður- kennir nauðsyn þess að vegfar- endur sjái daglega alvarlegar áminningar, t.d. með því að setja upp krossmark á helstu slys- staði, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Hann bendir líka á fækkun slysa erlendis á meðan þeim fjölgi hér, og þakkar það lögleiðingu bílbelta, lækkandi hámarkshraða, sem er fylgt eftir með ströngu lögreglueftirliti. Bent er á gífurlegt fyllirí öku- manna. T.d. handtók fámennt lögreglulið Árnessýslu 23 öku- menn um eina helgi, (vafalaust hafa margir sloppið, svo talan hefir að líkum verið miklu hærri). Það má með vissu segja að ástandið í umferðarmenning- unni er ekki bjart og skjótra atvarlegra úrræða er þörf. Hefja þarf stórsókn gegn umferðarvoð- anum, minnst á þrem vígstöðv- um, sem eru S.V.F.Í., umferðar- lögreglan, umferðarráð, og þau félagssamtök sem vilja af alvöru minnka rennsli hinnar tröll- auknu brennivínselfu, sem flæð- ir nú óstöðvandi yfir byggðir okkar kæra fósturlands. Mér hafa sagt menn sem dvalist hafa í Svíþjóð, að þar í landi séu ökuníðingar látnir greiða sektir fyrir umferðarbrot á staðnum og ef hinir brotlegu eru blankir, eru bæði maður og bíll færðir í vörslu lögreglu þar til sektin er greidd. Yfirvöld umferðarmála verða nú tafar- laust að sýna ökuníðingum mjög aukna alvöru. Það er alveg víst að það dugar ekkert „elsku mamma" við þá. Ekki fæ ég annað séð, en að helstu varnar- samtök ásamt Góðtemplurum, geri sáralítið markvisst til bóta í hinum stórhættulega brenni- vínsdoða, sem veldur meirihluta hinnar mikiu umferðarslysa- öldu, sem nú veldur meiri skaða en orð fá lýst. Og þetta gerist þrátt fyrir fjölmargar stofnanir sem reknar eru af almannafé til að „lækna“ drykkjulýðinn, og stór hluti spítala og annarra stofnana er að talsverðum hluta upptekinn af afvötnun drykkju- manna. Og vegna þeirra verður svo fjöldi gamals fólks að dvelj- ast heima, oft við hin ömur- legustu skilyrði. Brennivíns- og reykingaþáttur fjölmiðla Það er vonlítið að ná árangri í baráttunni gegn áfengissýkinni meðan fjölmiðlum, sem eru al- menningseign (sjónvarp, út- varp), er látið haldast uppi að stunda mjög áhrifaríkt auglýs- ingastarf, augsýnilega í þágu bæði erlendra og innlendra vín- sala. Þeir sem eru að berjast gegn drykkjuvandanum, ættu allir sem einn að krefjast þess að sjónvarp og útvarp hætti sem fyrst að útvarpa og sjónvarpa víndrykkjuáróðri, það má segja að sjónvarpið beinlínis ali ungl- inga og börn upp i því að verða reykinga- og víndrykkjulýður. Templarar, ásamt félögum áfengisvarna, bæði innan og utan skóla, ættu nú að hefja jafnárangursrikt stríð gegn áfengisvandanum, eins og átti sér stað um síðustu aldamót og bar þá stórglæsilegan árangur, bæði í stórminnkandi vín- drykkju og var líka nátengt því að leysa efnahagsvanda þess tíma, og sem frægt verður með- an íslensk þjóð og tunga eru tiL Yfirvöld þurfa að stórauka um- ferðareftirlit og skipuleggja um- ferðina betur, t.d. með því að loka Laugaveginum um mesta annatímann. Líka þarf að stór- þyngja umferðarbrotasektir og láta greiða þær á staðnum. Setja þarf upp krossa eða myndir af slysum á mestu slysastöðunum. Sýna minnst einu sinni í viku myndir af hinu æðisgengna brennivínskaupæði, sem á sér stað fyrir hverja helgi í brenni vínbúðunum. Birta þarf myndir af hinu hryllilega nætur- skemmtanalífi, sem stór hluti æskufólks telur óhjákvæmilegt að taka þátt í, og líka þarf að kvikmynda hin miklu umferð- arslys, sem stafa af völdum Bakkusar. Forustumenn gegn ofdrykkju- vandanum þurfa að draga til muna úr „elsku mömmu“ aðferð- inni gegn drykkjusýkinni, en þess í stað fara að beita harðari, ákveðnari og virkari aðferðum. Það þarf að efna til kröfugöngu og stöðu við vínbúðirnar þegar mest er salan, og hafa á lofti áhrifamikil mótmæli gegn vín- söluflóðinu. Ég vildi gjarnan halda á einu spjaldi ef heilsa leyfði. Eflaust mætti gera margt fleira. Ég vil að lokum skora á þau samtök, sem vinna gegn drykkjuvandanum, að breyta hinum máttlausa áróðri, sem enginn tekur mark á, í harða alvörubaráttu.sem enginn kemst hjá að taka tillit til. Ég hefi þá trú að þá muni birta upp í drykkjumálunum sem öðrum vandamálum hjá okkar ágætu þjóð. 2.350.000 FORD FAIRMONT á,g. i»o # Nú er einstakt tækifæri til aö eignast vel útbúinn amerískan bíl á sérstaklega hagkvæmu veröi. # Viö getum nú boöiö fáeina Ford Farimont árg. 1980 á kr. 8.475.000.- # Bílarnir eru útbúnir meö sparneytinni 6 cyl. vél, sjálfskiptingu og vökvastýri auk annars útbúnaöar sem kaupendur vænta í vönduðum amerískum bíl. # Sambærilegir bílar úr næstu sendingu munu kosta kr. 10.800.000 - miöaö viö núverandi gengisskráningu. # Hafiö samband viö sölumenn okkar og tryggiö yöur bíl strax í dag. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.